Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót

Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma.
Við minnum á að gamlársdagur er ekki lengur bankadagur. Kröfur sem eiga að greiðast á árinu 2025 þurfa því að hafa eindaga eigi síðar en þriðjudaginn 30. desember 2025 og klára þarf allar greiðslur sem tilheyra árinu 2025 eigi síðar en 30. desember.
Bankaþjónusta allan sólarhringinn
Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er. Ellí, spjallmenni bankans í appinu og á landsbankinn.is, fer ekki í jólafrí og getur aðstoðað við ýmis erindi. Hraðbankar Landsbankans eru flestir aðgengilegir allan sólarhringinn og þú getur séð staðsetningu og fjarlægð í næsta hraðbanka í appinu eða hér á vefnum.
Gjafakortin er hægt að fá í sjálfsölum
Við vekjum einnig athygli á að hægt er að kaupa gjafakort Landsbankans í gjafakortasjálfsölum sem eru aðgengilegir allan sólarhringinn í útibúum okkar í Borgartúni 33, Hamraborg og Mjódd.
Gleðilega hátíð!









