Fréttir

Fréttalisti

New temp image
31. mars 2023

Landsbankinn breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Fjármálamót 2023
31. mars 2023

Vel heppnað Fjármálamót með stúdentum

Fyrsti fundur í Fjármálamóti, fræðslufundaröð Landsbankans, var haldinn í Stúdentakjallaranum við Háskóla Íslands á miðvikudaginn, í samstarfi við Stúdentaráð HÍ. Á þessu fyrsta Fjármálamóti var farið yfir fjármál ungs fólks, fasteignamarkaðinn og fyrstu kaup.
Tölva með Aukakrónusamstarfsaðilum
29. mars 2023

Landsbankinn hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna

Vefur Landsbankans hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna árið 2022 í flokki stórra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt ár hvert af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF), fagsamtökum þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi.
New temp image
27. mars 2023

Vegna falsaðrar myndar af hraðbanka Landsbankans

Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. mars 2023

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
22. mars 2023

Landsbankinn gefur út víkjandi skuldabréf fyrir 12 milljarða króna

Landsbankinn lauk hinn 17. mars 2023 útboði á tveimur flokkum víkjandi skuldabréfa sem telja til eiginfjárþáttar 2.
17. mars 2023

Félagar Blindrafélagsins áhugasamir um netöryggi

Líflegar umræður spunnust á vel sóttum fundi sem Landsbankinn hélt með Blindrafélaginu – samtökum blindra og sjónskertra á miðvikudaginn um netöryggismál annars vegar og aðgengismál í sjálfsafgreiðslulausnum hins vegar.
New temp image
15. mars 2023

Rafræn skilríki notuð við kortagreiðslur í netverslun

Nú er beðið um rafræn skilríki við staðfestingu á greiðslum sem gerðar eru með greiðslukortum í netverslun. Áður voru greiðslur staðfestar með því að slá inn kóða sem barst með SMS-i.
Sjálfbærnimerki
14. mars 2023

AB-Fasteignir fá sjálfbærnimerki Landsbankans

AB-Fasteignir hafa fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
New temp image
9. mars 2023

Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum

Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Sjálfbærniteymi
2. mars 2023

Öflugt sjálfbærniteymi vinnur að vaxandi verkefnum

Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.
Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands
27. feb. 2023

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands styrkir stúdenta um 127,5 milljónir

Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að verja 127,5 milljónum króna í styrki til doktorsnema við Háskóla Íslands í ár.
Greiðsla
24. feb. 2023

Allt á einum stað með færsluhirðingu bankans

Landsbankinn hefur hleypt af stokkunum eigin færsluhirðingu. Nú geta söluaðilar í viðskiptum við bankann haft alla greiðsluþjónustu á einum stað sem skilar sér í betri yfirsýn og hagræðingu í rekstri.
Hjalti Óskarsson
21. feb. 2023

Hjalti Óskarsson til liðs við Hagfræðideildina

Hjalti Óskarsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa í Hagfræðideild Landsbankans.  Hjalti lauk B.A.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og M.S.-gráðu í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla 2017.  Frá árinu 2018 starfaði hann á Hagstofu Íslands, fyrst vísitöludeild en síðan í rannsóknardeild. Áður starfaði Hjalti tímabundið hjá Seðlabanka Íslands.
Karítas Ríkharðsdóttir
20. feb. 2023

Karítas til liðs við Landsbankann

Karítas Ríkharðsdóttir hefur gengið til liðs við Landsbankann sem sérfræðingur í samskiptum. Karítas kemur frá Morgunblaðinu og mbl.is þar sem hún starfaði sem blaðamaður auk þess að vera einn þáttastjórnenda Dagmála. Áður starfaði hún sem aðstoðarmaður þingflokks Framsóknarflokksins. Karítas er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Karítas mun starfa í samskiptateyminu sem er hluti af Samfélagi Landsbankans en undir sviðið falla einnig mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, sjálfbærni og hagfræðigreining.
New temp image
17. feb. 2023

Landsbankinn breytir vöxtum

Í kjölfar vaxtaákvörðunar hækka meðal annars breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,50 prósentustig og verða 8,00%. Vextir á sparireikningum sem stofnaðir eru í appinu (Spara í appi) hækka um 0,50 prósentustig og verða 6,00%.
Hestar og kona
16. feb. 2023

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út

Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
13. feb. 2023

Sigurvegarar Gulleggsins 2023

Viðskiptahugmyndin Better Sex sigraði í Gullegginu 2023, frumkvöðlakeppni Klak - Icelandic Startups. Better Sex er streymisveita fyrir fullorðna með faglegum og skemmtilegum fróðleik um kynlíf. Teymið skipa þau Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson.
New temp image
9. feb. 2023

Do wiadomości Klientów odnośnie wyroku w sprawie kredytów konsumenckich

We wtorek dnia 7 lutego 2023 roku Sąd Okręgowy w Reykjavíku wydał wyrok w sprawie dotyczącej przepisu o zmianie oprocentowania kredytów konsumenckich świadczonych przez Landsbankinn. W konsekwencji uchwalenia nowej ustawy o kredytach konsumenckich w roku 2013 podjęto decyzję o wprowadzeniu zmiany w przepisie o oprocentowaniu kredytów konsumenckich, w związku z czym kredyty zaciągnięte w Landsbankinn po roku 2013 nie są objęte wyrokiem.
New temp image
8. feb. 2023

Upplýsingar til viðskiptavina vegna dóms um skilmála neytendalána

Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli sem varðar vaxtabreytingarákvæði í neytendalánum Landsbankans. Í kjölfar setningar nýrra laga um neytendalán árið 2013 voru gerðar breytingar á ákvæðinu og falla neytendalán sem tekin voru hjá Landsbankanum eftir þann tíma því ekki undir dóminn.
2. feb. 2023

Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans

Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023

Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022

Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
31. jan. 2023

Vel sóttur fræðslufundur um netöryggi á Akureyri

Um 50 manns sóttu fræðslufund um netöryggi sem Landsbankinn stóð fyrir í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri í dag, 31. janúar.
New temp image
27. jan. 2023

Breyttur afgreiðslutími á Skagaströnd og betri bankaþjónusta á Blönduósi

Afgreiðslutími Landsbankans á Skagaströnd mun frá og með 30. janúar næstkomandi breytast og verður afgreiðslan eftir það opin á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 12-15.
Höfuðstöðvar Alvotech
23. jan. 2023

Fyrirtækjaráðgjöf bankans veitti ráðgjöf við sölu á hlutabréfum í Alvotech

Alvotech tilkynnti í dag að félagið hefði gengið frá sölu hlutabréfa fyrir um 19,5 milljarða króna (137 milljónir Bandaríkjadala) í lokuðu útboði. Hlutabréfin voru seld á genginu 1.650 krónur á hlut (ígildi 11,57 Bandaríkjadala á hlut) til hóps innlendra fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila. Hlutafjárútboðið hófst 19. janúar sl. og því lauk 22. janúar sl. Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskiptanna og afhending bréfa fari fram 10. febrúar nk. Alvotech hyggst nota söluandvirði hlutabréfanna í almennan rekstur og til annarra þarfa félagsins. Ráðgjafar Alvotech í útboðinu voru Fyrirtækjaráðjöf Landsbankans og ACRO verðbréf.
New temp image
18. jan. 2023

Breyting á föstum vöxtum nýrra íbúðalána

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,25 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,10 prósentustig. Breytingarnar taka gildi frá og með 19. janúar. Breytingarnar taka einungis til nýrra íbúðalána og hafa engin áhrif á lán sem hafa þegar verið veitt. Við vekjum athygli á fræðslugrein um áhrif vaxtahækkana á lán.
Íslenska ánægjuvogin
13. jan. 2023

Við erum efst banka í Ánægjuvoginni fjórða árið í röð

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2022 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Landsbankinn
12. jan. 2023

Langtímalán frá NIB í tengslum við nýbyggingu bankans

Landsbankinn hefur samið við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) um lán til 15 ára að fjárhæð 40 milljónir Bandaríkjadala (5,8 milljarðar króna) í tengslum við nýbyggingu bankans við Austurbakka í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að húsið fái framúrskarandi einkunn samkvæmt BREEAM-vottunarkerfinu og fellur lánveitingin undir fjármögnunarramma tengdum umhverfisskuldabréfum NIB.
Þorbjörg Kristjánsdóttir og Einar Pétursson
11. jan. 2023

Einar og Þorbjörg til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf

Einar Pétursson og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.
29. des. 2022

Svansprent fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Svansprent hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur