Umræðan

Greiðslu­byrð­in þyng­ist - hvaða mögu­leik­ar eru í stöð­unni?

Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?...
Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku.

Sjálfbærnidagur 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur

Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.

Besta vörnin gegn netsvikum er að lesa skilaboðin vandlega

Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera?

29. sept. 2023
Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.
Fjölbýlishús
28. sept. 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,7% í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,35% milli mánaða í september og við það jókst ársverðbólga úr 7,7% í 8,0%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun minna en við bjuggumst við en að öðru leyti var mælingin nokkurn veginn í takt við okkar spá. Framlag þjónustu og húsnæðis til ársverðbólgu jókst á hlut annarra liða. Við gerum enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni næstu mánuði.
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
31. ágúst 2023
Ef þú lest ekki skilaboðin getur þú tapað miklum peningum!
Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera? Eða eru svikarar kannski að plata þig til að nota rafrænu skilríkin til að hleypa sér inn í bankaappið þitt?
Frosnir ávextir og grænmeti
30. ágúst 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,6% í 7,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% milli mánaða í ágúst og við það jókst ársverðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við eigum þó enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og gerum nú ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 6,4% í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í apríl 2021 þar sem húsnæði ber ekki ábyrgð á stærstum hluta verðbólgunnar. Nú bera bæði innfluttar vörur og þjónusta ábyrgð á stærri hluta verðbólgunnar en húsnæði.
Ferðafólk
28. ágúst 2023
Vikubyrjun 28. ágúst 2023
Í síðustu viku hækkaði Peningastefnunefnd vexti um 0,5 prósentustig. Auk þess birti SÍ Peningamál, HMS birti mánaðarskýrslu, Hagstofan birti veltu skv. VSK-skýrslum og vöru- og þjónustujöfnuð, auk þess sem nokkur uppgjör voru birt. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágúst og þjóðhagsreikninga fyrir 2. ársfjórðung.
21. ágúst 2023
Vikubyrjun 21. ágúst 2023
Óleiðréttur launamunur karla og kvenna dróst saman árið 2022 frá fyrra ári úr 10,2% í 9,1%. Við útreikning á óleiðréttum mun er reiknað meðaltímakaup karla og kvenna fyrir októbermánuð hvers árs. Bæði grunnlaun og allar aukagreiðslur, eins og vegna álags eða bónusa, eru teknar með.
Fataverslun
17. ágúst 2023
Spáum 7,5% verðbólgu í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok hafa mest áhrif til hækkunar milli mánaða samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er húsnæðisverð og árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
16. ágúst 2023
Spáum 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%.
Íbúðahús
16. ágúst 2023
Vísitala íbúðaverðs lækkar annan mánuðinn í röð
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8% milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölunnar minnkaði úr 2,7% í 0,8% og hefur ekki mælst jafn lítil síðan í janúar 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 17% færri í júní en í sama mánuði í fyrra.
Flugvöllur, Leifsstöð
14. ágúst 2023
Vikubyrjun 14. ágúst 2023
275 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí samkvæmt tölum sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi. Erlendir ferðamenn hafa aðeins einu sinni verið fleiri í júlímánuði, á metferðamannaárinu 2018 þegar þeir voru tæplega 279 þúsund. Brottfarir Íslendinga voru tæplega 71 þúsund talsins í júlí, fleiri en nokkurn tímann í júlímánuði.
Byggingakrani og fjölbýlishús
11. ágúst 2023
Íbúðauppbygging enn nokkuð kröftug – útlit fyrir að hægi á
Enn bendir flest til þess að nýjar íbúðir rísi með svipuðum hraða og í fyrra og hitteðfyrra. Velta í byggingariðnaði eykst enn og starfsfólk í greininni hefur ekki verið fleira frá árinu 2008. Íbúðum á fyrsta byggingarstigi fjölgar þó ekki eins og síðustu ár og vísbendingar eru um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður.
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
Snjallsími
8. ágúst 2023
Vikubyrjun 8. ágúst 2023
Í síðustu viku birti Hagstofan skráðar gistinætur í júní. Skráðar gistinætur voru 1.170 þúsund og hafa aldrei verið fleiri í júnímánuði. Erlendis þá lækkaði matsfyrirtækið Fitch lánshæfismat ríkissjóðs Bandaríkjanna úr AAA í AA+ og Englandsbanki hækkaði vexti um 0,25 prósentustig.
Netöryggi
3. ágúst 2023
Yngri hópur fellur fyrir netsvikum – erum við nógu varkár?
Netsvikum og tilraunum til netsvika hefur fjölgað mikið í sumar. Ekki aðeins eru málin fleiri heldur eru fórnarlömbin líka yngri en áður. Möguleg skýring á aukningunni er sú að nú er meira um að svikin séu reynd utan opnunartíma fyrirtækja, þ.e. um kvöld og um helgar og þegar líklegt er að fólk sé í sumarfríi og því síður á varðbergi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur