Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Spá­um 4% verð­bólgu í júlí

Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
10. júlí 2025

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,26% milli mánaða í júlí og að ársverðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Að vanda má búast við að árstíðabundnar hækkanir á flugfargjöldum til útlanda og sumarútsölur á fötum og skóm hafi mest áhrif á vísitöluna í júlí.

Verðbólga var yfir væntingum í júní og mældist 4,2%. Gangi spá okkar eftir verður júlí sjötti mánuðurinn í röð með verðbólgu á bilinu 3,8% til 4,2%. Þráláta verðbólgu má að langmestu leyti rekja til verðhækkana á matvöru og hækkandi húsnæðiskostnaðar. Matur og drykkjarvörur eru 15% af neyslukörfunni, en verðhækkanir á mat og drykk skýra 22% af verðbólgunni. Húsnæðiskostnaður á 29% hlutdeild í körfunni en húsnæðisverðshækkanir skýra nú 50% af verðbólgunni. Ef litið væri fram hjá kostnaði við mat og húsnæði væri verðbólga nú um 2%.

Dregur út verðhækkunum á mat og drykkjarvörum

Verð á mat- og drykkjarvörum hefur hækkað þó nokkuð meira en almennt verðlag á síðasta árinu, eða um 6,0%. Verðbreytingar á matvörum eru á breiðu bili: verð á súkkulaði, kaffi, kartöflum, appelsínum, kakói og nautakjöti hefur hækkað um meira en 15% á síðasta árinu en pasta, hveiti, skelfiskur, sveppir, epli og sykur hafa lækkað í verði. Leiðandi vísitala verðlagseftirlits ASÍ hefur hækkað um 0,1% frá því í júní, en hún mælir yfirleitt minni hækkun á milli mánaða en mælingar Hagstofunnar. Við teljum að í júlí hægi lítillega á verðhækkunum á mat og drykk og spáum hækkun um 0,2%.

Spáum svipaðri hækkun á reiknaðri húsaleigu og síðustu mánuði

Við spáum því að reiknuð húsaleiga hækki um 0,6% milli mánaða, sem er svipað og meðalhækkun síðustu 12 mánaða, og annað vegna húsnæðis hækki um 0,24%, sem er nokkuð undir meðalhækkun seinustu tólf mánuða. Alls verða áhrif húsnæðiskostnaðar 0,14 prósentustig til hækkunar á vísitölunni, gangi spáin eftir.

Sumarútsölur á fötum og skóm svipaðar og í fyrra

Sumarútsölur hafa haft í för með sér mun minni afslætti á allra síðustu árum heldur en á árunum fyrir faraldurinn. Áður fyrr lækkaði verð á fötum og skóm yfirleitt um í kringum 10% á milli júní og júlí, en síðustu þrjú ár hafa júlílækkanir numið 7,2% að meðaltali. Janúarútsölurnar í ár voru í dræmara lagi, en janúarútsölur virðast hafa visst forspárgildi um júlíútsölurnar. Við teljum að föt og skór lækki um 7,0% á milli mánaða í júlí. Þá búumst við 1,4% lækkun á húsgögnum, heimilisbúnaði og fl. Gangi spáin eftir verða áhrif útsala í júlí 0,32 prósentustig til lækkunar á vísitölunni.

Flugfargjöld hækka í júlí og bensínverð lækkar áfram

Það sem af er ári hafa flugfargjöld til útlanda haldist nokkuð nálægt verðinu í fyrra. Fyrir utan áhrif þess að páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra, hefur aldri munað meira en 3% á mælingu Hagstofunnar í ár og í fyrra. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu meira í júní en við spáðum og voru lítillega hærri en í júní í fyrra. Við spáum því að flugfargjöld til útlanda hækki um 14,5% á milli mánaða í júlí og að flugmiðar verði um það bil jafndýrir og í júlí í fyrra.

Samkvæmt verðmælingu okkar lækkar bensín um 0,1% á milli mánaða í júlí. Þetta er minni lækkun en búast hefði mátt við út frá heimsmarkaðsverði á olíu og verði á Bandaríkjadal, en við gerum ráð fyrir að áhrif gengis og olíuverðs komi skýrar fram í ágústmælingunni.

Spá um þróun VNV í júlí 2025

       
Undirliður Vægi í VNV Breyting (spá) Áhrif (spá)
Matur og drykkjarvara 15,5% 0,2% 0,04%
Áfengi og tóbak 2,5% 0,0% 0,00%
Föt og skór 3,4% -7,0% -0,26%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 9,4% 0,2% 0,02%
Reiknuð húsaleiga 20,1% 0,6% 0,12%
Húsgögn og heimilisbúnaður 4,6% -1,4% -0,07%
Heilsa 4,1% 0,4% 0,02%
Ferðir og flutningar (annað) 3,9% 0,4% 0,01%
- Kaup ökutækja 6,2% 0,0% 0,00%
- Bensín og díselolía 3,5% -0,1% 0,00%
- Flugfargjöld til útlanda 2,8% 14,5% 0,35%
Póstur og sími 1,6% 0,1% 0,00%
Tómstundir og menning 10,8% 0,1% 0,00%
Menntun 0,9% 0,0% 0,00%
Hótel og veitingastaðir 5,5% 0,4% 0,02%
Aðrar vörur og þjónusta 5,1% 0,0% 0,00%
Alls 100,0%   0,26%

Þrálát verðbólga út árið

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,26% í júlí, 0,23% í ágúst, vera óbreytt í september og hækka um 0,33% í október. Gangi spáin eftir verður ársverðbólga 4,0% í júlí, 4,1% í ágúst, 4,3% í september og 4,4% í október. Spáin er aðeins lægri en síðasta spá, sem við birtum daginn sem Hagstofan birti verðbólgutölur í júní. Breytingin skýrist af hagstæðari þróun gengis og olíuverðs en við gerðum ráð fyrir þá.

Horfur á aukinni verðbólgu í ágúst og september skýrast einkum af grunnáhrifum. Í ágúst í fyrra voru skólagjöld felld niður í nokkrum háskólum og skólamáltíðir í grunnskólum voru gerðar gjaldfrjálsar í september síðastliðnum. Þessi stöku lækkunaráhrif ýttu verðbólgu tímabundið niður síðasta haust, en hverfa nú úr samanburðinum og leiða því til hækkunar á mældri ársverðbólgu. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.
Seðlabanki Íslands
15. ágúst 2025
Ekki horfur á frekari vaxtalækkun á árinu
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.
Flugvél á flugvelli
14. ágúst 2025
Spáum óbreyttri verðbólgu í ágúst
Við spáum því að verðbólga standi í stað í ágúst og mælist 4,0%. Eins og alla jafna í ágústmánuði má búast við að sumarútsölur gangi til baka að hluta. Einnig má gera ráð fyrir lækkandi flugfargjöldum. Næstu mánuði gerum við ráð fyrir að verðbólga aukist lítillega en hjaðni svo undir lok árs, og mælist 4,0% í desember.
Flugvöllur, Leifsstöð
13. ágúst 2025
Aukinn kaupmáttur, meiri neysla og fleiri utanlandsferðir
Neysla landsmanna virðist halda áfram að aukast og utanlandsferðir hafa verið þó nokkuð fleiri á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Launavísitalan hefur enda hækkað um 8,1% á síðustu tólf mánuðum og kaupmáttur haldið áfram að aukast. Atvinnuleysi hefur haldist nokkuð hóflegt. Það er þó lítillega meira en á sama tíma í fyrra og merki eru um að spenna á vinnumarkaði fari smám saman dvínandi.
11. ágúst 2025
Vikubyrjun 11. ágúst 2025
Í síðustu viku tóku gildi nýir tollar á innflutning til Bandaríkjanna. Nokkrar áhugaverðar hagtölur koma í þessari viku: brottfarir um Keflavíkurflugvöll, skráð atvinnuleysi, væntingakönnun markaðsaðila og greiðslumiðlun. Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs og uppgjörstímabil í Kauphöllinni heldur áfram með sex uppgjörum.
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.