Efnahagsmál

Landslag

Hagspá 2023-2025: Hæg­ari takt­ur eft­ir hrað­an við­snún­ing

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hægja muni á hagkerfinu á næstu árum þó áfram megi búast við hagvexti. Verðbólga fari hægt...
Fólk við Geysi
6. júní 2023

Halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi

Á fyrsta ársfjórðungi mældist 10,1 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd. Þetta var nokkuð betri niðurstaða en á fyrsta ársfjórðungi 2022. Skýrist þetta bæði af því að afgangur af þjónustuviðskiptum jókst samhliða fjölgun erlendra ferðamanna í ár og í stað halla á frumþáttatekjum eins og í fyrra mældist afgangur nú vegna verri afkomu fyrirtækja í erlendri eigu.
5. júní 2023

Vikubyrjun 5. júní 2023

Alla fjórar kjarnavísitölurnar sem Hagstofan gefur út samhliða vísitölu neysluverðs lækkuðu lítillega á milli mánaða í maí. Það hefur ekki gerst síðan í nóvember í fyrra og má hugsanlega túlka sem jákvæð teikn í nýjustu verðbólgutölunni.
2. júní 2023

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
Peningaseðlar
31. maí 2023

Kröftugur hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi

7,0% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst mun meira en innflutningur og utanríkisviðskipti ýttu þannig undir hagvöxt. Einkaneysla jókst líka mjög en fjármunamyndun dróst lítillega saman vegna samdráttar í íbúðafjárfestingu. Samdrátturinn hlýtur að skýrast af hærri vöxtum, sem bæði tempra eftirspurn eftir íbúðum til kaupa og hækka kostnaðinn við að reisa íbúðir, og hugsanlega af skorti á starfsfólki í byggingargeiranum.
Paprika
30. maí 2023

Vikubyrjun 30. maí 2023

Hér á landi hefur kjölfesta verðbólguvæntinga gefið nokkuð eftir, en í öðrum þróuðum ríkjum virðast verðbólguvæntingar ekki hafa versnað að ráði þrátt fyrir mikla verðbólgu.
26. maí 2023

Ársverðbólga úr 9,9% í 9,5%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% milli mánaða í maí og við það lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,5%. Reiknuð húsaleiga hækkaði minna en við áttum von á og á stærstan hlut í muninum á mælingu Hagstofunnar og okkar spá fyrir maí.
Flutningaskip
25. maí 2023

Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður á fyrsta ársfjórðungi

Útflutningsverðmæti landsins jókst mjög á fyrsta fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Aukning varð í útflutningsverðmæti sjávarafurða og ferðaþjónustu en dróst örlítið saman fyrir ál. Það skýrist af fjölgun ferðamanna, hærra verði sjávarafurða og lækkun á álverði. Samanlagt útflutningsverðmæti stoðanna þriggja á fjórðungnum nam 266,8 mö.kr.
23. maí 2023

Hagvöxtur byggir sífellt meira á ferðaþjónustunni

Eftir mikinn samdrátt í ferðaþjónustu á heimsvísu vegna samkomutakmarkana í Covid-faraldrinum tók eftirspurn mikið stökk á síðasta ári, þegar samkomutakmarkanirnar voru að mestu afnumdar. Aðdragandinn var lítill og umskiptin því skörp. Þetta torveldaði allan undirbúning fyrir fyrirtækin en þrátt fyrir ákveðna hnökra, eins og skort á starfsfólki, náði greinin fljótt vopnum sínum og kom sterk til baka.
22. maí 2023

Vikubyrjun 22. maí 2023

Um 20% af allri kortaveltu íslenskra heimila fer núna fram erlendis, en aukning í kortaveltu íslenskra heimila síðan heimsfaraldrinum lauk hefur verið drifinn áfram af kaupum á vöru og þjónustu frá erlendum söluaðilum.
17. maí 2023

Spáum stýrivaxtahækkun um 1,0 prósentustig

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 1,0 prósentustig í næstu viku. Gangi spáin eftir fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 7,5% upp í 8,5%.
Bananar
17. maí 2023

