Umræðan

Fjár­fest­um í fram­tíð­inni

Fjárfestar hafa í auknum mæli tileinkað sér aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. Ekki að ástæðulausu, þar sem rannsóknir sýna fylgni...
Álver í Reyðarfirði
11. júní 2021

Álverð hefur ekki verið hærra í áratug

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað mikið á síðustu fjórðungum og er nú komið í 10 ára hámark en verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan á sumarmánuðum 2011.
Smiður
11. júní 2021

Umtalsverð minnkun atvinnuleysis í maí og líkur á að svo verði áfram

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í maí 9,1% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 10,4% frá því í apríl. Almennt atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu milli apríl og maí. Mest dró úr atvinnuleysi á Suðurlandi, um 2,9 prósentustig. Almennt atvinnuleysi á Suðurnesjum var 18,7% í maí og minnkaði um 2,9 prósentustig frá apríl. Almennt atvinnuleysi á því svæði er eftir sem áður næstum tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það var næst mest, eða 9,4%.
Svanni
10. júní 2021

Svanni heldur áfram að styðja frumkvöðlastarf kvenna

Svanni – lánatryggingasjóður eflir konur í fyrirtækjarekstri og stuðlar þannig að nýsköpun og blómlegu atvinnulífi. Vorúthlutun sjóðsins fór fram nýverið og hlutu fjögur spennandi frumkvöðlafyrirtæki fyrirgreiðslu. Landsbankinn er stoltur bakhjarl Svanna.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2021

Spáum 4,3% verðbólgu í júní

Hagstofan birtir júnímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 29. júní. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 4,4% í 4,3%.
Ferðamenn á jökli
9. júní 2021

Tölum íslensku um sjálfbærni

Þegar nýjar hugmyndir, tækni eða aðferðir ryðja sér til rúms á Íslandi koma þær oft erlendis að og fagorðin eru gjarnan á ensku. Það er hætt við því að erlend fagorð torveldi okkur skilning á nýjungum og festi þær í einhverjum fílabeinsturni, sem er miður – nógu erfitt er samt að setja sig inn í umræðuna eða læra á ný tæki.
Seðlabanki Íslands
8. júní 2021

Vaxtahækkanir sem snerta heimilin

Frá því að Seðlabankinn hóf að lækka vexti í fyrra hafa heimilin í landinu aukið töku óverðtryggðra íbúðalána á breytilegum vöxtum verulega. Vextir slíkra lána fara nú hækkandi og þar með greiðslubyrði lántakenda.
Alþingishús
8. júní 2021

Stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins umsvifamiklar

Helstu stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins til handa fyrirtækjum og heimilum nema nú ríflega 95 mö.kr. frá því að þær hófust. Til samanburðar er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til menntamála nemi um 86 mö.kr. á árinu 2021. Ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í lok apríl. Stærstur hluti tillagnanna snýr að félags- og vinnumarkaðsmálum, eða um 11,6 ma.kr. Þar af nema aukin framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis samtals 9,8 mö.kr.
Fjárfestum í framtíðinni
7. júní 2021

Fjárfestum í framtíðinni – fjarfundur 4. júní 2021

Landsbankinn hélt vel heppnaðan fjarfund um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar föstudaginn 4. júní 2021 undir yfirskriftinni Fjárfestum í framtíðinni.
Dollarar og Evrur
7. júní 2021

Krónan styrktist í maí

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í maí og hefur ekki mælst sterkari frá því um miðjan mars á síðasta ári. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 35,5 ma.kr. Hlutdeild Seðlabanka Íslands var 2,1 ma.kr., sem var 5,8% af heildarveltunni.
7. júní 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Viðskiptabankarnir seldu sértryggð bréf fyrir 440 m.kr. í maí. Ávöxtunarkrafan hækkaði nokkuð á markaði.
Hverasvæði
7. júní 2021

