Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur

Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
Fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem gefa út kröfur, greiða laun og fleira þurfa þar af leiðandi að hafa í huga að kröfur sem eiga að greiðast á árinu 2025 þurfa að hafa eindaga eigi síðar en þriðjudaginn 30. desember 2025. Einnig minnum við á að klára þarf allar greiðslur sem tilheyra árinu 2025 eigi síðar en 30. desember.
Þar sem gamlársdagur verður ekki bankadagur munu allar færslur sem gerðar eru 31. desember 2025 bókast þann 2. janúar 2026.









