Fréttir

Fréttalisti

Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
10. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur