Sýning á dagatalsmyndunum opnar 20. janúar

Þorvaldur Jónsson listmálari gerði myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans 2026. Þorvaldur mun opna sýningu á myndunum í Landsbankanum Reykjastræti 6 þriðjudaginn 20. janúar klukkan 15.00. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma bankans og mun standa fram á vor.
Dagatalið er að þessu sinni tileinkað ýmsum sögulegum atburðum á Íslandi sem skiptu ekki endilega stórmáli í efnahags- og stjórnmálasögu landsins en eru samt sem áður bæði merkilegir og mikilvægir.
Á Umræðunni hér á vefnum er hægt að sjá og lesa viðtal við Þorvald og skoða allar myndirnar í dagatalinu.
Þorvaldur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur síðan verið virkur í sýningarhaldi á Íslandi og erlendis, í Þýskalandi, Kína og Tyrklandi. „Það var mjög gaman að vinna þetta verkefni og mjög fræðandi ferli. Mér finnst gaman að hugsa til þess að verkin mín í dagatalinu verði á heimilum fólks og á vinnustöðum um allt land. Vonandi hefur fólk jafn gaman af þessu og ég,“ sagði hann.









