Dagatal Landsbankans 2026

Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Þema dagatalsins í ár eru áhugaverð og alveg séríslensk augnablik – þessar litlu en jafnframt stóru stundir í sögu þjóðar. Myndlistarmaðurinn Þorvaldur Jónsson gerði hverju atviki skil með sínum leiftrandi stíl og næmi fyrir broslegum smáatriðum svo úr varð myndaröð sem segir meira en mörg þúsund orð.
Verkin verða sýnd í Reykjastræti í janúar.









