Fréttir

Fréttalisti

Togari við Vestmannaeyjar
2. des. 2023
Tæplega fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ísfélags hf.
Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk kl. 14.00 þann 1. desember. Alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 ma.kr. sem samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Rúmlega fimmföld eftirspurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B.
Fjármálamót á pólsku
1. des. 2023
Udana Konferencja Finansowa w języku polskim
Konferencja Finansowa to nazwa cyklu zebrań informacyjnych Landsbankinn, takich jak to, które odbyło się wczoraj, czyli w środę, dnia 29 listopada 2023 roku, po raz pierwszy po polsku dla polskich klientów. Zebranie przebiegło bardzo dobrze i cieszyło się niezłą frekwencją. Zebrani zadawali dużo pytań dotyczących nie tylko kredytów hipotecznych, różnych rodzajów kart kredytowych czy dobrowolnego funduszu emerytalnego.
Fjármálamót á pólsku
30. nóv. 2023
Vel heppnað Fjármálamót á pólsku
Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og í gær, miðvikudaginn 29. nóvember 2023, héldum við slíkan fund í fyrsta sinn á pólsku fyrir pólskumælandi viðskiptavini. Fundurinn tókst afar vel, var vel sóttur og fundargestir spurðu mikið, ekki síst um íbúðalán, mismunandi kreditkort og viðbótarlífeyrissparnað.
Tölva á borði
30. nóv. 2023
Umræðuvefur Landsbankans einnig á ensku – „The Forum“
Nú birtist Umræðan, efnis- og fréttaveita Landsbankans, einnig á ensku. Við viljum leggja okkar af mörkum til að fræða alla landsmenn um fjármál, efnahagsmál, netöryggi og annað sem er efst á baugi hverju sinni.
28. nóv. 2023
Opið söluferli á 35% eignarhlut Landsbankans í Keahótelum ehf.
Eignarhlutur Landsbankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. er nú til sölu. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna.
Austurbakki
27. nóv. 2023
S&P hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í A+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A+ með stöðugum horfum.
Gluggar
24. nóv. 2023
Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn zaprasza 29 listopada o godz. 18.00–19.00 na zebranie informacyjne na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego. Zebranie odbędzie się w sali Klubu Sportowego „Leiknir” w Breiðholt przy Austurberg 1, 111 Reykjavík. Zebranie prowadzone będzie w języku polskim.
Gluggar
24. nóv. 2023
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
Grindavík
24. nóv. 2023
Bez odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych dla mieszkańców Grindavíku przez trzy miesiące
W związku z niepewną sytuacją wskutek klęski żywiołowej w Grindavíku Landsbankinn, Arion banki oraz Íslandsbanki we współpracy ze Związkiem Przedsiębiorstw Finansowych (SFF) doszły do porozumienia w sprawie zniesienia odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych mieszkańców Grindavíku na okres trzech miesięcy. Wczoraj, tj. 22 listopada br., zostało zawarte porozumienie tejże treści.
Grindavík
23. nóv. 2023
Engir vextir eða verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði
Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.
Magnús Baldvin Friðriksson
23. nóv. 2023
Magnús Baldvin til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf
Magnús Baldvin Friðriksson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf bankans.
Togari við Vestmannaeyjar
22. nóv. 2023
Hlutafjárútboð Ísfélags hf.
Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Félagið er leiðandi í veiðum og vinnslu gæðaafurða úr uppsjávar- og bolfiski. Skráning hlutabréfa Ísfélags á Aðalmarkað gerir áhugasömum fjárfestum kleift að taka þátt í vexti félagsins og styðja það til frekari sóknar.
Netbanki
22. nóv. 2023
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt fimmtudags
Vegna viðhalds á gagnagrunnum verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt fimmtudagsins 23. nóvember. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 4.00.
Netbanki
18. nóv. 2023
Ograniczone usługi z powodu prac konserwacyjnych w nocy z soboty na niedzielę
Z powodu prac konserwacyjnych baz danych Centralnego Ośrodka Przetwarzania Danych pewne usługi bankowe nie będą dostępne w nocy z soboty na niedzielę dnia 19 listopada br. Planowane ograniczenia usług obowiązywać będą od godz. 2.00 do 9.00 w niedzielę rano.
Austurbakki
18. nóv. 2023
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti þann 17. nóvember 2023 um breytingu á horfum lánshæfismats Landsbankans úr stöðugum í jákvæðar og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með jákvæðum horfum.
Grindavík
18. nóv. 2023
Viðbrögð við stöðu Grindvíkinga eru til skoðunar
Það er mjög erfitt að gera sér í hugarlund þá óvissu sem ríkir meðal Grindvíkinga. Hugur alls starfsfólks bankans er hjá bæjarbúum. Við erum stolt af öflugu útibúi okkar í Grindavík og af að eiga marga trausta og góða viðskiptavini í bæjarfélaginu, bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Netbanki
17. nóv. 2023
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna viðhalds á gagnagrunnum verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 19. nóvember. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 2.00 til um kl. 9.00 á sunnudagsmorgun.
Grindavík
16. nóv. 2023
Skrytki bankowe zostały przewiezione do oddziału w Mjóddin
Skrytki bankowe, które znajdowały się w oddziale w Grindavíku, zostały wczoraj po południu, tj. w środę, 15 listopada br., przewiezione do oddziału Landsbankinn w Mjóddin. W oddziale w Grindavíku znajdowało się około 150 skrytek bankowych. Będą one dostępne dla klientów od jutra, tj. piątku, 17 listopada br.
Grindavík
16. nóv. 2023
Upplýsingar um bankaþjónustu við Grindvíkinga
Á meðan útibúið okkar í Grindavík er lokað, tökum við vel á móti Grindvíkingum í öðrum útibúum bankans. Það er einfalt að bóka tíma á vefnum og hægt er að velja á milli þess að fá símtal, fjarfund eða fund í því útibúi sem hentar. Landsbankinn er með útibú um allt land. Atburðirnir gætu valdið því að margir einstaklingar verði fyrir tekjufalli og áhrifin eru sömuleiðis mikil á fyrirtæki í bæjarfélaginu. Við erum með ýmis úrræði í boði, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ef viðskiptavinir þurfa aðstoð eða vilja fara yfir fjármálin hvetjum við þá til að hafa samband við okkur. Einfalt að fresta afborgunum (frysta) Margir viðskiptavinir okkar í Grindavík eru með íbúðalán og þeir geta allir fengið að fresta afborgunum af lánunum. Hafðu samband við okkur ef þú vilt fresta afborgunum. Þú getur pantað tíma á landsbankinn.is eða sent okkur tölvupóst á landsbankinn@landsbankinn.is. Hægt er að fresta afborgunum í allt að sex mánuði. Það er einfalt og fljótlegt og engin gjöld falla á viðskiptavini okkar í Grindavík vegna þess. Margir viðskiptavinir eru með geymsluhólf í útibúinu. Geymsluhólf sem voru í útibúinu í Grindavík voru flutt í útibú Landsbankans í Mjódd miðvikudaginn 15. nóvember. Starfsfólk bankans í Grindavík hefur, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og þau munu öll halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu á meðan lokað er í Grindavík. Starfsfólk bankans í Grindavík hefur, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og þau munu öll halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu á meðan lokað er í Grindavík. Við fylgjumst vel með stöðunni og munum setja frekari upplýsingar hér á vefinn. Fréttin var fyrst birt 13. nóvember 2023 og síðast uppfærð 16. nóvember 2023.
Grindavík
16. nóv. 2023
Geymsluhólf úr Grindavík hafa verið flutt í útibúið í Mjódd
Geymsluhólf sem voru í útibúinu í Grindavík voru seinnipartinn í gær, miðvikudaginn 15. nóvember, flutt í útibú Landsbankans í Mjódd. Í útibúinu í Grindavík voru um 150 geymsluhólf. Þau verða aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum, föstudegi 17. nóvember.
Grindavík
14. nóv. 2023
Informacje na temat usług bankowych dla mieszkańców Grindavíku
Podczas zamknięcia naszego oddziału w Grindavíku serdecznie witamy mieszkańców tego miasta w innych oddziałach bankowych. Umówienie wizyty na landsbankinn.is jest proste. Petent może wybrać rozmowę telefoniczną, zebranie zdalne czy spotkanie w dowolnym oddziale. Oddziały Landsbankinn znajdują się w całym kraju. Ostatnie wydarzenia mogą spowodować u wielu osób spadek dochodów, jak i w ogromnym stopniu wpłynąć na przedsiębiorstwa w gminie. Mamy do dyspozycji różne możliwe rozwiązania zarówno dla osób prywatnych, jak i przedsiębiorstw. Prosimy klientów o kontakt z nami, jeżeli potrzebują pomocy lub pragną omówić swoją sytuację finansową. Zawieszenie spłaty kredytu (zamrożenie spłaty rat) jest proste Wielu naszych klientów z Grindavíku zaciągnęło kredyt hipoteczny i każdy z nich może złożyć wniosek o zawieszenie spłaty kredytu. Skontaktuj się z nami, jeżeli chciał(a)byś zawiesić spłatę kredytu. Możesz umówić wizytę na landsbankinn.is lub wysłać wiadomość elektroniczną na landsbankinn@landsbankinn.is. Spłatę kredytu można zawiesić nawet do sześciu miesięcy. Jest to proste i szybkie w wykonaniu i z tego tytułu nasi klienci z Grindavíku nie poniosą żadnych kosztów. Dzisiaj rano (14 listopada) pracownicy naszego banku wybrali się do naszego oddziału po skrytki bankowe, ale zostali zawróceni przez policję na podstawie przeprowadzonej analizy ryzyka. Zwróciliśmy się już z wnioskiem do Oddziału obrony cywilnej o wydanie szczególnego zezwolenia na udanie się do oddziału, zabranie znajdujących się w tam skrytek bankowych i przewiezienie ich do innego oddziału. Mamy nadzieję, iż wkrótce będziemy mogli poinformować wszystkich klientów posiadających skrytki bankowe w oddziale bankowym w Grindavíku o dalszych krokach w tej sprawie. Śledźmy uważnie sytuację Pracownikom oddziału w Grindavíku, tak jak innym mieszkańcom miasta, zapewniono zakwaterowanie w innych gminach i nadal będą wykonywali swoje obowiązki zawodowe w Landsbankinn w innych oddziałach lub zdalnie. Śledzimy uważnie sytuację i mamy nadzieję, że ten niepewny stan rzeczy jak najszybciej ulegnie zmianie. Na naszej stronie landsbankinn.is umieścimy więcej szczegółów. Uważnie śledzimy sytuację i w związku z tym umieścimy więcej szczegółów na naszej stronie.
9. nóv. 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána föstudaginn 10. nóvember.
1. nóv. 2023
Notaðu Landsbankaappið til að millifæra af reikningum í öðrum bönkum
Nú er hægt að nota Landsbankaappið til að tengjast öðrum bönkum og millifæra út af reikningum þar. Þau sem eiga reikninga í fleiri en einum banka þurfa því ekki að skrá sinn í önnur bankaöpp, því í Landsbankaappinu er bæði hægt að sjá stöðuna á reikningunum og millifæra annað.
Ljónshjarta
31. okt. 2023
Landsbankinn styrkir Ljónshjarta í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitir Landsbankinn styrki til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rennur styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Ljónshjarta.
Austurbakki
26. okt. 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023  
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 var 22,4 milljarðar króna, þar af 7,9 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 10,5% en var 10,9% á þriðja ársfjórðungi.
Reykjastræti
24. okt. 2023
Ograniczone usługi spowodowane strajkiem kobiet dnia 24 października br.
81 procent pracowników w oddziałach Landsbankinn to kobiety, z których duża część weźmie udział w jutrzejszym strajku kobiet, tj. we wtorek 24 października. W związku ze strajkiem znaczna część kobiet wstrzyma pracę przez cały dzień. W związku ze strajkiem kobiet i osób niebinarnych we wtorek oddziały i obsługa banku będą nieczynne. Nasze Centrum Obsługi Klienta będzie czynne, jak i czat na stronie naszego banku, jednakże w związku z ograniczoną kadrą pracowniczą należy się spodziewać, iż czas oczekiwania na obsługę będzie dłuższy niż zwykle. Przypominamy o aplikacji bankowej i bankowości elektronicznej, gdzie można załatwić prawie wszystkie sprawy bankowe.
Reykjastræti
23. okt. 2023
Skert þjónusta vegna kvennaverkfalls 24. október
81% starfsfólks í útibúum Landsbankans eru konur og munu margar þeirra taka þátt í kvennaverkfallinu á morgun, þriðjudaginn 24. október, og leggja niður störf í heilan dag. Vegna verkfalls kvenna og kvára verða útibú og afgreiðslur bankans því lokuð á þriðjudaginn. Þjónustuverið okkar er opið sem og netspjall á vef bankans en vegna fáliðunar er viðbúið að bið eftir þjónustu verði lengri en vanalega. Við minnum á appið og netbankann þar sem hægt er að ljúka nánast öllum bankaerindum.
Netöryggi
18. okt. 2023
Ísland.is aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að komast yfir persónuupplýsingar. Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Hagspá 2023
17. okt. 2023
Hagspá Hagfræðideildar til 2026
Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,1% hagvexti á þessu ári og 2,1% hagvexti á því næsta.
Hagspá 2023
11. okt. 2023
Morgunfundur um nýja hagspá Landsbankans til 2026
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Hagfræðideildar Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 17. október. Þar verður fjallað um hagspána, Arnaud Marès, aðalhagfræðingur hjá Citi-banka, heldur erindi og fundinum lýkur með spennandi pallborðsumræðum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur