Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember

Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Að athöfn lokinni býðst gestum á Miðbakka að þiggja fiskisúpu í boði Brims í Landsbankanum við Reykjastræti 6. Jólasveinar og harmonikkuleikari skemmta gestum og leika jólalög.
Viðburðurinn er í boði Landsbankans, Faxaflóahafna, Brims, Hörpu, Hafnartorgs, Sjómannadagsráðsins og Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins.
Dagskrá
- Jólakveðja frá Faxaflóahöfnum.
- Sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvigneau, tendrar ljósin á Hamborgartrénu.
- Jólasveinar sigla inn í gömlu höfnina á Magna, leggja að Miðbakkanum og leiða gesti að fiskisúpukötlunum í Landsbankanum.
Íslenskir sjómenn sem lögðu að í Hamborg eftir seinna stríð elduðu fiskisúpu handa svöngum krökkum á meðan verið var að landa úr togurunum þeirra. Sem þakklætisvott hófu hafnaryfirvöld í Hamborg árið 1965 að senda jólatré til Reykjavíkurhafnar og stendur Hamborgartréð við höfnina yfir hátíðarnar.
Vegna umhverfissjónarmiða er ekki lengur siglt með grenitréð frá Þýskalandi og hafa Faxaflóahafnir þess vegna keypt tré frá Landi og skógi (áður Skógræktinni) í seinni tíð.
Við hlökkum til að sjá ykkur!









