Forsíða

Þú færð 8,75% vexti þeg­ar þú spar­ar í app­inu

Myntbreyta

Greiðsla
Við tökum við greiðslunum fyrir þig

Öflugt og öruggt greiðslumiðlunarkerfi okkar býður upp á ýmsa möguleika sem gera reksturinn bæði einfaldari og þægilegri.

Gróðursetning
Samfélagsstyrkir

Við veitum 15 milljónir í samfélagsstyrki á hverju ári. Frestur rennur út 31. október.

Kynntu þér tilboð mánaðarins

Í september bjóðum við upp á fjölbreytt sértilboð hjá samstarfsaðilum.

Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku.

Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður.

Besta vörnin gegn netsvikum er að lesa skilaboðin vandlega

Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera?

Fréttir og tilkynningar

22. sept. 2023

Síðasti dagurinn í Austurstræti

Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
21. sept. 2023

Fyrirtækjaráðgjöf bankans umsjónaraðili við flutning Amaroq á aðalmarkað

Amaroq Minerals, með auðkennið „AMRQ“, hefur nú verið skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Auk skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland eru hlutabréf Amaroq skráð á markað í Kanada (TSX-V) og London (AIM). Samhliða flutningnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefur félagið verið afskráð af First North Iceland. Amaroq Minerals er fyrsta skráða félag sinnar tegundar á Íslandi. Félagið leggur megináherslu á leit að gulli og öðrum verðmætum málmum og hefur víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi, þar sem finna má gull, kopar, nikkel og aðra málma sem eru nauðsynlegir fyrir orkuskipti framtíðarinnar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með skráningarferlinu og óskum við starfsfólki og hluthöfum Amaroq til hamingju með skráninguna.
21. sept. 2023

Afgreiðsla danskra peningaseðla

Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
14. sept. 2023

Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn og heiti

Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur