Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Íbúðalán
- Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig.
- Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.
- Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána lækka um 0,10 prósentustig.
Aðrir útlánsvextir
- Kjörvextir á óverðtryggðum lánum lækka um 0,25 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir lækka um 0,25 prósentustig.
Innlánsvextir
- Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum lækka um 0,25 prósentustig.
- Breytingar á innlánsvöxtum gjaldeyrisreikninga taka mið af breytingum á vaxtastigi viðkomandi myntar.
Breytingarnar eru gerðar í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands frá 19. nóvember sl. en þá lækkaði Seðlabankinn meginvexti um 0,25 prósentustig.
Lækkun á föstum vöxtum nýrra íbúðalána tekur gildi mánudaginn 24. nóvember 2025. Lækkun á vöxtum útlána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka. Lækkun á vöxtum greiðslureikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu taka gildi að tveimur mánuðum liðnum í samræmi við skilmála sem gilda um þá reikninga. Lækkun á breytilegum vöxtum annarra inn- og útlána tekur gildi fimmtudaginn 27. nóvember 2025.









