Umræðan
Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 5...
Ársverðbólgan fer úr 10,2% í 9,8%
Þetta er fyrsta lækkun á ársverðbólgu síðan í nóvember og er hún aftur komin undir tveggja stafa tölu.
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla
Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit.
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán.
Hlaðvarp
Í hlaðvarpi Umræðunnar er fjallað um efnahagsmál, fjármál einstaklinga og fleira sem er efst á baugi hverju sinni.
29. mars 2023
Netsvik - Dæmi um að fólk tapi tugum milljóna
Netsvik hafa sótt verulega í sig veðrið að undanförnu og eru dæmi um að tugir milljóna hafi verið sviknir út úr einstaklingum og fyrirtækjum. Viðbragð við netsvikum er orðinn hluti af daglegri starfsemi Landsbankans. Í þættinum ræðir Karítas Ríkharðsdóttir við Brynju Maríu Ólafsdóttur, sérfræðing í regluvörslu, og Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs, um netsvik og varnir og viðbrögð við þeim.
28. mars 2023
Ársverðbólgan fer úr 10,2% í 9,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í mars og lækkaði ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Þetta er fyrsta lækkun á ársverðbólgu síðan í nóvember og er hún aftur komin undir tveggja stafa tölu. Verðbólgan var lægri en við gerðum ráð fyrir, en við höfðum spáð því að hún myndi lækka í 10% í mars.
28. mars 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þjónustugjöldum er ætlað að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Grunnþjónusta í appinu og netbankanum er gjaldfrjáls og hægt er að komast hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækka þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá bankanum.
27. mars 2023
Vikubyrjun 27. mars 2023
Yfirstandandi vaxtahækkunarferill Seðlabanka Íslands er sá brattasti hingað til, en bankinn hefur nú hækkað vexti um 6,75 prósentustig á 675 dögum. Þessi vaxtahækkunarferill er því brattari en sá sem hófst í maí 2004, en þá hækkaði bankinn vexti um 5 prósentustig á jafn löngu tímabili.
22. mars 2023
Íbúðaverð hækkar á ný
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% milli mánaða í febrúar, eftir þriggja mánaða samfellda lækkun. Kaupsamningum fjölgaði þó nokkuð milli mánaða og þeim fækkaði minna á ársgrundvelli í febrúar en verið hefur síðustu mánuði. Þótt markaðurinn hafi kólnað virðist hann enn vera langt yfir frostmarki. Við uppfærum verðbólguspá okkar og gerum nú ráð fyrir 10,0% verðbólgu í mars.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
20. mars 2023
Vikubyrjun 20. mars 2023
Tæplega helmingur þeirra heimila sem tóku fasteignalán frá byrjun árs 2020 er með heildargreiðslubyrði húsnæðislána undir 150 þúsund krónum á mánuði og rúmlega 75% eru með greiðslubyrði undir 200 þúsundum. Þrátt fyrir vaxtahækkanir eru um 55% þessara heimila annað hvort með minni greiðslubyrði en þegar þau tóku lánið upphaflega eða aukna greiðslubyrði að 10 þúsund krónum.
17. mars 2023
Stýrivaxtaspá og versnandi verðbólguhorfur
Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í næstu viku. Verðbólguhorfur versnuðu í febrúar, verðbólgan er almennari en áður og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu. Í þættinum ræða hagfræðingarnir Una Jónsdóttir og Hildur Margrét Jóhannsdóttir stýrivaxtaspána og stikla á stóru um stöðuna í hagkerfinu.
16. mars 2023
Spáum 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í mars
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spáin eftir fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 6,5% upp í 7,25%.
16. mars 2023
Spáum að verðbólga lækki í 9,8% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% milli mánaða í mars. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir að verðbólga lækki, þótt það gerist hægt, og mælist enn yfir 8% þegar sumarið kemur.
13. mars 2023
Vikubyrjun 13. mars 2023
Mannfjöldi hér á landi var 388 þúsund 1. janúar 2023. Íbúum fjölgaði um 11.500 í fyrra, sem samsvarar 3,1% fólksfjölgun, sé horft til breytinga milli 1. janúar hvers árs. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafnmikið og á síðasta ári.
7. mars 2023
Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög
Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
6. mars 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
6. mars 2023
Vikubyrjun 6. mars 2023
Þótt verðbólgan sé svipuð nú og í júlí í fyrra hefur orðið sú breyting á að verðbólgan er almennari. Í júlí í fyrra höfðu 17% undirliða hækkað um meira en 10% yfir árið, en núna í febrúar var það hlutfall komið upp í 35%.
28. feb. 2023
Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt
Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
28. feb. 2023
Kröftugur hagvöxtur á síðasta ári, í samræmi við væntingar
Hagvöxtur mældist 6,4% árið 2022, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Hagvöxturinn var drifinn áfram af kröftugum vexti einkaneyslu og fjármunamyndunar. Útflutningur og innflutningur jukust verulega á milli ára, en heildaráhrif utanríkisverslunar á hagvöxt voru engin að þessu sinni. Tölurnar eru í takt við opinberar spár, en í nýjustu spá okkar frá því í október í fyrra gerðum við ráð fyrir 6,5% hagvexti.
27. feb. 2023
Ársverðbólgan komin í tveggja stafa tölu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39% milli mánaða í febrúar og ársverðbólgan jókst úr 9,9% í 10,2%. Þetta er mesta verðbólga sem hefur mælst í yfirstandandi verðbólgukúfi, og tveggja stafa verðbólga hefur ekki mælst á Íslandi síðan í september 2009. Verðbólgan var mun meiri en við áttum von á, en við höfðum spáð 9,6% ársverðbólgu í febrúar.
27. feb. 2023
Vikubyrjun 27. febrúar 2023
Íbúðamarkaður heldur áfram að kólna og íbúðaverð lækkaði milli mánaða í janúar, þriðja mánuðinn í röð. 280 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru gefnir út á höfuðborgarsvæðinu og hafa þeir ekki verið færri í janúar síðan 2011.
23. feb. 2023
Launavísitalan enn á fullri ferð
Launavísitalan hækkaði um 0,2% milli desember 2022 og janúar 2023 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,6%, sem er lækkun frá síðasta mánuði og nálgast mánuðina þar á undan.
22. feb. 2023
Íbúðaverð lækkar þriðja mánuðinn í röð
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5% milli mánaða í janúar. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um 1,4% sem er mesta lækkun á þriggja mánaða grunni síðan í ágúst 2010. Fáir kaupsamningar voru undirritaðir í janúar og augljóst að markaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er farinn að kólna töluvert.
20. feb. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
20. feb. 2023
Vikubyrjun 20. febrúar 2023
Velta greiðslukorta heimilanna bendir til þess að hægt hafi á aukningu einkaneyslu á síðustu þremur mánuðum ársins 2022, en að hún hafi farið aftur á flug nú í janúar.
16. feb. 2023
Spáum að verðbólga lækki í 9,6% í febrúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,88% milli mánaða í febrúar. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 9,9% í 9,6%. Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir örlítið meiri verðbólgu en í síðustu spá sem við birtum í lok janúar. Við teljum engu að síður að verðbólgan hjaðni næstu mánuði.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
13. feb. 2023
Ferðamenn færri en fyrir faraldur en eyða meiru
Tæplega 121 þúsund erlendir ferðamenn lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli í janúar, álíka margir og í janúar 2020, rétt áður en ferðatakmarkanir settu strik í reikninginn. Ferðamenn eru þó nokkuð færri en í janúar 2018 og 2019, en eyða að jafnaði meiri pening en þá. Ferðir Íslendinga til útlanda hafa aldrei verið fleiri í janúar en nú, brottfarirnar voru 41.500.
13. feb. 2023
Vikubyrjun 13 febrúar 2023
Á tímabilinu sem vextir voru hvað lægstir frá miðju ári 2020 til miðs árs 2022 voru flest ný íbúðalán óverðtryggð á meðan það var nettó uppgreiðsla á verðtryggðum íbúðalánum. Samhliða hækkandi vöxtum fóru heimilin í auknum mæli að taka verðtryggð lán.
8. feb. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
8. feb. 2023
Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum
Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
6. feb. 2023
Vikubyrjun 6. febrúar 2023
Það er ekki bara hér á landi sem verðbólga er há um þessar mundir heldur er það staðan víða um heim og hafa seðlabankar flest allra ríkja brugðist við með vaxtahækkunum. Í síðustu viku hækkuðu seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópu og Englandsbanki vexti og hafa stýrivextir í þessum hagkerfum ekki verið hærri síðan fyrir fjármálakreppuna haustið 2008.
- …