Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Við­skipti með sum­ar­hús fær­ast aft­ur í auk­ana

Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025

Sumarhúsum fjölgar jafnt og þétt

Sumarhús á Íslandi voru rúmlega 15 þúsund í lok ársins 2024, rúmlega 45% fleiri en árið  en fjölgunin hefur haldist nokkuð stöðug frá árinu 2015. Sumarhúsum fjölgaði um rúm 31% á milli áranna 2005 og 2015, en um rúm 10% á árunum 2015-2024.

Flest sumarhús á Suður- og Vesturlandi

Rúmlega helmingur sumarhúsa á landinu var á Suðurlandi í árslok 2024 og rétt tæplega fjórðungur á Vesturlandi. Á síðustu 20 árum hefur sumarhúsum þó fjölgað hlutfallslega mest á Norðurlandi, um 57,3%. Frá árinu 2005 hefur sumarhúsum á Suðurlandi fjölgað um 56,6% og um 30,8% á Vesturlandi.

Sala eykst á ný

Velta með sumarhús hefur verið mjög mismikil eftir árum, ef marka má kaupskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Kaupsamningum fjölgaði þó nokkuð á uppgangstíma ferðaþjónustunnar á árunum 2016-2017. Þeim fækkaði svo árið 2018 og sérstaklega árið 2019 þegar hægði á í efnahagslífinu, ekki síst í tengslum við fall WOW air. Faraldurinn blés nýju lífi í sumarhúsakaup og kaupsamningum fjölgaði um 84% á milli áranna 2019 og 2020. Ferða- og samkomutakmarkanir breyttu neyslumynstri auk þess sem opinber stuðningur við framkvæmdir og viðhald hlýtur að hafa spilað inn í. Kaupsamningum um sumarhús fjölgaði áfram árið 2021, um 25%. Árin 2022 og 2023 hægðist um og kaupsamningum fækkaði um að meðaltali 20% hvort ár. Á síðasta ári virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum og kaupsamningar um sumarhús voru 25% fleiri en árið á undan.

Hér er einungis stuðst við þá kaupsamninga sem HMS metur nothæfa í vísitöluútreikning og samanburð. Samningur getur verið metinn ónothæfur ef hann er á milli skyldmenna, vegna fleiri en einnar fasteignar, ef fasteign er seld að hluta eða ef greitt er með lausafé svo eitthvað sé nefnt.

Hóflegar verðhækkanir

Í takt við stóraukna eftirspurn hækkaði verð á sumarhúsum hressilega á tímum faraldursins, um allt að 24% á milli ára. Á síðustu tveimur árum hefur hægt töluvert á verðhækkunum. Meðalfermetraverð seldra sumarhúsa var um 562 þúsund á síðasta ári og hækkaði um 2,9% á milli ára á sama tíma og kaupsamningum fjölgaði um rúmlega 25%. Hér má þó hafa í huga að sumarhús geta verið mjög fjölbreytt að stærð og gerð og því ber að taka meðaltölum með fyrirvara.

Meðalfermetraverð á sumarhúsum og meðalfermetraverð á íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni hefur þróast með svipuðum hætti á síðustu árum. Í fyrra hækkaði meðalfermetraverð á sumarhúsum (+2,9%) þó mun minna en á íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni (+9,9%).

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.