Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Efnahagsmál

Spá­um 4% verð­bólgu í júlí

Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og br...
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.
Bílar
11. júní 2025
Merki um að bílakaup hafi aukist á ný
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.
Peningaseðlar
10. júní 2025
Vikubyrjun 10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.
Flutningaskip
6. júní 2025
Áfram verulegur halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.
Strönd
5. júní 2025
Stóraukin útgjöld til hernaðar- og varnarmála um allan heim
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.
2. júní 2025
Mánaðamót 2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Gróðurhús
2. júní 2025
Vikubyrjun 2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Lyftari í vöruhúsi
30. maí 2025
2,6% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en samdráttur í fyrra
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.
Epli
28. maí 2025
Verðbólga hjaðnar og mælist 3,8%
Verðbólga mældist 3,8% í maí og hjaðnar úr 4,2% frá því í apríl. Verðbólga var örlítið undir okkar spá, einkum vegna þess að flugfargjöld til útlanda lækkuðu nokkuð á milli mánaða. Við eigum von á að verðbólga fari lægst í 3,6% í júlí, en hækki síðan aftur upp í 3,8% í ágúst.
Þjóðvegur
27. maí 2025
Launavísitalan hækkað um 8,2% á einu ári
Á síðustu mánuðum hefur smám saman hægt á hækkunartakti launa eftir ríflegar launahækkanir síðustu ár. Launahækkanir eru þó enn langt umfram verðbólgu og gera má ráð fyrir að kaupmáttur haldi áfram að aukast næstu misseri. Óvissa um launaþróun minnkaði eftir að langtímakjarasamningar náðust á stærstum hluta vinnumarkaðar, en líkt og í kjarasamningum síðustu ára eru hækkanir mismiklar eftir hópum.
26. maí 2025
Vikubyrjun 26. maí 2025
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti um 0,25 prósentur í síðustu viku. HMS birti vísitölu íbúðaverðs, en árshækkun vísitölunnar lækkaði úr 8,0% í 7,6%. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu fyrir maí, en við spáum því að verðbólgan hjaðni úr 4,2% í 3,9%.
Fjölbýlishús
22. maí 2025
Íbúðaverð heldur áfram að hækka þótt hægi á
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,45% á milli mánaða í apríl. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs hefur lækkað síðustu þrjá mánuði og mælist nú 7,6%. Raunverð íbúða er töluvert hærra núna en fyrir ári síðan. Undirrituðum kaupsamningum hefur fækkað á milli ára síðustu þrjá mánuði, eftir að hafa fjölgað sífellt frá september 2023, ef frá er talinn desember síðastliðinn.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. maí 2025
Vikubyrjun 19. maí 2025
Kortavelta Íslendinga jókst verulega í apríl, sérstaklega erlendis þar sem hún var 32,8% meiri en í apríl í fyrra að raunvirði. Íslendingar hafa aldrei farið í jafnmargar utanlandsferðir í einum mánuði og í apríl síðastliðnum. Nýlegar vísbendingar um aukinn eftirspurnarþrýsting draga enn frekar úr líkum á vaxtalækkun á miðvikudaginn, en við spáum því að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í ágúst.
Flugvél
16. maí 2025
Íslendingar á faraldsfæti og kortavelta erlendis aldrei meiri
Kortavelta jókst um 9,4% á milli ára í apríl að raunvirði og erlendis jókst hún um 32,8%. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í einum mánuði en í apríl síðastliðnum, samkvæmt gögnum Ferðamálastofu. Nýbirtar kortaveltutölur renna enn frekari stoðum undir spá um að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í næstu viku. Neysla landsmanna hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt vaxtastig og við teljum horfur á að einkaneysla aukist smám saman á næstu árum.
Bananar
15. maí 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í maí
Við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9% í maí. Horfur eru á að verðbólga hjaðni lítillega í sumar en aukist aftur með haustinu þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta úr 12 mánaða taktinum. Við gerum ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.