Efnahagsmál

Þjóð­hags- og verð­bólgu­spá 2021-2024

Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti 2021 og 2022. Ferðaþjónustan er vöknuð úr dvala, horf...
Háþrýstiþvottur
26. nóv. 2021

Vinnumarkaður óðum að ná fyrri styrk

Í upphafi ársins 2006 voru innflytjendur rúmlega 7% af starfandi fólki. Í september 2021 voru þeir um 23% sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Myndin er dálítið öðruvísi þegar litið er til hlutfalls innflytjenda af atvinnulausu fólki. Í september í árhöfðu innflytjendur að meðaltali verið rúmlega 40% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir síðustu 12 mánuði og hafði hlutfallið tvöfaldast frá seinni hluta ársins 2016. Í upphafi árs 2006 voru innflytjendur innan við 5% af skráðum atvinnulausum. Innflytjendur bera því meiri byrðar af atvinnuleysi en gildir um Íslendinga.
Sendibifreið og gámar
25. nóv. 2021

Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum breytist í afgang

Útflutningur vöru og þjónustu nam 356,2 mö.kr. á þriðja ársfjórðungi og jókst um 108 ma.kr., eða 43,5%, miðað við sama tímabil í fyrra. Innflutningur vöru og þjónustu nam 343,3 mö.kr. og jókst einnig verulega eða um 82,9 ma.kr., eða 31,9%. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 12,9 mö.kr. en 12,2 ma.kr. halli mældist á sama tímabili í fyrra. Jákvæður viðsnúningur nam því 25 mö.kr. milli ára.
Gata í Reykjavík
25. nóv. 2021

Verðbólgan jókst í nóvember en minna en búist var við

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,35% milli mánaða í nóvember og mælist verðbólga nú 4,8% í samanburði við 4,5% í október. Þetta var minni hækkun en búist var við, en við höfðum spáð +0,5% milli mánaða.
Smiður
24. nóv. 2021

Áfram mikil hækkun launavísitölu í október

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,6%, sem er svipaður árstaktur og verið hefur síðustu mánuði. Árshækkunartaktur launa hefur verið vel ofan við 7% allt frá því í október 2020 sem er töluvert hærra en hefur verið frá miðju ári 2017.
Fjölbýlishús
22. nóv. 2021

Fyrstu kaupendur aldrei verið fleiri

Fyrstu kaupendum hefur fjölgað mjög á síðustu misserum. Þeir eru yngri og kaupa minni íbúðir en áður. Meðalkaupverð íbúðar fyrstu kaupenda á höfuðborgarsvæðinu er um 50 milljónir.
Bananar í verslun
22. nóv. 2021

Vikubyrjun 22. nóvember 2021

Óhætt er að segja að verðbólguhorfur hafi versnað verulega eftir því sem liðið hefur á árið í ár, en Seðlabankinn hefur hækkað verðbólguspá sína verulega innan árs.
Vetni
18. nóv. 2021

Meiri notkun vetnis gæti skipt íslenska hagkerfið miklu máli

Stóraukin framleiðsla og notkun á vetni getur verið nauðsynleg til þess að ná markmiðum í loftsalagsmálum. Vetnisvæðing fiskiskipa- og flutningaskipaflotans kemur vel til greina og sama má segja um flutninga- og leigubíla og jafnvel flugvélar. Notkun vetnis á þessum sviðum myndi gera íslenska hagkerfið næstum óháð jarðefnaeldsneyti. Að því leyti gæti vetnisvæðing komið í kjölfarið á raf- og hitaveituvæðingu þjóðarinnar. Þessu til viðbótar er ljóst að nálægar þjóðir eru sem óðast að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þar mun eftirspurn vaxa mikið eftir orkugjöfum eins og vetni. Það er því eftir miklu að slægjast.
Ferðafólk
17. nóv. 2021

Landsmenn neysluglaðir, innanlands sem erlendis

Mikill vöxtur mældist í kortaveltu Íslendinga í október bæði innanlands og erlendis. Ferðalög eru orðin algengari og þeir sem fara út eyða meiru en áður. Innanlands mælist mikill vöxtur í kaupum á þjónustu og er mikið undir fyrir menningarstarfsemi nú þegar jólaskemmtanir eru rétt handan við hornið.
Seðlabanki Íslands
17. nóv. 2021

Mikil hækkun íbúðaverðs, bið eftir áhrifum af aðgerðum Seðlabankans

Íbúðaverð hækkaði um 1,4% milli mánaða í október sem er talsvert mikil hækkun, meiri en sást mánuðinn á undan. Raunverð er farið að hækka talsvert hraðar en kaupmáttur launa og hækkanir því ósjálfbærar til lengri tíma. Það er enn mat Hagfræðideildar að ró muni færast yfir markaðinn á næstu misserum, sér í lagi þegar aðgerðir Seðlabankans eru farnar að virka.
Rafbíll í hleðslu
15. nóv. 2021

Vikubyrjun 15. nóvember 2021

Samkvæmt útreikningum Orkuskiptanefndarinnar þarf að minnka losun CO2 um 17 gígatonn á ári til þess að markmiðið um takmörkun hitastigs jarðarinnar náist.
Seðlabanki Íslands
12. nóv. 2021

Spáum 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta í nóvember

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku og að þeir fari þar með úr 1,5% upp í 1,75%. Vaxtahækkun nú væri eðlilegt framhald af því vaxtahækkunarferli sem hófst í vor. Þrátt fyrir að við teljum að 0,25 prósentustiga hækkun verði ofan á teljum við einnig að nokkrar líkur séu á 0,5 prósentustiga hækkun.  
Bílar
11. nóv. 2021

Spáum 5% verðbólgu í nóvember

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 25. nóvember. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,5% í 5%.
Ferðamenn við Strokk
11. nóv. 2021

Atvinnuleysi minnkaði um 0,1% - minnkunin var öll á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í október 4,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 5,0% frá því í september. Almennt atvinnuleysi jókst alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu milli september og október. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða en jókst um 0,1-0,2 prósentustig á öðrum svæðum. Atvinnuleysi er eftir sem áður langmest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðamenn á jökli
10. nóv. 2021

Árangur í loftslagsmálum – leiðin er til og möguleg en dýr og flókin

Eigi markmið um að stöðva hlýnun jarðar að nást kallar það á gífurlegar fjárfestingar um allan heim, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar kallar umbreytingin í átt að jafnvægi í losun gróðurhúsalofttegunda á fjárfestingu upp á fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári fram til 2030, en árlegar fjárfestingar nema um 1 trilljón dala í dag. Það er því verið að ræða um fjórföldun á núverandi framlögum til þess að markmiðin náist.
Seðlabanki Íslands
9. nóv. 2021

Gengi krónunnar nokkurn veginn óbreytt í október

Íslenska krónan styrktist á móti evrunni og Bandaríkjadal en veiktist á móti breska pundinu í október. Gengisvísitalan var nokkurn veginn óbreytt í mánuðinum. SÍ greip inn í markaðinn tvo daga í október og keypti evrur.
Valtari
8. nóv. 2021

Vikubyrjun 8. nóvember 2021

Á 3. ársfjórðungi jókst fjöldi starfandi milli ára, en meðalfjöldi vinnustunda á mann dróst saman.
4. nóv. 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi sértryggð skuldabréf að fjárhæð 1.380 m.kr. í október, Arion banki og Íslandsbanki héldu ekki útboð. Frá áramótum er ávöxtun á óverðtryggðu bréfunum á bilinu -1,9% til 1,0%, á verðtryggðu bréfunum er ávöxtunin á bilinu 3,5% til 7,9%.
Vindmyllur
3. nóv. 2021

Loftslagsráðstefna í Glasgow í skugga fyrirsjáanlegs orkuskorts

Ástand orkumála hefur breyst mikið á stuttum tíma. Á síðustu árum fyrir faraldurinn bjuggu Vesturlönd við ofgnótt orku. Olíuiðnaðurinn og OPEC-ríkin, sem lengi höfðu reynt að takmarka framboð olíu til þess að halda verði uppi, stóðu allt í einu frammi fyrir stórauknu framboði. Mikilvægur þáttur í meintum orkuskorti, sem mögulega á eftir að aukast á næstu árum, eru minni fjárfestingar í olíu-, gas- og kolavinnslu. Að hluta til kemur þetta til af þeirri ofgnótt orku sem við vorum farin að venjast á síðustu árum, en ástæðan er ekki síður stórauknar áherslur við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Ferðafólk
2. nóv. 2021

Faraldurinn hefur bitnað verst á ferðaþjónustu á suðvesturhorninu

Þó að gistinóttum það sem af er ári hafa fjölgað nokkuð milli ára eru þær samt sem áður enn töluvert færri en fyrir faraldur. Faraldurinn hefur komið harðar niður á suðvesturhorninu en öðrum svæðum landsins að því leyti að gistinóttum hefur fækkað hlutfallslega meira þar en annars staðar. Það endurspeglast bæði í meiri fækkun gistinátta erlendra ferðamanna og minni fjölgun gistinátta Íslendinga þar en á öðrum svæðum.
Selfoss
1. nóv. 2021

Íbúðaverð hækkar hratt umhverfis höfuðborgarsvæðið

Íbúðaverð hefur víða hækkað meira en á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda í Árborg og á Akranesi. Íbúðasala eykst nú einna mest á Suðurlandi þar sem nú seljast hátt í 40% fleiri íbúðir en fyrir ári síðan. Talsverður fjöldi íbúða er nú á fyrstu stigum uppbyggingar í sveitarfélögum umhverfis höfuðborgarsvæðið og því viðbúið að framboð aukist á næstunni.
Seðlabanki Íslands
1. nóv. 2021

Vikubyrjun 1. nóvember 2021

Til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting eru oft notaðar svokallaðar kjarnavísitölur, þ.e. vísitala neysluverðs án sveiflukenndra liða. Hagstofan reiknar og birtir fjórar mismunandi kjarnavísitölur.
Háþrýstiþvottur
29. okt. 2021

Áfram mikil batamerki á vinnumarkaði

Atvinnuleysi jókst meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum á tíma faraldursins samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Samkvæmt spá sjóðsins, sem reyndar er áþekk spá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir Ísland, mun atvinnuleysi hér á landi minnka meira og hraðar en í hinum löndunum. Atvinnuleysi var álíka mikið í Noregi og á Íslandi á árinu 2019 og verður aftur svipað á árinu 2023 gangi spá IMF eftir. Breytingarnar á milli þessara tveggja tímapunkta hafa hins vegar verið mun meiri á Íslandi.
27. okt. 2021

Verðbólga 4,5% í október

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist verðbólga nú 4,5%. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólga er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði en verðbólga án húsnæðis mældist 3% í október.
Flugvél
26. okt. 2021

Neysla Íslendinga í útlöndum eykst verulega

Aukningin í greiðslukortaveltu Íslendinga milli ára í september var alfarið drifin áfram af utanlandsferðum og neyslu erlendis. Innanlands mældist samdráttur í neyslu í fyrsta sinn síðan í apríl 2020. Gera má ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu næstu misseri þar sem landsmenn ganga á uppsafnaðan sparnað.
Sky Lagoon
25. okt. 2021

Vikubyrjun 25. október 2021

Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti 2021 og 2022, en þrálát verðbólga munu knýja á um töluverða hækkun stýrivaxta, áður en aðstæður skapast til að lækka þá á nýjan leik.
Viðhald íbúðahúsnæðis
25. okt. 2021

Mikil hækkun launavísitölu í september

Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli ágúst og september samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,7%, sem er svipaður árstaktur og verið hefur síðustu mánuði. Hækkun launavísitölunnar í september var óvenju mikil miðað við síðustu mánuði og að lítið ætti að vera að gerast í þessum efnum.
Skólavörðustígur í Reykjavík
22. okt. 2021

Enn hækkar íbúðaverð

Íbúðaverð hækkaði um 1,2% milli mánaða í september sem verður að teljast veruleg hækkun í sögulegu samhengi. Íbúðasala var hinsvegar minni en á fyrri mánuðum árs og því mögulega einhver merki um að markaðurinn sé að róast. Hagfræðideild spáir 14% hækkun íbúðaverðs milli ára í ár og 9% á næsta ári.
Flugvél
18. okt. 2021

Vikubyrjun 18. október 2021

Um 40% færri ferðamenn fóru um Leifsstöð í september en í september 2019. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í september var hins vegar einungis 9% lægri en í september 2019.
Seðlabanki Íslands
14. okt. 2021

Spáum 4,5% verðbólgu í október

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) miðvikudaginn 27. október. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,4% í 4,5%. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur