Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Leiðin að nýju heimili

Diljá og Orri á stigagangi

Leið­in þín að nýju heim­ili byrj­ar hér

Við lán­um allt að 80% af kaup­verði íbúð­ar en 85% til fyrstu kaupa.

Íbúðalánaráðgjöf

Við erum alltaf til staðar til að fara yfir fjármögnunarleiðirnar. Þú getur bæði pantað ráðgjöf í síma eða í útibúi þegar þér hentar.

Greiðslumat

Greiðslumat gefur skýra mynd af greiðslugetu þinni og hversu hátt lán þú getur tekið.

Fyrstu kaup

Við fyrstu kaup lánum við allt að 85% af kaupverði og fellum niður lántökugjald.

Endurfjármögnun

Þú getur endurfjármagnað íbúðalánið í rólegheitum heima í stofu í appinu eða á vefnum.

Par í framkvæmdum
Íbúðalán

Við bjóðum hagstæðari vexti í takt við lánshlutfall. Hægt að velja milli breytilegra eða fastra vaxta í 12, 36 eða 60 mánuði.

Hver er munurinn á breytilegum og föstum vöxtum?

Breytilegir vextir samanstanda af breytilegum grunnvöxtum, sem eru þeir sömu og stýrivextir Seðlabankans á hverjum tíma, og föstu vaxtaálagi sem helst óbreytt. Vaxtagreiðslur geta þannig hækkað eða lækkað eftir því í hvora áttina stýrivextir sveiflast.

Með föstum vöxtum bindur þú vextina í tiltekinn tíma og tryggir þig fyrir vaxtasveiflum. Hægt er að festa vexti í 12, 36 eða 60 mánuði í senn. Lánshlutfall er allt að 85% af fasteignamati íbúðar. Ef lánshlutfallið er lægra eru vextir lægri. Sjá vaxtatöflu.

Er uppgreiðslugjald á íbúðalánum?

Lán sem er með breytilegum vöxtum ber ekki uppgreiðslugjald. Það sama á við um íbúðalán með föstum vöxtum í 12 mánuði. Ef lánið er með föstum vöxtum til 36 eða 60 mánaða getur þú þurft að borga uppgreiðslugjald, en bara ef fastir vextir á sambærilegu láni eru lægri en á láninu þínu.

  • Uppgreiðslugjald getur að hámarki numið 0,2% fyrir hvert heilt ár sem eftir stendur af fastvaxtatímabili og aldrei hærra en 4%.
  • Uppgreiðslugjald á við þegar greitt er inn á lán og þegar það er greitt upp.
  • Heimilt að greiða inn á íbúðalán með föstum vöxtum 1.000.000 kr. á almanaksári án þess að greiða uppgreiðslugjald.

Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig við að reikna út hvaða áhrif uppgreiðslugjaldið hefur á lánið þitt.

Eru lágmarksvextir á íbúðaláni?

Ef íbúðalán er á breytilegum vöxtum samanstanda þeir af  breytilegum grunnvöxtum, sem eru þeir sömu og stýrivextir Seðlabankans á hverjum tíma, og föstu vaxtaálagi sem helst óbreytt.

Heildarvextir geta hins vegar aldrei verið lægri en fasta vaxtaálagið. Það þýðir að lánið hefur lágmarksvexti sem stundum er kallað vaxtagólf.

Íbúðalán á föstum vöxtum til 12, 36 eða 60 mánaða færist eftir þann tíma yfir á breytilega vexti sem geta aldrei verið lægri en fasta vaxtaálagið.

Lækkaðu greiðslubyrðina í fæðingarorlofinu 

Ef þú ert á leiðinni í fæðingarorlof bjóðum við þér að lækka mánaðarlega greiðslubyrði íbúðaláns um helming í allt að 12 mánuði. Þú þarft að sýna tekjuáætlun frá fæðingarorlofssjóði eða staðfestingu frá vinnuveitanda um að þú sért á leiðinni í fæðingarorlof og svo gerum við viðauka við lánið. Vextir safnast þá upp og leggjast við höfuðstól lánsins 12 mánuðum eftir upphaf samkomulagsins.

Ertu með tekjur í erlendum gjaldmiðli?

Þau sem eru með tekjur í erlendum gjaldmiðli geta sótt um íbúðalán hjá Landsbankanum. Lánið er í íslenskum krónum en tengt við erlendan gjaldmiðil. Greitt er af láninu í íslenskum krónum.

Fimm leiðir til að setja sér fjárhagsleg markmið

Fjárhagsleg markmiðasetning er oft grunnurinn að því að önnur markmið geti orðið að veruleika.

Viðbótarlífeyrissparnaður notaður til að spara fyrir fyrstu íbúð

Ein hagstæðasta leiðin til að spara fyrir útborgun fyrir fyrstu íbúð er að skrá sig í viðbótarlífeyrissparnað því slíkan sparnað er hægt að nota skattfrjálst til útborgunar.

Hvernig er hægt að ávaxta sparnað í verðbólgu?

Þegar verðbólga er há getur verið snúið að ávaxta sparnað til skemmri tíma. Ef ávaxta á sparnaðinn til lengri tíma eru fleiri möguleikar í stöðunni.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.