Við kaup á fasteign getur lánshlutfall verið allt að 80% af kaupverði eignar, 70% grunnlán og 10% viðbótarlán. Við lánum allt að 85% fyrir fyrstu kaupendur, 70% grunnlán og 15% viðbótarlán..
Við endurfjármögnun getur hámarks veðsetning verið 70% af fasteignamati eignar.
Verðtryggð lán geta að hámarki verið 30 ár.
Lánsfjárhæð fer m.a. eftir niðurstöðum úr greiðslumatinu þínu en hámarks fjárhæð grunnláns getur þó aldrei orðið hærri en 70.000.000 eða samanlagt brunabótamat og lóðamat íbúðarhúsnæðisins.
Pantaðu tíma í ráðgjöf ef þú þarft hærra lán en 60 milljónir.