Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Áfram merki um við­náms­þrótt í hag­kerf­inu

Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Herðubreið
25. júní 2025

Velta í hagkerfinu jókst um 5,2% í janúar og febrúar og hafði ekki aukist jafnmikið frá því byrjun árs 2023. Í apríl og maí jókst hún svo áfram, um 1,5%. Veltutölurnar ríma ágætlega við gögn Hagstofunnar um landsframleiðslu sem sýndu þó nokkurn hagvöxt í byrjun þessa árs eftir lítils háttar samdrátt í fyrra.

Þeim sem starfa á íslenskum vinnumarkaði hefur farið sífellt fjölgandi. Undanfarið hefur þó hægt á fjölguninni í takt við minnkandi umsvif í hagkerfinu á síðasta ári.

Aukin bílasala og kraftur í útflutningsgreinum

Velta í sölu og viðgerð á bílum hefur aukist mest á milli ára á fyrstu fjórum mánuðum ársins, eftir nokkurn hægagang í bílasölu á síðasta ári, eins og við fjölluðum um í nýlegri hagsjá. Velta í málmframleiðslu hefur líka aukist verulega á árinu, en álútflutningur í tonnum var 4,5% meiri á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Þar hefur betri staða í lónum spilað inn í og gert það að verkum að álfyrirtækin hafa ekki þurft að búa við raforkuskerðingar eins og í fyrra. Auk þess sem framleiðslan hefur aukist ýttu ytri skilyrði enn frekar undir veltu: Heimsmarkaðsverð á áli var hærra á fyrstu mánuðum þessa árs en þess síðasta og gengi krónunnar sterkara. Taka má fram að álverðið hefur þó tekið að lækka aftur nú á allra síðustu mánuðum.

Sjávarútvegurinn hefur einnig sótt í sig veðrið og þar spilar inn sterkara gengi auk þess sem verð á sjávarafurðum hefur hækkað töluvert á árinu. Útflutt magn af þorski var til að mynda minna á tímabilinu en á sama tíma í fyrra, en samt hefur þorskurinn skilað meiri útflutningsverðmætum. Velta í greininni jókst um 6,0% en lítils háttar samdráttur varð í fiskeldi.

Velta í ferðaþjónustutengdum greinum jókst einnig á tímabilinu, þótt ferðamenn hafi verið nokkuð færri en á sama tímabili í fyrra. Aukin velta er þó í takt við aðra mælikvarða á umsvif í ferðaþjónustu, eins og við komum inn á í nýlegri hagsjá.

Áfram merkilega mikill kraftur í hávaxtaumhverfi

Hagkerfið sýnir merkilega þrautseigju í háu raunvaxtastigi og eftir hægagang síðasta árs hafa umsvifin strax tekið að aukast á ný. Hvort sem litið er til gagna um neyslu og innlán heimila, veltu fyrirtækja, fjárfestinga eða vinnumarkaðarins má greina merkilegan kraft í hagkerfinu eftir langt hávaxtaskeið. Næsta vaxtaákvörðun er ekki fyrr en í ágúst en þau gögn sem hafa borist síðan nefndin hittist síðast í maí, benda öll til þó nokkurs eftirspurnarþrýstings í hagkerfinu. Það mætti tala um dúnmjúka lendingu í hagkerfinu ef tekst að koma verðbólgu niður í markmið á meðan umsvifin í hagkerfinu halda áfram að aukast smám saman og án þess að atvinnuleysi aukist meira en á síðustu misserum. Enn er þó of snemmt að fagna sigri, enda gæti verðbólga reynst þrálát á næstu mánuðum.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
11. ágúst 2025
Vikubyrjun 11. ágúst 2025
Í síðustu viku tóku gildi nýir tollar á innflutning til Bandaríkjanna. Nokkrar áhugaverðar hagtölur koma í þessari viku: brottfarir um Keflavíkurflugvöll, skráð atvinnuleysi, væntingakönnun markaðsaðila og greiðslumiðlun. Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs og uppgjörstímabil í Kauphöllinni heldur áfram með sex uppgjörum.
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.