Efnahagsmál

Valtari

Launa­vísi­tal­an hækk­aði um 0,3% í ág­úst og held­ur sigl­ingu sinni áfram

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli júlí og ágúst samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað ...
Fasteignir
22. sept. 2021

Ekkert lát á hækkun íbúðaverðs

Íbúðaverð hækkaði um 1,6% milli mánaða í ágúst sem er talsvert meiri hækkun en á fyrri sumarmánuðum. Hækkanir eru komnar fram úr hækkun undirliggjandi þátta og því ósjálfbærar til lengri tíma. Áhrif vaxtahækkana eiga enn eftir að koma fram.
Alþingi
20. sept. 2021

Rekstur hins opinbera áfram erfiður

Tekjur ríkissjóðs lækkuðu um 4,6% á föstu verðlagi á milli áranna 2018 og 2019 og lækkuðu síðan um 9,6% í fyrra. Tekjur sveitarfélaganna hafa hins aukist milli ára allt frá árinu 2013 og jukust um 2,5% í fyrra. Það hefur því verið mikill munur á tekjuþróun ríkissjóðs og sveitarfélaganna á síðustu árum.
Orlofshús á Íslandi
20. sept. 2021

Vikubyrjun 20. september 2021

Í tölum um kortaveltu Íslendinga sjást skýr merki um aukinn ferðahug Íslendinga.
Kauphöll
17. sept. 2021

Mesta verðhækkunin á íslenska hlutabréfamarkaðnum

Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu misserum. Verðhækkanir hafa verið miklar og viðskipti aukist mikið. Í lok ágúst nam 12 mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi 65,4%. Það er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða.
Flugvél á flugvelli
16. sept. 2021

Ferðahugur landsmanna endurspeglast í kortaveltunni

Vöxtur í kortaveltu er nú drifinn áfram af verulega aukinni neyslu erlendis frá. Kaup á skipulögðum ferðum hefur ríflega þrefaldast milli ára og eru margir komnir með útþrá sem mun að líkindum endurspeglast í kortaveltu næstu mánaða.
Fasteignir
16. sept. 2021

Spáum 4,4% verðbólgu í september

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 28. september. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,4%. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í ágúst en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði áfram 3,3% í september.
Smiður
13. sept. 2021

Atvinnuleysi minnkaði um 0,6% í ágúst og mun væntanlega minnka áfram

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í ágúst 5,5% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 6,1% frá því í júlí. Um 11.500 manns voru á atvinnuleysisskrá í ágúst. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur þannig minnkað um 6,1 prósentustig síðan. Í ágúst 2020 var almennt atvinnuleysi 8,5% og það hefur því minnkað um 2,4 prósentustig á einu ári.
Álver í Reyðarfirði
13. sept. 2021

Vikubyrjun 13. september 2021

Í lok síðustu viku fór verð á áli yfir 2.800 dollara á tonnið í fyrsta sinn síðan í ágúst 2008.
Hverasvæði
10. sept. 2021

Losun vegna framleiðslu málma langmest í iðnaði hér á landi

Sé litið á losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði hér á landi kemur ekki á óvart að framleiðsla málma er þar í algerum sérflokki. Á fyrri hluta ársins 2021 komu um 92% af allri losun í iðnaði frá framleiðslu málma og um 40% af allri losun atvinnulífs (öll losun án losunar frá heimilum) hér á landi kom frá framleiðslu málma á því tímabili.
Fiskiskip
8. sept. 2021

Verð sjávarafurða hækkar nú í fyrsta sinn eftir að faraldurinn hófst

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Heimsmarkaðsverð á kjöti og matvælum almennt er orðið hærra en það var áður en faraldurinn braust út. Verð á íslenskum botnfiski er hins vegar enn töluvert lægra en það var fyrir faraldur.
Sendibifreið og gámar
6. sept. 2021

Halli á viðskiptum við útlönd á öðrum ársfjórðungi

Á öðrum ársfjórðungi mældist 31,1 ma. kr. halli af viðskiptum við útlönd. Þetta er nokkuð lakari niðurstaða en á sama ársfjórðungi árið áður og þeim næsta á undan. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði hins vegar nokkuð á ársfjórðungnum og hefur aldrei verið hagstæðari.
6. sept. 2021

Vikubyrjun 6. september 2021

Erlend staða þjóðarbúsins hefur batnað mikið síðustu ár. Í lok árs 2016 voru erlendar skuldir og erlendar eignir svipaðar. Í lok annars ársfjórðungs í ár voru erlendar eignir hins vegar metnar á 1.120 ma. kr. umfram erlendar skuldir.
Íbúðir
6. sept. 2021

Íbúðafjárfesting dregst lítillega saman

Íbúðafjárfesting dregst nú lítillega saman, en þrátt fyrir það er enn mikið byggt. Ekki er talið líklegt að samdráttur verði langvarandi eða skortur myndist á íbúðum. Eftirspurn er mikil sem hvetur til áframhaldandi uppbyggingar.
Íslenskir peningaseðlar
3. sept. 2021

Krónan veiktist í ágúst

Íslenska krónan veiktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í ágúst. Í lok mánaðarins stóð evran í 149,6 krónum í samanburði við 146,9 í lok júlí. SÍ greip inn í markaðinn tvo daga í ágúst og keypti krónur fyrir evrur báða dagana.
Hverasvæði
3. sept. 2021

Losun gróðurhúsalofttegunda fer minnkandi – eða hvað?

Af þeim greinum sem losuðu mest af gróðurhúsalofttegundum á árinu 2016 hefur losunin minnkað alls staðar frá 2016 fram til fyrri árshelmings 2021 nema í heimilageiranum þar sem losun hefur aukist um 12%. Mest minnkaði losun í flutningum og geymslu þar sem losunin í ár er einungis um 40% af því sem hún var 2016.
2. sept. 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 2.660 m.kr. á kröfunni 3,69% (0,64% álag á ríki) í útboði 19. ágúst. Arion banki og Íslandsbanki héldu ekki útboð á sértryggðum skuldabréfum í ágúst.
31. ágúst 2021

Kröftugur hagvöxtur á öðrum fjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands jókst landsframleiðslan um 7,3% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er fyrsti vöxtur hagkerfisins eftir að faraldurinn hófst og skýrt merki þess að hagkerfið sé á leið út úr kreppunni.
Kranar á byggingarsvæði
31. ágúst 2021

Vinnumarkaðurinn óðum að braggast

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 215.400 manns hafi verið á vinnumarkaði í júlí 2021, sem jafngildir 81,5% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 206.600 starfandi, eða 78,2% af vinnuaflinu, og um 8.800 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,1% af vinnuaflinu.
Þvottavélar í verslun
30. ágúst 2021

Verðbólga 4,3% þriðja mánuðinn í röð

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,46% milli mánaða í ágúst og mælist verðbólga nú 4,3%. Ágúst er þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólgan mælist 4,3%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,40% og mælist 3,3% verðbólga á þann mælikvarða.
30. ágúst 2021

Vikubyrjun 30. ágúst 2021

Útlán til fyrirtækja drógust saman um 2% á öðrum ársfjórðungi en útlán til heimila jukust um rúmlega 11%.
Kayak á lóni
27. ágúst 2021

Launaþróun á Íslandi hefur töluverða sérstöðu miðað við nálægar þjóðir

Á árinu 2020 voru ársmeðallaun hér á landi um 67.500 dollarar og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki.
Íbúðir
26. ágúst 2021

Stóraukin sala nýrra íbúða

Mikil uppbygging síðustu ára er farin að skila sér í aukinni sölu nýbygginga um land allt. Dýrastar eru nýjar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur en ódýrastar í Njarðvík.
Fjallgöngumaður
26. ágúst 2021

Þriðjungsaukning í inn- og útflutningi á öðrum ársfjórðungi

Útflutningur vöru og þjónustu nam 287,1 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi og jókst um 68,9 ma.kr., eða 31,5%, miðað við sama tímabil í fyrra. Innflutningur vöru og þjónustu nam 317,7 mö.kr. og jókst einnig verulega mikið - um 82,2 ma.kr., eða 34,9%. Halli af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 30,5 mö.kr. og jókst um 13,3 ma.kr. sem er tæplega 80% aukning frá sama tímabili í fyrra.
Smiður að störfum
24. ágúst 2021

Launavísitalan lækkaði í júlí – opinberi markaðurinn leiðir launaþróunina áfram

Meðal atvinnugreina á almenna markaðnum hækkuðu laun milli maímánaða 2020 og 2021 mest á veitinga- og gististöðum, um 10,5%, og áberandi minnst í fjármála- og vátryggingastarfsemi, um 3,7%. Tekjur eru með hæsta móti í fjármála- og vátryggingastarfsemi þannig að krónutöluhækkanir kjarasamninga vega almennt minna í prósentum þar en í öðrum greinum. Þróun launa í rekstri gististaða og veitingarekstri er athyglisverð.
Sólheimasandur
23. ágúst 2021

Vikubyrjun 23. ágúst 2021

Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu farþega um Leifsstöð eftir markaðssvæðum miðað við stöðuna fyrir heimsfaraldurinn. Þannig komu núna hlutfallslega mun fleiri ferðamenn frá Norður-Ameríku, en færri frá Asíu og Norðurlöndunum.
Fasteignir
20. ágúst 2021

Hóflegri hækkun íbúðaverðs í júlí

Í júlí hækkaði íbúðaverð einungis um 0,7% milli mánaða sem er minnsta hækkun sem hefur sést síðan í febrúar. Sölutími hefur samt sem áður styst verulega og bendir ýmislegt til þess að enn sé spenna á markaði þó hækkunin milli mánaða nú sé lítil. Of snemmt er að segja til um hvort almennt sé farið að hægja á.
Seðlabanki Íslands
18. ágúst 2021

Spáum óbreyttum stýrivöxtum í ágúst

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 1,0% við næstu vaxtaákvörðun þann 25. ágúst.
Greiðsluposi í útlöndum
17. ágúst 2021

Neysluglaðir landsmenn í sumarfríi

Kortavelta í júlí mældist nokkuð mikil, meiri en í hefðbundnum júlímánuði fyrir Covid-faraldurinn og einnig meiri en í síðustu jólavertíð. Ferðalög til útlanda hafa aukið kortaveltu erlendis og nú hægir á aukningu innlána í bankakerfinu.
Valtari
16. ágúst 2021

Vikubyrjun 16. ágúst 2021

Í lok júlí voru 12.500 manns á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun. Fjöldi atvinnulausra náði hámarki í janúar á þessu ári þegar um 21.800 manns voru atvinnulausir, en til samanburðar fór fjöldi atvinnulausra hæst í 16.800 í mars 2009.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur