Umræðan

Ekki smella á hlekk­inn – og ekki falla í gildruna

Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leyna...
Mengun í borg

Losun nálgast sama stig og fyrir faraldur

Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 eftir verulega minnkun næstu tvö ár þar á undan.

Smiður

Verðbólgan stöðvar langt tímabil kaupmáttaraukningar

Kaupmáttur launa jókst um 0,9% milli maímánaða 2021 og 2022.

Fjölbýlishús

Óverðtryggð íbúðalán þrefölduðust í faraldri

Veruleg breyting varð á samsetningu íbúðalána og upphæð óverðtryggðra íbúðalána hjá viðskiptabönkunum þrefaldaðist.

Stelpurnar okkar
6. júlí 2022

Hvernig kvennalandsliðið í fótbolta varð að þjóðargersemi

Sagnfræðingurinn og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Pálsson lítur á sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi, með stöðu knattspyrnu í Evrópu hverju sinni til hliðsjónar.
New temp image
5. júlí 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Íslandsbanki og Landsbankinn héldu útboð sértryggðra skuldabréfa í júní. Arion banki hélt ekki útboð.
Mengun í borg
5. júlí 2022

Losun gróðurhúsalofttegunda nálgast sama stig og fyrir faraldur

Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 eftir verulega minnkun næstu tvö ár þar á undan. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var heildarlosun hagkerfisins 2021 þó um fjórðungi minni en var á árinu 2018. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6% milli fyrstu fjögurra mánaða 2021 og 2022, fyrst og fremst vegna 6,7% aukningar frá atvinnulífinu. Losun frá heimilum fyrstu fjóra mánuðina í ár hefur hins vegar minnkað um u.þ.b. 1% frá árinu 2021.
Gata í Reykjavík
4. júlí 2022

Vikubyrjun 4. júlí 2022

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og hækkaði ársverðbólgan úr 7,6% í 8,8%. Verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009.
Smiður
1. júlí 2022

Verðbólgan stöðvar langt tímabil kaupmáttaraukningar

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli apríl og maí. Verðbólga í maí 2022 mældist 7,6% en árshækkun launavísitölunnar var 8,6% þannig að kaupmáttur launa jókst um 0,9% milli maímánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í maí var engu að síður 1,5% lægri en hann var í janúar 2022.
Fjölbýlishús
30. júní 2022

Óverðtryggð íbúðalán hjá viðskiptabönkunum þrefölduðust í heimsfaraldrinum

Veruleg breyting varð á samsetningu íbúðalána í heimsfaraldrinum og upphæð óverðtryggðra íbúðalána hjá viðskiptabönkunum rúmlega þrefaldaðist. Nú er hafið verulega bratt hækkunarferli stýrivaxta og viðbúið að vextir íbúðalána fylgi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði lána.
Olíuvinnsla
29. júní 2022

Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og hækkaði ársverðbólgan í 8,8% úr 7,6%. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009. Við teljum að verðbólgan muni nái hámarki í ágúst næstkomandi og verði þá um 9,5%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun hennar.
Fasteignir
27. júní 2022

Vikubyrjun 27. júní 2022

Hrein ný íbúðalán innlánastofnana til heimila námu alls 17 mö. kr. í maímánuði. Mest var um að tekin væru óverðtryggð lán á föstum vöxtum en hreyfing yfir í slík lán hefur aukist. Í byrjun árs 2018 voru um 26% íbúðalána innlánastofnana óverðtryggð en þau eru nú 67%.
Byggingakrani og fjölbýlishús
23. júní 2022

Skráð atvinnuleysi mælist 3,9%

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í maí 3,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 4,5% frá því í apríl. Alls voru 7.717 á atvinnuleysisskrá í lok maí, 4.233 karlar og 3.484 konur.
Evrópsk verslunargata
21. júní 2022

Íslendingar aldrei eytt meiru erlendis

Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% á milli ára í maí, að raunvirði. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 120% milli ára miðað við fast gengi. Þetta sýnir okkur að eftirspurn er mikil í hagkerfinu og það sér í lagi eftir ferðalögum. Vöxtur einkaneyslu mun að öllum líkindum vera innfluttur í formi aukinna ferðalaga næstu misserin.
Símagreiðsla
20. júní 2022

Vikubyrjun 20. júní 2022

Velta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% að raunvirði milli ára í maí.
Epli
16. júní 2022

Verðlag hefur hækkað um tæp 15% frá því fyrir faraldur

Frá janúar 2020, þ.e. rétt áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,8%. Stakir undirliðir vísitölunnar hafa hækkað ýmist meira eða minna en vísitalan í heild. Samsetning útgjalda er eðli málsins samkvæmt misjöfn eftir heimilum og hefur sú verðbólga sem heimilin hafa upplifað því einnig verið misjöfn eftir aðstæðum.
Seðlabanki
16. júní 2022

Spáum 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í júní

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spá okkar eftir fara meginvextir bankans, sjö daga bundin innlán, úr 3,75% upp í 4,5% og verða jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd hóf að lækka vexti 2019.
Matvöruverslun
15. júní 2022

Spáum 8,7% verðbólgu í júní

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% milli maí og júní. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga upp í 8,7%, en hún mældist 7,6% í maí. Þetta er talsvert meiri hækkun en við spáðum síðast og skýrist fyrst og fremst af því að dæluverð á bensíni og díselolíu hefur hækkað mun meira en við áttum von á. Hagstofan birtir vísitöluna miðvikudaginn 29. júní.
Flugvél
13. júní 2022

Vikubyrjun 13. júní 2022

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 112 þúsund í nýliðnum maímánuði og tæplega fjórðungur þessara ferðamanna voru Bandaríkjamenn.
Fimmþúsundkrónu seðlar
9. júní 2022

Krónan styrkist og er komin á sama stað og fyrir faraldur

Íslenska krónan hefur styrkst verulega síðan hún var hvað veikust undir lok árs 2020 og kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. Við eigum von á hægfara styrkingu næstu misseri og að verð á evru endi í 132 krónum í lok árs.
9. júní 2022

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði verulega í maí

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 9,9% í maí og var það töluvert meiri lækkun en á hlutabréfamörkuðum í helstu viðskiptalöndunum. Öll félögin á aðallista íslensku Kauphallarinnar lækkuðu í verði. Eftir að hafa náð ákveðnu lágmarki í kringum stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum í byrjun maí hækkuðu allir hlutabréfamarkaðir helstu viðskiptalanda fram að maílokum. Íslenski markaðurinn hélt hins vegar áfram að lækka til loka mánaðarins.
Ferðafólk
7. júní 2022

Vikubyrjun 7. júní 2022

Vöxtur útflutnings reyndist vera 28,3% á fyrsta fjórðungi, borið saman við sama fjórðung í fyrra. Um er að ræða meiri vöxt en verið hefur á síðustu fjórðungum utan þriðja fjórðungs á síðasta ári þegar vöxturinn var tæplega þriðjungur. Vöxtinn má fyrst og fremst rekja til mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna.
Bílar
3. júní 2022

Heimilin taka bílalán sem aldrei fyrr

Kaup á nýjum bílum halda áfram að aukast. Einstaklingar virðast margir nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafa hrein ný bílalán til heimilanna aukist verulega. Rafbílavæðingin gengur vel ef marka má nýjustu tölur, en vel rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur fyrir rafmagni að öllu leyti eða að hluta.
New temp image
2. júní 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Allir þrír stóru viðskiptabankarnir héldu útboð á sértryggðum skuldabréfum í maí. S&P hækkaði lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans og Arion banka í mánuðinum.
Fólk við Geysi
2. júní 2022

Enn þurfum við að byggja verulega á innfluttu vinnuafli

Á árinu 2005 voru 20-59 ára innflytjendur 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á 1. ársfjórðungi 2022 var hlutallið 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Talið er að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Gangi þetta eftir, sem allt bendir til, yrði hlutfall innflytjenda af starfandi fólki komið yfir 27% á árinu 2025.
Ferðamenn
31. maí 2022

Ferðaþjónustan setur sitt mark á hagvöxt á fyrsta fjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands jókst landsframleiðslan um 8,6% á fyrsta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta var fjórði ársfjórðungurinn í röð með jákvæðum hagvexti og er frekari staðfesting á því að hagkerfið sé á réttri leið. Kröftugur vöxtur mældist á öllum lykilþáttum landsframleiðslunnar, einkaneyslu, fjárfestingu og útflutningi. Þessi vöxtur gefur góð fyrirheit fyrir árið en í nýlegri spá okkar gerum við ráð fyrir að hagvöxtur á árinu verði 5,1% í ár.
Bananar í verslun
30. maí 2022

Verðbólgan 7,6% í maí en spáum að hún nái hámarki í ágúst

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,77% milli mánaða í maí og mælist verðbólgan nú 7,6% samanborið við 7,2% í apríl. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010 þegar hún var 7,5%. Þá var verðbólguskot vegna hrunsins að renna sitt skeið. Við teljum að verðbólgan muni nái hámarki í ágúst næstkomandi og verði þá um 8,5%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun hennar.
30. maí 2022

Leiga hækkar á milli mánaða í apríl

Leiguverð hefur þróast með afar rólegum hætti frá því faraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Í apríl mældist þó 2,1% hækkun á leiguverði milli mánaða sem er mesta hækkunin síðan í júní 2020. 12 mánaða hækkun mælist nú tæp 8%, sem er þó afar hóflegt í samanburði við hækkun íbúðaverðs.
Gata í Reykjavík
30. maí 2022

Vikubyrjun 30. maí 2022

Leiguverð hefur þróast með afar rólegum hætti frá því faraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Í apríl mældist þó 2,1% hækkun á leiguverði milli mánaða sem er mesta hækkunin síðan í júní 2020.
27. maí 2022

Útflutningsverðmæti stoðanna þriggja sló met á fyrsta fjórðungi

Mikil aukning varð á útflutningsverðmæti landsins á fyrsta fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Aukning varð í útflutningsverðmæti allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju. Það skýrist af mikilli aukningu í ferðamannafjölda, miklum loðnuveiðum og mikilli hækkun á álverði frá því í fyrra. Útflutningsverðmæti stoðanna þriggja á fjórðungnum nam 242,3 mö.kr. og hefur ekki áður mælst hærra.
Fiskiskip
25. maí 2022

Met verðhækkanir á íslenskum botnfiski í erlendri mynt

Útflutningsverð á íslenskum botnfiski í erlendri mynt hefur hækkað hratt frá því um mitt síðasta ár. Á fyrsta ársfjórðungi hafði verð á íslenskum botnfiski hækkað um 20% milli ára en ekki eru til dæmi í gögnum Hagstofunnar um jafn mikla hækkun á svo stuttum tíma. Næstmesta hækkunin var á fjórða ársfjórðungi 2014 en þá nam hækkunin 13,4% milli ára. Verð á matvöru hefur hækkað hratt í helstu viðskiptalöndunum og skýrir það miklar verðhækkanir á íslenskum botnfiski.
24. maí 2022

Launavísitalan hækkaði mikið í apríl – hagvaxtaraukinn skilar sínu

Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hækkun vísitölunnar milli mánaða í apríl var óvenjumikil og er meginskýringin launahækkun vegna hagvaxtarauka sem launafólk, sem fær fyrirframgreidd laun, fékk greidda út í apríl. Árshækkunartaktur launa hefur verið vel rúmlega 7% síðustu mánuði en fór nú upp í 8,5%.
Kranar á byggingarsvæði
23. maí 2022

Laus störf hlutfallslega flest í byggingariðnaði

Eftirspurn eftir starfsfólki hefur verið mjög mismunandi eftir greinum frá árinu 2019. Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð sker sig nokkuð úr í þessu sambandi, en þar hafa laus störf verið að meðaltali 6,4% af störfum í greininni á þessu tímabili. Byggingarstarfsemi er ekki fjölmenn grein, en þar voru um 1.000 laus störf á 1. ársfjórðungi 2022.
23. maí 2022

Vikubyrjun 23. maí 2022

Hagfræðideild Landsbankans birti í síðustu viku þjóðhags- og verðbólguspá til ársins 2024 þar sem töluverðum hagvexti er spáð í skugga verðbólgu.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur