Persónuvernd

Stönd­um vörð um upp­lýs­ing­ar og rétt­indi

Per­sónu­vernd og trún­að­ur um per­sónu­upp­lýs­ing­ar við­skipta­vina er lyk­il­at­riði í starf­semi bank­ans.

Vinnsla persónuupplýsinga

Góðir stjórnarhættir á sviði persónuverndar tryggja að meðferð upplýsinga samrýmist lögum og reglum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs með því að:

Setja stefnur og reglur um meðferð persónuupplýsinga sem stuðla að því að vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs.
Virða réttindi þín samkvæmt persónuverndarlögum m.a. til upplýsinga um meðferð persónuupplýsinga þinna og aðgangs að eigin persónuupplýsingum.
Skjalfesta verklag og veita starfsfólki ítarlega fræðslu og leiðbeiningar um hvernig skuli tryggja öryggi og góða meðferð persónuupplýsinga.
Tilnefna persónuverndarfulltrúa sem hefur eftirlit með því að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi bankans.

Persónuverndarstefna

Í persónuverndarstefnunni er fjallað um hvernig bankinn fer með upplýsingar um viðskiptavini, starfsfólk, samstarfsaðila og aðra utanaðkomandi aðila.

Við vinnum persónuupplýsingar til að veita persónubundna ráðgjöf og þjónustu

Ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins tók gildi á Íslandi árið 2018. Meginmarkmið laganna er að færa einstaklingum betri stjórn á persónuupplýsingum sínum og er það gert með því að gera ríkari kröfur um gagnsæi og upplýsingagjöf til einstaklinga. Réttindi einstaklinga eru efld til muna auk þess sem nýjar og strangari skyldur eru lagðar á fyrirtæki og stofnanir sem vinna persónuupplýsingar.

Persónuvernd barna - hvaða upplýsingar vinnur bankinn um þig?

Allar upplýsingar um þig eða sem tengjast þér eru persónuupplýsingar, t.d. nafnið þitt, kennitalan, heimilisfang og símanúmer og jafnvel ljósmyndir af þér eða myndbönd.

Einstaklingar vaktaðir hverja einustu sekúndu

Fjölmargir aðilar safna, greina og selja umfangsmikið magn persónuupplýsinga einstaklinga á degi hverjum. Upplýsingarnar flæða frá okkur í gegnum snjallsíma, snjallúr, samfélagsmiðla eða öpp, við kaup á vörum eða þjónustu og þegar vafrað er um netið.

Hvaða upplýsingum safna Tinder - og önnur öpp - um þig?

Þrátt fyrir að öppin auðveldi okkur lífið og geri tilveruna oft skemmtilegri þá geta þau einnig safnað umfangsmiklum persónuupplýsingum um okkur án okkar vitundar.

Hafðu samband

Fyrirspurnir, ábendingar eða kvartanir er varða vinnslu persónuupplýsinga beinast til persónuverndarfulltrúa bankans, á netfangið personuvernd@landsbankinn.is eða í síma 410 4000.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur