Beintenging við bókhald (B2B)

Vélsmiðja Guðmundar

Raun­tíma­sýn í bók­haldi

B2B er við­bót við net­bank­ann þar sem bók­halds­kerfi þitt og net­bank­inn skipt­ast á upp­lýs­ing­um í raun­tíma.

Hentar fyrirtækjum af öllum stærðum

Fyrirtæki bætir þjónustu og upplýsingagjöf við sína eigin viðskiptavini og lánardrottna. Innleiða má B2B í litlum skömmtum og er algengt að fyrirtæki byrji smátt og bæti síðar fleiri aðgerðum inn. Lausnin hentar því vel fyrir bæði lítil sem stór fyrirtæki.

  • Minni gagnainnsláttur, minni villuhætta
  • Aðgerðatími og vinnuferlar styttast
  • Hagræði í bókhaldi eykst, uppgjöri flýtt
  • Einfaldara bókunar- og staðfestingarferli
  • Betri nýting mannauðs, hagkvæmari tímaráðstöfun, aukin afköst

Hvernig fæ ég aðgang að B2B?

Til að fá aðgang að B2B þarf fyrirtækið að vera með aðgang að netbanka fyrirtækja. Næsta skref er að fyrirtækið setur sig í samband við hugbúnaðarfyrirtæki sem sér um uppsetninguna. Fyrirtæki greiðir eigin hugbúnaðarfyrirtæki (ekki bankanum) fyrir uppsetninguna. Hvorki er greitt stofngjald né árgjald til bankans og öll notkun er gjaldfrjáls.

Þó þarf að hafa í huga að mögulegt er að sumar bankaaðgerðir geta verið gjaldskyldar. Hugbúnaðarfyrirtækið sem þjónustar þitt fyrirtæki auglýsir eigin verðskrá fyrir vinnu við uppsetningu og sölu viðbótar hugbúnaðar ef með þarf.

Hvað er hægt að gera í B2B?

Stofna, breyta og fella niður kröfur
Sækja upplýsingar um útistandandi og ógreiddar kröfur
Framkvæma innlendar og erlendar greiðslur
Sækja yfirlit bankareikninga, kreditkorta og lánasafns
Sækja upplýsingar um gengi og vísitölur
Senda inn rafræn skjöl og skilagreinar
Fylla á greiðslulykla

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Sóley
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur