Efnahagsmál

Alþingishús

Fjár­mála­áætl­un 2022-2026 – betri tím­ar framund­an en reikn­að var með

Betri afkoma en reiknað var með á árinu 2020 hefur minnkað þörf á aðgerðum til að draga úr hallanum á afkomu hins opinbera á tímab...
Íslenskir peningaseðlar
12. apríl 2021

Krónan styrktist í mars

Í lok mars stóð evran í 148,2 krónum í samanburði við 152,9 í lok febrúar. Gengisvísitalan lækkaði (krónan styrktist) um 1,8%. Seðlabankinn mun draga úr reglulegri sölu á gjaldeyri frá og með byrjun apríl.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
12. apríl 2021

AGS spáir kröftugum hagvexti í viðskiptalöndum Íslands

Heimshagkerfið dróst minna saman á síðasta ári en spáð hafði verið eftir að faraldurinn náði flugi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir ráð fyrir að heimsframleiðslan verði þegar á þessu ári orðin meiri en árið 2019.
Royal exchange
12. apríl 2021

Vikubyrjun 12. apríl 2021

Í síðustu viku birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn uppfærða spá um þróun heimshagkerfisins næstu ár. Sjóðurinn hækkaði spá sína um hagvöxt í Bretlandi og Bandaríkjunum töluvert en gerði litlar breytingar á spánni fyrir evrusvæðið.
Ský
9. apríl 2021

Bjartsýni eykst meðal landsmanna

Væntingar landsmanna til atvinnu- og efnahagsástandsins eftir 6 mánuði hafa ekki verið hærri síðan 2003. Það er ljóst að mun meiri bjartsýni ríkir nú samanborið við síðustu kreppu og má gera ráð fyrir því að neysla þróist eftir því. Ferðalög til útlanda verða að líkindum fá í sumar en þess í stað mun fólk eflaust ferðast innanlands líkt og í fyrra, og jafnvel á umhverfisvænni máta en áður ef marka má nýskráningar á vistvænum bílum.
Austurstræti 11 grafík
8. apríl 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi sértryggð bréf að nafnvirði 3.100 m.kr. og Íslandsbanki að nafnvirði 620 m.kr. í mars. Arion banki hélt ekki útboð í mánuðinum. Velta á markaðnum var einungis 10,5 ma.kr. í mars í samanburði við 25,6 ma.kr. í febrúar.
Kaffihús
7. apríl 2021

Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur farið minnkandi

Frá árinu 2000 fram til 2019 hækkuðu atvinnutekjur allra á vinnumarkaði um 214%. Hækkun þeirra sem voru með grunnmenntun var 239%. Atvinnutekjur annarra hópa hækkuðu hins vegar töluvert minna á þessu tímabili. Tekjur þeirra sem voru með starfs- og framhaldsmenntun hækkuðu um 185% og tekjur háskólamenntaðra hækkuðu um 173%.
Ferðafólk
6. apríl 2021

Vikubyrjun 6. apríl 2021

Samkvæmt nýbirtri könnun Ferðamálastofu á ferðaáformum Íslendinga ætla mun færri að fari í frí til útlanda í ár en í sambærilegri könnun í fyrra.
Íbúðir
30. mars 2021

Metlækkun leiguverðs

Nokkuð hefur borið á lækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið ár. Munurinn milli ára nú, er sá mesti frá upphafi mælinga.
Háþrýstiþvottur
29. mars 2021

Enn og aftur óvissa um áhrif sóttvarnaraðgerða á vinnumarkað

Atvinnuleysi samkvæmt mælingum Hagstofunnar var 6,1% í febrúar og hafði minnkað um 0,1 prósentustig frá febrúar 2020. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 11,4% og hafði aukist um 6,4 prósentustig frá febrúar 2020. Því til viðbótar var atvinnuleysi vegna hlutabóta mælt sem 1,1% í febrúar. Vinnumarkaðskönnunin mælir því áfram töluvert minna atvinnuleysi en Vinnumálastofnun gerir.
Seðlabanki
29. mars 2021

Vikubyrjun 29. mars 2021

Það kemur ekki á óvart þegar borin er saman þróun stýrivaxta hér á landi, Evrusvæðinu, Bandaríkjunum og Bretlandi frá 2000 að stýrivextir hafa verið mun hærri hér en á hinum efnahagssvæðunum allt tímabilið.
Peningaseðlar
25. mars 2021

Mesta árshækkun launavísitölu í 5 ár

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli janúar og febrúar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6%, sem er mesta ársbreyting frá því í ágúst 2016. Vísitala neysluverðs hækkaði 4,1% milli febrúarmánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 10,6% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er mikil, eða 6,7%.
Fataverslun
22. mars 2021

Neysla landsmanna í febrúar nokkuð mikil innanlands

Neysla Íslendinga jókst um 5,6% innanlands í febrúar miðað við fast verðlag og dróst saman um 45% erlendis miðað við fast gengi. Veirusmit voru fá í febrúar og tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum hafa orðið til þess að Íslendingar eyddu til að mynda meiru á veitingastöðum og í gistiþjónustu en á síðustu mánuðum.
Þjóðvegur
22. mars 2021

Vikubyrjun 22. mars 2021

Frá árslokum 2019 til loka febrúar í ár hefur eign erlendra aðila í ríkisbréfum lækkað úr 90 mö.kr. í um 37 ma.kr. að nafnvirði.
Ský
18. mars 2021

Markaðir með losunarheimildir eflast – verð hafa hækkað mikið

Verð á losunarheimildum hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum, og er þá átt við ETS-einingar á markaði í Evrópu. Hækkunin var 60% frá nóvember 2019 fram í miðjan febrúar og nú um miðjan mars var verðið á hverju tonni CO2 jafngildiseininga komið í tæpar 43 evrur, sem er hæsta gildi til þessa.
Seðlabanki Íslands
17. mars 2021

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% við næstu vaxtaákvörðun þann 24. mars. Við teljum að þróunin frá síðasta fundi nefndarinnar og nýjar hagtölur gefi tilefni til að ætla að vaxtalækkunarferlinu sé lokið. Gangi áætlanir um bólusetningar gegn Covid-19-veirunni eftir í grófum dráttum teljum við líklegt að næstu vaxtabreytingar verði til hækkunar.
Fasteignir
17. mars 2021

Verð á fjölbýli hækkaði töluvert í febrúar en sérbýli lækkaði

Íbúðaverð náði aftur svipuðum hækkunartakti í febrúar og var undir lok síðasta árs eftir rólegan janúarmánuð. Hækkunin í febrúar var 0,6% miðað við 0,1% í janúar. Þessari hækkun var misskipt þar sem verð á fjölbýli hækkaði um 0,9% en verð á sérbýli lækkaði um 0,7%. 12 mánaða hækkun íbúðaverð mælist nú 7,3% og er óbreytt frá því í janúar. Árshækkun fjölbýlis var 7,2% í febrúar og jókst úr 6,8% í janúar. Árshækkun sérbýlis var 6,3% í febrúar og lækkaði úr 7,8% í janúar.
Alþingishús
16. mars 2021

Rekstur hins opinbera erfiður – þörf á aukinni opinberri fjárfestingu

Fjárfesting bæði ríkissjóðs og sveitarfélaga jókst mikið á árunum 2017 og 2018. Fjárfestingar sveitarfélaganna hafa minnkað undanfarin tvö ár og voru í fyrra álíka miklar og á árinu 2017 sem var mun meira en síðustu ár þar á undan. Fjárfestingar ríkissjóðs jukust mikið á árinu 2018, en hluti af aukningunni skrifast reyndar á að þá tók ríkissjóður við Hvalfjarðargöngunum sem voru skráð sem opinber fjárfesting. Sé litið framhjá Hvalfjarðargöngum hefur fjárfesting ríkissjóðs verið álíka mikil síðustu 3 ár og jókst um 3% að raungildi á árinu 2020.
Valtari
15. mars 2021

Fjárfestingarstigið í hagkerfinu hátt í ljósi faraldursins

Heildarfjárfesting í hagkerfinu nam 620 mö.kr. á síðasta ári og dróst saman að magni til um 6,3% frá fyrra ári. Sá samdráttur skýrist fyrst og fremst af samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu. Opinber fjárfesting og fjárfesting í íbúðarhúsnæði drógust einnig saman en áhrif þessara þátta á breytingu heildarfjárfestingar voru mun minni.
Sendibifreið og gámar
15. mars 2021

Vikubyrjun 15. mars 2021

Veruleg truflun hefur orðið á flutningi með gámum vegna heimsfaraldursins. Þetta hefur valdið því að flutningskostnaður með gámum hefur rokið upp síðustu mánuði með tilheyrandi þrýstingi á vöruverð um heim allan.
Smiður
12. mars 2021

Atvinnuleysi minnkaði lítillega milli mánaða í febrúar

Atvinnuleysi karla var meira en meðal kvenna í febrúar alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi eystra. Atvinnuleysi kvenna var 30% meira en karla, bæði á Austurlandi og Vesturlandi, þar sem munurinn var mestur. Atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum var 22% meira en meðal karla á svæðinu. Atvinnuleysi meðal kvenna þar var hins vegar 28,5% og hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi meðal kvenna á Suðurnesjum jókst úr 27,3% í janúar. Þessar tölur eru þær hæstu sem sést hafa um atvinnuleysi hér á landi. 
Matvöruverslun
11. mars 2021

Einkaneysla meiri en spáð var

Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum dróst einkaneysla saman um 3,3% í fyrra. Við höfðum spáð því að samdráttur yrði meiri, enda bentu fyrstu tölur til þess að fólk hefði dregið verulega úr neyslu sinni eftir að faraldurinn hófst. Aðgerðir stjórnvalda og breyttar neysluvenjur gerðu það að verkum að samdráttur varð minni þegar leið á árið.
Seðlabanki
10. mars 2021

Spáum 4,3% verðbólgu í mars - áfram yfir markmiði Seðlabankans

Hagstofan birtir marsmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 25. mars. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,45% hækkun milli mánaða.
Flugvél
10. mars 2021

Minni flugsamgöngur á síðustu tveimur árum hafa dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands var losun hitunargilda (CO2-ígilda) frá hagkerfi Íslands 5.505 kílótonn á árinu 2020, sem var 16,3% minni losun en 2019. Árslosun 2019 minnkaði einnig frá 2018 og var 13,5% minni en árslosunin 2018. Meginástæða þessa var mikill samdráttur í flugi, vegna brotthvarfs Wow air 2019 og vegna kórónuveirufaraldursins 2020.
Ský
8. mars 2021

Verulega aukinn áhugi almennings á hlutabréfum

Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu mánuðum. Verðhækkanir hafa verið miklar og fjölgun viðskipta mikil. Þessa þróun má að hluta til rekja til mikillar aukinnar þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Þennan aukna áhuga má skýra með ýmsu, s.s. lækkun vaxtastigs og auknum skattafslætti á fjármagnstekjur. Allt frá fjármála- og bankakreppunni 2008 hefur áhugi almennings á hlutabréfum verið mjög lítill en það breyttist á síðasta ári, þegar fjöldi almennra hluthafa í kauphöllinni tæplega tvöfaldaðist milli ára. Mest af þeirri fjölgun má rekja til mikils áhuga almennings á hlutafjárútboði Icelandair í september.
Olíuvinnsla
8. mars 2021

Vikubyrjun 8. mars 2021

Á fimmtudag í síðustu viku fór fram ráðherrafundur OPEC og helstu olíuframleiðenda heims (fyrir utan Bandaríkin og Kanada). Ríkin ákváðu að auka ekki olíuframleiðslu næstu mánuði, en heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði töluvert í kjölfarið.
Peningaseðlar
4. mars 2021

Krónan styrktist í febrúar

Í lok febrúar stóð evran í 152,9 krónum í samanburði við 156,1 í lok janúar og styrktist krónan því. Gengisvísitalan lækkaði (krónan styrktist) um 1,9%. Bæði velta og flökt var svipað og í janúar. Seðlabankinn hélt áfram reglulegri sölu á gjaldeyri.
Kranar á byggingarsvæði
3. mars 2021

Opinber fjárfesting lítil þessi misserin þrátt fyrir yfirlýsingar um annað

Opinber fjárfesting saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Þessi niðurstaða skýtur verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í bæði fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsingar ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman.
Ferðafólk
3. mars 2021

Afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd áttunda árið í röð

Á síðasta ári var 31 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er aðeins meiri afgangur en við áttum von á. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði um 390 ma.kr. á síðasta ári og var í lok árs 1.040 ma.kr., sem er rétt yfir þriðjungur af vergri landsframleiðslu.
Íbúðir
3. mars 2021

Mikil íbúðauppbygging

Samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum var mun meira byggt af nýju húsnæði í fyrra en bráðabirgðatölur og spár gerðu ráð fyrir. Fjölgun fullgerðra íbúða hefur ekki verið meiri á einu ári síðan 2007. Ólíklegt er að skortur á húsnæði sé mikill í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins miðað við mannfjölda er nú nokkuð yfir meðallagi.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur