Appið

Hafðu fjár­mál­in í hendi þér

Lands­banka­app­ið er ör­ugg og fljót­leg leið til að sinna banka­við­skipt­um hvar og hvenær sem er.

Í appinu er meðal annars hægt að

Sjá heimild til lántöku í sjálfsafgreiðslu
Sækja um kreditkort
Frysta og opna greiðslukort
Millifæra á innlenda og erlenda reikninga
Sækja PIN fyrir debet- og kreditkort
Sjá kortaupplýsingar
Skjámynd úr appinu

Þægilegri sparnaður í appinu

Þú getur með einföldum hætti byrjað að spara í appinu. Þú velur þér markmið og hversu mikið þú vilt spara og appið reiknar út hvað þú þarft að spara mikið mánaðarlega til að ná markmiðinu. Þú getur líka safnað fyrir sameiginlegu markmiði með vinum eða fjölskyldu. Engin binding og einfalt að byrja.

Þarftu hjálp með appið?

Við höfum útbúið myndbönd sem kynna helstu möguleikana í appinu. Þú getur kynnt þér ólíkar innskráningarleiðir, þá yfirsýn sem býðst yfir fjármálin, sýn á lánaheimildir, kortaumsóknir og skráningu í viðskipti.

Vantar þig rafræn skilríki?

Það þarf að mæta í næsta útibú til að virkja rafræn skilríki. Ef nauðsynlegt er að virkja skilríkin þín áður en útibúin opna aftur þá biðjum við þig um að hafa samband við þjónustuver eða panta símtal. Við förum þá yfir hvaða leiðir eru í boði til að virkja skilríki fyrir þig.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur