Greiðslukort

Símagreiðsla

Réttu kort­in fyr­ir þig og þína

Hvort sem þig vant­ar kort fyr­ir þig eða fjöl­skyldu­með­limi þína þá eig­um við lausn­ina fyr­ir þig.

Svona sækir þú um kort

Þú getur sótt um kort í Landsbankaappinu hvenær sem þér hentar. Þú getur einnig sótt um eða skipt um kort með því að hafa samband í síma 410 4000.

Debetkort

Þú færð debetkort með veltureikningnum þínum. Hægt er að tengja debetkortið við farsíma og greiðslulausnir og greiða snertilaust.

Kreditkort

Þú sérð fljótt hvaða kort hentar þér með því að bera saman muninn á fríðindasöfnun, ferðatryggingum og árgjöldum. Heimild kortanna er einnig mismunandi eftir kortum. Engin færslugjöld eru á þessum kortum en þú greiðir í staðinn eitt árgjald. Þú velur á milli þess að safna fríðindum eins og Aukakrónum eða Vildarpunktum Icelandair.

Fyrirframgreidd kort

Fyrirframgreidd kort

Þú leggur inn á kortið þá upphæð sem þú vilt eiga til ráðstöfunar. Fyrirframgreitt kort sameinar kosti debet og kreditkorta. Engin færslugjöld eru á þessum kortum en þú greiðir í staðinn eitt árgjald. Fyrirframgreitt kreditkort er fáanlegt með ferðatryggingum og þú getur safnað Aukakrónum með því að nota kortið.

Stúlkur úti í náttúru

Kort fyrir 18 ára og yngri

Ungt fólk á aldrinum 9 til 18 ára getur fengið eigið kort og bankareikning, stofnað netbanka og notað appið.

Öryggi og vöktun

Í appinu getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum og síðan opnað  aftur þegar þér hentar. Þú getur líka vaktað kortin og fengið tilkynningar þegar þau eru notuð á ákveðinn hátt.

Stúlka með síma
Kortið þitt er alltaf í appinu

Allar kortaupplýsingar eru aðgengilegar í appinu. Þar getur þú fylgst með stöðu kortsins og innborgunum, fryst kortið og afritað kortaupplýsingarnar þínar, t.d. yfir í vefverslanir. Þú getur líka breytt heimildinni á kortinu í appinu og dreift kreditkortareikningnum.

Borgað fyrir skólavörur með Aukakrónum
Þú getur keypt nánast hvað sem er fyrir Aukakrónur

Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans. Þær safnast á alla innlenda veltu og ef þú verslar hjá samstarfsaðilum færð þú einnig afslátt í formi Aukakróna.

Endurkröfur

Ef þú tekur eftir óvenjulegri kortafærslu, eða hefur nú þegar greitt með kortinu þínu fyrir vöru eða þjónustu sem hefur ekki skilað sér, getur þú átt rétt á endurkröfu samkvæmt endurkröfureglum kortasamtaka.

Ferðatryggingar og neyðaraðstoð

Þú þarft ekki að greiða fyrir ferðakostnað, fargjald eða gistingu á ferðalögum erlendis til að virkja hefðbundnar ferðatryggingar sem fylgja kreditkortum okkar.

Stúlka með síma
Þú getur dreift kreditkortareikningnum

Til að mæta óreglulegum útgjöldum eða létta greiðslubyrði tímabundið er hægt að dreifa kreditkortareikningnum yfir allt að 36 mánuði í netbankanum.

Algengar spurningar

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.

Fingur, auga eða rödd í stað lykilorða

Netöryggi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi og birtir aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur