Við kaup á fasteign getur lánshlutfall verið allt að 85% af kaupverði eignar, 70% grunnlán til allt að 40 ára og 15% viðbótarlán til allt að 15 ára.
Við endurfjármögnun getur hámarks veðsetning verið 70% af fasteignamati eignar.
Þegar þú tekur lán greiðir þú alltaf vexti af eftirstöðvum skuldanna. Ef þú dreifir skuldunum yfir langt tímabil verður greiðslubyrðin lægri, en þú greiðir vexti allan þann tíma.
Eftir því sem lánstíminn er styttri, greiðir þú lánið hraðar niður og greiðir vexti í styttri tíma. Styttri lán eru því ódýrari þótt greiðslubyrðin sé hærri.