Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setti mótið og lék fyrsta leik þess fyrir Vigni Vatnar.
Flestir sterkustu skákmenn þjóðarinnar tóku þátt og meðal keppenda voru stórmeistararnir Vignir Vatnar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Bragi Þorfinnsson, Þröstur Þórhallsson og Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna. Auk þeirra var fjöldi titilhafa og landsliðsfólks á mótinu. Alls voru keppendur rúmlega 80 talsins og tefldar voru 13 umferðir með tímamörkunum 3+2.
- Jóhann Hjartarson 160.000 kr.
- Vignir Vatnar Stefánsson 100.000 kr.
- Hannes Hlífar Stefánsson 80.000 kr
- Björn Þorfinnsson 50.000 kr.
- Þröstur Þórhallsson 30.000 kr.
- Bárður Örn Birkisson – Árangursverðlaun 2000+ (árangur í samanburði við eigin stig) – 25.000 kr.
- Stefán Orri Davíðsson – Árangursverðlaun 1700-1999 (árangur í samanburði við eigin stig) 25.000 kr.
- Tristan Fannar Jónsson – Árangursverðlaun u1700 (árangur í samanburði við eigin stig) – 25.000 kr.
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Kvennaverðlaun – 25.000 kr.



























