TM er komið í samstarf við Aukakrónur!

Það gleður okkur að segja frá því að nú er TM samstarfsaðili Aukakróna.
Allir sem eru með tryggingarnar sínar hjá TM fá 1% endurgreiðslu í formi Aukakróna þegar greitt er með korti tengdu við Aukakrónukerfið. Svo er líka hægt að borga fyrir tryggingarnar sínar með Aukakrónum.
Vertu viss um að þú sért með kort sem safnar Aukakrónum sem greiðslumáta hjá TM, en þú getur valið greiðslumáta undir stillingum í TM appinu.
Tryggingarnar eru í appinu
Í Landsbankaappinu getur þú nú nálgast yfirlit yfir tryggingarnar þínar hjá TM eða fengið tilboð og pantað ráðgjöf - þú getur verið með allt á einum stað, fjármálin og tryggingarnar.









