Vinnustaðurinn

Kvenmaður í höfuðstöðvum

Ár­ang­urs­drifin og já­kvæð menn­ing

Við bjóð­um starfs­um­hverfi sem stuðl­ar að vel­ferð og vellíð­an í starfi og sköp­um menn­ingu til framúrsk­ar­andi ár­ang­urs.

Landsbankinn sem vinnustaður

„Það er gott að vinna í Landsbankanum. Hér starfar fólk með mikla starfsreynslu og býr yfir mikilli þekkingu.“

Dóra Gunnarsdóttir,
viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði

Reykjastræti

„Það er kraftur í bankanum“

Sjáðu hvað starfsfólkið okkar hefur að segja um Landsbankann sem vinnustað.

Á gangi í höfuðstöðvum

Þjálfun og þróun

Við hvetjum fólkið okkar til að sækja sér þekkingu, til að vaxa í starfi og sem einstaklingar. Það er markviss fræðsla og þjálfun í boði innanhúss til að tryggja okkur nauðsynlega þekkingu og hæfni í starfi. Við bjóðum líka upp á styrki fyrir utanhúss fræðslu.

Starfsmaður

Sveigjanlegt vinnuumhverfi

Starfsfólki er auðveldað eins og kostur er að skipuleggja fjarvinnu sem hluta af vinnutíma sínum ef starf býður upp á slíkt fyrirkomulag. Í því felst að við höfum val um að nýta ólíkar starfsstöðvar, eftir því hvað hentar hverju verkefni.

Hafþór Atli Rúnarsson

Góð móttaka og upplifun

Við vitum að fyrstu kynni setja tóninn og leggjum því mikið upp úr að taka vel á móti nýju fólki. Allt ráðningarferlið til fyrsta vinnudags og þjálfunar miðar að því að tryggja að nýju starfsfólki líði vel. Við tökum líka gjarnan á móti ábendingum um hvernig við getum gert betur!

Starfsfólk við tölvu

Öruggt umhverfi

Við viljum að umhverfi okkar og menning í bankanum sé með þeim hætti að starfsfólk sé öruggt og líði vel. Til þess að svo sé vinnum við markvisst forvarnarstarf, höfum skýra verkferla og veitum öflugan stuðning. *Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni, sem og annað ofbeldi er undir engum kringumstæðum umborið. Í EKKO tilvikum fylgjum við viðbragðsáætlun Landsbankans.

Agnieszka Marzok

Sjálfbærni

Við erum í fararbroddi í sjálfbærni og ætlum að vera það áfram. Við leggjum okkur fram við að þekkja umhverfisáhrifin af starfsemi okkar og skuldbindum okkur til að setja vísindaleg loftlagsmarkmið. Vinna við að greina kolefnisspor okkar og áhrif á samfélagið heldur áfram. Starfsfólk getur gert samgöngusamning við bankann, nýti það vistvænar samgöngur.

Starfsfólk við tölvu

Samkeppnishæf kjör

Við leggjum áherslu á að bjóða samkeppnishæf kjör. Þá erum við ekki bara að hugsa um laun, heldur, greiðslur í fæðingarorlofi, orlofshús og ýmis konar styrki. Við bjóðum 5,5% mótframlag í séreignarsjóð fyrstu 3 árin í starfi og 7% eftir 3 ár.

Konur við skjá

Vellíðan

Við hjálpum starfsfólki að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu á fjölbreyttan hátt. Starfsfólki býðst t.d. að fara í árlegt heilsufarsmat, getur sótt tvo sálfræðitíma á 12 mánaða tímabili sér að kostnaðarlausu og hefur þar að auki aðgang að sálfræðingum og almennri læknisþjónustu hjá Vinnuvernd, samstarfsaðila bankans.

Starfsmaður í stól

Fjölskylduvæn vinnumenning

Við leggjum áherslu á gagnkvæman sveigjanleika þar sem þarfir einkalífs og starfs fara saman. Okkur er umhugað um að styðja við starfsfólk á ólíkum lífsskeiðum, t.d. tryggir bankinn fastráðnu starfsfólki 80% af launum í fæðingarorlofi með mótgreiðslum á móti Fæðingarorlofssjóði.

Mötuneyti

Heilsuefling

Í bankanum er boðið upp á fjölbreyttan og næringarríkan mat, hvar svo sem við vinnum á landinu. Starfsfólk getur sótt um íþróttastyrk sem býðst til að stunda hvaða íþrótt sem. í Reykjastræti hefur starfsfólk aðgang að frábærri ræktaraðstöðu sem við köllum Styrkur. Það skapast líka mikil stemning í kringum ýmis konar vinnustaðakeppni hjá okkur, eins og Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna, og þar á milli má hreyfa sig í góðum félagsskap í gönguklúbbi, golfklúbbi, bootcamp hópi, o.fl.

Fússball

Öflug liðsheild

Okkur finnst mikilvægt að það sé gaman í vinnunni. Við sköpum og nýtum flest tækifæri til að koma saman, bæði til að vinna og njóta samveru. Húsið okkar í Reykjastræti býður upp á marga möguleika og frábæra aðstöu til að halda skemmtilega viðburði og stunda afþreyingu af ýmsu tagi. Starfsfólk bankans heldur úti fjölmörgum skemmtilegum hópum sem hafa það að markmiði að efla liðsheild á vinnustaðnum. T.d. eru hópar fyrir áhugasöm um bókmenntir, hesta, kvikmyndir o.s.frv.

Setið við tölvu

Mikil starfsánægja

Við leggjum mikið upp úr því að starfsfólk sé ánægt í vinnunni og erum stolt af því að starfsánægja í bankanum mælist há ár eftir ár í vinnustaðagreiningum. Við trúum því að ánægja starfsfólks sé lykillinn að sameiginlegum árangri okkar alla.

Hrafn og Edda

Fjölbreytni og jafnrétti

Í bankanum erum við öll metin að verðleikum og höfum jafna möguleika til starfsþróunar. Við sköpum vettvang til virkrar umræðu og vitundar um jafnréttismál í víðum skilningi og leggjum okkur fram um að læra og hlusta á misjöfn sjónarmið. Við höfum virðingu fyrir einstaklingnum að leiðarljósi og líðum ekki mismunun á vinnustaðnum.

Við hvern viltu tala?

Við leitumst við að svara fyrirspurnum eins fljótt og auðið er. Hér getur þú leitað eftir nafni eða netfangi viðeigandi starfsmanns. Vakin er athygli á að símtöl bankans geta verið hljóðrituð. Almennar fyrirspurnir, markaðssetningarpósta og kynningar má senda á landsbankinn@landsbankinn.is en ekki einstaka starfsmenn.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur