- Einstaklingar
- Fyrirtæki
- Markaðurinn
- Umræðan
- Bankinn
Fréttalisti

26. jan. 2021
Verstu janúarútsölur síðan 2002 – verðbólga 4,3% í janúar
Verðbólga mælist nú 4,3% samanborið við 3,6% í desember og hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst 2013.

26. jan. 2021
Launavísitalan hækkaði um 6,3% milli 2019 og 2020, kaupmáttur jókst um 3,4%
Launavísitalan hækkaði um 0,2% milli nóvember og desember, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2%. Launavísitalan hækkaði um 6,3% milli 2019 og 2020 sem var mun meira en árið áður.

25. jan. 2021
Vikubyrjun 25. janúar 2021
Hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast yfir ásettu verði hefur aukist verulega. Það vekur athygli að hlutfallið hefur aukist einna mest á meðal íbúða sem seljast á verði yfir 75 milljónum.

22. jan. 2021
Ný fjármálaumgjörð Landsbankans stuðlar að sjálfbærni
Landsbankinn hefur gefið út sína fyrstu sjálfbæru fjármálaumgjörð. Hún eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni, s.s. orkuskipti, umhverfisvæna innviði og sjálfbæran sjávarútveg.

22. jan. 2021
Íbúðaverð hækkar enn
Árið 2020 var mun líflegra á íbúðamarkaði en fyrstu spár bentu til þegar heimsfaraldurinn hófst. Viðskipti með íbúðarhúsnæði jukust verulega þegar leið á árið, m.a. vegna hagstæðari lánskjara, og verð tók að hækka. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast nú yfir ásettu verði sem bendir til þess að spenna sé nokkur á íbúðamarkaði.

21. jan. 2021
Losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað mikið síðustu tvö ár
Ef fyrstu þrír ársfjórðungar síðustu ára eru bornir saman má sjá að minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum hefur verið mikil. Þannig var losun frá flugsamgöngum á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2020 einungis um 37% af því sem hún var á árinu 2018, þegar hún var mest. Losunin frá stóriðju hélt áfram að minnka á fyrstu þremur fjórðungum ársins 2020 en þó minna en árið á undan.

20. jan. 2021
Verulega breyttar neysluvenjur
Covid-19-faraldurinn setti mark sitt á neyslu fólks í fyrra. Innlend verslun var nokkuð mikil, enda fáir sem lögðu leið sína til útlanda. Mest jókst kortavelta Íslendinga í áfengisverslunum og mestur samdráttur varð í kaupum á skipulögðum ferðum ferðaskrifstofa. Í mörgum tilfellum var um tilfærslu á neyslu að ræða.

20. jan. 2021
Krónan var í hópi þeirra gjaldmiðla sem veiktust hvað mest á síðasta ári
Gengi krónunnar gaf verulega eftir á síðasta ári og veiktist raungengi hennar miðað við verðlag um 8% milli 2019 og 2020. Þessa veikingu má rekja til efnahagslegra áhrifa af Covid-19-faraldrinum sem hefur kippt ferðaþjónustu í heiminum nánast úr sambandi, en ferðaþjónustan hefur verið mikilvægasta útflutningsstoð Íslands síðustu ár.

19. jan. 2021
Atvinnuleysi jókst minna í desember en reikna mátti með
Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í desember 10,7% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði aukist úr 10,6% frá því í nóvember. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið var áfram 1,4% og var óbreytt milli mánaða. Heildaratvinnuleysi í desember var því 12,1% samanborið við 12,0% í nóvember og jókst þannig um 0,1 prósentustig.

18. jan. 2021
Oddziały banku są otwarte, ale uprzejmie prosimy o umówienie się na wizytę
Od czasu gdy zmiany dotyczące restrykcji w związku ze zgromadzeniami publicznymi weszły w życie, czyli od 13 stycznia, oddziały Landsbankinn zostały otwarte.

18. jan. 2021
Vikubyrjun 18. janúar 2021
Heildarvelta innlendra greiðslukorta dróst saman milli áranna 2019 og 2020. Ef við skoðum samsetningu má sjá ýmislegt fróðlegt um breytta neysluhegðun í Covid-19-faraldrinum.

15. jan. 2021
Gott ár hjá Íslenska lífeyrissjóðnum
Ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins var mjög góð á árinu 2020. Árið var óvenjulegt fyrir margra hluta sakir og einkenndist af óvissu og efnahagsáföllum. Þrátt fyrir það komu verðbréfamarkaðir vel út.

15. jan. 2021
Yfirlit yfir sértryggð skuldbréf
Á síðasta ári seldu stóru viðskiptabankarnir þrír sértryggð skuldabréf að nafnvirði 74,9 mö.kr. í útboðum. Heildarupphæð útgefinna sértryggðra bréfa um seinustu áramót var 560 ma.kr. að nafnvirði með áföllnum verðbótum.

14. jan. 2021
Jólaneyslan fann sér farveg
Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og breyttar jólahefðir jókst neysla Íslendinga innanlands um 5% milli ára í desember. Í heildina dróst kortavelta þó saman um 4% að raunvirði þar sem neysla erlendis frá var minni í ár en í fyrra.

14. jan. 2021
Spáum 3,9% verðbólgu í janúar
Hagstofan birtir janúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 26. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,42% lækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 3,6% í 3,9%.

14. jan. 2021
S&P metur lánshæfi sértryggðra skuldabréfa Landsbankans
S&P Global Ratings birti í dag lánshæfismat fyrir sértryggð skuldabréf útgefin af Landsbankanum og hljóta sértryggðu skuldabréfin lánshæfismatið A- með stöðugum horfum.

14. jan. 2021
Beinar mótvægisaðgerðir ríkissjóðs skýra rúman þriðjung hallareksturs síðasta árs
Beinar mótvægisaðgerðir opinberra fjármála virðast hafa verið minni hér en á öðrum Norðurlöndum á árinu 2020. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er talið að umfang aðgerða á Íslandi hafi verið 4,2% af VLF. Það er í lægri enda meðal Evrópuþjóða og lægsta hlutfallið innan Norðurlandanna, fyrir utan Finnland.

13. jan. 2021
Erlendum ferðamönnum fækkaði um 76% á síðasta ári
Alls komu rúmlega 478 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári. Þeir voru rétt tæplega 2 milljónir árið 2019 og fækkaði þeim því um 76% milli ára. Leita þarf aftur til ársins 2010, síðasta ársins fyrir uppsveifluna í ferðaþjónustu, til að finna færri ferðamenn. Þessa þróun má rekja til Covid-19-faraldursins sem hefur tekið ferðaþjónustu heimsins tímabundið úr sambandi.

12. jan. 2021
Leigumarkaður tekur breytingum á tímum veirufaraldurs
Á síðustu mánuðum hafa þó nokkrar breytingar átt sér stað á leigumarkaði. Leiguverð hefur víða lækkað, leigjendum hlutfallslega fækkað og framboð leiguhúsnæðis aukist að mati leigjenda.

11. jan. 2021
Við opnum útibúin en biðjum þig um að panta tíma
Við opnum útibú Landsbankans um leið og breytingar á samkomutakmörkunum taka gildi miðvikudaginn 13. janúar. Við biðjum þig samt um að panta tíma hér á vefnum til að auðvelda okkur að virða 2 metra regluna og tryggja að ekki verði fleiri en 20 manns inni í einu.

11. jan. 2021
Fjárlög 2021 – erfiðir tímar framundan í rekstri ríkissjóðs
Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla um miðjan desember. Fjárlög ársins 2020 voru á sínum tíma samþykkt með tæplega 10 ma.kr. halla, en eftir samþykkt fimm fjáraukalaga á árinu lítur nú út fyrir að halli ársins 2020 verði um 270 ma.kr. Við framlagningu fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir um 264 ma.kr. halla, en hann hefur aukist um 62 ma.kr. í meðferð Alþingis, eða um 23%. Áætlaður halli ríkissjóðs verður um 42% af tekjum ársins samanborið við 35% í fyrra.

11. jan. 2021
Vikubyrjun 11. janúar 2021
Nýlega sagði seðlabankastjóri að árið 2021 yrði ár peningaprentunar. Ef við skoðum peningamagn í umferð, þ.e. seðla, myntir og innlán, sést að það jókst nokkuð hratt að raunvirði í fyrra. Má því segja að árið 2020 hafi einnig verið ár peningaprentunar.

8. jan. 2021
Íslenska krónan veiktist töluvert á síðasta ári
Á síðasta ári veiktist krónan á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar. Þannig kostaði evran 14,9% meira í lok árs 2020 en í byrjun árs, Bandaríkjadollar 5,0% meira og sterlingspund 8,9% meira.

7. jan. 2021
Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa
Tómstundastyrkir Klassa voru veittir á dögunum.
Styrkirnir eru tíu talsins, hver að upphæð 30.000 kr.

7. jan. 2021
Vísitala heildarlauna – breytt samsetning vinnuafls hefur áhrif á þróun
Heildarlaun í flutninga- og geymslustarfsemi hækkuðu um 11,3% milli 3. ársfjórðunga 2019 og 2020 og um 9,1% í gisti- og veitingarekstri. Launavísitalan hækkaði um 6,5% á sama tíma. Áhrif faraldursins hafa verið mikil á þessar atvinnugreinar. Líkleg skýring á þessum mun er að breyting á samsetningu vinnuaflsins hækki meðaltal á milli tímabila. Almennu starfsfólki á lægri enda tekjustigans fækkar, vægi hópa með hærri laun eykst, sem hefur áhrif á samanburð meðaltala.

6. jan. 2021
Netverslun eykst í faraldrinum
Í nóvember jókst innlend netverslun um 353% milli ára og nam alls 7,6 mö.kr. Hlutfallslega var netverslun mest í raf- og heimilistækjaverslunum þar sem 41% af kaupum fóru fram í gegnum netið. Jólagjafir voru að líkindum margar keyptar í gegnum netverslanir á sérstökum tilboðsdögum í nóvember.

5. jan. 2021
Áfram verulegur slaki á vinnumarkaði
Atvinnuþátttaka mældist 78,2% nú í nóvember sem er 0,7 prósentustigum lægra en í nóvember 2019. Minnkandi atvinnuþátttaka er að töluverðum hluta ákveðin birtingarmynd atvinnuleysis þar sem einhver hluti vinnuaflsins kýs að hverfa af vinnumarkaði í stað þess að verða atvinnulaus.

29. des. 2020
Vaxtagreiðslur og millifærslur um áramótin
Vaxtagreiðslur bankareikninga fyrir árið 2020 og skuldfærsla vegna vaxta á yfirdráttarlánum fyrir desembermánuð 2020 fara fram þann 31. desember.

28. des. 2020
Nýr vefur Landsbankans kominn í loftið
Nýr vefur Landsbankans er hannaður með það markmið í huga að einfalda líf viðskiptavina með því að gera fjármálin aðgengilegri og gera fræðslu og ráðgjöf hærra undir höfði.

22. des. 2020
Tekjur í Airbnb í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur lægri en af langtímaleigu
Airbnb markaðurinn hér á landi hefur gefið mikið eftir síðustu misseri samfara mikilli fækkun erlendra ferðamanna. Tekjur hafa minnkað mikið og nýtingin lækkað mikið þrátt fyrir töluverðan samdrátt í framboði íbúða. Mikill samdráttur í tekjum og verri nýting vekur upp spurningar hvort að betra sé að vera með íbúð í langtímaleigu eða í Airbnb.
- …
Landsbankinn hf.
Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Kt. 471008-0280
Swift/BIC: NBIIISRE
Sími: 410 4000
landsbankinn@landsbankinn.is
Lagalegur fyrirvari
Rafrænar lausnir
Vefkökur
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.
Tryggja virkni vefsins
Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins
Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar