Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Umræðan

Íbúðahús

Íbúðalán Lands­bank­ans og fyrstu kaup­end­ur

Við í Landsbankanum kynntum föstudaginn 24. október 2025 breytingar á framboði bankans á íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í v...
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis

Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.

Byggingakrani og fjölbýlishús
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 

Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði.

Ert þú með skotskífu á bakinu?

Við veltum því reglulega fyrir okkur hvernig við getum hjálpað fólki að bera kennsl á og varast netsvik. Daglega gengur fólk í gildruna. Hvað veldur?

Hlaðvarp
Í hlaðvarpi Umræðunnar er fjallað um efnahagsmál, fjármál einstaklinga og fleira sem er efst á baugi hverju sinni.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
6. nóv. 2025
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
16. okt. 2025
Vel heppnað fjármálamót um hvernig fyrirtæki nýta gögn til að bæta reksturinn
Góð aðsókn var að vel heppnuðu fjármálamóti um hvernig fyrirtæki nýta gögn til að bæta reksturinn sem haldinn var í Landsbankanum í Reykjastræti 15. október. Á fundinum fjölluðu eigendur og stjórnendur hjá fimm fyrirtækjum um hvernig hagnýting gagna gerir betri ákvarðanir mögulegar.
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
14. okt. 2025
Ert þú með skotskífu á bakinu?
Við veltum því reglulega fyrir okkur hvernig við getum hjálpað fólki að bera kennsl á og þar með varast netsvik. Daglega gengur fólk eins og við í gildruna, allskonar fólk á öllum stigum lífsins. Fólk eins og ég og þú, fólk sem veit betur. Hvað veldur?
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
6. okt. 2025
Draumur að móta vinnustaðamenningu
Sirra Guðmundsdóttir er mannauðsstjóri Landsbankans. Sirra tók við starfi mannauðsstjóra fyrir tæpum fjórum árum og Klara Steinarsdóttir hefur farið fyrir fræðslu og þróun síðan 2023. Á þessum tíma hafa miklar breytingar átt sér stað og mörg spennandi verkefni verið í farvatninu.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
Verðbréf í appi
26. sept. 2025
Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð er gott að þekkja nokkur lykilhugtök.
26. sept. 2025
Áskrift sem ávaxtast
Einfaldasta leiðin til að spara reglulega í sjóðum er að skrá sig í mánaðarlega áskrift. Það eina sem þú þarft að gera er að ákveða fjárhæð, velja sjóð og stofna áskrift í appinu, netbankanum eða á l.is, við sjáum um rest.
Litríkir bolir á fataslá
25. sept. 2025
Verðbólga eykst í takt við væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.
Bílar
23. sept. 2025
Aukin neysla, aldrei jafnmargar utanlandsferðir og bílakaup færast í aukana
Greiðslukortavelta heimila heldur áfram að aukast samhliða aukinni einkaneyslu. Það sama má segja um utanlandsferðir Íslendinga en það sem af er ári hafa Íslendingar farið í rúmlega 20% fleiri utanlandsferðir en á sama tímabili í fyrra. Auk þess að fara meira til útlanda virðast landsmenn kaupa þó nokkuð fleiri bíla en í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru nýskráðir bílar um 28% fleiri en á sama tíma í fyrra.
Íbúðahús
22. sept. 2025
Vikubyrjun 22. september 2025
Raunverð íbúða lækkaði á milli ára í ágúst, í fyrsta skipti frá því í byrjun árs 2024. Nafnverð íbúða hefur aðeins hækkað um 2,2% á einu ári og sífellt lengri tíma tekur að selja íbúðir. Leiguvísitalan hækkaði þó í ágúst og hækkandi leiguverð hefur með tímanum áhrif á verðbólgumælingar. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs næsta fimmtudag.
Fólk við Geysi
15. sept. 2025
Vikubyrjun 15. september 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Sjálfbærnidagur 2025 – upptökur
Loftslagsmál, raforkumál, plastframleiðsla, fatabransinn, timbur og gómsætt grænkerafæði voru til umræðu á fjórða sjálfbærnidegi Landsbankans sem var haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september 2025.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.
1. sept. 2025
Mánaðamót 1. september 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. sept. 2025
Vikubyrjun 1. september 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.