Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir árið 2025

Hagnaður Landsbankans á árinu 2025 nam 38,0 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 37,5 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
29. janúar 2026
  • Hagnaður Landsbankans á árinu 2025 nam 38,0 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 37,5 milljarða króna árið áður.
  • Arðsemi eiginfjár árið 2025 var 11,6% samanborið við 12,1% árið áður.
  • Hagnaður á fjórða ársfjórðungi 2025 var 8,6 milljarðar króna og arðsemi eiginfjár var 10,1%.
  • Bankaráð hyggst leggja til við aðalfund að greiða um 19 milljarða króna í arð vegna ársins 2025, eða sem nemur um 50% af hagnaði ársins. Einnig er bankaráð með til skoðunar að leggja til sérstaka arðgreiðslu fyrir aðalfundinn.
  • Heildarskattgreiðslur bankans, bæði vegna tekjuskatts og sérstakra skatta á fjármálafyrirtæki, voru um 19 milljarðar króna.
  • Kostnaðarhlutfall hækkar lítillega á milli ára en hélst áfram lágt, eða 34,3%
  • Útlán á árinu jukust um 76,9 milljarða króna, eða um 4,3%. Á sama tíma jukust innlán um 20,9 milljarð króna, eða um 1,7%.
  • Aukin umsvif og ný þjónusta stuðluðu að auknum þjónustutekjum og hækkuðu hreinar þjónustutekjur um 10,1%.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 62,1 milljarður króna og hreinar þjónustutekjur voru 12,6 milljarðar króna.
  • Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,7% á árinu 2025 og er óbreyttur á milli ára.
  • Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 1,2 milljarða króna.
  • Eiginfjárhlutfall bankans í lok ársins var 24,8%. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir heildarkröfu um 20,3% eiginfjárgrunn.
  • Afkoma TM á tímabilinu 28. febrúar til 31. desember 2025 af vátryggingarsamningum var 1,7 milljarðar króna. Samsett hlutfall TM, 92,7%, er samanlagt tjónshlutfall, kostnaðarhlutfall og endurtryggingarhlutfall reiknað út frá tekjum af vátryggingarsamningum á tímabilinu.
  • Í lok júlí tók bankinn tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna var 2,85 milljarðar króna.
  • Bankinn gefur í dag út ítarlegar sjálfbærniupplýsingar, þ.m.t. útreikning á óbeinni kolefnislosun sem er nánast að öllu leyti vegna lánasafns bankans, en losunin hefur lækkað um 27% frá viðmiðunarárinu 2019. Þá birtir bankinn í fyrsta skipti upplýsingar um áhrif starfseminnar á náttúrufar, unnar samkvæmt leiðbeiningum alþjóðlega starfshópsins TNFD.
  • Pillar III áhættuskýrsla fyrir árið 2025 kemur út samhliða birtingu ársuppgjörsins.
  • Ársskýrsla Landsbankans kemur út 12. febrúar 2026.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2025 er gott og endurspeglar traustan og stöðugan rekstur í krefjandi rekstrarumhverfi. Arðsemi eiginfjár bankans á síðasta ári var 11,6% sem var í samræmi við áætlanir og kostnaðarhlutfallið var 34,3% sem er með því lægsta sem þekkist meðal sambærilegra banka á heimsvísu. Hagnaður var 38 milljarðar króna og í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans mun bankaráð leggja til við aðalfund að greiða um 50% af þeirri fjárhæð í arð til hluthafa, eða um 19 milljarða króna. Bankaráð hefur jafnframt til skoðunar að leggja til sérstaka arðgreiðslu á aðalfundi.

Þrátt fyrir efnahagsumhverfi sem því miður einkennist af þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi, sjáum við að fjárhagsleg staða heimila og fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann er almennt sterk. Markmið okkar er að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag og að traustur rekstur bankans skili varanlegum verðmætum fyrir viðskiptavini og hluthafa til framtíðar.

Það er til marks um trausta fjárhagsstöðu bankans að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hækkaði í fyrravor lánshæfiseinkunn bankans í A- með stöðugum horfum. Betri lánshæfiseinkunn skiptir ekki síst máli á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og styður við samkeppnishæfni bankans. Á árinu nýttum við hagfelldar aðstæður á erlendum mörkuðum til að gefa út skuldabréf í erlendri mynt fyrir jafngildi samtals um 135 milljarða króna, miðað við núverandi gengi. Útgáfurnar voru m.a. nýttar til að greiða upp eldri og óhagkvæmari fjármögnun, en einnig til að styrkja lánshæfismat og auka útlánagetu bankans.

Eftir að bankinn lauk við kaupin á TM í febrúar hefur verið unnið markvisst að því að samþætta tryggingar inn í þjónustuframboð bankans. Tryggingarnar eru komnar í Landsbankaappið og nú geta viðskiptavinir safnað Aukakrónum þegar þeir greiða fyrir tryggingarnar sínar hjá TM. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að samþættri banka- og tryggingaþjónustu og á næstunni munum við sækja enn frekar fram á tryggingamarkaði. Rekstur TM gekk vel og félagið greiddi 2,5 milljarða króna í arð til Landsbankans á árinu.

Í þessum breytingum á starfseminni skiptir miklu máli að Landsbankinn býr yfir einstaklega sterku og víðtæku þjónustuneti. Sú ákvörðun bankans að viðhalda og þróa útibúanetið, sem samtals telur 34 útibú og afgreiðslur, og tengja það við aðra þjónustu, ekki síst okkar öfluga þjónustuver, þýðir að bankinn hefur meiri slagkraft og er í betri stöðu til að veita framúrskarandi þjónustu um allt land. Við finnum að viðskiptavinir meta þessa nálgun mikils og þeir nýta sér þjónustuna í ríkum mæli. Sem dæmi má nefna að við skráðum alls um 863.000 heimsóknir í útibú í fyrra og á sama tíma svaraði þjónustuverið rúmlega 250.000 símtölum og yfir 100.000 tölvupóstum. Þessi stefna bankans hefur skilað sér í aukinni ánægju viðskiptavina, eins og sést á því að Landsbankinn varð áfram efstur viðskiptabankanna í Íslensku ánægjuvoginni og hækkaði á milli ára.

Landsbankinn hefur stutt við uppbyggingu atvinnulífs um allt land með útlánum og öflugri þjónustu við fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Áhersla á þróun stafrænnar fyrirtækjaþjónustu skilaði sér í aukinni notkun tæknilausna bankans á síðasta ári, ekki síst eftir endurnýjun á netbanka fyrirtækja og innleiðingu nýrra lausna. Árangur færsluhirðingar Landsbankans, sem var hleypt af stokkunum árið 2023, sýnir að við getum farið inn á ný þjónustusvið með góðum árangri. Nýjungar í þjónustu og aukin umsvif á öðrum sviðum leiddu til þess að þjónustutekjur bankans jukust um 10% á síðasta ári.

Undir lok síðasta árs kvað Hæstiréttur upp dóma í vaxtamálum, m.a. tveimur málum sem vörðuðu vaxtaákvæði Landsbankans. Við lögðum áherslu á að bregðast hratt við til að draga úr óvissu á lánamarkaði og vorum fyrsti lánveitandinn til að kynna nýtt lánaframboð, m.a. nýja útfærslu af óverðtryggðum lánum með fasta vexti til eins árs í senn. Við sáum okkur ekki annað fært en að takmarka framboð af verðtryggðum íbúðalánum við fyrstu kaupendur og bjóða fasta vexti með styttri lánstíma en áður. Þetta hefur gert það að verkum að í þeim tilvikum þegar það skiptir lántaka mestu máli að greiðslubyrði sem sé allra lægst erum við ekki eins samkeppnishæf og áður. Við bjóðum aftur á móti mjög samkeppnishæf kjör á óverðtryggðum lánum, auk þess sem viðskiptavinir hafa aðgang að vandaðri ráðgjöf um allt land.

Það er mikilvægt að betra jafnvægi náist í efnahagslífinu, að verðbólga lækki og þannig sé hægt að lækka vaxtastigið í landinu. Vonandi skapast aðstæður til þess sem fyrst. Það yrði kærkomið fyrir viðskiptavini bankans sem eru með lán og myndi gefa fyrirtækjum aukið svigrúm til fjárfestinga og stuðla bæði að auknum hagvexti og fleiri tækifærum til framtíðar.“

Helstu atriði úr rekstri árið 2025

Rekstur:

  • Hagnaður á árinu 2025 nam 38,0 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 37,5 milljarða króna hagnað á árinu 2024.
  • Arðsemi eiginfjár eftir skatta var 11,6% samanborið við 12,1% arðsemi árið áður.
  • Hreinar vaxtatekjur námu 62,1 milljarði króna á árinu 2025 samanborið við 57,2 milljarða króna á árinu 2024.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 12,6 milljörðum króna á árinu 2025 samanborið við 11,4 milljarða króna á árinu 2024.
  • Afkoma af vátryggingarsamningum var 1,7 milljarðar króna á tímabilinu 28. febrúar til 31. desember 2025. Samsett hlutfall TM á tímabilinu var 92,7%.
  • Aðrar rekstrartekjur voru jákvæðar um 7,8 milljarða króna en voru jákvæðar um 11,1 milljarð króna árið 2024. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 1,2 milljarða króna árið 2025 samanborið við neikvæða virðisbreytingu upp á 2,8 milljarða króna árið 2024.
  • Laun og launatengd gjöld námu 18,1 milljarði króna á árinu 2025, samanborið við 16,5 milljarða króna árið áður.
  • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og tengdum gjöldum nam 11,2 milljörðum króna samanborið við 10,2 milljarða króna árið 2024.
  • Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) var 34,3% árið 2025 samanborið við 32,4% árið 2024.
  • Tekjuskattur á árinu 2025 nam 14,2 milljörðum króna samanborið við 12,9 milljarða króna á árinu 2024. Heildarskattgreiðslur bankans námu um 19 milljörðum króna.

Helstu atriði úr rekstri á fjórða ársfjórðungi (4F) 2025

  • Hagnaður á 4F 2025 nam 8,6 milljörðum króna samanborið við hagnað upp á 10,6 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2024.
  • Arðsemi eiginfjár eftir skatta var 10,1% á 4F 2025 samanborið við 13,3% arðsemi á sama ársfjórðungi árið áður.
  • Hreinar vaxtatekjur á ársfjórðungnum voru 12,7 milljarður króna en þær námu 13,1 milljarði króna á 4F 2024.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 3,4 milljörðum króna en voru 3,3 milljarðar króna á 4F 2024.
  • Virðisbreyting útlána og krafna var jákvæð um 1,8 milljarða króna á 4F 2025 en var neikvæð um 754 milljónir króna á 4F 2024.
  • Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna var 2,2% á 4F 2025 en var 2,4% á 4F 2024.
  • Laun og launatengd gjöld á 4F 2025 námu 5,1 milljarði króna samanborið við 4,5 milljarða á sama ársfjórðungi 2024.
  • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum nam 2,8 milljörðum króna á 4F 2025 samanborið við 2,6 milljarða króna á sama ársfjórðungi 2024.   

Efnahagur

  • Á árinu 2025 greiddi Landsbankinn 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa.
  • Útlán til einstaklinga jukust um 2 milljarða króna og útlán til fyrirtækja jukust um 75 milljarða króna.
  • Útlán jukust um 77 milljarða króna frá áramótum en vegna gengisáhrifa að fjárhæð 2 milljörðum króna er heildaraukningin 79 milljarður króna. 
  • Tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 var tekið í lok júlí 2025 að loknu opnu söluferli. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. 
  • Innlán jukust um 1,7% frá áramótum, eða um 20,9 milljarða króna. Innstæður á sparireikningum í appi jukust um 23% á árinu 2025.
  • Fjármögnun hefur gengið vel. Fjölbreytni og hagkvæmni í fjármagnsskipan jókst á fyrri helmingi ársins með útgáfu AT1-skuldabréfa og víkjandi forgangsbréfa. Öll skuldabréfaútgáfa bankans í evrum er nú græn og alls er 64,2% af allri erlendri fjármögnun bankans græn.
  • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 180% í lok árs 2025, samanborið við 164% í árslok 2024.
  • Vanskil einstaklinga og fyrirtækja eru áfram lág í sögulegu samhengi. Vandræðalán eru 0,8% af útlánum í árslok samanborið við 1,1% í árslok 2024.

Lykiltölur samstæðunnar

Lykiltölur samstæðunnar

Rekstur

Fjárhæðir í milljónum króna

  2025 2024 Breyting Breyting% 4F 2025 4F 2024 Breyting Breyting%
Hagnaður tímabilsins 38.015 37.508 507 1,4% 8.560 10.600 (2.040) (19,2%)
Hreinar vaxtatekjur 62.087 57.197 4.890 8,5% 12.718 13.107 (389) (3,0%)
Hreinar þjónustutekjur 12.561 11.405 1.156 10,1% 3.377 3.337 40 1,2%)
Afkoma af vátryggingasamningum 1.748 1.748 1 1
Aðrar rekstrartekjur 7.815 11.101 (3.286) (29,6%) 4.295 4.656 (361) (7,8%)
Rekstrartekjur 84.211 79.703 4.508 5,7% 20.391 21.100 (709) (3,4%)
Laun og launatengd gjöld (18.100) (16.534) (1.566) 9,5% (5.066) (4.529) (537) 11,9%
Annar rekstrarkostnaður (11.163) (10.202) (961) 9,4% (2.793) (2.633) (160) 6,1%
Rekstrargjöld (32.002) (29.333) (2.669) 9,1% (8.570) (7.804) (766) 9,8%

Efnahagur

Fjárhæðir í milljónum króna

  31.12.2025 31.12.2024 Breyting Breyting%
Heildareignir 2.324.939 2.181.759 143.180 6,6%
Útlán til viðskiptavina 1.884.305 1.807.437 76.868 4,3%
Innlán frá viðskiptavinum 1.249.306 1.228.444 20.862 1,7%
Eigið fé 343.773 324.649 19.124 5,9%

Kennitölur

  2025 2024 4F 2025 4F 2024
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 11,6% 12,1% 10,1% 13,3%
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna 2,7% 2,7% 2,2% 2,4%
Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna 1,3% 1,3% 1,4% 1,3%
Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T)* 34,3% 32,4% 42,2% 32,8%
  31.12.2025 31.12.2024 31.12.2023 31.12.2022 31.12.2021
Eiginfjárhlutfall alls 24,8% 24,3% 23,6% 24,7% 26,6%
Samtals MREL fjármögnun 40,5% 38,2% 37,9% 40,4%
Samtals undirskipuð MREL fjármögnun 27,6% 25,5% 23,6%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 163% 143% 145% 132% 142%
Heildarlausafjárþekja 180% 164% 181% 134% 179%
Lausafjárþekja erlendra mynta EUR (LCR FX til og með 2022) 1386% 951% 1499% 351% 556%
Vandræðalán 0,8% 1,1% 1,0% 1,0% 1,7%
Meðalstöðugildi 917 811 849 843 890
Stöðugildi í lok árs 930 822 817 813 816

*K/T = Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána).

Aðrir þættir í rekstri bankans á árinu 2025

  • Í febrúar lauk Landsbankinn kaupum á TM tryggingum hf. Í kjölfarið sameinuðust útibú Landsbankans og TM á fimm stöðum á landinu, á Akureyri, Reykjanesbæ, í Reykjastræti, Selfossi og Vestmannaeyjum.
  • Við gáfum út nýjan netbanka fyrirtækja sem er enn einfaldari í notkun en áður með nýjum möguleikum og auknu öryggi.
  • Notkun á Landsbankaappinu hélt áfram að aukast. Um 88% viðskiptavina nota appið reglulega og heimsóknir í appið á árinu 2025 voru 52,2 milljónir, 25% fleiri en árið 2024.
  • Aukakrónukerfið hélt áfram að vaxa og dafna. Á árinu söfnuðu viðskiptavinir 713 milljón Aukakrónum, 11% meira en árið 2025.
  • Eignir í stýringu hjá samstæðu Landsbankans voru 936 millljarðar króna í árslok 2025, ríflega 17% meiri en á sama tíma árið áður.
  • Greiningardeild Landsbankans gaf út fjölda greininga og hélt fundi um efnahagsmál, m.a. vel sóttan fund um stöðu og horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum sem haldinn var í nóvember.
  • Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða sem haldinn var í mars var afar vel heppnaður og hið sama má segja um sjálfbærnidag Landsbankans sem haldinn var í september. Fjármálamót um lífeyri og netöryggi voru haldin víða um land og fengu góða aðsókn. Fjármálamót um hvernig hægt er að finna milljón í heimilisbókhaldinu og hvernig gögn nýtast við rekstur fyrirtækja tókust sömuleiðis vel.
  • Landsbankinn og TM á Akureyri fluttu í nýtt húsnæði við Hofsbót 2-4 á Akureyri og samið var um að Landsbankinn og TM á Selfossi muni flytja í nýtt húsnæði við Austurveg 11 árið 2027.
  • Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist ráðgjöf við mörg af stærstu viðskiptum ársins, bæði með skráð og óskráð hlutabréf.
  • Landsbankinn seldi á árinu 47,9% hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands hf. Heildarvirði félagsins í viðskiptunum var 3,5 milljarðar króna.
  • Landsbankinn náði markmiði sínu um að auka ábyrgar lánveitingar sem falla undir skilgreiningar sjálfbærar fjármálaumgjarðar bankans um 10% árið 2025.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
27. okt. 2025
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til sjö ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin bera 3,625% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 122 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Austurbakki
23. okt. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 nam 29,5 milljörðum króna eftir skatta, þar af 11,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 12,2% samanborið við 11,7% á sama tímabili árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9%.
17. júlí 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2025
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2025 nam 18,3 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,4 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,5% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
16. júní 2025
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin bera 3,50% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 135 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Austurbakki
30. apríl 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 nam 7,9 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 10,0% samanborið við 9,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.