Umræðan

Verðbréfasíða í netbanka

Viltu ná ár­angri með eigna­dreif­ingu?

Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur...
Gata í Reykjavík
Vísitala íbúðaverðs hækkar áfram örlítið milli mánaða

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar. Sérbýli hækkaði um 0,1% og fjölbýli um 0,4%.

Peningaseðlar
Spáum 6,1% verðbólgu í febrúar

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%.

Hvernig er fjármálaheilsan?

Við upphaf nýs árs er upplagt að velta fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.

Gata í Reykjavík
22. feb. 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkar áfram örlítið milli mánaða
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar. Sérbýli hækkaði um 0,1% og fjölbýli um 0,4%. Raunverð íbúða er nokkurn veginn það sama og fyrir einu ári. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á milli ára síðustu fjóra mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Umræðan
15. feb. 2024
Stormasamt stjórnmálaár og varkár vaxtalækkun
James Ashley, forstöðumaður markaða og stefnumála í Goldman Sachs, er gestur í nýjasta þætti Umræðunnar. Hann ræðir efnahagshorfur í heiminum, óvissuþætti í tengslum við komandi kosningar í Bandaríkjunum og ólgu í alþjóðastjórnmálum.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Hlaðvarp
2. feb. 2024
Vaxtalækkun ólíkleg þótt verðbólga hjaðni
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vöxtum verði haldið óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólguhorfur hafi batnað stígi peningastefnunefnd varlega til jarðar, ekki síst í ljósi óvissu í tengslum við náttúruhamfarir og kjaraviðræður.
1. feb. 2024
Spáum óbreyttu vaxtastigi í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Þótt verðbólgan fari hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt teljum við ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Við búumst frekar við að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík.
Paprika
30. jan. 2024
Verðbólgan 6,7% og hjaðnar meira en búist var við
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16% milli mánaða í janúar og við það hjaðnaði ársverðbólga úr 7,7% í 6,7%. Nýir bílar hækkuðu minna í verði en við bjuggumst við og flugfargjöld lækkuðu óvænt. Aðrir liðir voru nokkurn veginn eins og við höfðum spáð. Hagstofan boðar breytta aðferðafræði við mælingu á húsnæðislið sem innleidd verður í vísitöluna á vormánuðum.
Fataverslun
29. jan. 2024
Laun hækkuðu um 9,8% í fyrra
Launavísitalan hækkaði um 9,8% milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst aðeins um 1%. Sífellt færri stjórnendur fyrirtækja telja að það vanti starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Á síðustu árum hafa laun hækkað langmest meðal sölu- og afgreiðslufólks og verkafólks og minnst meðal stjórnenda og sérfræðinga.
Epli
29. jan. 2024
Vikubyrjun 29. janúar 2024
Á síðasta ári hækkuðu laun að meðaltali um tæp 10% á milli ára. Þrátt fyrir það jókst kaupmáttur launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu er í reynd hægt að kaupa fyrir launin, einungis um 1%.
22. jan. 2024
Vikubyrjun 22. janúar 2024
Heildarútgjöld til rannsóknar- og þróunarstarfs (R&Þ) á Íslandi voru 2,7% af vergri landsframleiðslu árið 2022. Hlutfallið er lítillega hærra en í Evrópusambandinu en lægra en í löndum eins og Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
Hús í Reykjavík
17. jan. 2024
Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og fyrstu kaupendum fjölgar
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5% milli mánaða í desember. Sérbýli hækkaði í verði en fjölbýli lækkaði. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.
16. jan. 2024
Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum
Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
Flugvöllur, Leifsstöð
15. jan. 2024
Vikubyrjun 15. janúar 2024
Alls fóru rétt rúmlega 2,2 milljónir erlendra ferðamanna um Leifsstöð á árinu 2023, eins og við gerðum ráð fyrir í hagspá okkar í október. Í þeirri spá gerðum við svo ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna árið 2024. Árið 2023 er næststærsta ferðamannaár frá upphafi, en árið 2018 komu hingað 2,3 milljónir ferðamanna. Árið sem var að líða rétt svo toppaði árið 2017, sem var áður næststærsta árið.
Fólk við Geysi
11. jan. 2024
2,2 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra – í takt við væntingar
Alls fóru rúmlega 2,2 milljónir erlendra ferðamanna um Leifsstöð á árinu 2023, eins og við gerðum ráð fyrir í hagspá okkar frá því í október. Ferðaþjónustan tók nokkuð vel við sér eftir því sem leið á árið. Í upphafi árs voru ferðamenn nokkuð færri í hverjum mánuði en á metárinu 2018, en frá og með júnímánuði voru þeir álíka margir og þá.
11. jan. 2024
Spáum 7,2% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,31% milli mánaða í janúar og að ársverðbólga hjaðni úr 7,7% í 7,2%. Gjaldskrárhækkanir og útsölur vegast á eins og alltaf í janúarmánuði. Verðbólguhorfur til næstu mánaða hafa ekki breyst mikið. Við gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni áfram og verði 6,8% í febrúar, 6,9% í mars og lækki svo í 5,7% í apríl.
Bakarí
8. jan. 2024
Vikubyrjun 8. janúar 2024
Merki eru um að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði eftir því sem hátt vaxtastig hefur hægt á umsvifum í hagkerfinu. Að minnsta kosti hefur þeim stjórnendum fyrirtækja fækkað verulega á síðustu mánuðum sem telja að hér á landi sé skortur á starfsfólki, samkvæmt könnun Seðlabankans og Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Atvinnuleysi hefur þó ekki aukist svo um muni, en það mældist 3,4% í nóvember.
5. jan. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - desember 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
5. jan. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 5. janúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Verðbréf í appi
4. jan. 2024
Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð er gott að þekkja nokkur lykilhugtök.
Fjölbýlishús
21. des. 2023
Verðbólgan 7,7% - hjaðnar óvænt í desember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,41% milli mánaða í desember og við það hjaðnaði ársverðbólga úr 8,0% í 7,7%. Kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hafði mest áhrif til hækkunar en hækkar þó minna en við gerðum ráð fyrir. Flugfargjöld hækkuðu mun minna en við héldum og er sá liður sem kemur mest á óvart.
20. des. 2023
Hvað á að borga fyrir barnapössun?
Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Frí í skólum eru líka lengri en sumarfrí foreldra og sumarnámskeið eru yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
Fasteignir
20. des. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar örlítið og kaupsamningum fjölgar
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,1% milli mánaða í nóvember. Sérbýli lækkaði í verði en fjölbýli hækkaði. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu tvo mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur