Umræðan

Olíutankar í USA

Lofts­lags­breyt­ing­ar fram­tíð­ar hafa strax áhrif á fjár­festa

Með því að þekkja áhrif og eðli loftslagsbreytinga geta fjárfestar tekið betri ákvarðanir....
Siglufjörður

Launasumma og fjöldi starfsfólks

Launasumman, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 8,4% milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021.

Sky Lagoon

Hægir á neysluaukningu erlendra ferðamanna

Neyslumynstur erlendra ferðamanna breyttist mikið eftir að faraldurinn skall á.

Netöryggi

Hvernig get ég varist kortasvikum?

Það er mjög mikilvægt að lesa vandlega öll skilaboð sem þú færð í tengslum við kortaviðskipti og frá bankanum þínum.

Siglufjörður
19. jan. 2022

Launasumma og fjöldi starfsfólks – ferðaþjónustan enn með mikla sérstöðu

Launasumman, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 8,4% milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021 samkvæmt gögnum Hagstofunnar.
Sky Lagoon
18. jan. 2022

Það hægir á neysluaukningu erlendra ferðamanna

Neyslumynstur erlendra ferðamanna breyttist mikið eftir að faraldurinn skall á. Þannig hafa ferðamenn að meðaltali eytt töluvert meira í sínum eigin gjaldmiðli í Íslandsferðinni en fyrir faraldur. Að einhverju leyti endurspeglar þetta breytta samsetningu ferðamanna sem hingað koma og er ef til vill vísbending um að hingað hafi komið efnaðri ferðamenn eftir faraldur.
USD
17. jan. 2022

Vikubyrjun 17. janúar 2022

Verðbólga í Bandaríkjunum mældist rúmlega 7% í desember. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar 1982 sem verðbólga mælist yfir 7% þarlendis en hún fór hæst í 14,8% í mars 1980.
Posi og greiðslukort
14. jan. 2022

Jólavertíðin góð þrátt fyrir ómíkron

Nýtt afbrigði veirunnar og sóttvarnaraðgerðir virðast ekki hafa haft mikil áhrif á venjur fólks í desembermánuði. Neyslan mældist meiri en í hefðbundnum desembermánuði fyrir faraldur.
Þvottavélar
13. jan. 2022

Spáum 5,0% verðbólgu í janúar

Hagstofan birtir janúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 28. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% lækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 5,1% í 5%. Við spáum því að verðbólga án húsnæðis verði 3% í janúar.
Smiður að störfum
12. jan. 2022

Atvinnuleysi í desember undir 5% þriðja mánuðinn í röð

Almennt atvinnuleysi var að meðaltali 7,7% á árinu 2021, 0,2 prósentustigum lægra en árið 2020. Atvinnuleysið á árunum 2009 og 2010 var 8,0% og 8,1% þannig að 2021 er þriðja hæsta atvinnuleysisárið frá aldamótum.
Hverasvæði
11. jan. 2022

Mikill vöxtur í flestum atvinnugreinum

Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst um 19% milli ára að raunvirði í september og október í fyrra og er þetta fjórða uppgjörstímabilið í röð sem vöxtur mælist. Það er ljóst að hagkerfið er óðum að ná vopnum sínum og margar atvinnugreinar að rétta úr kútnum. Þróunin er þó misjöfn eftir greinum.
Háþrýstiþvottur
10. jan. 2022

Nokkuð gott jafnvægi að myndast á vinnumarkaði

Meðalatvinnuleysi hefur verið 4,8% frá árinu 2003 og atvinnuleysi ungs fólks (16-24 ára) 13,3%. Atvinnuleysi ungra hefur því að meðaltali verið 2,2 sinnum hærra en meðaltalið. Hlutfallið var mjög hátt í upphafi tímabilsins, lækkaði svo fram til ársloka 2016, en tók þá tímabundið stökk upp á við. Miðað við tölur Hagstofunnar hefur hlutfall atvinnuleysis ungra miðað við heildina aldrei verið lægra en á þessu ári þar sem það hefur verið 1,8 sinnum hærra en allra.
Grafarholt
10. jan. 2022

Vikubyrjun 10. janúar 2022

Ólíkt fasteignaverði hefur leiguverð þróast með rólegasta móti frá því að heimsfaraldurinn skall á. Þannig hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu einungis hækkað um 1,9% frá því í janúar 2020 á meðan vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24,6%.
Seðlabanki Íslands
7. jan. 2022

Krónan veiktist lítillega í desember

Íslenska krónan veiktist lítillega á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í desember, að japanska jeninu undanskildu. Seðlabankinn greip ekki inn í markaðinn í desember.
New temp image
6. jan. 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 700 m.kr. á kröfunni 4,18% (0,47% álag á ríki) í útboði 7. desember.
Ský
6. jan. 2022

Mesta ávöxtun hlutabréfamarkaðarins eftir hrun

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hækkaði um 3,9% í desember en hækkanir urðu á öllum hlutabréfamörkuðum helstu viðskiptalanda Íslands í mánuðinum. Sé litið yfir árið í heild varð góð ávöxtun á markaðnum hér heima, eða 40,2%, og var það hæsta ávöxtunin meðal helstu viðskiptalanda Íslands. Þetta var jafnframt hæsta ávöxtun íslenska markaðarins yfir heilt ár eftir hrun. Næstmesta ávöxtunin eftir hrun var 2015 þegar hún mældist 38%.
Alþingi við Austurvöll
6. jan. 2022

Fjárlög síðustu tveggja ríkisstjórna – hver hefur áherslan verið?

Í krónum talið hefur sjúkrahúsaþjónusta hækkað langmest frá fjárlögum 2017 fram til fjárlaga 2022, um 32,6 ma.kr. Næstmesta hækkunin í krónum hefur farið til málefna tengdra örorku og fötluðu fólki og þar á eftir koma fjölskyldumál og málefni aldraðra. Samanburðurinn sýnir að þessir fjórir málaflokkar, sem allir eru á sviði félags- og heilsumála, skýra 41% af aukningu allra rammasettra útgjalda á tímabilinu.
Alþingishús
4. jan. 2022

Fjárlög 2022 – mun betri niðurstaða en á síðasta ári

Sé litið á einstaka málaflokka í nýsamþykktum fjárlögum kemur í ljós að langmesta aukningin frá fjárlögum ársins 2021 er í sjúkrahúsaþjónustu, sem þarf ekki að koma á óvart í ljósi faraldursins. Af þeim sex málaflokkum sem aukningin er mest milli ára eru fjórir tengdir sjúkrahúsum og heilbrigðisþjónustu og er samanlögð aukning til þessara málaflokka 16,5 ma.kr. milli ára.
Fasteignir
3. jan. 2022

Verðstöðugleiki á leigumarkaði

Leiguverð hefur þróast í takt við annað verðlag síðustu mánuði, ólíkt þróuninni á kaupverði íbúða. Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri, m.a. vegna aukinnar kaupgetu margra.
Kauphöll
3. jan. 2022

Vikubyrjun 3. janúar 2022

Óhætt er að segja að árið 2021 hafi verið mjög gott á hlutabréfamörkuðum víðast hvar í heiminum. Hér á landi var ávöxtun OMXI10 rétt undir 35%.
Plötuspilari
27. des. 2021

Vikubyrjun 27. desember 2021

Þrjú mest streymdu lögin hér á landi á Spotify á aðfangadag voru All I want for Christmas is you með Mariah Carey, Last Chrismas með Wham! og It's Beginning to Look a Lot like Christmas með Michael Bublé.
Mynt 100 kr.
23. des. 2021

Launavísitala – enn mun meiri hækkanir á opinbera markaðnum

Áhrif vinnutímabreytinga á launavísitölu hafa verið mun meiri á opinbera markaðnum en þeim almenna og það sama gildir um launahækkanir vegna kjarasamninga og launaskriðs. Frá mars 2019, þegar Lífskjarasamningurinn var gerður, fram til september 2021 hefur launavísitalan hækkað um 18,4%. Þar af eru áhrif vinnutímastyttingar 1,8 prósentustig og áhrif annarra breytinga 16,6 prósentustig. Á þessu tímabili hafa áhrif vinnutímabreytinga verið 1 prósentustig á almenna markaðnum, 3,1 hjá ríkinu og 3,5 hjá sveitarfélögunum.
Fjölbýlishús
22. des. 2021

Hófleg hækkun íbúðaverðs í nóvember

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í nóvember sem er minnsta hækkun sem hefur sést síðan í júlí. Viðskiptum hefur fækkað og mögulega sjást merki þess að markaður sé að róast eftir miklar hækkanir á árinu.
Olíuvinnsla
21. des. 2021

Breytt samsetning verðbólgunnar

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,45% milli mánaða í desember og mælist verðbólgan 5,1% samanborið við 4,8% í nóvember. Fyrir ári síðan mældist 3,6% verðbólga þannig að hún hefur hækkað um 1,5 prósentustig á einu ári. Veruleg breyting hefur orðið á samsetningu verðbólgunnar á árinu.
Fjöll
20. des. 2021

Vikubyrjun 20. desember 2021

Hlutfall af greiðslukortaveltu í verslun sem fer fram í gegnum netið var mun hærra í nóvember en fyrri mánuði ársins, en margar verslanir bjóða upp á sérkjör á sérstökum afsláttardögum í nóvember í netverslun.
Ferðamenn við Strokk
17. des. 2021

Tap ferðaþjónustufyrirtækja nam 105 mö. kr. árið 2020

Tap af rekstri ferðaþjónustunnar í fyrra nam 104,6 mö. kr. fyrir skatta samkvæmt ársreikningagögnum Hagstofunnar yfir fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar.
17. des. 2021

Netverslun og kaup á þjónustu áberandi í nóvember

Stórir net-afsláttardagar í nóvember eru farnir að marka upphafið á jólaverslun margra. Netverslun var því, líkt og í fyrra, afar áberandi í mánuðinum þó margir virðast einnig hafa lagt leið sína í verslanir. Áhrif faraldursins á innlenda verslun eru smám saman að fjara út og kaup á þjónustu að aukast.
Símagreiðsla
15. des. 2021

Jólavertíðin fór vel af stað – mikið verslað frá útlöndum

Íslendingar voru neysluglaðir í nóvember. Kortavelta í útlöndum var á borð við ferðamikinn júlímánuð fyrir Covid-faraldur. Vísbendingar eru um kraftmikinn vöxt einkaneyslu á fjórða ársfjórðungi, drifinn áfram af ferðalögum til útlanda og auknum kaupum á þjónustu innanlands. Áhrif ómíkron-afbrigðisins gætu þó sett strik í reikninginn.
Fiskveiðiskip
15. des. 2021

Kröftug verðhækkun á botnfiski á þriðja ársfjórðungi

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 3,1% á þriðja ársfjórðungi borið saman við fjórðunginn á undan samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Þetta er annar fjórðungurinn í röð sem verðið hækkar milli fjórðunga. Verðið lækkaði verulega þegar faraldurinn skall á og náði ákveðnu lágmarki á fyrsta fjórðungi þessa árs. Verðið hafði hækkað nokkuð hratt síðustu fjórðungana áður en faraldurinn skall á og náði hámarki á fyrsta fjórðungi 2020. Enn vantar 3,5% upp á að verðið í dag nái því hámarki. 
Ský
13. des. 2021

Spáum því að verðbólga nái hámarki í desember

Hagstofan birtir desembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 21. desember. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,8% í 4,9%. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,4% í nóvember en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,1% í desember.
Fiskiskip
13. des. 2021

Atvinnuleysi óbreytt milli október og nóvember - minnkun á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í nóvember 4,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og var óbreytt frá því í október. 10.155 manns voru á atvinnuleysisskrá í lok nóvember og fækkaði um 28 í mánuðinum. Fækkunin kom einungis til á höfuðborgarsvæðinu líkt og var í október. Atvinnuleysi eykst yfirleitt á milli október og nóvember þannig að líta má á óbreytt atvinnuleysi með jákvæðum hætti.
Flugvél
13. des. 2021

Vikubyrjun 13. desember 2021

Alls fóru 75.500 erlendir ferðamenn og 33.700 Íslendingar um Leifsstöð í nóvember. Í báðum tilfellum er fjöldinn svipaður og í nóvember 2015.
Ferðafólk
9. des. 2021

Opinber fjárfesting síðustu ára – átak eða í meðallagi?

Fjárfestingarátaki hins opinbera var ætlað að koma inn á meðan fjárfestingar atvinnuveganna væru í lægð vegna kreppueinkenna í hagkerfinu, bæði 2019 í kjölfar gjaldþrots WOW air og svo vegna Covid-19 faraldursins. Tölur Hagstofunnar sýna að opinbert fjárfestingarátak náði aldrei að koma í stað fjárfestingar atvinnuveganna þegar hún fór minnkandi. Breytingar á fjárfestingum atvinnuveganna og fjárfestingum hins opinbera hafa fylgst nokkuð vel að frá árinu 2019. Og nú þegar farið er að birta yfir efnahagslífinu aukast opinberar fjárfestingar hins opinbera á sama tíma og í atvinnulífinu.
Seðlabanki Íslands
7. des. 2021

Fyrsti mánuður síðan fyrir faraldurinn sem Seðlabankinn grípur ekki inn

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum flestra viðskiptalanda okkar í nóvember, að Bandaríkjadal undanskildum. SÍ greip ekki inn í markaðinn í nóvember og er þetta fyrsti mánuðurinn sem það gerist síðan í febrúar 2020.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur