Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Sam­fé­lags­sjóð­ur Lands­bank­ans styrk­ir 32 verk­efni

Samfélagsstyrkir 2025
11. desember 2025

Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.

Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og náttúruvernd og verkefni á sviðum sjálfbærni, menningar og lista.

Dómnefndin var skipuð þeim Felix Bergssyni, leikara, Dagnýju Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá Ríkislögreglustjóra og Aðalheiði Snæbjarnardóttur, forstöðumanni sjálfbærni hjá Landsbankanum.

Frá árinu 2011 hafa hátt á fimmta hundrað verkefna fengið styrki úr Samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals 245 milljónum króna. Auk samfélagsstyrkjanna veitir sjóðurinn einnig árlega námsstyrki. Styrkir úr Samfélagssjóði koma til viðbótar við önnur fjölbreytt samstarfsverkefni bankans um allt land.

Yfir fjögur hundruð umsóknir bárust í ár og verkefnin sem hlutu styrk eru hvert öðru glæsilegra.

Í flokknum menning og listir hlaut ListaVestrið – menningarhátíð á Flateyri 1 milljón króna í styrk. Hótel Hafnir hlaut sömuleiðis 1 milljón króna fyrir Fornverk í Höfnum – námskeið sem stuðla að endurlífgun og miðlun fornra handverkshátta.

Sláturhúsið – menningarmiðstöð hlaut 800 þúsund króna styrk fyrir Vor/Wiosna list- og menningarhátíð.þ

Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 500 þúsund króna styrk:

  • Stemma – landssamtök kvæðamanna fyrir landsmót kvæðamanna sem fram fer í vor.
  • Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím.
  • Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi.
  • Kriðpleir leikhópur fyrir leikritið Unaðsreiturinn.

Hamraborg Festival hlaut 250 þúsund króna styrk og Kammerkór Norðurlands hlaut 200 þúsund króna styrk fyrir fimm vortónleikum í vor.

Í flokknum forvarnar- og æskulýðsstarf hlaut Bergið Headspace tveggja milljóna króna styrk.

Þykjó ehf. hlaut 1 milljón króna í styrk til að lífga upp á og leikjavæða Barnaspítala Hringsins. Reiðhjólabændur hlutu 750 þúsund króna styrk fyrir hjólasöfnun sinni.

Þá hlaut Okkar heimur 600 þúsund króna styrk fyrir stuðningshóp fyrir ungmenni sem eiga foreldra með geð- eða fíknivanda.

Edda Sigfúsdóttir ásamt Prescriby hlutu 500 þúsund króna styrk til að veita fólki sálrænan stuðning sem fer í niðurtröppun á ávanabindandi efnum. Soffía Ámundadóttir hlaut sömuleiðis 500 þúsund króna styrk fyrir fyrirlestra fyrir unglinga um ofbeldi, áreitni og hegðunarvanda.

Nýsköpunarsetur Hafnarfjarðar hlaut 250 þúsund króna styrk fyrir Ljósaperuna – stúdíó fyrir skapandi samfélag.

Í flokknum menntamál, rannsóknir og vísindi hlutu fjögur verkefni 500 þúsund króna styrk:

  • Krumma films fyrir Daginn sem Ísland stöðvaðist, kennsluverkefni byggt á heimildarmyndinni The Day Iceland Stood Still og fjallar um kvennaverkfallið árið 1975.
  • Bryndís Guðmundsdóttir fyrir Málhljóðvaktina – Froskaleik sem kennir börnum framburð málhljóða.
  • Sævar Helgi Bragason fyrir menntabúðir fyrir leikskólakennara um m.a. sólmyrkva.
  • Valborg Ösp Á. Warén fyrir Gróandi á Bala – samfélagsræktun á Stöðvarfirði.

Pappírsbátur hlaut 400 þúsund króna styrk fyrir Brýr á milli skóla – opinn samfélags- og menntaviðburð í Borgarbókasafninu í Grófinni.

Þá hlutu Ungir fjárfestar 250 þúsund króna styrk fyrir efnissköpun til að efla fjármálalæsi ungs fólks. Hinrik Wöhler og Ólafur Jóhann Þórbergsson hlutu sömuleiðis 250 þúsund króna styrk fyrir hlaðvarpið Stéttir landsins.

Í flokknum sjálfbærni hlutu þrjú verkefni styrk. Claudia Sigurðardóttir hlaut 500 þúsund króna styrk fyrir Fræ framtíðar – samfélagsmiðað verkefni á Heiðarbæ í Flóahreppi, Bambahús hlutu 500 þúsund króna styrk til að bæta sjálfvirkri loftun í gróðurhús við leik- og grunnskóla og Nýtingarmiðstöð á Vopnafirði hlaut 450 þúsund króna styrk til tækjakaupa.

Í flokknum starf mannúðarsamtaka og líknarfélaga hlutu Samtök um kvennaathvarf tveggja milljóna króna styrk fyrir nýju Kvennaathvarfi.

Sorgarmiðstöðin hlaut 1 milljón króna í styrk fyrir Hjálp48 - þjónustu við aðstandendur eftir skyndilegan ástvinamissi.

Einstök börn – Landssamtök barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma hlutu 800 þúsund króna styrk fyrir Einstaka pabba, hópastarf feðra.

Félag fósturforeldra hlaut 500 þúsund króna styrk fyrir vitundarvakningu um málefni fósturs og Tilvera – samtök um ófrjósemi hlaut 400 þúsund króna styrk fyrir 1 af hverjum 6 – fræðslu og vitundarátak um ófrjósemi.

Þá hlaut Kvenfélagið 19. júní 100 þúsund króna styrk fyrir jólabingó þar sem safnað er fyrir góðgerðarmálum.

Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Samfélagsstyrkir 2025
Þú gætir einnig haft áhuga á
16. jan. 2026
Orden vann í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans
Teymið Orden bar sigur úr býtum í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans og hlaut að launum 150.000 krónur í verðlaunafé og sæti í 10 liða lokakeppni Gulleggsins.
Dagatal Landsbankans 2025
14. jan. 2026
Sýning á dagatalsmyndunum opnar 20. janúar
Þorvaldur Jónsson listmálari gerði myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans 2026. Þorvaldur mun opna sýningu á myndunum í Landsbankanum Reykjastræti 6 þriðjudaginn 20. janúar klukkan 15.00. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma bankans og mun standa fram á vor.
14. jan. 2026
TM er komið í samstarf við Aukakrónur!
Það gleður okkur að segja frá því að nú er TM samstarfsaðili Aukakróna. Allir sem eru með tryggingarnar sínar hjá TM fá 1% endurgreiðslu í formi Aukakróna þegar greitt er með korti tengdu við Aukakrónukerfið. Svo er líka hægt að borga fyrir tryggingarnar sínar með Aukakrónum.
7. jan. 2026
Landsbankinn hefur samstarf við Drift EA
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.