Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Minni verð­bólga með bættri að­ferð

Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
25. júlí 2025

Áður var kostnaðurinn reiknaður út frá íbúðaverði og vöxtum, en í dag byggja útreikningarnir á leiguverði sambærilegra eigna, svonefndu húsaleiguígildi. Leiguverð sveiflast jafnan minna á milli mánaða en íbúðaverð og því var viðbúið að breytt mæliaðferð Hagstofunnar myndi draga úr sveiflum. Breytingin hefur einnig í för með sér að vextir hafa ekki lengur bein áhrif á verðbólgumælingar. Nýja aðferðin er sú sem flestar hagstofur nota og er hún almennt talin endurspegla kostnað heimila betur en sú fyrri. Þannig er nýja aðferðin líklega betri mælikvarði en sú eldri.

Að því sögðu er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig verðbólga hefði þróast öðruvísi síðasta árið ef ekki hefði verið skipt um aðferð. Hagstofan birtir enn í hverjum mánuði íbúðaverðsvísitöluna sem notuð var með eldri aðferðinni. Með því að nota þá vísitölu og þróun verðtryggðra vaxta sem hafa verið í boði hjá helstu lánveitendum má áætla um það bil hvernig verðbólga hefði líklega þróast ef ekki hefði verði breytt um aðferð.  

Afgerandi áhrif á mælingu

Ljóst er að breytt mæliaðferð hafði afgerandi áhrif á verðbólgu eins og hún er mæld. Ef ekki hefði verið skipt um aðferð hefði verðbólga í júní á þessu ári til dæmis líklega mælst nær 5,0% en 4,2% eins og raunmælingin sýndi. Áhrifin komu skýrast fram fyrst eftir að breytt var um aðferð: í júní, júlí og ágúst í fyrra. Þá mánuði hækkaði íbúðaverðsvísitala Hagstofunnar verulega og ef hún hefði farið inn í verðbólgumælingar hefði verðbólga mælst mun meiri en raun bar vitni. Frá september hefur munurinn verið nokkuð stöðugur og verðbólga hefði mælst um prósentustigi meiri ef ekki hefði verið skipt um aðferð. Ef nýja aðferðin hefði verið tekin upp örlítið seinna, til dæmis í september, hefði breytingin haft mun minni áhrif og verðbólga hefði mælst töluvert meiri en hún gerir í dag, eða nær 4,7% í júní.

Þó þessi samanburður sýni að verðbólga hafi mælst minni síðasta árið með nýrri aðferð, þýðir það ekki endilega að sú þróun haldi áfram. Undanfarið hefur hægt á hækkun íbúðaverðs, á meðan skammtímamælingar benda til þess að leiguverð hafi hækkað töluvert meira. Þær hækkanir gætu átt eftir að koma fram í mælingum Hagstofunnar næstu mánuði og því má vel vera að ný aðferð leiði síðar meir til hærri verðbólgumælinga yfir eitthvað tímabil en sú gamla hefði gert. Það sem mestu máli skiptir er þó ekki hvort mælingin gefi hærri eða lægri niðurstöðu hverju sinni, heldur að hún endurspegli sem best það sem hún á að mæla. 

Hefðu vextir lækkað í hærri verðbólgu?

Samhliða þessu er áhugavert að horfa til þess hvernig staðan í hagkerfinu var þegar breytingin var gerð á aðferðafræðinni. Þegar nýja aðferðin var tekin upp í júní 2024 höfðu stýrivextir Seðlabankans verið í sínu hæsta gildi um nokkurt skeið og verðbólga var enn töluverð þó hún hafi verið tekin að hjaðna. Vaxtalækkunarferlið hófst ekki fyrr en í október sama ár, með fyrstu lækkun upp á 0,25 prósentustig. Ef verðbólga hefði mælst um einu prósentustigi meiri, eins og líklegt má telja ef ekki hefði verið skipt um aðferð, má efast um að Seðlabankinn hefði ráðist í lækkun vaxta á þeim tímapuntki. Breytingin kann því að hafa haft áhrif á hvernig peningastefnunefnd túlkaði efnahagsástandið og þar með á ákvarðanir hennar.

Pistillinn birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 23. júlí 2025.

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.