Mikilvægt er að byrja á því að fara í appið og annaðhvort frysta kortið eða setja á það öryggisstillingar. Þannig getur þú notað það áfram t.d. með ApplePay og GooglePay þó svo ekki sé hægt að nota kortið sjálft.
Ef þú finnur kortið aftur og það hefur verið öruggt allan tímann, þá geturðu farið í appið og breytt öryggisstillingunum tilbaka ef þú vilt.
Ef kortið finnst ekki, þá geturðu í appinu, lokað kortinu og pantað nýtt í staðinn. Þú færð nýtt kortnúmer en flestar áskriftir haldast og kortið uppfærist í símanum ef það var tengt þar.
Ferð í "Kort", velur rétta kortið og þar í "punktana þrjá" og svo "Öryggi, vöktun og lokun". Eftir það fylgirðu ferlinu.
Það er líka velkomið að hafa samband við okkur í síma 410 4000 og við aðstoðum þig. Utan opnunartíma bankans er neyðarnúmer vegna Visakorta 525 2000.