Spáum 9,6% verðbólgu í maí

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% milli mánaða í maí og að ársverðbólgan lækki úr 9,9% í 9,6%. Verðbólgan hefur reynst þrálát síðustu mánuði og meiri en spár gerðu ráð fyrir. Við gerum ráð fyrir því að toppnum sé náð, verðbólga fari hægt hjaðnandi og mælist 8,4% í ágúst. Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs föstudaginn 26. maí næstkomandi.
Símagreiðsla
16. maí 2023

Kortavelta innanlands dróst saman um 7,2% í apríl

Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 5% í apríl, sé hún borin saman við aprílmánuð í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem heildarkortaveltan dregst saman milli ára. Kortavelta Íslendinga innanlands var 7,2% minni en í apríl í fyrra en erlendis jókst hún um 5%. Samdráttur í kortaveltu kann að vera merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu, en þó ber að varast að lesa of mikið í einstaka mánuði.
Flugvél
16. maí 2023

Ferðaþjónustan á fleygiferð

Um 142 þúsund erlendir ferðamenn fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í apríl og er þetta því þriðji stærsti aprílmánuður frá upphafi. Ferðir Íslendinga til útlanda í apríl voru 56 þúsund, örlítið færri en í fyrra. Þeir ferðamenn sem nú koma gera betur við sig en þeir gerðu fyrir faraldur. Þá hafa bílaleigubílar í umferð aldrei verið fleiri í apríl en nú.
Ský
15. maí 2023

Vikubyrjun 15. maí 2023

Í skuldabréfaútboðinu sem Reykjavíkurborg hélt í á miðvikudag í síðustu viku seldi borgin verðtryggð skuldabréf á gjalddaga 2032 á ávöxtunarkröfunni 3,6%. Þann sama dag var ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréf á gjalddaga 2033 1,8% þannig að kjörin sem Reykjavíkurborg bjóðast eru um 1,8% hærri en þau sem ríkinu bjóðast.
9. maí 2023

Hætt við að aðhaldið dugi skammt gegn verðbólgu

Ekki er gert ráð fyrir að það takist að lækka skuldahlutfall ríkissjóðs fyrr en árið 2028 og þá aðeins örlítið, samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í apríl. Þá er áætlaður hægur afkomubati og að ríkissjóður verði rekinn með halla til ársins 2028. Það er eðlilegt að staldra við þegar ríkissjóður er rekinn með viðvarandi halla í efnahagsuppsveiflu, en á sama tíma ber að taka tillit til þess að viðsnúningur eftir faraldurinn taki einhvern tíma. 
Háþrýstiþvottur
8. maí 2023

Vikubyrjun 8. maí 2023

Heildarlaun fólks í fullu starfi voru að meðaltali 871 þúsund króna í fyrra. Jafn stórt hlutfall karla og kvenna voru með laun á bilinu 800 til 850 þúsund krónur á mánuði. Ef litið er til dreifingar á heildarlaunum eftir kyni sést að karlar eru í meirihluta á efri launastigum og konur á þeim lægri.
5. maí 2023

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
2. maí 2023

Laun hækka um tæpt prósent og kaupmáttur mjakast upp á við

Launavísitalan hækkaði um 0,9% milli mánaða í mars, meira en síðustu tvo mánuði þar á undan. Hækkunin skýrist væntanlega aðallega af því að kjarasamningsbundnar launahækkanir Eflingarfélaga á almennum vinnumarkaði áttu sér stað í marsmánuði, en félagið samdi seinna en flest önnur félög á almenna markaðnum. Vegna hækkunarinnar eykst kaupmáttur lítillega milli mánaða. Sé horft á 12 mánaða breytingu kaupmáttar dregst hann þó saman um 0,3%.
Flugvöllur, Leifsstöð
2. maí 2023

Vikubyrjun 2. maí 2023

Framboð á flugi til landsins næstu mánuði er talsvert meira en á sama tíma í fyrra og árið þar áður. Það er um 92% af því sem það var á metárinu 2018 þegar 2,3 milljónir ferðamanna komu til landsins. Þetta gefur nokkuð góð fyrirheit um ferðamannasumarið.
Íbúðir
28. apríl 2023

Mesta hækkun íbúðaverðs síðan í júní

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5% milli mánaða í mars. Hún hækkaði annan mánuðinn í röð eftir þriggja mánaða samfellda lækkun þar á undan. Ljóst er að enn er líf á íbúðamarkaði, þrátt fyrir snarpar vaxtahækkanir og verðbólga hjaðnar hægar en við gerðum ráð fyrir. Kaupsamningum fjölgaði bæði í febrúar og mars og alls voru 485 kaupsamningar undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í mars.  
Epli
27. apríl 2023

Ársverðbólgan úr 9,8% í 9,9%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,31% milli mánaða í apríl og við það hækkaði ársverðbólgan úr 9,8% í 9,9%. Verð á bílum lækkaði minna en við gerðum ráð fyrir og íbúðaverð lætur finna fyrir sér aftur.
Maður á ísjaka
24. apríl 2023

Vikubyrjun 24. apríl 2023

Hagvöxtur hér á landi verður 3,2% á þessu ári, samkvæmt nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá okkar. Þrálát verðbólga, langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, og hækkandi vaxtastig setja þó svip sinn á efnahagsumhverfið.
19. apríl 2023

Spáum að verðbólga lækki í 9,5% í apríl

Hagstofan birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs fimmtudaginn 27. apríl næstkomandi. Við spáum því að vísitalan hækki um 1% milli mánaða og að ársverðbólgan lækki úr 9,8% í 9,5%. Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir að verðbólga lækki, þótt það gerist hægt, og fari niður fyrir 8% í júlí.
Bláa lónið
17. apríl 2023

Atvinnuleysi minnkar þrátt fyrir merki um minni spennu

Atvinnuleysi dróst lítillega saman í mars og stóð í 3,5%. Í flestum atvinnugreinum virðist hafa dregið lítillega úr eftirspurn eftir starfsfólki frá því í desember en þó hefur eftirspurnin aukist snarlega í greinum tengdum ferðaþjónustu. Hversu mikil sem eftirspurnin verður má telja ólíklegt að atvinnuleysi minnki að ráði, enda hefur aukinni eftirspurn eftir vinnuafli á síðustu mánuðum verið mætt með aðflutningi fólks til landsins og er slíkur aðflutningur í hæstu hæðum.
Flugvél
17. apríl 2023

Vikubyrjun 17. apríl 2023

Árið fer vel af stað í íslenskri ferðaþjónustu, en tæplega 420 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í gegnum Leifsstöð á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Ferðamenn á jökli
13. apríl 2023

Ferðamenn nálgast metfjölda

Tæplega 161 þúsund erlendir ferðamenn lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli í mars, örlítið færri en í sama mánuði síðustu árin fyrir faraldur. Ferðamenn halda áfram að eyða að jafnaði meiri pening en þá. Ferðir Íslendinga til útlanda í mars voru rétt tæplega 40 þúsund, talsvert færri en í mars síðustu árin fyrir faraldur sem skýrist líklega af tímasetningu páskaleyfa.
Byggingakrani og fjölbýlishús
11. apríl 2023

Vikubyrjun 11. apríl 2023

Um þriðjungur stærstu fyrirtækja landsins hyggst fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum. Áform um ráðningar eru ólík eftir atvinnugreinum en uppgangurinn virðist mestur í byggingariðnaði og í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu.
3. apríl 2023

Vikubyrjun 3. apríl 2023

Ríkissjóður verður rekinn með halla til ársins 2028, samkvæmt ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti á miðvikudaginn í síðustu viku. Stefnt er að því að rétta ríkisreksturinn af örlítið fyrr en var áætlað í síðustu fjármálaáætlun, en ólíklegt má þó telja að aðhaldið dugi til þess að slá á verðbólgu. Skuldahlutfall ríkissjóðs helst stöðugt í 31% til ársins 2028 þegar það lækkar í 30%.
28. mars 2023

Ársverðbólgan fer úr 10,2% í 9,8%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í mars og lækkaði ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Þetta er fyrsta lækkun á ársverðbólgu síðan í nóvember og er hún aftur komin undir tveggja stafa tölu. Verðbólgan var lægri en við gerðum ráð fyrir, en við höfðum spáð því að hún myndi lækka í 10% í mars.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur