Fréttir

Fréttalisti

2. okt. 2023
Viðvörun vegna tilrauna til netsvika
Við vörum við svikatölvupóstum þar sem fólki er sagt að það þurfi að endurnýja eða staðfesta auðkenni til að fá aðgang að stafrænni þjónustu bankans. Við ítrekum að bankinn sendir aldrei tölvupóst eða skilaboð með hlekk inn á innskráningarsíðu netbanka eða appsins.
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti
22. sept. 2023
Síðasti dagurinn í Austurstræti
Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
Grænland
21. sept. 2023
Fyrirtækjaráðgjöf bankans umsjónaraðili við flutning Amaroq á aðalmarkað
Amaroq Minerals, með auðkennið „AMRQ“, hefur nú verið skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Auk skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland eru hlutabréf Amaroq skráð á markað í Kanada (TSX-V) og London (AIM). Samhliða flutningnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefur félagið verið afskráð af First North Iceland. Amaroq Minerals er fyrsta skráða félag sinnar tegundar á Íslandi. Félagið leggur megináherslu á leit að gulli og öðrum verðmætum málmum og hefur víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi, þar sem finna má gull, kopar, nikkel og aðra málma sem eru nauðsynlegir fyrir orkuskipti framtíðarinnar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með skráningarferlinu og óskum við starfsfólki og hluthöfum Amaroq til hamingju með skráninguna.
Reykjastræti
21. sept. 2023
Afgreiðsla danskra peningaseðla
Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
Tölva á vinnuborði
14. sept. 2023
Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn og heiti
Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.
Reykjastræti
13. sept. 2023
Opnum útibúið í Reykjastræti
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Sunna Ósk Friðbertsdóttir
12. sept. 2023
Sunna Ósk Friðbertsdóttir nýr regluvörður bankans
Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Sunna lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Sunna hóf störf sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árið 2010 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði varðandi innleiðingu löggjafar og daglega starfsemi bankans. Hún hefur starfað við regluvörslu hjá bankanum frá árinu 2017 og var staðgengill regluvarðar frá árinu 2022. Regluvarsla hefur umsjón og eftirlit með því að Landsbankinn starfi í samræmi við innra og ytra regluverk og sinnir fræðslu og ráðgjöf um kröfur laga og reglna sem hafa áhrif á starfsemi bankans.
5. sept. 2023
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027.
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2023
W piątek po południu nieczynny będzie oddział naszego banku w Vestmannaeyjar, natomiast wszystkie nasze oddziały będą nieczynne w Dzień Handlowca
W związku ze Świętem Narodowym w Vestmannaeyjar tamtejszy oddział Landsbankinn będzie czynny w piątek 4 sierpnia br. do godziny 12:00. W Dniu Handlowca, czyli w poniedziałek 7 sierpnia br., nieczynne będą wszystkie oddziały naszego banku.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
31. júlí 2023
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi föstudaginn 4. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 7. ágúst.
25. júlí 2023
Þórður Örlygsson ráðinn innri endurskoðandi Landsbankans
Þórður Örlygsson hefur verið ráðinn innri endurskoðandi Landsbankans og tekur hann við starfinu í byrjun ágúst.
21. júlí 2023
Fimmtán atriði fengu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Hinsegin dagar hófust þriðjudaginn 8. ágúst og munu ná hámarki með Gleðigöngunni laugardaginn 12. ágúst. Landsbankinn hefur verið stoltur styrktaraðili Hinsegin daga frá upphafi og óskar öllum til hamingju með hátíðina.
Austurbakki
20. júlí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
Austurbakki
14. júlí 2023
Hönnun Reykjastrætis 6 er frábær samkvæmt BREEAM-staðli
Hönnun nýs húsnæðis Landsbankans við Reykjastræti 6 í Reykjavík hefur hlotið frábæra einkunn (e. excellent) samkvæmt alþjóðlega BREEAM-umhverfisstaðlinum. Lokavottun mun fara fram þegar byggingu og frágangi verður að fullu lokið.
13. júlí 2023
Sjö áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í annað sinn í vikunni sem leið. Sjö áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
12. júlí 2023
Breytingar á auðkenningu við aðgerðir í appinu
Við erum að gera breytingar á hvernig viðskiptavinir staðfesta greiðslur og ýmsar aðrar aðgerðir í Landsbankaappinu. Með þessu aukum við öryggi í netviðskiptum.
7. júlí 2023
Svikaskilaboð send í nafni Landsbankans
Við vörum við fölskum skilaboðum sem berast nú fólki í nafni Landsbankans.
First Water
4. júlí 2023
First Water lýkur 12,3 milljarða fjármögnun
Hlutafjáraukningu First Water hf., sem áður hét Landeldi hf. og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, er lokið. Fjárfestar skráðu sig fyrir alls um 82 milljónum evra, eða um 12,3 milljörðum króna, í nýju hlutafé. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna. Framtakssjóðurinn Horn IV ásamt breiðum hópi innlendra og erlendra fjárfesta á borð við lífeyrissjóði og einkafjárfesta koma nýir að félaginu. Hlutafjárkaup að fjárhæð um 2,5 milljarðar er háð endanlegu samþykki hjá stjórn kaupenda. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist umsjón hlutafjáraukningarinnar.
28. júní 2023
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann á Akureyri
Landsbankinn á Akureyri mun flytja sig yfir í Hofsbót 2-4 á Akureyri fyrir árslok 2024, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við eigendur húsanna.
27. júní 2023
Allir bankarnir í Landsbankaappinu
Nú getur þú séð stöðuna á reikningum í öðrum bönkum í Landsbankaappinu. Bráðum þarftu ekkert annað bankaapp!
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur