Áreiðanleikakönnun lögaðila

Áreiðanleikakönnun lögaðila

Við upphaf viðskiptasambands þarf að framkvæma áreiðanleikakönnun og síðan með reglubundnum hætti eftir það. 

Forsvarsmaður lögaðila sem er í viðskiptum við Landsbankann getur svarað áreiðanleikakönnun í netbanka fyrirtækja, undir Stillingar. Ef forsvarsmaður er ekki með netbanka fyrirtækja getur hann haft samband við þjónustuver í síma 410-5000 eða fyrirtaeki@landsbankinn.is til að svara.

Með áreiðanleikakönnun er bankinn að sinna eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka líkt og lög kveða á. Samkvæmt sömu lögum þurfa allir viðskiptavinir að veita þessar upplýsingar um viðskipti sín við fjármálafyrirtæki.

Það er einfalt að svara

  • Bankinn sækir og birtir þær upplýsingar sem til eru um lögaðilann, forsvarsmenn hans og raunverulega eigendur í opinberar skrár (til fyrirtækjaskrár eða hlutafélagaskrár RSK). Forsvarsmaður þarf einungis að staðfesta að þær séu réttar.
    Ef upplýsingarnar eru ekki réttar þarf forsvarsmaður félagsins að leiðrétta þær hjá fyrirtækjaskrá RSK og sjá þær uppfærast í netbanka fyrirtækja til að geta staðfest réttar upplýsingar þar.
    Ef upplýsingar um forsvarsmenn lögaðila eru ekki skráðar hjá fyrirtækjaskrá RSK þarf forsvarsmaður hans að skrá þær hjá bankanum og senda inn gögn sem staðfesta skráninguna.
  • Þessu til viðbótar eru nokkrar almennar spurningar um lögaðilann, viðskipti hans og raunverulega eigendur. Það fer eftir félagaformi lögaðila hvaða spurningum þarf að svara lögum samkvæmt. Því eru húsfélög t.d. ekki að svara jafn mörgum spurningum og einkahlutafélög, o.s.frv.
  • Að lokum þurfa allir forsvarsmenn lögaðila (s.s. stjórn, framkvæmdastjórn og prókúruhafar) að eiga gild, skráð skilríki hjá bankanum.
    Ef skilríki vantar fyrir einhvern þessara aðila geta viðkomandi einstaklingar skráð skilríkin sín í gegnum vef Landsbankans ef þeir eiga rafræn skilríki eða komið í næsta útibú Landsbankans með löggild persónuskilríki, þ.e. ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini, og látið skrá þau.
  • Við getum beðið viðskiptavini um að leggja fram gögn til að staðfesta gefnar upplýsingar.
  • Forsvarsmenn lögaðila geta frestað því að svara áreiðanleikakönnuninni í ákveðinn tíma en þegar sá tímafrestur rennur út þarf bankinn að loka fyrir allar sjálfsafgreiðsluleiðir lögaðilans og að endingu læsa öllum reikningum fyrir inn- og útborgunum, þar til umbeðnar upplýsingar hafa verið veittar. 

Algengar spurningar

Hafðu samband

Ef einhverjar spurningar eða vandamál koma upp geta viðskiptavinir haft samband við þjónustuver fyrirtækja á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is eða í síma 410 5000.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

kona úti í náttúrur
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur