Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Mat­ur og hús­næði helstu drif­kraft­ar verð­bólgu

Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025

Þráláta verðbólgu má að langmestu leyti rekja til verðhækkana á matvöru og hækkandi húsnæðiskostnaðar. Þessir tveir undirliðir eru almennt fyrirferðarmiklir í verðbólgumælingum vegna þess hversu þungt þeir vega í neyslu heimila. Um þessar mundir vega þeir þó sérlega þungt í verðbólgu. Nánar tiltekið eiga matur og drykkjarvörur um 15% hlutdeild í neyslukörfunni, en verðhækkanir á mat og drykk skýra 22% af verðbólgunni. Húsnæðiskostnaður á 29% hlutdeild í körfunni en húsnæðisverðshækkanir skýra nú 50% af verðbólgunni.

Verðþrýstingur á matvöru minnkaði þegar verðbólga tók að hjaðna úr hæstu gildum árið 2023. Hann hefur þó aukist aftur nýlega, sumpart vegna verðhækkana á heimsmarkaði. Til dæmis hefur kaffiverð hækkað skarpt og það sama má segja um kakó og súkkulaði. Einnig má þó greina innlendan verðþrýsting: kjöt, fiskur og mjólkurvörur hafa til dæmis hækkað þó nokkuð umfram verðbólgu.

Húsnæðisliðurinn heldur áfram að hækka umfram verðlag

Vaxtahækkanir á árunum 2021-23 drógu hratt úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði og minnkandi húsnæðisverðshækkanir reyndust langkröftugasti drifkraftur í hjöðnun verðbólgu. Þó eru húsnæðisverðshækkanir áfram þó nokkuð umfram hækkanir á almennu verðlagi og því er það eftir sem áður húsnæðiskostnaður sem skýrir stóran hluta verðbólgunnar.

Greidd húsaleiga hefur hækkað sérstaklega, eða um 10,7% á milli ára. Greidd húsaleiga er mælikvarði á kostnað við að leigja íbúðarhúsnæði og inniheldur markaðsleiguverð, félagsleigu og leiguverð í stúdentaíbúðum. Greiddri leigu má ekki rugla saman við reiknaða húsaleigu sem á að fanga kostnað við að búa í eigin húsnæði. Reiknuð húsaleiga hefur hækkað talsvert minna en greidd leiga á síðustu tólf mánuðum, um 6,8%. Þá hefur verð á rafmagni til húshitunar hækkað um 13,2% og rafmagn til lýsingar hækkað um 16,2% frá því á sama tíma í fyrra.

Takmarkaðar verðhækkanir á vörum (öðrum en matvörum)

Krónan hefur styrkst og heimsmarkaðsverð á olíu lækkað – og hvort tveggja heldur aftur af verðbólguþrýstingi. Áhrifin virðast koma fram í takmarkaðri verðhækkun á innfluttum vörum, öðrum en matvöru, svo sem fötum og skóm, húsgögnum, heimilistækjum, raftækjum, borðbúnaði, verkfærum, bílum, bókum og sjónvörpum. Verð á þessum vörum hefur hækkað minna en almennt verðlag, og jafnan haldist innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans.

Þjónusta hækkar meira í verði en vörur (aðrar en matvörur)

Þjónustuverð hefur hækkað töluvert, líklega í tengslum við kröftugar launahækkanir og eftirspurnarþrýsting í hagkerfinu. Viðhaldsþjónusta, tannlæknaþjónusta og allur viðhaldskostnaður við bíla hefur hækkað umfram verðbólgu, þótt varahlutir og hjólbarðar hafi hækkað mun minna en almennt verðlag. Verðhækkanir má greina í margs konar ólíkri þjónustu: flutningsþjónustu, internetþjónustu, sjónvarpsþjónustu, líkamsrækt, bíó, leikhúsum, veitingahúsum og tryggingum. Allir þessir liðir hafa hækkað umfram verðbólgu síðasta árið.  

Flugfargjöld til útlanda hækkað um 1,8% á milli ára

Flugfargjöld hafa sveiflast meira á þessu ári en því síðasta. Flugfargjöld hækkuðu til dæmis verulega í júní, eftir snarpa lækkun í maí. Þrátt fyrir áþreifanlega hækkun á milli mánaða fer því fjarri að flugfargjöld séu drifkraftur í ársverðbólgu. Árshækkun flugfargjalda til útlanda nam 1,8% í júní, og í maí mældist árslækkun um 2,5%.  Þó sveiflur í flugfargjöldum ýki töluvert mánaðarsveiflu í vísitölu neysluverðs er ekki hægt að rekja aukna verðbólgu til flugfargjalda.

Einstaka liðir sem standa út

Nokkrir undirliðir hafa hækkað vegna breyttrar opinberrar gjaldtöku. Þannig hafa reiðhjól hækkað um 24,5% á síðustu 12 mánuðum sem skýrist af því að afsláttur af virðisaukaskatti á reiðhjól og rafhjól var felldur niður um síðustu áramót. Tóbak hefur hækkað um tæplega 13,1% vegna skattahækkana á nikótínpúðum um áramótin. Þá hefur verð á internetþjónustu hækkað um 16,9% á síðustu tólf mánuðum og þjónusta smurstöðva hækkað um 11,7%. Þessir liðir eru lítill hluti neyslukörfunnar og vega ekki þungt í verðbólgumælingum.

Áhyggjuefni að matvöruverð hafi tekið að hækka á ný

Verðbólga er mest áberandi í nauðsynjavörum á borð við mat og húsnæði. Ef ekki hefði verið fyrir mat- og húsnæðisverðshækkanir hefði verðbólga aðeins verið um 2% á síðustu tólf mánuðum, undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Almenningur kemst ekki hjá mat- og húsnæðiskostnaði og finnur áþreifanlega fyrir slíkum kostnaðarhækkunum.

Það var viðbúið að vandasamt yrði að ná verðbólgu úr um að bil 4% og alla leið niður í markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu. Það var ljóst að til þess þyrfti að ná böndum á undirliggjandi verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Enn má greina skýran verðþrýsting víða. Eins og áður segir hafa matvöruverðshækkanir tekið að aukast á ný eftir að hafa róast mjög í fyrra. Vissulega má segja að hækkandi matvöruverð sé áhyggjuefni, bæði vegna þess að það getur reynst erfitt að ná böndum á því og einnig vegna þess að það segir hratt til sín í heimilisbókhaldi almennings. Þjónusta hefur einnig hækkað í verði, þar spila líklega inn í launahækkanir en einnig aukinn eftirspurnarþrýstingur í hagkerfinu almennt.

Eftir 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í maí, og verðbólgu umfram væntingar í júní, hefur slaknað á aðhaldsstigi peningastefnunnar. Verðbólguhorfur næstu mánaða eru líkast til dekkri en áður var talið, en við spáum 4,0% verðbólgu í júlí, 4,2% í ágúst, 4,4% í september og 4,5% í október. Í öllu falli má telja ljóst að Seðlabankinn þarf að fara varlega í frekari tilslakanir.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.