Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni

Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og náttúruvernd og verkefni á sviðum sjálfbærni, menningar og lista.
Dómnefndin var skipuð þeim Felix Bergssyni, leikara, Dagnýju Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá Ríkislögreglustjóra og Aðalheiði Snæbjarnardóttur, forstöðumanni sjálfbærni hjá Landsbankanum.
Frá árinu 2011 hafa hátt á fimmta hundrað verkefna fengið styrki úr Samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals 245 milljónum króna. Auk samfélagsstyrkjanna veitir sjóðurinn einnig árlega námsstyrki. Styrkir úr Samfélagssjóði koma til viðbótar við önnur fjölbreytt samstarfsverkefni bankans um allt land.
Yfir fjögur hundruð umsóknir bárust í ár og verkefnin sem hlutu styrk eru hvert öðru glæsilegra.
Í flokknum menning og listir hlaut ListaVestrið – menningarhátíð á Flateyri 1 milljón króna í styrk. Hótel Hafnir hlaut sömuleiðis 1 milljón króna fyrir Fornverk í Höfnum – námskeið sem stuðla að endurlífgun og miðlun fornra handverkshátta.
Sláturhúsið – menningarmiðstöð hlaut 800 þúsund króna styrk fyrir Vor/Wiosna list- og menningarhátíð.þ
Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 500 þúsund króna styrk:
- Stemma – landssamtök kvæðamanna fyrir landsmót kvæðamanna sem fram fer í vor.
- Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím.
- Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi.
- Kriðpleir leikhópur fyrir leikritið Unaðsreiturinn.
Hamraborg Festival hlaut 250 þúsund króna styrk og Kammerkór Norðurlands hlaut 200 þúsund króna styrk fyrir fimm vortónleikum í vor.
Í flokknum forvarnar- og æskulýðsstarf hlaut Bergið Headspace tveggja milljóna króna styrk.
Þykjó ehf. hlaut 1 milljón króna í styrk til að lífga upp á og leikjavæða Barnaspítala Hringsins. Reiðhjólabændur hlutu 750 þúsund króna styrk fyrir hjólasöfnun sinni.
Þá hlaut Okkar heimur 600 þúsund króna styrk fyrir stuðningshóp fyrir ungmenni sem eiga foreldra með geð- eða fíknivanda.
Edda Sigfúsdóttir ásamt Prescriby hlutu 500 þúsund króna styrk til að veita fólki sálrænan stuðning sem fer í niðurtröppun á ávanabindandi efnum. Soffía Ámundadóttir hlaut sömuleiðis 500 þúsund króna styrk fyrir fyrirlestra fyrir unglinga um ofbeldi, áreitni og hegðunarvanda.
Nýsköpunarsetur Hafnarfjarðar hlaut 250 þúsund króna styrk fyrir Ljósaperuna – stúdíó fyrir skapandi samfélag.
Í flokknum menntamál, rannsóknir og vísindi hlutu fjögur verkefni 500 þúsund króna styrk:
- Krumma films fyrir Daginn sem Ísland stöðvaðist, kennsluverkefni byggt á heimildarmyndinni The Day Iceland Stood Still og fjallar um kvennaverkfallið árið 1975.
- Bryndís Guðmundsdóttir fyrir Málhljóðvaktina – Froskaleik sem kennir börnum framburð málhljóða.
- Sævar Helgi Bragason fyrir menntabúðir fyrir leikskólakennara um m.a. sólmyrkva.
- Valborg Ösp Á. Warén fyrir Gróandi á Bala – samfélagsræktun á Stöðvarfirði.
Pappírsbátur hlaut 400 þúsund króna styrk fyrir Brýr á milli skóla – opinn samfélags- og menntaviðburð í Borgarbókasafninu í Grófinni.
Þá hlutu Ungir fjárfestar 250 þúsund króna styrk fyrir efnissköpun til að efla fjármálalæsi ungs fólks. Hinrik Wöhler og Ólafur Jóhann Þórbergsson hlutu sömuleiðis 250 þúsund króna styrk fyrir hlaðvarpið Stéttir landsins.
Í flokknum sjálfbærni hlutu þrjú verkefni styrk. Claudia Sigurðardóttir hlaut 500 þúsund króna styrk fyrir Fræ framtíðar – samfélagsmiðað verkefni á Heiðarbæ í Flóahreppi, Bambahús hlutu 500 þúsund króna styrk til að bæta sjálfvirkri loftun í gróðurhús við leik- og grunnskóla og Nýtingarmiðstöð á Vopnafirði hlaut 450 þúsund króna styrk til tækjakaupa.
Í flokknum starf mannúðarsamtaka og líknarfélaga hlutu Samtök um kvennaathvarf tveggja milljóna króna styrk fyrir nýju Kvennaathvarfi.
Sorgarmiðstöðin hlaut 1 milljón króna í styrk fyrir Hjálp48 - þjónustu við aðstandendur eftir skyndilegan ástvinamissi.
Einstök börn – Landssamtök barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma hlutu 800 þúsund króna styrk fyrir Einstaka pabba, hópastarf feðra.
Félag fósturforeldra hlaut 500 þúsund króna styrk fyrir vitundarvakningu um málefni fósturs og Tilvera – samtök um ófrjósemi hlaut 400 þúsund króna styrk fyrir 1 af hverjum 6 – fræðslu og vitundarátak um ófrjósemi.
Þá hlaut Kvenfélagið 19. júní 100 þúsund króna styrk fyrir jólabingó þar sem safnað er fyrir góðgerðarmálum.









































