Öllum fyrirtækjum í viðskiptum við Landsbankann stendur til boða að koma í 360° samtal
- Einstaklingar
- Fyrirtæki
- Markaðurinn
- Umræðan
- Bankinn
360° samtal
Gott samstarf byggir á góðu samtali
360° samtal er góð leið til að styrkja sambandið við bankann og kynnast betur þjónustuframboði okkar. Farið er yfir rekstur fyrirtækisins, framtíðaráætlanir og hvernig þjónusta okkar getur nýst sem best.

Við styðjum við fyrirtæki þitt á öllum stigum
Við leggjum okkur fram við að skilja þarfir viðskiptavina okkar og leitumst við að uppfylla þær með fjölbreyttu framboði af vörum og lausnum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.
Markmið Landsbankans með 360° samtali við fyrirtæki er að styrkja sambandið við eigendur og stjórnendur og færa þeim aukið virði.

Regluleg samtöl tryggja enn betri þjónustu
Gott viðskiptasamband byggir á gagnkvæmu trausti. Ef við erum vel upplýst um framtíðaráform félagsins, bæði til lengri og skemmri tíma, þá getum við frekar haft frumkvæði að því að bjóða fyrirtækinu réttu lausnirnar hverju sinni.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Landsbankinn hf.
Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Kt. 471008-0280
Swift/BIC: NBIIISRE
Sími: 410 4000
landsbankinn@landsbankinn.is
Lagalegur fyrirvari
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.