Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hvað á að borga fyr­ir barnapöss­un?

Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Frí í skólum eru líka lengri en sumarfrí foreldra og sumarnámskeið eru yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
Fjölskylda úti í náttúru
4. júní 2025

Þau sem passa börn hafa ekki myndað stéttarfélag og í kjarasamningum er hvergi getið um launataxta fyrir barnapössun. Launin eru því háð frjálsum samningum og fara væntanlega eftir aðstæðum hverju sinni. Hér eru nokkur atriði sem þarf að taka tillit til:

  • Hversu gamalt er barnið? Gera má ráð fyrir að launin hækki eftir því sem barnið sem verið er að passa er yngra.
  • Hvað eru börnin mörg? Ef flokkurinn telur 3-4 þarf sennilega að borga meira en fyrir 1-2.
  • Er barnið einstaklega óþekkt eða krefjandi? Þá er mögulega hægt að gera ráð fyrir hærra tímakaupi.
  • Hvenær fer pössunin fram? Yfirleitt eru greidd hærri laun fyrir kvöld- og helgarvinnu en fyrir dagvinnu.
  • Aldur og fyrri störf? Eins og í öðrum störfum má reikna með að launagreiðslur fari eftir aldri launafólks, hæfileikum og reynslu.
  • Menntun í pössun? Menntun skiptir máli og hvort viðkomandi hafi lokið skyndihjálparnámskeiði, t.d. hjá Rauða krossinum.
  • Áttu að passa litla bróður þinn eða systur? Þá er nú mögulega hægt að íhuga að bjóða einhvern afslátt, bjóða quid pro quo – greiða í stað gjalds – eða jafnvel falla frá greiðslu ...

Með öðrum orðum: Ef þú ert 13 ára og hefur samið um að passa 5 ára barn í einn klukkutíma eftir leikskóla, þá máttu eiga von á tilboði um lægra tímakaup en þau sem eru um tvítugt, með margra ára reynslu, og passa 1 árs barn fram yfir háttatíma.

En aftur að rannsóknarspurningunni: Hvað á að borga fyrir pössun á tímann?

Rauði krossinn heldur reglulega skyndihjálparnámskeiðið Bjargvættir fyrir börn og unglinga sem er tilvalið fyrir þau sem vilja gæta yngri barna. Þessi námskeið Rauða krossins komast næst því að vera fagmenntun en eins og alkunna er þá getur fagmenntað starfsfólk yfirleitt krafist hærri launa en ófaglært.

Rauði krossinn er þó hvorki fag- né stéttarfélag fyrir ungmenni sem passa börn og gefur ekki upp viðmiðunartaxta fyrir barnapössun. „Að semja um laun fyrir barnapössun eru oft fyrstu kjaraviðræður sem börn og unglingar fara í og gott tilefni fyrir foreldra að ræða við unga fólkið um hvað sé réttlátt í þeim efnum,“ segir Sunna Ósk Logadóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Þegar spurningar um tímakaup vakna á Bjargvættanámskeiðum okkar höfum við bent á taxtana í vinnuskólum sveitarfélaga til viðmiðunar. Laun fyrir að gæta barna, sem er mikið ábyrgðarstarf, ættu ekki að vera lægri en þau sem bjóðast í unglingavinnunni.“

Á Bjargvættanámskeiðunum eru kennd grunnatriði skyndihjálpar og er markmiðið að þátttakendur öðlist lágmarksfærni í að veita slösuðum og veikum aðstoð í bráðatilfellum. „Að kunna skyndihjálp eykur líka sjálfstraust,“ segir Sunna. „Að hafa lokið slíku námskeiði ætti sannarlega að geta bætt samningsstöðu ungmenna.“

Laun í vinnuskólum og afgreiðslustörfum

Miðað við þetta má e.t.v. líta svo á að kaupið í unglingavinnunni sé einskonar lágmarks- eða viðmiðunarlaun fyrir barnapössun.

Laun í vinnuskólum eru mismunandi á milli sveitarfélaga en í dæmaskyni má benda á launin í Vinnuskóla Kópavogs. Sumarið 2025 var taxtinn fyrir 13-14 ára unglinga 910 kr. á tímann og hækkaði með aldri upp í 2.660 kr. á tímann fyrir 16-17 ára ungmenni. Við þennan taxta bætist 13,05% orlof og þá er tímataxtinn á bilinu um 1.000-3.000 krónur.

Í enn frekara samanburðarskyni má síðan nefna laun fyrir að afgreiðslustörf í verslunum en unglingar sækja nokkuð í slík störf.

Í kjarasamningi VR og SA kemur fram að frá og með 1. apríl 2025 sé lágmarkstaxti 14 ára unglings sem vinnur afgreiðslustörf í dagvinnu tæplega 1.700 kr. á tímann, rúmlega 2.300 kr. í eftirvinnu en um 2.500 kr. í næturvinnu. Launin fara síðan stighækkandi eftir aldri. Ofan á launin bætast orlof og desemberuppbót, í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi, auk þess sem launþegar njóta ýmissa annarra réttinda (m.a. verkfallsréttinda!).

Könnun um laun fyrir barnapössun

Til að freista þess að varpa enn frekara ljósi á hvað greitt er fyrir barnapössun var í júní 2025 skellt í óvísindalega könnun meðal starfsfólks Landsbankans og bárust 26 svör.

Algengasta tímakaupið, eða í níu tilfellum var 1.500 krónur á tímann en fimm borguðu 2.500 kr. á tímann. Nokkrir borguðu 1.000 kr. á tímann en einn af þeim sagði það tímakaup miðast við pössun á sofandi börnum að kvöldi til. Nokkuð var um kvöldálag, t.d. 3.000 krónur í staðinn fyrir 2.000 krónur. Einn svarandi sagði að dóttir sín fengi 1.000 krónur fyrir að passa systkini sín en 2.000 krónur fyrir að passa fyrir aðra. Meðalkaupið var 2.000 kr. Samkvæmt þessu hefur kaup fyrir barnapössun fylgt launaþróun ágætlega. Miðað við sambærilega könnun árið 2018 var algengasta tímakaupið um 1.000 krónur og árið 2023 var meðalkaupið nær 1.500 krónum.

Ef þú passar börn eða átt börn sem þarf að passa, þá nýtast þessar upplýsingar ykkur vonandi til að semja um sanngjarnt kaup. Gangi ykkur vel!

Greinin var fyrst birt 12. mars 2018 og síðast uppfærð í júní 2025.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Verðbréf í appi
26. sept. 2025
Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð er gott að þekkja nokkur lykilhugtök.
26. sept. 2025
Áskrift sem ávaxtast
Einfaldasta leiðin til að spara reglulega í sjóðum er að skrá sig í mánaðarlega áskrift. Það eina sem þú þarft að gera er að ákveða fjárhæð, velja sjóð og stofna áskrift í appinu, netbankanum eða á l.is, við sjáum um rest.
Evrópsk verslunargata
22. maí 2025
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, Google Pay eða með því að nota snertilausa virkni greiðslukorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Stúlkur á hlaupahjólum
9. apríl 2025
Hvað á ég að gera við fermingarpeninginn?
Í gamla daga voru fermingargjafir oft hlutir sem áttu að tákna að nú væru fullorðinsárin að hefjast – pennar, ljóðasöfn eða orðabækur, armbandsúr eða flottar ferðatöskur. Það er enginn í vandræðum með að setja á sig úrið og fletta bókunum, en hvað áttu að gera ef þú færð peninga?
Mæðgin
4. apríl 2025
Hvaða rétt og skyldur hafa foreldrar þegar kemur að peningum barna?
Það dýrmætasta sem við eigum er að sjálfsögðu börnin okkar, ekki peningar. Öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja börnunum farsæla framtíð og heilbrigð fjármál eru eitt af því sem mynda grunninn að henni. En hverjar eru skyldur okkar í þeim efnum – og réttindi? 
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
24. okt. 2024
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að fara reglulega yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort við séum að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?