Hvað á að borga fyr­ir barnapöss­un?

Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Frí í skólum eru líka lengri en sumarfrí foreldra og sumarnámskeið eru yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
Fjölskylda úti í náttúru
20. desember 2023

Þau sem passa börn hafa ekki myndað stéttarfélag og því er hvergi getið um launataxta fyrir barnapössun í kjarasamningum. Laun fyrir barnapössun eru því háð frjálsum samningum og fara mjög eftir aðstæðum hverju sinni. Þannig má gera ráð fyrir að launin hækki eftir því sem barnið sem verið er að passa er yngra. Mögulega er líka hægt að fara fram á álag ef barnið er einstaklega óþekkt eða krefjandi. Og rétt eins og hjá öðrum starfsstéttum má gera ráð fyrir að launagreiðslur fari eftir aldri launafólks, hæfileikum og starfsaldri. Barnapía sem er 13 ára að aldri og passar 5 ára barn í einn klukkutíma eftir leikskóla má væntanlega eiga von á tilboði um lægra tímakaup en þau sem eru um tvítugt, hokin af reynslu, sem passa 1 árs barn fram yfir háttatíma.

En aftur að rannsóknarspurningunni: Hvað á að borga fyrir pössun á tímann?

Rauði krossinn heldur reglulega námskeiðið Börn og umhverfi sem er m.a. ætlað börnum og ungmennum sem annast yngri börn. Þessi námskeið Rauða krossins komast næst því að vera fagmenntun en eins og alkunna er þá getur fagmenntað starfsfólk yfirleitt krafist hærri launa en þeir sem eru ófaglærðir.

Rauði krossinn er þó hvorki fag- né stéttarfélag fyrir ungmenni sem passa börn og gefur ekki upp viðmiðunartaxta fyrir barnapössun. „En ef spurningin um tímakaup kemur upp á námskeiði hjá okkur höfum við sagt að til dæmis sé hægt að miða við kaupið í unglingavinnunni. Ekki að semja um lægra kaup en þar býðst. Einnig þurfi að hugsa um á hvaða tíma er verið að passa, hversu mörg börn, aldur þeirra, hvort barnapían eigi heima langt í burtu frá barninu sem verið er að passa og fleira slíkt. Þetta eru atriði sem er gott að hafa í huga en teljast ekki leiðbeiningar um kjaramál," sagði Brynhildur Bolladóttir (árið 2018, þegar þessi grein kom fyrst út), en hún var þá upplýsingafulltrúi Rauða krossins.

Miðað við þetta má e.t.v. líta svo á að kaupið í unglingavinnunni sé einskonar lágmarks- eða viðmiðunarlaun fyrir barnapössun. Laun í vinnuskólum eru mismunandi á milli sveitarfélaga en í dæmaskyni má benda á launin í Vinnuskóla Kópavogs. Sumarið 2023 fengu 13-14 ára unglingar 798 kr. á tímann og taxtinn hækkaði upp í 2.660 kr. fyrir 16-17 ára.

Í enn frekara samanburðarskyni má síðan nefna laun fyrir að vinna afgreiðslustörf í verslunum en unglingar sækja nokkuð í slík störf. Samkvæmt launataxta í kjarasamningi VR og SA kemur fram að frá og með 1. nóvember 2022 sé lágmarkstaxti 14 ára unglings í dagvinnu rúmlega 1.500 kr. á tímann, um 2.100 kr. í eftirvinnu en um 2.200 kr. í næturvinnu. Launin fara síðan stighækkandi eftir aldri. Ofan á launin bætist orlof og desemberuppbót, í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi.

Könnun um laun fyrir barnapössun

Til að freista þess að varpa enn frekara ljósi á hvað greitt er fyrir barnapössun var í desember 2023 skellt í óformlega spurningakönnun meðal starfsfólks Landsbankans. 18 svör bárust sem þýðir að könnunin er alls ekki tölfræðilega marktæk.

Langalgengasta tímakaupið (8 af 18 tilfellum) var 1.500 krónur á tímann. Í tveimur tilfellum var kaupið 2.000 krónur eða meira, þrír borguðu 1.000 krónur á tímann og í þremur tilfellum var kaupið 1.200 eða 1.300 krónur á tímann. Miðað við sambærilega könnun árið 2018 hefur kaupið hækkað nokkuð en þá var algengasta tímakaupið á bilinu 900-1.000 krónur.

Helmingurinn borgaði fyrir pössun á einu barni, tæplega helmingur fyrir tvö börn og einn þátttakandi fyrir þrjú börn (mögulega þau sem greiddu hæsta kaupið).

Þriðjungur þeirra sem sáu um barnagæsluna voru 12-14 ára og þriðjungur 15-17 ára og þriðjungur á aldrinum 17 ára eða eldri.

Varast ber að taka of mikið mark á þessari könnun en hún og umfjöllun um viðmiðunarlaunin hér fyrir ofan, ætti þó vonandi að nýtast í samningaviðræðum um hvað teljist sanngjarnt kaup fyrir barnapössun.

Ef þú passar börn, þá nýtast vonandi þessar upplýsingar þér til að semja um sanngjarnt kaup. Gangi þér vel!

Greinin var fyrst birt 12. mars 2018 og síðast uppfærð 20. desember 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur