Vikubyrjun 7. júlí 2025

Vikan framundan
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa brottfarir um Keflavíkurflugvöll.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi.
- Í vikunni fara síðan fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana fimmtudaginn 24. júlí.
Mynd vikunnar
Matvöruverð hefur hækkað þó nokkuð meira en almennt verðlag í landinu á síðustu tólf mánuðum. Matvöruverðbólgan nemur 6% en almenn verðbólga stendur í 4,2%. Kaffiverð hefur rokið upp og er 20,5% hærra en á sama tíma í fyrra, og kakóverð hefur hækkað um 15,5% á síðasta árinu. Verðhækkanirnar skýrast af skörpum hækkunum á heimsmarkaðsverði. Kjöt hefur einnig hækkað verulega í verði, þá sérstaklega nautakjöt (+15,1% milli ára) og lambakjöt (+10,1% milli ára). Verðhækkanir á brauði og öðru kornmeti hafa hins vegar haldist hófstillar og undir almennum verðhækkunum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Hagstofan birti þjóðhagsspá þar sem hagvaxtarhorfur voru færðar úr 1,8% í 2,2% frá því í mars.
- Hagstofan birti einnig tekjuskiptingaruppgjör þjóðhagsreikninga þar sem fram kemur meðal annars að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 3,2% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi.
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti ríkisreikning fyrir 2024.
- Bandaríska hagkerfið bætti við 147 þúsund störfum í júní og kraftur í vinnumarkaðnum reyndist umfram væntingar. Atvinnuleysi minnkaði úr 4,2% niður í 4,1%. Ætla má að ný gögn yfir sterkan vinnumarkað dragi úr líkum á vaxtalækkun í Bandaríkjunum í lok mánaðarins.
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun, héldu skiptiútboð þar sem eigendur RIKS 50 0915 gátu skipt yfir í óverðtryggða flokkinn RIKB 32 1015 og útboð á RIKS 29 0917. Landsbankinn hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum ásamt skiptiútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









