Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar

Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Við viljum leggja okkar af mörkum til að efla íslenskuna og búa henni sterka framtíð í stafrænum heimi. Gögnin sem við leggjum til í risamálheild Almannaróms, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, eru mikilvæg heimild um notkun fjármálahugtaka í fortíð og endurspegla einnig þróun íslenskunnar við örar breytingar í fjártækni, á sviði stafrænnar fjármálaþjónustu almennt og við notkun nýrra lausna á borð við gervigreind. Gögnin og heimildirnar sem við afhendum eru í engum tilvikum viðkvæm né innihalda þau persónuupplýsingar.
Nánar er sagt frá verkefninu á síðu Almannaróms.









