Samfélagið
Skattabreytingin er hvatning til að láta gott af sér leiða
Nýlegar lagabreytingar sem heimila skattafrádrátt einstaklinga og fyrirtækja vegna styrkja til almannaheillafélaga fela í sér miki...
15. feb. 2022
Gagnadrifinn Landsbanki
Stefna Landsbankans er að vera gagnadrifinn banki til að geta boðið snjallari og betri þjónustu og stuðla um leið að betri rekstri.
7. feb. 2022
Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög
Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
7. des. 2021
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
2. des. 2021
Loftslagsbreytingar framtíðar hafa strax áhrif á fjárfesta
Áhætta vegna loftslagsbreytinga er gjarnan metin út frá því hver áhrifin verða eftir nokkra áratugi. Fjárfestar sem eru vanir að skoða fjárfestingartækifæri og breytingar til styttri tíma velta því ekki endilega loftslagsbreytingum mikið fyrir sér. Það geta reynst dýrkeypt mistök.
8. nóv. 2021
Hreinar línur - Íslensk abstraktlist, 1956-2007
Í nóvember 2021 var opnuð sýning á íslenskum abstraktlistaverkum úr listasafni Landsbankans. Sýningin er opin á afgreiðslutíma útibúsins.
31. ágúst 2021
Fjölbreytileiki nauðsynlegur í upplýsingatækni
Lára Rut Davíðsdóttir, Björk Hauksdóttir og Dóra Gunnarsdóttir vinna allar á Upplýsingatæknisviði Landsbankans. Þær segja hugbúnaðargeirann vera afar spennandi starfsvettvang sem bjóði upp á ótal möguleika. Þær hvetja alla, ekki síst fleiri stelpur og konur, til að skoða forritun og hugbúnaðargeirann til að stuðla að auknum fjölbreytileika.
10. ágúst 2021
Listafólk túlkar Hinsegin daga
Í samstarfi við Samtökin´78 og Landsbankann hefur listafólkið Anna Maggý Grímsdóttir, Ásgeir Skúlason og Helga Páley Friðþjófsdóttir, unnið þrjú prentverk tileinkuð Hinsegin dögum.
10. ágúst 2021
Hringrásarhagkerfið og tækifæri í ferðaþjónustu
Hringrásarhagkerfið er ekki draumsýn eða óraunhæf hugmynd, heldur raunveruleg lausn sem býður upp á gífurleg tækifæri hér og nú. Til þess að átta sig á tækifærum til innleiðingar hringrásarhagkerfisins í ferðaþjónustu er fyrsta skrefið að skilja hvernig hringrásarhagkerfið virkar.
30. júní 2021
Í skýjunum með Sky Lagoon
„Það hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Baðlónið býður upp á heit og köld böð, gufur og stórkostlegt útsýni við sjávarsíðuna á Kársnesi í Kópavogi. Þetta er stærsta fjárfesting í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu.
23. júní 2021
Stórt skref að þekkja kolefnislosun frá útlánum
Landsbankinn tók þátt í þróun PCAF loftslagsmælisins sem er alþjóðlegur mælikvarði á óbeina losun gróðurhúsalofttegunda sem verða til við útlán banka.
10. júní 2021
Svanni heldur áfram að styðja frumkvöðlastarf kvenna
Svanni – lánatryggingasjóður eflir konur í fyrirtækjarekstri og stuðlar þannig að nýsköpun og blómlegu atvinnulífi. Vorúthlutun sjóðsins fór fram nýverið og hlutu fjögur spennandi frumkvöðlafyrirtæki fyrirgreiðslu. Landsbankinn er stoltur bakhjarl Svanna.
9. júní 2021
Tölum íslensku um sjálfbærni
Þegar nýjar hugmyndir, tækni eða aðferðir ryðja sér til rúms á Íslandi koma þær oft erlendis að og fagorðin eru gjarnan á ensku. Það er hætt við því að erlend fagorð torveldi okkur skilning á nýjungum og festi þær í einhverjum fílabeinsturni, sem er miður – nógu erfitt er samt að setja sig inn í umræðuna eða læra á ný tæki.
31. maí 2021
Fjárfestum í framtíðinni
Fjárfestar hafa í auknum mæli tileinkað sér aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. Ekki að ástæðulausu, þar sem rannsóknir sýna fylgni milli góðs árangurs fyrirtækja í sjálfbærnimálum og arðsemi í rekstri til lengri tíma.
5. maí 2021
Hreystineistinn kveiktur hjá krökkunum
„Tilgangur Skólahreysti var að kveikja aftur þennan hreystineista sem okkur fannst vera að deyja út,“ segir Andrés Guðmundsson, sem stofnaði keppnina með eiginkonu sinni, Láru B. Helgdóttur, árið 2005. Skólahreysti öðlaðist fljótt miklar vinsældir meðal krakkanna og síðustu tíu árin hafa um 110 af 120 skólum á landinu tekið þátt í keppninni.
2. mars 2021
Græn fjármögnun er allra hagur
Hjá Landsbankanum hefur um árabil verið lögð áhersla á sjálfbærni. Undanfarið hafa stór skref verið tekin í grænni fjármögnun bankans og starfsemi síðasta árs hefur fengið alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun.
28. jan. 2021
Persónuvernd og öryggi barna á netinu
Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem felast í net- og snjallsímanotkun. Foreldrar þurfa einnig að vera vakandi yfir því hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.
27. jan. 2021
Ný fjármálaumgjörð vegvísir að sjálfbærri framtíð
Bankar víða um heim gefa í síauknum mæli út svokallaðar sjálfbærar fjármálaumgjarðir sem stýra fjármagni í átt að sjálfbærum verkefnum og skilgreina sjálfbær verkefni. Landsbankinn hefur nú bæst í hópinn og gefið út sjálfbæra fjármálaumgjörð í fyrsta sinn. En hvers vegna og hvað þýðingu hefur þessi útgáfa?
18. jan. 2021
Svanni veitir góðum hugmyndum kvenna brautargengi
„Svanni eflir konur í fyrirtækjarekstri og gerir þeim kleift að framkvæma góðar hugmyndir. Þannig stuðlar hann að nýsköpun og blómlegu atvinnulífi,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, stjórnarformaður Svanna - lánatryggingasjóðs kvenna. Landsbankinn er bakhjarl sjóðsins sem hefur opnað fyrir umsóknir.
22. des. 2020
Dagatal Landsbankans 2021: Tækniframfarir og samfélagsbreytingar
Aðlögunarhæfni mannskepnunnar er ótrúleg sem er ómetanlegt í heimi sem tekur jafn örum breytingum og sá sem við byggjum. Hugviti mannfólksins virðist lítil mörk sett og hraði tækniþróunar slíkur að erfitt getur verið að átta sig á því hversu mikið hefur breyst á stuttum tíma.
18. des. 2020
Fólk vill láta gott af sér leiða
Hjálpar- og styrktarfélög hafa ekki farið varhluta af heimsfaraldri og öllum þeim nýju lögmálum og siðum sem heimurinn hefur þurft að tileinka sér árið 2020.
19. nóv. 2020
Mikilvægt að þekkja raunveruleg umhverfisáhrif banka
Í gegnum tíðina hafa umhverfisáhrif banka gjarnan verið talin smávægileg. Bankar eru að upplagi skrifstofufyrirtæki og rekstur þeirra krefst ekki beinnar notkunar á auðlindum eða mengandi efnum í stórum stíl. Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa því ekki verið sett undir sama hatt og verksmiðjur, flugfélög eða önnur starfsemi sem sýnilega hefur bein áhrif á umhverfið. Í dag er hinsvegar gerð skýr krafa um að bankar mæli og greini frá óbeinum umhverfisáhrifum sínum.
5. nóv. 2020
Loksins skýrar leikreglur: Ný sjálfbærniviðmið Evrópusambandsins
Undanfarin ár hefur verið þrýst á fjármagnsmarkaði að beina fjármagni í verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð. Samræmdar reglur og viðmið hefur hins vegar skort. Nýtt flokkunarkerfi Evrópusambandsins á sviði sjálfbærra fjármála samræmir verklag og setur sjálfbærniviðmið sem fjármagnsmarkaðir geta stuðst við til að ná markmiðum í loftslagsmálum.
2. nóv. 2020
Raunveruleg umhverfisáhrif fjármálafyrirtækja
Við mat á umhverfisáhrifum fjármálafyrirtækja nægir ekki að skoða losun gróðurhúsalofttegunda út frá beinum rekstri. Raunverulegt umhverfisspor þeirra markast í gegnum útlán og fjárfestingar og því er nauðsynlegt að mæla það sérstaklega.
6. okt. 2020
Gulleggið - Skemmtilegur stökkpallur fyrir frumkvöðla
„Ef þú lumar á góðri hugmynd er um að gera að koma henni í framkvæmd. Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er tilvalinn vettvangur til þess,“ segir Edit Ómarsdóttir verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.
25. júní 2020
Loftslagsbreytingar auka og breyta áhættu í fjármálageiranum
Áhrif loftslagsbreytinga á fjármálageirann og fjármálafyrirtæki koma aðallega fram eftir tveimur leiðum. Í fyrsta lagi vegna tjóns á eignum, innviðum og landgæðum. Í öðru lagi vegna umbreytingaáhættu, þ.e. áhrifanna af breytingum sem er ætlað að koma í veg fyrir frekari hlýnun, s.s. með nýrri tækni, nýjum reglum og breyttum viðhorfum og væntingum á eigna- og fjármagnsmörkuðum.
24. júní 2020
Beinn og óbeinn kostnaður vegna loftslagsbreytinga
Kostnaður við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að hlýnun haldist innan við 2°C fram til 2050 er gífurlegur. Í því sambandi er mikilvægt að greina á milli kostnaðar til skamms tíma og til lengri tíma. Aðgerðir sem virðast vera mjög dýrar til skemmri tíma geta reynst ódýrar í lengri tíma samhengi vegna þeirrar nýsköpunar sem þær kunna að leiða til. Ekki má heldur gleyma því að aðgerðir sem farið er í strax gætu bætt lífsgæði fólks mikið.
24. júní 2020
Baráttan gegn loftslagsvandanum krefst mikils fjármagns
Hlutverk fjármálageirans er og verður mjög stórt í öllum þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru til þess að ná tökum á loftslagsvandanum. Markmið íslenskra stjórnvalda er að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fjárfestingaþörfin er gífurleg og til þess að uppfylla þá þörf þarf að beina miklu fjármagni á rétta staði og í rétt verkefni.
24. júní 2020
Fjármálageirinn og loftslagsvandinn
Loftslagsvandinn er eitt af stærstu málum samtímans. Í Parísarsamkomulaginu frá 2015 samþykktu ríki heims að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að tryggja að hlýnun héldist innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, sem felur í sér að losun að frádreginni kolefnisbindingu verði engin. Þetta er háleitt markmið sem krefst mikilla breytinga í samfélagi okkar og gríðarlegra fjárfestinga á næstu árum. Landsbankinn tekur hlutverk sitt alvarlega í þessum efnum og telur mikilvægt að fjalla um loftslagsmál og hið mikilvæga hlutverk sem fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðir munu gegna í þeim nauðsynlegu breytingum sem framundan eru. Umræðan um loftslagsvandann hefur reyndar horfið tímabundið í skuggann af Covid-19-faraldrinum, en vandamálin hafa ekki horfið og markmið um úrbætur standa eftir sem áður.
18. júní 2020
Háttvísi skiptir máli
Háttvísiverðlaun Landsbankans og KSÍ eru ný verðlaun sem standa mótshöldurum knattspyrnumóta yngri flokka til boða í sumar. Með verðlaununum viljum við verðlauna háttvísi og heiðarlega framkomu allra sem að mótum koma. Á þetta fyrst og fremst við leikmenn, en ekki síður þjálfara, foreldra, áhorfendur og aðra aðstandendur.