Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

14. júlí 2025
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs,
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn gögn um greiðslumiðlun og HMS birtir vísitölu leiguverðs.
- Á fimmtudag birtur HMS mánaðarskýrslu. Icelandair, Landsbankinn, Sjóvá og Skagi birta uppgjör.
Mynd vikunnar
Stjórnendur tæplega 20% fyrirtækja telja vöntun á starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði, samkvæmt ársfjórðungslegri könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja. Hlutfallið hefur lækkað smám saman frá árinu 2022 þegar eftirspurn í hagkerfinu var að aukast hratt eftir heimsfaraldurinn. Þá töldu stjórnendur rúmlega helmings fyrirtækja að framboð af vinnuafli væri of lítið. Atvinnuleysi minnkaði hratt eftir faraldurinn og hefur aukist hóflega á síðustu mánuðum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Alls fóru 234 þúsund erlendir farþegar um Keflavíkurflugvöll í júní, 10,1% fleiri en í júní í fyrra. Þriðja mánuðinn í röð fjölgar erlendum ferðamönnum á milli ára. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru erlendir ferðamenn 0,8% færri en á sama tímabili í fyrra. Brottfarir Íslendinga um Keflavíkurflugvöll voru 72 þúsund og fjölgaði um 10,4% á milli ára. Júní er sjöundi mánuðurinn í röð sem utanlandsferðum Íslendinga fjölgar á milli ára, en síðast mældist fækkun á milli ára í nóvember í fyrra.
- Í síðustu viku fóru fram verðmælingar fyrir vísitölu neysluverðs. Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,26% á milli mánaða í júlí og að ársverðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Að vanda má búast við að árstíðabundnar hækkanir á flugfargjöldum til útlanda og sumarútsölur á fötum og skóm hafi mest áhrif á vísitöluna í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
- Skráð atvinnuleysi mældist 3,4% í júní. Atvinnuleysi minnkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða, en atvinnuleysi minnkar yfirleitt á milli mánaða í júní. Atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en í júní í fyrra, en atvinnuleysi hefur verið að aukast um 0,2-0,4 prósentustig á milli ára samfellt síðan í janúar í fyrra.
- Raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag hækkaði um 2,9% á milli mánaða í júní og er 8,2% hærra en í júní í fyrra. Það hefur ekki verið hærra síðan í apríl 2018.
- Seðlabankinn sendi greinargerð til ríkisstjórnar vegna þess að verðbólga fór aftur upp fyrir fráviksmörk í júní.
- Icelandair og Play birtu flutningstölur. Alvotech keypti alla starfsemi Ivers-Lee Grou. Hætt var við áform um yfirtöku BBL 212 ehf. á Play hf. og í staðinn gaf Play út breytanlegt skuldabréf. Skagi birti afkomuviðvörun.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar og niðurstöður úr viðbótarútgáfu. Alma íbúðafélag stækkaði skuldabréfaflokkinn AL210926.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á

6. okt. 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.

2. okt. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram.

1. okt. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

29. sept. 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.

25. sept. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.

23. sept. 2025
Greiðslukortavelta heimila heldur áfram að aukast samhliða aukinni einkaneyslu. Það sama má segja um utanlandsferðir Íslendinga en það sem af er ári hafa Íslendingar farið í rúmlega 20% fleiri utanlandsferðir en á sama tímabili í fyrra. Auk þess að fara meira til útlanda virðast landsmenn kaupa þó nokkuð fleiri bíla en í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru nýskráðir bílar um 28% fleiri en á sama tíma í fyrra.

22. sept. 2025
Raunverð íbúða lækkaði á milli ára í ágúst, í fyrsta skipti frá því í byrjun árs 2024. Nafnverð íbúða hefur aðeins hækkað um 2,2% á einu ári og sífellt lengri tíma tekur að selja íbúðir. Leiguvísitalan hækkaði þó í ágúst og hækkandi leiguverð hefur með tímanum áhrif á verðbólgumælingar. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs næsta fimmtudag.

15. sept. 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.

11. sept. 2025
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.

8. sept. 2025
Í þessari viku ber hæst útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.