Þú getur sinnt næstum allri bankaþjónustu í hraðbönkunum á öllum tímum sólahrings. Til að auðkenna þig í hraðbanka þarft þú bara að hafa með þér debet- eða kreditkortið þitt og PIN númerið sem fylgir kortinu.
- Tekið út reiðufé af debetkortareikningi og kreditkortum.
- Leggja inn og taka út reiðufé af bankareikningum.
- Séð stöðu og hreyfingar á bankareikningum.
- Millifæra inn á reikninga í öðrum innlendum bönkum og sparisjóðum.
- Tekið út gjaldeyri af debetkortareikningi og kreditkortum.
- Greitt reikninga á þinni kennitölu.
- Keypt áfyllingu á GSM frelsi frá öllum símafélögum.