Efnahagsmál

Hagspá 2022-2024: Hag­vöxt­ur í skugga verð­bólgu

Frá því að Hagfræðideild Landsbankans birti síðast hagspá í október í fyrra hefur margt breyst. Covid-19-faraldurinn með öllum sín...
Fasteignir
18. maí 2022

Hagsjá: Ekkert lát á hækkunum íbúðaverðs

Íbúðaverð hækkaði um 2,7% milli mars og apríl sem er meiri hækkun en við gerðum ráð fyrir og gerir það að verkum að verðbólguspá okkar fyrir maí hækkar úr 7,6% í 7,7%.
Símagreiðsla
16. maí 2022

Mikil aukning í kortaveltu bæði innanlands og erlendis

Velta innlendra greiðslukorta jókst um 25% að raunvirði milli ára í apríl. Ólíkt fyrstu 3 mánuðum ársins þegar verslun jókst einungis erlendis þá var aukning milli ára bæði innanlands og erlendis.
Flugvél
16. maí 2022

Vikubyrjun 16. maí 2022

Mikil umferð var um Keflavíkurflugvöll í apríl, en alls fóru um 103 þúsund erlendir farþegar um flugvöllinn og 58 þúsund Íslendingar.
Epli
13. maí 2022

Spáum því að verðbólga aukist milli mánaða og verði 7,6% í maí

Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) mánudaginn 30. maí. Við spáum tæplega 0,8% hækkun vísitölunnar milli apríl og maí.
Valtari
12. maí 2022

Atvinnuleysi nú lægra en fyrir faraldur

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í apríl 4,5% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 4,9% frá því í mars. Í janúar og febrúar 2020 var atvinnuleysið 4,8% og 5%.
Fjölbýlishús
9. maí 2022

Vikubyrjun 9. maí 2022

Seðlabankinn brást við efnahagssamdrættinum vegna Covid-faraldursins með því að lækka vexti. Tölur um útlán lánakerfisins benda til þess að heimilin hafi nýtt sér þessa vaxtalækkun fremur en fyrirtæki.
Kauphöll
4. maí 2022

Almenn lækkun á hlutabréfamörkuðum í apríl

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði ögn í apríl líkt og hlutabréfamarkaðir flestra viðskiptalanda Íslands. Lækkunin var þó almennt séð meiri í flestum viðskiptalöndunum en hér á landi. Þrátt fyrir lækkun á markaðnum varð þó verðhækkun hjá 13 af 20 félögum á aðallista kauphallarinnar. Lækkun á markaðnum í heild skýrist fyrst og fremst af verðlækkun stórra félaga eins og viðskiptabankanna og Marels. 
Seðlabanki Íslands
2. maí 2022

Vikubyrjun 2. maí 2022

Til að átta sig á aðhaldi peningastefnu er betra að skoða raunstýrivexti en nafnstýrivexti. Raunstýrivextir hér á landi eru núna í sögulegu lágmarki.
Matvöruverslun
28. apríl 2022

Verðbólga mældist 7,2% í apríl

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 1,25% milli mánaða í apríl og mælist verðbólgan nú 7,2% samanborið við 6,7% í mars. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010 þegar hún var 7,5%. Þá var verðbólguskot vegna hrunsins að renna sitt skeið.
Seðlabanki Íslands
28. apríl 2022

Spáum 1 prósentustigs hækkun stýrivaxta í maí

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um 1 prósentustig í næstu viku og að meginvextir Seðlabanka Íslands fari úr 2,75% upp í 3,75%. Þetta yrði óvenjustórt skref en þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga á undanförnum mánuðum kallar á stórt skref. Við útilokum ekki enn stærri skref, en það sem dregur úr líkum á því er að nefndinni er í lófa lagið að hækka vextina frekar strax í júní.
Krani með stiga
27. apríl 2022

Launavísitala hækkaði í mars – kaupmáttur enn mikill en á leið niður á við

Óvenju mikið bil myndaðist á milli launaþróunar á opinbera og almenna markaðnum í upphafi síðasta árs og virðist það ekki fara minnkandi. Miðað við útgangspunkt í upphafi ársins 2015 hefur hækkun launa því verið mun meiri á opinbera markaðnum en á þeim almenna og opinberi markaðurinn verið leiðandi í launabreytingum.
Þjóðvegur
25. apríl 2022

Sterkur vinnumarkaður hér á landi eins og víða á Vesturlöndum

Atvinnuleysi karla og kvenna minnkaði jafn mikið, um 0,3 prósentustig milli febrúar og mars. Atvinnuleysi karla í mars var 5,0% og 4,7% meðal kvenna. Atvinnuleysi meðal kvenna var meira en karla fram eftir árinu 2021, en í nóvember varð það meira hjá körlum og hefur munurinn aukist lítillega síðan. Munurinn á atvinnuleysi karla og kvenna er mestur á Suðurnesjum, en þar er atvinnuleysið 1,2 prósentustigum hærra meðal karla. Á Norðurlandi vestra er atvinnuleysi karla 1,1 prósentustigum meira en kvenna.
Fasteignir
25. apríl 2022

Vikubyrjun 25. apríl 2022

Miklar hækkanir íbúðaverðs þessa dagana hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæplega 17% umfram almennt verðlag (raunverð) síðustu tólf mánuði. Frá því að mælingar á vísitölu íbúðaverðs hófust fyrir tæplega 30 árum hefur raunverðshækkunin aðeins tvisvar farið yfir 20% á ársgrundvelli.
Bananar í verslun
22. apríl 2022

AGS spáir 7,4% verðbólgu í heiminum á árinu

Samkvæmt nýrri verðbólguspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verðbólguhorfur í heiminum versnað verulega frá októberspá sjóðsins. Sjóðurinn gerir nú ráð fyrir 7,4% verðbólgu í heiminum á þessu ári borið saman við 3,8% spá sjóðsins frá því í október. Sjóðurinn spáir 5,7% verðbólgu í þróuðum ríkjum á árinu og verði sú spá að veruleika verður það mesta verðbólga í tæplega 40 ár.
Gata í Reykjavík
20. apríl 2022

Hækkun íbúðaverðs stigmagnast

Íbúðaverð hækkaði um 3,1% milli febrúar og mars en verðhækkanir milli mánaða hafa aukist á síðustu mánuðum þvert á væntingar. Hækkunin nú í mars var sú mesta milli mánaða síðan í mars í fyrra. Þessi niðurstaða rennir stoðum undir nýja spá Hagfræðideildar um aukna verðbólgu næstu mánuði.
Posi og greiðslukort
19. apríl 2022

Vikubyrjun 19. apríl 2022

Velta innlendra greiðslukorta jókst um 12% að raunvirði milli ára í mars. Eins og í janúar og febrúar skýrist aukningin alfarið af tvöföldun í aukningu hjá erlendum söluaðilum.
13. apríl 2022

Spáum að verðbólga nái hámarki í júní

Hagstofan birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 28. apríl. Hagfræðideild Landsbankans spáir tæplega 0,7% hækkun vísitölunnar milli mars og apríl. Gangi spáin eftir verður 12 mánaða verðbólga óbreytt í 6,7% milli mars og apríl.
11. apríl 2022

Vikubyrjun 11. apríl 2022

Allt bendir til þess að hið opinbera muni fara betur í gegnum faraldurinn en búist var við fyrst eftir að hann skall á.
Kauphöll
6. apríl 2022

Almenn hækkun á hlutabréfamörkuðum í mars

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hækkaði í mars ásamt hlutabréfamörkuðum flestra viðskiptalanda Íslands. Upp úr miðjum mars varð þó hröð lækkun hér á landi eins og annars staðar, þegar heimsmarkaðsverð olíuverð hækkaði hratt. Þegar olíuverðið lækkaði síðan á ný urðu aftur hækkanir á mörkuðum og endaði mánuðurinn því á jákvæðum nótum.
Dollarar og Evrur
6. apríl 2022

Krónan nokkurn veginn óbreytt á móti evrunni í mars

Gengi krónunnar gagnvart evru var nokkurn veginn óbreytt í mars, en veiktist á móti Bandaríkjadal. Seðlabankinn greip fjórum sinnum inn í á gjaldeyrismarkaði, keypti evrur í tvígang og seldi einnig evrur í tvígang.
Þjóðvegur
4. apríl 2022

Mánaðaryfirlit sértryggðra skuldabréfa

Landsbankinn hélt eitt útboð á sértryggðum bréfum í mars, Íslandsbanki hélt tvö, en Arion banki ekki neitt. Auk þess gaf Íslandsbanki út bréf til eigin nota.
Fjölbýlishús
4. apríl 2022

Vikubyrjun 4. apríl 2022

Ársverðbólgan hér á landi mælist nú 6,7%. Verð á stökum undirliðum í vísitölu neysluverðs hefur þróast með mjög misjöfnum hætti síðustu tólf mánuði.
Epli
29. mars 2022

Verðbólga mælist 6,7% í mars, ekki hærri síðan 2010

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,94% milli mánaða í mars og mælist verðbólgan nú 6,7% samanborið við 6,2% í febrúar. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010 þegar hún mældist 7,5%.
Bakarí
29. mars 2022

Vinnumarkaðskönnun - flestar tölur vísa í rétta átt

Atvinnuþátttaka hefur aukist síðustu mánuði og var 80,4% nú í febrúar sem er 4 prósentustigum hærra en í febrúar 2021. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 79,4% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð stöðugt allt síðasta ár á þann mælikvarða.
Skólavörðustígur í Reykjavík
28. mars 2022

Vikubyrjun 28. mars 2022

Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands töldu tæplega 12% heimila byrði húsnæðiskostnaðar þunga í fyrra. Þróunin síðustu ár hefur verið mismunandi eftir stöðu á húsnæðismarkaði.
Íslenskir peningaseðlar
25. mars 2022

Launavísitala í febrúar – kaupmáttur enn mikill

Verðbólga í febrúar 2022 mældist 6,2% en árshækkun launavísitölunnar um 7,3%. Kaupmáttur launa jókst því um 1,1% milli febrúarmánaða 2021 og 2022 þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í febrúar var sá næst hæsti í sögunni.
Dollarar og Evrur
21. mars 2022

Vikubyrjun 21. mars 2022

Veruleg aukning hefur orðið á framvirkum gjaldeyrissamningum, þ.e. samningum þar sem viðskiptavinir skuldbinda sig til þess að kaupa eða selja gjaldeyri af banka í framtíðinni á fyrirfram ákveðnu gengi.
Fataverslun
18. mars 2022

Spáum 6,8% verðbólgu í mars

Hagfræðideild Landsbankans spáir rúmlega 1% hækkun verðlags milli febrúar og mars. Gangi spáin eftir hækkar verðbólga úr 6,2% í 6,8%. Við spáum því að þetta verði hámark á verðbólgunni og hún hjaðni hægt á næstu mánuðum.
Grafarholt
16. mars 2022

Stígandi hækkun íbúðaverðs

Íbúðaverð hækkaði um 2,5% milli janúar og febrúar sem er mesta hækkun milli mánaða síðan í apríl í fyrra. Hækkun íbúðaverðs er orðin meiri en gert var ráð fyrir og eykst milli mælinga.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur