Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 2. júní 2025

Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Gróðurhús
2. júní 2025

Vikan framundan

  • Á morgun verða birtar verðbólgutölur á evrusvæðinu.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar.
  • Á fimmtudag birtir Seðlabankinn greiðslujöfnuð við útlönd, erlenda stöðu þjóðarbúsins og erlendar skuldir á fyrsta ársfjórðungi. Þá tilkynnir Seðlabanki Evrópu um vaxtaákvörðun.
  • Á föstudaginn verða birtar atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum.

Mynd vikunnar: Landsframleiðsla á mann jókst um 1,2% á fyrsta fjórðungi

Landsframleiðsla í heild jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 1,4% og landsframleiðsla á mann jókst því um 1,2%. Hagvöxtur á mann segir til um hversu mikið er framleitt í hagkerfinu að meðaltali fyrir hvern landsmann. Hagvöxtur á mann gefur mun skýrari mynd af þróun lífskjara heldur en hagvöxtur í heild. Viðsnúningurinn í hagkerfinu í kjölfar faraldursins var nógu kröftugur til þess að skila sér í bæði hagvexti í heild og hagvexti á mann. Undir lok árs 2023 hægði skarpt á hagkerfinu á sama tíma og landsmönnum hélt áfram að fjölga. Landsframleiðsla á mann tók því að dragast saman mun meira en heildarlandsframleiðslan. Árið 2024 varð 0,7% samdráttur í hagkerfinu, þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um 1,8% á milli ára. Samdráttur á mann nam því 2,5%.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Hagstofan áætlar að hagvöxtur hafi verið 2,6% á fyrsta fjórðungi ársins. Hagvöxturinn skýrist fyrst og fremst af 18% aukningu í fjárfestingu, einkum vegna atvinnuvegafjárfestingar tengdri uppbyggingu gagnavera. Einkaneysla jókst um 2,3% á milli ára. Þrátt fyrir að útflutningur hafi aukist um 4,4% var framlag utanríkisviðskipta neikvætt um 2,1%, enda jókst innflutningur um 13,5%.  Heildarendurskoðun á þjóðhagsreikningum aftur í tímann leiddi í ljós 0,7% samdrátt árið 2024, en áður taldi Hagstofan að hagkerfið hefði vaxið um 0,5% í fyrra.
  • Verðbólga mældist 3,8% í maí og er aftur komin niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs SÍ, eftir að hafa mælst 4,2% í apríl. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu verulega, póst- og símaþjónusta hækkaði óvænt í verði og framlag innfluttra vara minnkaði, sérstaklega bíla, húsgagna og heimilisbúnaðar. Við spáum því að verðbólga fari lægst í 3,6% í júlí, en hækki síðan aftur upp í 3,8% í ágúst.
  • Halli á vöru- og þjónustujöfnuði nam 65,5 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Hallinn var talsvert meiri en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 36,1 milljarði. Þjónustujöfnuður var jákvæður um 19,7 milljarða en vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um 85,3 milljarða.
  • Gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fjölgaði um 11,6% á milli ára í apríl, þar af um 11,3% á hótelum. Hagstofan vinnur enn að endurskoðun á flokkun gistinótta eftir þjóðerni og birtir því ekki skiptingu á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna að sinni.
  • Hagar, Orkuveita Reykjavíkur, Iceland Seafood, Brim, Ísfélagið og Hampiðjan birtu uppgjör.
  • Kaldalón, Útgerðarfélag Reykjavíkur og Síminn héldu útgáfu á víxlum. Ríkissjóður keypti eigin skuldabréf í evrum, Arion banki gaf út græn skuldabréf í norskum og sænskum krónum og víkjandi skuldabréf í íslenskum krónum.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 2. júní 2025 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
11. ágúst 2025
Vikubyrjun 11. ágúst 2025
Í síðustu viku tóku gildi nýir tollar á innflutning til Bandaríkjanna. Nokkrar áhugaverðar hagtölur koma í þessari viku: brottfarir um Keflavíkurflugvöll, skráð atvinnuleysi, væntingakönnun markaðsaðila og greiðslumiðlun. Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs og uppgjörstímabil í Kauphöllinni heldur áfram með sex uppgjörum.
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.