Fréttir
Fréttalisti
16. ágúst 2022
Menningarnótt í Landsbankanum Austurstræti 11
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá í Austurstræti 11.
11. ágúst 2022
Vörumst netsvik - er netslóðin örugglega rétt?
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum sem viðskiptavinir urðu fyrir í sumar miðar vel, eins og fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Vegna þessa máls bendum við á að við mælum með að viðskiptavinir fari inn í netbanka Landsbankans í gegnum vef bankans, þ.e. með því að slá inn landsbankinn.is í gluggann sem sýnir netslóðina.
27. júlí 2022
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2022. Hinsegin dagar hefjast þriðjudaginn 2. ágúst en hápunkturinn er Gleðigangan laugardaginn 6. ágúst.
27. júlí 2022
Vörum við svikum - ekki samþykkja greiðslur og innskráningu í hugsunarleysi
Við vörum við svikum sem hafa átt sér stað í nafni Landsbankans og ítrekum að aldrei skal staðfesta innskráningu eða millifærslu nema þú ætlir þér raunverulega að skrá þig inn eða millifæra.
25. júlí 2022
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi föstudaginn 29. júlí. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1. ágúst. Við minnum á að viðskiptavinir bankans geta sinnt bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er í Landsbankaappinu eða í netbankanum. Nánari upplýsingar um útibúanet Landsbankans, app bankans, hraðbanka og netbanka má finna hér á vefnum.
21. júlí 2022
Úthlutað úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar
Alls fengu 22 verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar að þessu sinni.
21. júlí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans.
7. júlí 2022
Fjölbreyttari leiðir til að nýta sér bankaþjónustu
Við höfum nú opnað fyrir þann möguleika að aðrir þjónustuaðilar en bankinn geti birt upplýsingar um greiðslureikninga viðskiptavina okkar í sínum eigin lausnum, hafi viðskiptavinur samþykkt það.
29. júní 2022
Landsbankinn breytir vöxtum
Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,85 prósentustig og verða 6,25%. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20-0,35 prósentustig. Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20 prósentustig en breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir.
29. júní 2022
Nýr forstöðumaður Þjónustuvers
Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans.
28. júní 2022
Nýir starfsmenn í Fyrirtækjaráðgjöf
Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted hafa verið ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
27. júní 2022
Nýr útibússtjóri í Hafnarfirði
Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.
23. júní 2022
Óskum Alvotech til hamingju með skráningu á First North á Íslandi
Í kjölfar skráningar hlutabréfa Alvotech á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York í síðustu viku hefur félagið nú einnig verið skráð á Nasdaq First North Iceland vaxtarmarkaðinn.
20. júní 2022
Fjölbreytt verkefni fá sjálfbærnistyrk Landsbankans
Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
16. júní 2022
Vel heppnuð skráning Alvotech á Nasdaq í New York
Hlutabréf í Alvotech voru tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq í New York í dag.
16. júní 2022
Styrkjum fimmtán framúrskarandi námsmenn
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
16. júní 2022
Breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði – upptaka frá fræðslufundi
Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.
15. júní 2022
Landsbankinn breytir föstum vöxtum
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,45 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig.
3. júní 2022
Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics
Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
31. maí 2022
Landsbankinn breytir föstum vöxtum íbúðalána
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,35 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. júní.
27. maí 2022
S&P hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í A
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A með stöðugum horfum.
25. maí 2022
Stelpur í 9. bekk kynntu sér tæknistörf í bankanum
Í síðustu viku fengum við góða heimsókn frá 25 stelpum í 9. bekk í Háteigsskóla á vegum verkefnisins Stelpur og tækni. Þær ræddu við okkur um upplýsingatækni, kynntu sér starfsemi bankans og fræddust um tækni og tæknistörf. Síðan tók við hópavinna þar sem stelpurnar þróuðu skemmtilegar hugmyndir að nýjum vörum og þjónustu. Markmiðið með verkefninu er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Við þökkum stelpunum kærlega fyrir heimsóknina! Stuðningur við samfélagið
23. maí 2022
Flóaskóli sigraði í Skólahreysti 2022
Flóaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2022 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Mýrinni laugardaginn 21. maí.
19. maí 2022
Hagspá 2022-2024: Hagvöxtur í skugga verðbólgu
Verðbólga mun ná hámarki í haust og verður þá rúmlega 8% en lækkar síðan aftur. Stýrivextir munu halda áfram að hækka og verða 6% í lok þessa árs. Hagvöxtur verður töluverður og atvinnuleysi mun halda áfram að minnka. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá Hagfræðideildar sem nær til ársloka 2024.
17. maí 2022
Loks mögulegt að þinglýsa íbúðalánum rafrænt
Landsbankinn býður nú upp á rafrænar þinglýsingar við endurfjármögnun íbúðalána og er bankinn fyrstur til að taka þetta skref. Unnið er að því að hægt verði að þinglýsa rafrænt öllum íbúðalánum bankans.
16. maí 2022
Landsbankinn breytir vöxtum
Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,70 prósentustig og verða 5,40%. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,10-0,15 prósentustig. Engar breytingar verða á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum, hvorki breytilegum né föstum.
16. maí 2022
Áttaði sig á bitcoin-svikunum á miðjum fræðslufundi
Það segir sína sögu um hversu algeng netsvik eru að einn fundargesta á fræðslufundi Landsbankans fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttaði sig á því á fundinum að hann væri fórnarlamb svika.
5. maí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins var 3,2 milljarðar króna. Arðsemi eiginfjár var 4,7%. Hreinar þjónustutekjur jukust um 28,5% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Hreinar vaxtatekjur jukust um 19%, aðallega vegna þess að efnahagsreikningur er stærri og ávöxtun lausafjár betri. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði mældist 39% í lok tímabilsins, heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Kostnaðarhlutfall (K/T) var 54,9% og kostnaður er áfram stöðugur. Hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu heildareigna er 1,4%. Dregið hefur úr vexti íbúðalána en útlán til fyrirtækja jukust um 20,7 milljarða króna, ef gengisáhrifa hefði ekki gætt. Um 90% af nýjum íbúðalánum á fyrsta ársfjórðungi voru óverðtryggð og 58% lánanna voru með fasta vexti, í flestum tilvikum til þriggja ára. Landsbankinn varð aðalleyfishafi hjá Visa sem eykur hagkvæmni í rekstri og gerir bankanum m.a. auðveldara að bjóða upp á nýjungar í kortaþjónustu. Fyrsta rafræna þinglýsing íbúðaláns fór fram í febrúar og var Landsbankinn fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á þessa þjónustu. Kaup í sjóðum Landsbréfa hafa aukist um 30% á milli ára.
4. maí 2022
Ræstitækni fær sjálfbærnimerki Landsbankans
Ræstitækni ehf. hefur hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans fyrir Svansvottun á vöru og þjónustu. Sjálfbærnimerkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjámálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn eða félagsleg verkefni.
4. maí 2022
Vörum við fölskum SMS skilaboðum
Við vörum við fölskum SMS skilaboðum sem send hafa verið þar sem fólki er bent á að uppfæra öryggisupplýsingar sínar með því að smella á hlekk. Ef smellt er á hlekkinn opnast fölsk innskráningarsíða.
- …