Fjöll

Ný fjár­má­laum­gjörð veg­vís­ir að sjálf­bærri fram­tíð

Bankar víða um heim gefa í síauknum mæli út svokallaðar sjálfbærar fjármálaumgjarðir sem stýra fjármagni í átt að sjálfbærum verke...
Hverasvæði
1. mars 2021

Vikubyrjun 1. mars 2021

Samkvæmt þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti fyrir helgi dróst útflutningur saman um 30,5% milli ára að raunvirði í fyrra. Þetta er langmesti samdráttur milli ára sem mælst hefur frá upphafi mælinga, eða frá árinu 1946.
Gönguleið
26. feb. 2021

Næst mesti samdráttur frá upphafi mælinga

Samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum dróst hagkerfið saman um 6,6% á síðasta ári. Þetta er næst mesti samdráttur frá seinna stríði en árið 2009 mældist 7,7% samdráttur.
Fasteignir
25. feb. 2021

4,1% verðbólga í febrúar – áfram yfir markmiði Seðlabankans

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,69% milli mánaða í febrúar og mælist verðbólga nú 4,1% samanborið við 4,3% í janúar. Verðbólga er því enn yfir efri vikmörkum Seðlabankans um verðbólgumarkmið.
Smiður
24. feb. 2021

Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar - kaupmáttur jókst um 5,8% milli ára

Launavísitalan hækkaði um 3,7% milli desember og janúar. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,3%. Þetta er mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar.
Kauphöll
22. feb. 2021

Hagsjá: Miklar hækkanir á hlutabréfamarkaði

Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu mánuðum og verðhækkanir verið miklar. Frá áramótum hefur OMXI10 vísitalan hækkað um rúmlega 18% en það er mikil hækkun á svo skömmum tíma. Frá því að markaðurinn náði lágmarki í mars á síðasta ári hefur hann hækkað um tæplega 91%. Viðskipti á markaðnum hafa einnig aukist mikið á síðustu misserum og var desembermánuður metmánuður í fjölda viðskipta en þá voru hlutabréfaviðskipti tæplega 9.500.
Landsspítalinn
22. feb. 2021

Vikubyrjun 22. febrúar 2021

Það gengur mishratt að bólusetja gegn Covid-19 í helstu viðskiptalöndum okkar. Bólusetning gengur hraðast fyrir sig í Bretlandi og Bandaríkjunum, en mun hægar í Evrópusambandinu, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Hlaðvarp: Ægir, Guðný og Elín
19. feb. 2021

Hvernig á að byrja að spara og fjárfesta?

Fjárfestingar og sparnaður eru umræðuefni þáttarins. Hvenær og hvernig er best að byrja að spara eða fjárfesta? Hvar liggja tækifærin? Hvernig er hægt að fá betri ávöxtun og meta áhættuna?
Litríkir bolir á fataslá
19. feb. 2021

Neysla landsmanna innanlands meiri í janúar í ár en í fyrra

Neysla Íslendinga jókst um 2,5% innanlands miðað við fast verðlag í janúar og dróst saman um 46% erlendis miðað við fast gengi. Daglegt líf innanlands virðist smám saman vera að komast í eðlilegra horf eftir því sem slakað hefur verið á samkomutakmörkunum og má gera ráð fyrir því að neysla litist af því næstu mánuði.
Ferðamenn á jökli
18. feb. 2021

Atvinnuleysi mest á Íslandi af Norðurlöndunum

Vorið 2020 jókst atvinnuleysi á öllum Norðurlöndunum. Tímabundið var aukningin mest á Íslandi og í Noregi þar sem hlutabætur komu meira til sögunnar en í hinum löndunum. Sé hins vegar litið á stöðuna í lok ársins, þegar hlutabæturnar voru farnar að skipta mun minna máli, má sjá að þróunin hér á landi er mjög frábrugðin hinum löndunum. Hér hefur atvinnuleysi haldið áfram að aukast og var komið yfir 10% í lok ársins. Frá miðju síðasta ári hefur atvinnuleysi verið óbreytt í Finnlandi en minnkað í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Fjölbýlishús
17. feb. 2021

Óvenju lítil hækkun íbúðaverðs í janúar

Íbúðaverð hækkaði nokkuð minna milli mánaða í janúar en á fyrri mánuðum, eða aðeins um 0,1%. Of snemmt er að segja til um hvort almennt sé að hægja á verðhækkunum. Spenna virðist nokkur á markaði þar sem íbúðir seljast hraðar en áður og oft yfir ásettu verði. Þrátt fyrir það þróast íbúðaverð nokkuð hægt og í ágætu samræmi við verðlag annarra vara.
Háþrýstiþvottur
16. feb. 2021

Atvinnuleysi jókst minna í janúar en reikna mátti með

Á árinu 2000 voru konur með grunnskólapróf 67% atvinnulausra kvenna og konur með háskólapróf 7%. Á síðustu 20 árum hafa þessir tveir hópar þróast með algerlega gagnstæðum hætti. Hlutfall kvenna með grunnskólapróf af atvinnulausum konum hefur farið sífellt minnkandi og hlutfall háskólamenntaðra kvenna sífellt aukist. Í fyrra voru atvinnulausar konur með grunnskólamenntun 37% atvinnulausra kvenna og konur með háskólamenntun 33%.
Siglufjörður
15. feb. 2021

Mikil verðlækkun á gistingu hér á landi

Ein af afleiðingum minnkandi ferðalaga í heiminum eru almennar verðlækkanir á þjónustu hótela og gistiheimila. Verðlækkanirnar hafa þó verið mismiklar eftir löndum og skýrist það m.a. af því að farsóttin hefur haft mismikil áhrif á ferðaþjónustu hvers lands. Verðlækkun á gistingu hér á landi á síðasta ári var til að mynda mun meiri en að jafnaði í evrulöndunum.
Kranar á byggingarsvæði
15. feb. 2021

Vikubyrjun 15. febrúar 2021

Frá aldamótum hefur að jafnaði verið hafin bygging á fleiri íbúðum á hverja 100.000 íbúa hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hér hefur verið hafin bygging á tæplega 670 íbúðum að meðaltali á hverja 100.000 íbúa á ári frá aldamótum, meðan fjöldinn er á bilinu 350-580 í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
11. feb. 2021

Meiri sveiflur á íbúðamarkaði hér á landi en hjá nágrannaþjóðum

Raunverð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað nokkuð hraðar hér á landi en meðal nágrannaþjóða á síðustu árum. Covid-19-faraldurinn virðist þó hafa meiri áhrif til hækkunar víða í kringum okkur en reyndin er hér. Mikil uppbygging síðustu ára hér á landi gæti hafa mildað verðhækkanir, en mikil og sveiflukennd uppbygging hefur einkennt íslenskan byggingarmarkað í samanburði við önnur lönd.
Íslenskir peningaseðlar
10. feb. 2021

Spáum 3,9% verðbólgu í febrúar

Hagstofan birtir febrúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 25. febrúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,52% hækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 4,3% í 3,9%.
Ferðamaður á ísjaka
9. feb. 2021

Í Evrópu fækkaði gistinóttum einna mest hér á landi

Efnahagsleg áhrif farsóttarinnar hafa verið mikil á ferðaþjónustu alls staðar í heiminum. Lokanir eða takmarkanir á landamærum hafa dregið mjög mikið úr ferðalögum og fækkað gistinóttum. Áhrifin hér á landi hafa verið ívið meiri en víðast hvar annars staðar. Þannig var fækkun gistinótta erlendra ferðamanna á skráðum gististöðum hér á landi á öðrum og þriðja fjórðungi síðasta árs ein sú mesta sé miðað við önnur Evrópulönd.
8. feb. 2021

Mismikil verðhækkun eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins

Íbúðaverð í fjölbýli hækkaði mismikið í fyrra eftir hverfum. Mest var hækkunin í Árbæ og minnst í Grafarvogi. Mismikil sala nýbygginga kann að vera skýring á sveiflum í verði.
8. feb. 2021

Vikubyrjun 8. febrúar 2021

Nýlega seldi ríkissjóður skuldabréf að fjárhæð 750 milljónir evra. Skuldabréfið er vaxtalaust, en var selt rétt undir nafnvirði. Ávöxtunarkrafan var 0,117%, sem eru mun betri kjör en fengust við síðustu útgáfu ríkissjóðs.
Alþingi
5. feb. 2021

Opinber fjárfesting kemur ekki alltaf þótt hún hafi verið áformuð

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins er jafnan haldið í upphafi árs. Þar kynna opinberir aðilar þær verklegu framkvæmdir sem áformað er að bjóða út á árinu. Niðurstöður síðustu þriggja ára benda til þess að langt sé á milli hugmynda og yfirlýsinga um opinberar fjárfestingar sem koma fram á þinginu og þess að koma þeim í framkvæmd.
Sveinn Þórarinsson og Þórunn Björk Steingrímsdóttir
4. feb. 2021

Salan á Íslandsbanka, Gamestop og verðbréfamarkaðurinn

Í þættinum verður farið yfir sölu ríkisins á Íslandsbanka og muninn á stóru bönkunum þremur. Auk þess er farið yfir þróun mála í Bandaríkjum hvað varðar Gamestop og svipuð fyrirtæki. Þórunn Björk Steingrímsdóttir verðbréfamiðlari hjá Landsbankanum kíkir í heimsókn og ræðir um markaðinn og hennar vegferð í heim verðbréfamiðlara.
Seðlabanki Íslands
4. feb. 2021

Rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri í janúar

Það var frekar rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri í janúar. Verð á evru hélst á tiltölulega þröngu bili og bæði velta og flökt minnkuðu milli mánaða. Seðlabankinn hélt áfram reglulegri sölu á gjaldeyri.
4. feb. 2021

Verð íslenskra sjávarafurða lækkaði lítillega á síðasta ári

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt lækkaði um 0,8% á síðasta ári. Þetta er fyrsta lækkunin síðan árið 2017 þegar verðið lækkaði um 1%. Þar áður hafði verðið lækkað 2013 þegar lækkunin nam 4,8%. Verð á botnfiski lækkaði um 0,8% á síðasta ári en verð á uppsjávarafurðum hækkaði um 1% og skýrist verðlækkun síðasta árs því einungis af verðlækkun á botnfiski.
Austurstræti 11 grafík
3. feb. 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Í útboðum í janúar seldi Íslandsbanki sértryggð bréf að nafnvirði 4,5 ma. kr. og Landsbankinn sértryggð bréf að nafnvirði 2,7 ma. kr.
Hárgreiðslustofa
2. feb. 2021

Ekki breyting á slaka á vinnumarkaði

Heildarvinnustundum fækkaði um 5,2% milli áranna 2019 og 2020, eftir að hafa aukist nær stöðugt í mörg ár þar á undan. Starfandi fólki fækkaði um 3,1% og vinnutími styttist um 2,1%. Breytingin á þessu ári faraldursins er verulega mikil í sögulegu samhengi.
Seðlabanki Íslands
1. feb. 2021

Vikubyrjun 1. febrúar 2021

Samkvæmt síðustu væntingakönnun Seðlabanka Íslands meðal markaðsaðila, sem fór fram 18.-20. Janúar, telja um 4 af 10 sem tóku þátt að taumhald peningastefnunnar sé of þétt núna, þ.e. að vextir séu of háir miðað við núverandi ástand.
Akureyri
1. feb. 2021

Líflegur íbúðamarkaður um land allt

Íbúðaverð hækkaði víðar en á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Mest var hækkunin rúm 8% milli ára í Árborg. Alls staðar jókst íbúðasala og hafa kaupsamningar á landsvísu ekki verið fleiri á einu ári síðan 2007. Spenna virðist þó meiri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar, ef marka má hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði.
29. jan. 2021

Mesta fækkun gistinátta á suðvesturhorninu á síðasta ári

Efnahagsleg áhrif farsóttarinnar hafa komið þyngst niður á ferðaþjónustu í heiminum. Gistinætur hér á landi voru 2,9 milljónir á síðasta ári og fækkaði um 65% frá fyrra ári. Það sem dró úr högginu var að gistinóttum Íslendinga fjölgaði um rúman fjórðung milli ára. Hlutfall gistinátta Íslendinga var 47% og hefur það ekki áður mælst hærra en næst hæsta hlutfallið var árið 1999, þegar það var rúmur þriðjungur.
28. jan. 2021

Persónuvernd og öryggi barna á netinu

Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem felast í net- og snjallsímanotkun. Foreldrar þurfa einnig að vera vakandi yfir því hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.
28. jan. 2021

Laun á opinbera markaðnum hafa hækkað töluvert meira en á þeim almenna

Í október höfðu laun á opinbera markaðnum hækkað um 9,3% á einu ári meðan þau hækkuðu um 6,3% á almenna markaðnum. Það bil sem myndaðist á milli launaþróunar á almenna markaðnum og þeim opinbera á árinu 2019 hefur nú verið brúað að fullu.
Seðlabanki Íslands
28. jan. 2021

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% við næstu vaxtaákvörðun þann 3. febrúar. Við teljum að þróun mála og nýjar upplýsingar frá síðasta fundi nefndarinnar kalli ekki á breytingu vaxta að þessu sinni. Fróðlegt verður að fylgjast með næstu skrefum nefndarinnar varðandi kaup á skuldabréfamarkaði.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur