Umræðan
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða
Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en...
Spáum 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta
Miðað við núverandi ástand, og umræðuna í þjóðfélaginu, mun nefndin líklegast líta svo á að senda þurfi skýr skilaboð um að böndum verði náð á verðbólgu.
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
Leyninúmerin á útleið og sterk auðkenning kemur í staðinn
Í staðinn fyrir að nota leyninúmer til að staðfesta greiðslur verður beðið um staðfestingu með sterkri auðkenningu.
Hlaðvarp
Í hlaðvarpi Umræðunnar er fjallað um efnahagsmál, fjármál einstaklinga og fleira sem er efst á baugi hverju sinni.
6. feb. 2023
Vikubyrjun 6. febrúar 2023
Það er ekki bara hér á landi sem verðbólga er há um þessar mundir heldur er það staðan víða um heim og hafa seðlabankar flest allra ríkja brugðist við með vaxtahækkunum. Í síðustu viku hækkuðu seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópu og Englandsbanki vexti og hafa stýrivextir í þessum hagkerfum ekki verið hærri síðan fyrir fjármálakreppuna haustið 2008.
3. feb. 2023
Hvert fara stýrivextir og hvað er að gerast á íbúðamarkaði?
Peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næstu viku og kynnir fyrstu stýrivaxtaákvörðun ársins miðvikudaginn 8. febrúar. Verðbólgan hefur hjaðnað hægar en búist var við og samsetning hennar hefur breyst á síðustu mánuðum. Fasteignamarkaðurinn fer kólnandi og ýmis merki eru um kröftuga íbúðauppbyggingu. Kann að vera að verið sé að byggja of mikið? Í þættinum spá hagfræðingarnir Una Jónsdóttir, Ari Skúlason og Hildur Margrét Jóhannsdóttir fyrir um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, ræða verðbólguna, launahækkanir, fasteignamarkaðinn og fleira.
2. feb. 2023
Spáum 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og stýrivaxtaákvörðun nefndarinnar verður birt miðvikudaginn 8. febrúar. Við teljum líklegast að nefndin hækki vexti bankans um 0,50 prósentur. Það má færa rök fyrir minni hækkun, en miðað við núverandi ástand, og umræðuna í þjóðfélaginu, mun nefndin líklegast líta svo á að senda þurfi skýr skilaboð um að böndum verði náð á verðbólgu.
30. jan. 2023
Ársverðbólgan aftur komin upp í 9,9% – verð á bílum hækkaði mikið
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85% milli mánaða í janúar samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólgan jókst úr 9,6% í 9,9%. Hún er því komin aftur upp í sama gildi og hún var í í júlí í fyrra, en það var hæsta gildið í núverandi verðbólgukúf. Verðbólgan var mun meiri en við áttum von á, sem skýrist að miklu leyti af miklum verðhækkunum á nýjum bílum. Það sem veldur mestum áhyggjum í tölunum frá því í morgun er að þeim undirliðum fjölgar áfram sem hækka í verði umfram verðbólgumarkmið.
30. jan. 2023
Vikubyrjun 30. janúar 2023
Nýjum, fullbúnum íbúðum fjölgaði minna í fyrra en á árunum 2019 til 2021. Við sjáum samt ýmis merki þess að það sé nokkuð kröftug uppbygging í kortunum.
25. jan. 2023
Íbúðum fjölgaði minna í fyrra en árin á undan en kröftug uppbygging í kortunum
Íbúðum á Íslandi fjölgaði minna á árinu 2022 en síðustu þrjú ár þar á undan en íbúðir í byggingu hafa aldrei verið fleiri en nú. Velta í byggingariðnaði hefur aukist og útlán banka til fyrirtækja í byggingargeiranum hafa færst mjög í aukana. Því má gera ráð fyrir að nýjar íbúðir rísi hraðar á næstunni. Afar erfitt er þó að segja til um hvort magnið verði í samræmi við þörf eða eftirspurn eftir íbúðum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
23. jan. 2023
Vikubyrjun 23. janúar 2023
Frá upphafi árs 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur fasteignaverð hækkað um 50%, mun meira en laun, almennt verðlag og leiguverð.
18. jan. 2023
Íbúðaverð lækkaði meira en búist var við í desember
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% milli mánaða í desember. Við þetta breytist verðbólguspáin okkar fyrir janúarmánuð örlítið og við gerum nú ráð fyrir 9,3% verðbólgu en ekki 9,4% eins og við spáðum í síðustu viku.
16. jan. 2023
Kortavelta stóð í stað á milli ára í desember
Kortavelta íslenskra heimila stóð í stað á milli ára í desember að raunvirði. Kortaveltan hefur aukist í útlöndum en dregist saman innanlands. Ef desembermánuður 2022 er borinn saman við desember 2019 ferðuðust Íslendingar álíka mikið til útlanda en eyddu mun meiri pening erlendis nú en þá. Að sama skapi hefur meðalneysla erlendra ferðamanna hér á landi aukist.
16. jan. 2023
Vikubyrjun 16. janúar 2023
Tæplega 1,7 milljónir erlendra farþega fóru um Leifsstöð í fyrra. Bandaríkjamenn eru langfjölmennasti ferðamannahópurinn á sumrin en Bretar eiga það til að koma frekar utan háannatíma.
12. jan. 2023
Spáum að verðbólga lækki í 9,4% í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,31% milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 9,6% í 9,4%. Það hefur ekki orðið veruleg breyting á verðbólguhorfum til næstu mánaða frá því við birtum síðast spá í lok desember. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega á næstu mánuðum og fari niður fyrir 8% í apríl. Við gerum þó ráð fyrir ögn hægari hjöðnun nú, m.a. vegna hærra matvælaverðs.
12. jan. 2023
Byrjum árið með góða yfirsýn og setjum okkur sparnaðarmarkmið
Við þekkjum það örugglega mörg að skilja ekkert í því í hvað peningarnir fara og hvers vegna okkur gengur svona hægt að spara. Einföld leið til að breyta þessu er að skapa sér betri yfirsýn yfir fjármálin.
11. jan. 2023
Árið 2022 fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi
Rétt tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli árið 2022, sem gerir það fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi. Ferðamenn voru tæplega 115 þúsund í desember, þó nokkuð færri en í sama mánuði árin 2019 og 2018, en hver ferðamaður eyddi að jafnaði meiru en þá miðað við fast gengi.
9. jan. 2023
Af hverju hefur krónan veikst í vetur?
Flestir fóru inn í þennan vetur nokkuð bjartsýnir á styrkingu krónunnar. Krónan veiktist hins vegar nokkuð óvænt í byrjun nóvember og endaði árið í 152 krónum á evru, eftir að hafa verið í kringum 140 um sumarið. Síðan hafa komið fram nokkrar skammtímavísbendingar sem skýra betur hvað gerðist.
9. jan. 2023
Vikubyrjun 9. janúar 2023
Verðbólguvæntingar til langs tíma stóðu nokkurn veginn í stað milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs eftir að hafa hækkað hratt frá miðju ári 2021, þegar verðbólgan komst á flug. Heimilin gera almennt ráð fyrir að meðaltal verðbólgunnar á næstu fimm árum verði 5%.
6. jan. 2023
Mánaðaryfirlit sértryggðra skuldabréfa
Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
6. jan. 2023
Erfitt ár á hlutabréfamörkuðum að baki
Verð á hlutabréfum lækkaði almennt séð í desember sé litið til helstu markaða viðskiptalanda Íslands. Lækkunin hér á landi var 2,6% sem er svipað og var að meðaltali í viðskiptalöndunum.
5. jan. 2023
Fjárlög 2023 – er útgjaldaþenslan of mikil?
Fjárlagafrumvarpið fyrir 2023 var samþykkt á Alþingi rétt fyrir jól. Niðurstaða fjárlaga er um 120 ma.kr. halli. Í síðustu fjárlögum, sem voru samþykkt í óvissu faraldursins, var hallinn ráðgerður 186 ma.kr., en eftir því sem leið á árið fóru horfur batnandi og nú er gert ráð fyrir að hallinn á árinu 2022 hafi verið um 142 ma.kr.
4. jan. 2023
Kaupmáttur jókst lítillega milli mánaða
Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli mánaða í nóvember og kaupmáttur jókst um 0,2%. Ráðstöfunartekjur jukust um 2,9% milli þriðja ársfjóðungs ársins 2022 og sama ársfjórðungs árið áður en vegna verðbólgu dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 6,1% á sama tíma sem er mesta lækkun síðan í lok árs 2010.
2. jan. 2023
Vikubyrjun 2. janúar 2023
Óhætt er að segja að ein stærsta frétt síðustu tveggja ára í efnahagsmálum sé aukin verðbólga og vaxtahækkanir hjá helstu seðlabönkum heims til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir mikilli verðbólgu verið af ýmsum toga.
22. des. 2022
Enduðum árið í 9,6% ársverðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,66% milli mánaða í desember. Ársverðbólgan jókst úr 9,3% í 9,6% sem var nokkurn veginn í samræmi við væntingar okkar, en við áttum von á að verðbólgan færi í 9,5%. Við búumst við að verðbólgan hjaðni strax í næsta mánuði og verði komin niður fyrir 8% í mars.
22. des. 2022
Methækkanir á verði sjávarafurða
Verð á íslenskum sjávarafurðum í erlendri mynt hefur hækkað mikið á þessu ári og var slegið met nú á þriðja fjórðungi þegar 12 mánaða verðhækkun mældist 24,1%. Verð hefur hækkað töluvert mikið á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra og hefur verð á sjávarafurðum aldrei verið hærra. Þessi þróun er í samræmi við miklar hækkanir á verði matvæla víðast hvar en verð á fiski út úr búð hefur hækkað verulega í helstu viðskiptalöndum Íslands.
21. des. 2022
Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni
Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
21. des. 2022
Íbúðaverð lækkar í annað sinn á árinu – spáum ögn minni verðbólgu
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3% milli mánaða í nóvember. Mælingin kemur í kjölfar hækkana síðustu tvo mánuði á undan. Skammtímaverðbólguspáin okkar hefur breyst lítillega vegna þessara talna og gerum við nú ráð fyrir 9,5% verðbólgu í desember í stað 9,6%.
19. des. 2022
Vikubyrjun 19. desember 2022
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 138 þúsund erlendir ferðamenn og 34 þúsund Íslendingar um Leifsstöð í nóvember. Erlendir ferðamenn voru 5% fleiri en í nóvember 2019, þ.e. síðasta ár fyrir faraldurinn, en í sumar og það sem af er vetri hefur fjöldinn verið mjög svipaður því sem var á sama tíma árið 2019.
16. des. 2022
Kortavelta enn drifin áfram í útlöndum
Kortavelta Íslendinga jókst um 2% milli ára að raunvirði í nóvember, sem er svipuð aukning og í október, en nokkuð minni en mánuðina þar á undan. Aukningin er öll komin til vegna þess sem Íslendingar kaupa í útlöndum. Erlendir ferðamenn í nóvember voru 5% fleiri en í sama mánuði árið 2019, rétt áður en faraldurinn skall á. Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 15% meiri en þá, miðað við fast gengi.
15. des. 2022
Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu
Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
14. des. 2022
Launasumman hækkaði um 15,5% á milli ára
Launasumman, sem er staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 15,5% milli fyrstu 10 mánaða áranna 2021 og 2022 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Launavísitalan hækkaði um 7,9% á sama tíma og því hækkuðu heildarlaunatekjur Íslendinga mun meira en föst mánaðarlaun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 8,1% á þessum tíma þannig að launasumman hefur hækkað um u.þ.b. 6,8% að raungildi.
- …