Samfélagið

Krani með stiga

Bygg­inga­mark­að­ur - Mik­il um­svif kom­in til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 5...
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Landslag
8. des. 2022

Mikilvægi mælinga á sjálfbærni og hegðun fyrirtækja

Hugmyndin á bak við einkunnagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) er að mæla hversu vel fyrirtæki standa gagnvart annarri áhættu en fjármálaáhættu þannig að einkunnin gæti haft áhrif á verðlagningu fyrirtækisins. Þannig getur árangur fjárfestinga verið háður því hvernig UFS er mælt.
Landslag
29. nóv. 2022

Fjármálaheimurinn tók hressilega á móti UFS

Fjárfestingar sem byggja á tengslum við umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, e. ESG) hafa aukist ótrúlega mikið á tiltölulega stuttum tíma. Helst sú þróun auðvitað í hendur við aukinn skilning á loftslagsvánni og brýna nauðsyn til þess að ná árangri þar.
Landslag
18. nóv. 2022

Það vantar betri gögn um tengsl sjálfbærni og fjármála

Með því að beina fjármagni í atvinnugreinar og fyrirtæki sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsvandann eða a.m.k. síður neikvæð, getur fjármálageirinn stuðlað að miklum breytingum til hins betra. En er fjármálageirinn að standa sig?
Auðkenni
17. nóv. 2022

Leyninúmerin á útleið og sterk auðkenning kemur í staðinn

Fjögurra stafa leyninúmer bankareikninga hafa fylgt okkur áratugum saman en nú í nóvember hefst útleiðing þeirra hjá Landsbankanum þegar hætt verður að biðja um leyninúmer við staðfestingu greiðslna í appinu og netbanka einstaklinga.
10. nóv. 2022

Ísland langt frá loftslagsmarkmiðum

Ísland hefur ásamt Noregi og Evrópusambandinu sett sér markmið um 55% samdrátt heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, miðað við árið 2005 sem upprunalega miðaðist við 1990. Auk þess skal kolefnishlutleysi náð árið 2040. En hvernig gengur? Og hvernig spilar kolefnisjöfnun þar inn í?
Sjálfbærnidagur 2022
22. sept. 2022

Sjálfbærnidagur Landsbankans – upptökur

Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 22. september 2022. Aðalfyrirlesari fundarins var Tjeerd Krumpelman frá hollenska bankanum ABN AMRO.
Höfuðstöðvar Landsbankans
18. ágúst 2022

Bankinn í miðborginni: Úr Bakarabrekku í Austurstræti

Landsbankinn hóf starfsemi árið 1886 í Bankastræti, sem þá kallaðist reyndar Bakarabrekka en flutti í fyrsta bankahúsið í Austurstræti 11 árið 1898. Færri vita líklega að bankinn var um tíma með afgreiðslu í Austurstræti 16 sem seinna hýsti Reykjavíkurapótek.
Lady Zadude
3. ágúst 2022

Nú þarf einfaldlega að hleypa sorginni að

Vilhjálmur Ingi Vilhjálms á sér hliðarsjálf sem dragdrottningin Lady Zadude en hún hlaut titilinn dragdrottning Íslands fyrr í sumar. Lady Zadude hlaut þar styrk í verðlaun til að koma fram á Hinsegin dögum en hlaut jafnframt styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans til að þróa og sýna atriði sitt í Gleðigöngunni.
15. júlí 2022

Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu

Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni.
Edda Garðarsdóttir
8. júlí 2022

Einstök liðsheild kvennalandsliðsins

Fyrrverandi landsliðskonan og EM-farinn Edda Garðarsdóttir skrifar hér grein um hvað það er sem skapar góða liðsheild – og hvernig sú liðsheild sem ríkir innan kvennalandsliðsins er höfuðástæða fyrir árangri liðsins í gegnum árin.
6. júlí 2022

Hvernig kvennalandsliðið í fótbolta varð að þjóðargersemi

Sagnfræðingurinn og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Pálsson lítur á sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi, með stöðu knattspyrnu í Evrópu hverju sinni til hliðsjónar.
9. maí 2022

Skattabreytingin er hvatning til að láta gott af sér leiða

Nýlegar lagabreytingar sem heimila skattafrádrátt einstaklinga og fyrirtækja vegna styrkja til almannaheillafélaga fela í sér mikinn ávinning og aukin tækifæri, að sögn talsfólks Rauða krossins, SOS Barnaþorpanna og UNICEF.
15. feb. 2022

Gagnadrifinn Landsbanki

Stefna Landsbankans er að vera gagnadrifinn banki til að geta boðið snjallari og betri þjónustu og stuðla um leið að betri rekstri.
Olíutankar í USA
2. des. 2021

Loftslagsbreytingar framtíðar hafa strax áhrif á fjárfesta

Áhætta vegna loftslagsbreytinga er gjarnan metin út frá því hver áhrifin verða eftir nokkra áratugi. Fjárfestar sem eru vanir að skoða fjárfestingartækifæri og breytingar til styttri tíma velta því ekki endilega loftslagsbreytingum mikið fyrir sér. Það geta reynst dýrkeypt mistök.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
8. nóv. 2021

Hreinar línur - Íslensk abstraktlist, 1956-2007

Í nóvember 2021 var opnuð sýning á íslenskum abstraktlistaverkum úr listasafni Landsbankans. Sýningin er opin á afgreiðslutíma útibúsins. Einnig er hægt að skoða sýninguna á Menningarnótt á meðan dagskrá stendur yfir í útibúinu.
Lára Rut Davíðsdóttir, Björk Hauksdóttir og Dóra Gunnarsdóttir
31. ágúst 2021

Fjölbreytileiki nauðsynlegur í upplýsingatækni

Lára Rut Davíðsdóttir, Björk Hauksdóttir og Dóra Gunnarsdóttir vinna allar á Upplýsingatæknisviði Landsbankans. Þær segja hugbúnaðargeirann vera afar spennandi starfsvettvang sem bjóði upp á ótal möguleika. Þær hvetja alla, ekki síst fleiri stelpur og konur, til að skoða forritun og hugbúnaðargeirann til að stuðla að auknum fjölbreytileika.
10. ágúst 2021

Listafólk túlkar Hinsegin daga

Í samstarfi við Samtökin´78 og Landsbankann hefur listafólkið Anna Maggý Grímsdóttir, Ásgeir Skúlason og Helga Páley Friðþjófsdóttir, unnið þrjú prentverk tileinkuð Hinsegin dögum.
Bláa lónið
10. ágúst 2021

Hringrásarhagkerfið og tækifæri í ferðaþjónustu

Hringrásarhagkerfið er ekki draumsýn eða óraunhæf hugmynd, heldur raunveruleg lausn sem býður upp á gífurleg tækifæri hér og nú. Til þess að átta sig á tækifærum til innleiðingar hringrásarhagkerfisins í ferðaþjónustu er fyrsta skrefið að skilja hvernig hringrásarhagkerfið virkar.
Sky Lagoon
30. júní 2021

Í skýjunum með Sky Lagoon

„Það hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Baðlónið býður upp á heit og köld böð, gufur og stórkostlegt útsýni við sjávarsíðuna á Kársnesi í Kópavogi. Þetta er stærsta fjárfesting í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu.
23. júní 2021

Stórt skref að þekkja kolefnislosun frá útlánum

Landsbankinn tók þátt í þróun PCAF loftslagsmælisins sem er alþjóðlegur mælikvarði á óbeina losun gróðurhúsalofttegunda sem verða til við útlán banka.
Svanni
10. júní 2021

Svanni heldur áfram að styðja frumkvöðlastarf kvenna

Svanni – lánatryggingasjóður eflir konur í fyrirtækjarekstri og stuðlar þannig að nýsköpun og blómlegu atvinnulífi. Vorúthlutun sjóðsins fór fram nýverið og hlutu fjögur spennandi frumkvöðlafyrirtæki fyrirgreiðslu. Landsbankinn er stoltur bakhjarl Svanna.
Ferðamenn á jökli
9. júní 2021

Tölum íslensku um sjálfbærni

Þegar nýjar hugmyndir, tækni eða aðferðir ryðja sér til rúms á Íslandi koma þær oft erlendis að og fagorðin eru gjarnan á ensku. Það er hætt við því að erlend fagorð torveldi okkur skilning á nýjungum og festi þær í einhverjum fílabeinsturni, sem er miður – nógu erfitt er samt að setja sig inn í umræðuna eða læra á ný tæki.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur