Fréttir
Fréttalisti
31. maí 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar óverðtryggðum vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
26. maí 2023
Takk fyrir komuna á Fjármálamót!
Við þökkum þátttakendum í Fjármálamóti: Fjármál og frami, sem fram fór á þriðjudaginn, fyrir frábæra mætingu og líflegar umræður um stöðu ungs fólks á atvinnumarkaði.
25. maí 2023
Ný útgáfa af almennum viðskiptaskilmálum
Við höfum birt nýja útgáfu af almennum viðskiptaskilmálum bankans. Skilmálarnir gilda í viðskiptum milli Landsbankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu sem bankinn kann að veita viðskiptavini.
17. maí 2023
Fjármál og frami ungs fólks
Landsbankinn býður ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaði upp á fræðsluerindi í nýju húsnæði bankans við Reykjastræti, þriðjudaginn 23. maí 2023.
9. maí 2023
Frábær HönnunarMars að baki
Fjöldi fólks lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans við Reykjastræti í liðinni viku til að sækja þrjá viðburði bankans í samstarfi við HönnunarMars.
5. maí 2023
Landsbankinn er áfram fremstur í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics
Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS-áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 8,5 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi hættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
4. maí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
3. maí 2023
Einfalt að stilla sameiginlega sýn á fjármálin í appinu
Nú getur þú notað Landsbankaappið til að velja hvort þú veitir öðrum skoðunaraðgang að fjármálunum þínum eða leyfi til að framkvæma helstu aðgerðir fyrir þína hönd. Þú getur einnig fellt aðgangsheimildir niður með einföldum hætti.
27. apríl 2023
Godziny otwarcia w Kópasker i Raufarhöfn ulegną w lecie zmianie
Godziny otwarcia oddziałów Landsbankinn w Kópasker i Raufarhöfn ulegną w lecie zmianie, która będzie obowiązywać od 1 maja do 30 września br.
27. apríl 2023
Afgreiðslutími á Kópaskeri og Raufarhöfn breytist í sumar
Afgreiðslutími Landsbankans á Kópaskeri og Raufarhöfn mun breytast í sumar og gilda breytingarnar frá 1. maí til 30. september.
27. apríl 2023
Hönnunarmars í Landsbankanum – viðburðir og heimsóknir til hönnuða
Landsbankinn er styrktaraðili Hönnunarmars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í nýju húsi bankans við Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við átta hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
26. apríl 2023
Kortareikningar nú gefnir út af Rapyd Europe en ekki Valitor
Við vekjum athygli á því að þar sem kortafyrirtækin Valitor og Rapyd Europe hafa sameinast verða reikningar vegna notkunar á VISA-kreditkortum framvegis gefnir út af Rapyd Europe en ekki Valitor.
24. apríl 2023
Hagspá 2023-2025: Hægari taktur eftir hraðan viðsnúning
Í nýrri hagspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir 3,2% hagvexti á árinu 2023 sem er töluvert bjartsýnna en spá deildarinnar frá því í haust. Ein helsta ástæðan fyrir bjartsýnni spá er að horfur í ferðaþjónustu eru betri en áður.
21. apríl 2023
Rangar færslur á Spáni og Póllandi
Hætta er á að færslur í íslenskum krónum hjá kortahöfum sem staddir eru á Spáni og Póllandi margfaldist og reiknist hundraðfalt.
14. apríl 2023
Greiðslukort virka aftur í Danmörku
Búið er að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum greiðslukortum í Danmörku. Ekki er þó útilokað að áfram verði einhverjar truflanir í dag.
14. apríl 2023
Truflun á greiðslukerfum í Danmörku
Tímabundin truflun er á greiðslukerfum í Danmörku vegna breytinga á því hvernig íslenskar krónur eru skráðar í kerfum kortafyrirtækisins Visa International.
13. apríl 2023
Ekki lengur aurar í kortafærslum hjá Visa
Á morgun, föstudaginn 14. apríl 2023, verða gerðar breytingar á hvernig íslenskar krónur eru skráðar í kerfum kortafyrirtækisins Visa International. Með breytingunum er verið að samræma skráninguna við alþjóðlega gjaldmiðlastaðla.
3. apríl 2023
Hopp Reykjavík fær sjálfbærnimerki Landsbankans
Hopp Reykjavík, sem er þekkt fyrir sínar grænu rafskútur, hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem yfir 90% af tekjum félagsins koma frá sjálfbærum verkefnum. Þar með uppfyllir fjármögnun félagsins í heild skilyrði um sjálfbæra fjármögnun, samkvæmt sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans.
31. mars 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
31. mars 2023
Vel heppnað Fjármálamót með stúdentum
Fyrsti fundur í Fjármálamóti, fræðslufundaröð Landsbankans, var haldinn í Stúdentakjallaranum við Háskóla Íslands á miðvikudaginn, í samstarfi við Stúdentaráð HÍ. Á þessu fyrsta Fjármálamóti var farið yfir fjármál ungs fólks, fasteignamarkaðinn og fyrstu kaup.
29. mars 2023
Landsbankinn hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna
Vefur Landsbankans hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna árið 2022 í flokki stórra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt ár hvert af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF), fagsamtökum þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi.
27. mars 2023
Vegna falsaðrar myndar af hraðbanka Landsbankans
Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans.
23. mars 2023
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
22. mars 2023
Landsbankinn gefur út víkjandi skuldabréf fyrir 12 milljarða króna
Landsbankinn lauk hinn 17. mars 2023 útboði á tveimur flokkum víkjandi skuldabréfa sem telja til eiginfjárþáttar 2.
17. mars 2023
Félagar Blindrafélagsins áhugasamir um netöryggi
Líflegar umræður spunnust á vel sóttum fundi sem Landsbankinn hélt með Blindrafélaginu – samtökum blindra og sjónskertra á miðvikudaginn um netöryggismál annars vegar og aðgengismál í sjálfsafgreiðslulausnum hins vegar.
15. mars 2023
Rafræn skilríki notuð við kortagreiðslur í netverslun
Nú er beðið um rafræn skilríki við staðfestingu á greiðslum sem gerðar eru með greiðslukortum í netverslun. Áður voru greiðslur staðfestar með því að slá inn kóða sem barst með SMS-i.
14. mars 2023
AB-Fasteignir fá sjálfbærnimerki Landsbankans
AB-Fasteignir hafa fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
9. mars 2023
Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
2. mars 2023
Öflugt sjálfbærniteymi vinnur að vaxandi verkefnum
Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.
27. feb. 2023
Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands styrkir stúdenta um 127,5 milljónir
Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að verja 127,5 milljónum króna í styrki til doktorsnema við Háskóla Íslands í ár.
- …