Vikubyrjun 7. júní 2021

Lausum störfum samkvæmt talningu Vinnumálastofnunar fjölgað mjög hratt síðustu mánuði, eða úr 350 í febrúar í tæplega 2.000 í apríl. Til samanburðar er meðaltal áranna 2011-2020 um 215 og fór hæst á þessu tímabili í 500 í september 2016.
Gönguleið
2. júní 2021

Halli á viðskiptajöfnuði á fyrsta ársfjórðungi

Á fyrsta ársfjórðungi mældist 27,1 ma.kr. halli af viðskiptum við útlönd. Þetta er um 38,8 ma.kr. lakari niðurstaða en á sama ársfjórðungi 2020 og 50 ma.kr. lakari niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan. Óveruleg breyting varð á hreinni erlendri stöðu á fjórðungnum, en í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.069 ma.kr.
Maður á ísjaka
1. júní 2021

Erfiðlega gengur að manna störf víða um heim í kjölfar faraldursins

Skrýtin staða hefur komið upp sums staðar í heiminum þegar efnahagslífið er óðum að nálgast fyrra horf eftir veirufaraldurinn. Margir benda á rausnarlegar atvinnuleysisbætur sem rót vandans. Samkvæmt Hagstofu Íslands má ætla að heildarmánaðarlaun verkafólks séu um 670 þús. kr. að meðaltali nú á miðju ári 2021. Venjulegar atvinnuleysisbætur eru um kr. 307 þús. kr. á mánuði, eða u.þ.b. 55% af heildarlaunum.
Sólheimasandur
31. maí 2021

Verulega hægði á samdrætti hagkerfisins á fyrsta ársfjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands dróst landsframleiðslan saman um 1,7% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er mun minni samdráttur en verið hefur á síðustu fjórðungum. Mesti samdrátturinn var á öðrum fjórðungi síðasta árs þegar hann nam 10,1%. Síðan þá hefur dregið úr samdrættinum. Við teljum að samdráttur hagkerfisins muni fljótlega breytast í vöxt og spáum því að hagvöxtur yfir árið í heild verði 4,9%.
Smiður
31. maí 2021

Batamerki á vinnumarkaði

Í apríl í fyrra fór atvinnuþátttaka niður í 73,4% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003. Atvinnuþátttaka hefur sveiflast nokkuð síðan, í samræmi við stöðu sóttvarna á hverjum tíma, og mældist nú í apríl 78,4% sem er heilum 5 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er nú rétt undir 78% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð síðustu mánuði.
Ský
31. maí 2021

Vikubyrjun 31. maí 2021

Verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er að aukast. Þannig jókst verðbólga í Bandaríkjunum úr 2,6% í mars í 4,2% í apríl og úr 0,7% í 1,5% í Bretlandi.
Fasteignir
28. maí 2021

Mikið að gerast á fasteignamarkaði um land allt

Frá því að Covid-faraldurinn hófst hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist verulega. Mikill áhugi virðist vera á kaupum umhverfis höfuðborgarsvæðið, til dæmis í Árborg og Reykjanesbæ, þar sem verð hefur hækkað að undanförnu og það hraðar en á höfuðborgarsvæðinu.
27. maí 2021

Ítarleg umfjöllun um nýja þjóðhagsspá

Í hlaðvarpinu er rætt við dr. Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, um nýja þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar 2021-2023 sem birt var 18. maí. Gert er ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist fyrr en áður var spáð og að landsframleiðslan vaxi um tæp 5% á árinu. Góður gangur í bólusetningum, bæði innanlands og í helstu viðskiptalöndum, bendir til þess að ferðaþjónustan taki fyrr við sér en áður var reiknað með.
Verslun
27. maí 2021

4,4% verðbólga í maí – fasteignaverð kom aftur á óvart

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,42% milli mánaða í maí og mælist verðbólga nú 4,4% samanborið við 4,6% í mars. Þetta var nokkuð meiri hækkun en við áttum von á. Munar langmestu um að húsnæðisverðið í vísitölunni hækkaði meira en við reiknuðum með.
Ferðafólk
27. maí 2021

Mesti halli á vöru- og þjónustuviðskiptum í 13 ár

Útflutningur vöru og þjónustu nam 223,6 mö.kr. á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 40,6 ma.kr., eða 15,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Innflutningur vöru og þjónustu nam 256,4 mö.kr. og dróst saman um 8,7 ma.kr., eða 3,3%. Halli af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 32,8 mö.kr. og jókst um 31,9 ma.kr.
Valtari
25. maí 2021

Launavísitala - opinberi markaðurinn leiðir þróunina

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mars og apríl, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,4%, sem er töluvert minni ársbreyting en á fyrstu mánuðum ársins. Launavísitalan hefur hækkað mun meira undanfarið á opinbera markaðnum en þeim almenna.
Hverasvæði
25. maí 2021

Vikubyrjun 25. maí 2021

Í nýbirtri þjóðhags- og verðbólguspá okkar gerum við ráð fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldur Covid-19 á seinni hluta ársins og að um 800 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ár.
Smábátahöfn
21. maí 2021

Verð íslenskra sjávarafurða heldur áfram að gefa eftir

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt lækkaði um 1,9% á fyrsta fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er fjórða skiptið í röð sem verð sjávarafurða lækkar milli samliggjandi fjórðunga.
Sólheimasandur
20. maí 2021

Faraldurinn hefur leikið vinnumarkaðinn grátt

Á fyrsta ársfjórðungi 2020 voru bæði atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi af mannfjölda með því lægsta sem mælst hefur í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka 16 til 74 ára mældist 76,5% og hefur aðeins tvisvar áður mælst lægri en 77%. Á fyrsta ársfjórðungi 2021 voru 70,7% af mannfjölda starfandi og hafði hlutfallið lækkaði um 2,5 prósentustig frá fyrra ári. Hlutfall starfandi hefur aldrei mælst jafn lágt á fyrsta ársfjórðungi og nú og er mælingin á meðal þriggja lægstu frá upphafi, eða frá árinu 2003.
Fasteignir
19. maí 2021

Fasteignamarkaður á fleygiferð

Samkvæmt nýbirtum og endurskoðuðum tölum Þjóðskrár Íslands er mun meiri kraftur í íbúðamarkaði höfuðborgarsvæðisins en áður birtar tölur Þjóðskrár gáfu til kynna. Íbúðaverð hækkaði um 3,3% milli mánaða í mars og 2,7% í apríl. Mikil eftirspurn virðist vera eftir sérbýliseignum sem leiða nú hækkunina.
Íbúðir
18. maí 2021

Spáum 4,3% verðbólgu í maí

Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 27. maí. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,33% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 4,6% í 4,3%.
Hraunrennsli
18. maí 2021

Þjóðhags- og verðbólguspá 2021-2023

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á öðrum ársfjórðungi 2021 og landsframleiðslan vaxi um tæp 5% á árinu. Góður gangur í bólusetningum, bæði innanlands og í helstu viðskiptalöndum, bendir til þess að ferðaþjónustan taki fyrr við sér en reiknað var með 2020.
Verslun
17. maí 2021

Veruleg aukning í kortaveltu annan mánuðinn í röð

Neysla Íslendinga jókst verulega milli ára í apríl, eða um 21% innanlands, og 59% erlendis. Samanlagt jókst kortavelta um 25% milli ára miðað við fast verðlag og gengi. Mælingin kemur ekki á óvart þar sem í apríl í fyrra stóð fyrsta bylgja faraldursins sem hæst og er því verið að miða 12 mánaða hækkun við afar neyslulítinn mánuð.
17. maí 2021

Vikubyrjun 17. maí 2021

Í nýjustu væntingakönnun markaðsaðila, sem gerð var fyrir tveimur vikum, töldu 44% svarenda taumhald peningastefnunnar vera of laust en enginn taldi það vera of þétt. Þetta er nokkur breyting frá næstu könnun þar á undan.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur