Forsíða

Efst­ur banka í Ánægju­vog­inni þriðja árið í röð

Myntbreyta

Kona

Pantaðu tíma fyrir ráðgjöf og þjónustu

Vegna samkomutakmarkana þarf að panta símtal eða fjarfund. Þú getur sinnt almennum bankaviðskiptum í netbankanum eða appinu.

Spara í appi

Spara í appi

Í appinu getur þú sett þér markmið og valið sparnaðarleiðir sem auðvelda þér að ná því.

Viltu dreifa greiðslunum?

Þú getur dreift kreditkortareikningnum yfir allt að 36 mánuði í netbankanum eða appinu.

Fjölbýlishús

Mikil hækkun íbúðaverðs í lok árs

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% milli mánaða í desember sem er meiri hækkun en hefur sést á síðustu mánuðum.

Hvað þýða öll þessi fjármálaorð?

Áður en við förum að lesa okkur til um íbúðakaup eða mætum á fund með fjármálaráðgjafa getur verið gott að skoða hugtökin.

Fimm leiðir til að setja sér fjárhagsleg markmið

Edda Jónsdóttir, leiðtoga-markþjálfi, fjallar um hvernig gott er að bera sig að þegar þú setur þér fjárhagsleg markmið.

Fréttir og tilkynningar

21. jan. 2022

Efstur banka í Ánægjuvoginni þriðja árið í röð

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2021 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta þriðja árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
12. jan. 2022

Landsbankinn gefur út skuldabréf í sænskum og norskum krónum

Landsbankinn lauk í dag sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum til þriggja ára að fjárhæð 850 milljónir sænskra króna og í norskum krónum að fjárhæð 500 milljónir norskra króna. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 80 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum og 79 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum. Jafnframt lauk bankinn sölu á skuldabréfum til tveggja ára að fjárhæð 850 milljónir sænskra króna á 65 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum. Gert er ráð fyrir að skuldabréfin fái lánshæfiseinkunnina BBB frá S&P Global Ratings.
7. jan. 2022

Íslenski lífeyrissjóðurinn birtir ítarlegar sjálfbærniupplýsingar

Íslenski lífeyrissjóðurinn hefur nú birt upplýsingar um hvernig sjálfbærnimálum er háttað hjá þeim fyrirtækjum og sjóðum sem lífeyrissjóðurinn fjárfestir í. Einnig birtir sjóðurinn upplýsingar um hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað vegna innlends fjárfestingasafns sjóðsins. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur lífeyrissjóður birtir svo nákvæmar upplýsingar um sjálfbærnimál vegna fjárfestinga sinna.
5. jan. 2022

Sigríður Guðmundsdóttir nýr mannauðsstjóri Landsbankans

Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem mannauðsstjóri Landsbankans.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur