Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.

21. júlí 2025
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Hagstofan vísitölu launa.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir júlí. Við spáum að verðbólgan hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Sama dag tilkynnir Seðlabanki Evrópu um vaxtaákvörðun.
Mynd vikunnar
Þótt dregið hafi úr árshækkun vísitölu íbúðaverðs er hún enn þó nokkuð umfram hækkun á almennu verðlagi. Frá byrjun árs 2020 hefur raunhækkun vísitölu íbúðaverðs verið rétt yfir 5% á ársgrundvelli. Mest var hækkunin á árunum 2021 og 2022. Raunverðið lækkaði svo um skamma hríð árið 2023 en hóf að hækka aftur 2024. Raunverðshækkunin fór þá hæst í 7,7% í nóvember 2024, en hefur síðan lækkað niður í 1,5%
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða og árshækkun vísitölunnar fór úr 5,7% niður í 4,7%. Að þessu sinni var það sérbýli á höfuðborgarsvæðinu sem hækkaði mest, eða um 2,3%. Vísitala leiguverðs lækkaði um 0,41% á milli mánaða og árshækkun hennar fór úr 8,8% í 5,8%.
- HMS birti mánaðarskýrslu.
- Í vikunni birti Seðlabankinn talnaefni um greiðslukortaveltu. Greiðslukortavelta íslenskra heimila jókst um 3,1% á milli ára í júní, að teknu tilliti við verðlags og gengis. Staða íslenskra heimila virðist því enn sterk og háir vextir koma ennþá ekki í veg fyrir aukna neyslu. Innanlands dróst veltan þó saman um 0,3% á milli ára eftir að hafa aukist samfellt frá október 2023. Veltan erlendis hélt áfram að aukast, nú um 14,6%. Greiðslukortajöfnuður, þ.e. velta erlendra greiðslukorta hér á landi að frádreginni veltu innlendra greiðslukorta erlendis, var jákvæður um 5,6 ma.kr. sem er aðeins meiri afgangur en í júní í fyrra.
- Hagstofan birti samantekt á tekjum einstaklinga upp úr skattskýrslum fyrir 2024. Meðaltekjur í fyrra voru 830 þúsund krónur á mánuði og jukust um 0,8% að raunvirði.
- Verðbólga í Bandaríkjunum jókst umfram væntingar í júní, eða úr 2,4% í 2,7%. Aukin verðbólga var drifin áfram af hærra matvælaverði og er að einhverju leyti talin afleiðing aukinna tolla á innflutning. Verðbólga í Bretlandi jókst einnig umfram væntingar, eða úr 3,4% í 3,6%. Auk hærra matvælaverðs skýrist aukin verðbólga í Bretlandi af hækkunum á bensíni, flugfargjöldum og lestarmiðum.
- Icelandair (kynning), Landsbankinn, Sjóvá og Skagi birtu uppgjör. Arion banki og Festi birtu afkomuviðvaranir. Samkeppniseftirlitið samþykkti samruna Orkunnar og Samkaupa og fór uppgjörið fram í kjölfar þess.
- Lánamál ríkisins héldu víxlaútboð og útboð á ríkisbréfum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á

8. des. 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.

1. des. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

1. des. 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.

28. nóv. 2025
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.

27. nóv. 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.

24. nóv. 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.

21. nóv. 2025
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.

17. nóv. 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.

14. nóv. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.

13. nóv. 2025
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.