Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Or­d­en vann í hug­mynda­hrað­hlaupi Gul­leggs­ins og Lands­bank­ans

16. janúar 2026

Teymið Orden bar sigur úr býtum í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans og hlaut að launum 150.000 krónur í verðlaunafé og sæti í 10 liða lokakeppni Gulleggsins.

Hugmyndahraðhlaupið er lausnamót sem var opið öllum háskólanemum á Íslandi en þar gátu nemendur myndað teymi og þróað nýsköpunarhugmynd út frá áskorunum sem fimm bakhjarlar Gulleggsins komu með.

Þeir bakhjarlar Gulleggsins sem tóku þátt í hugmyndahraðhlaupinu, sem haldið var 9.-10. janúar sl., voru ELKO, Háskólinn í Reykjavík, KPMG, JBT Marel og Reykjavíkurborg. Bakhjarlarnir kynntu raunverulegar áskoranir sem þátttakendur lausnamótsins spreyttu sig á að leysa þá tvo daga sem mótið stóð yfir í húsakynnum Landsbankans.

Sjö teymi tóku þátt í hugmyndahraðhlaupinu. Sigurteymið Orden skipuðu þau Haukur Hólm Gunnarsson, nemandi í hátækniverkfræði við Háskóla Íslands, Margeir Haraldsson, nemi í skapandi greinum við Bifröst og Sunna Guðlaugsdóttir, meistaranemi í menningarstjórnun við Bifröst.

Orden glímdi við áskorun frá JBT Marel. Verkefnið snerist um hvernig minni matvælaframleiðendur geti nýtt sjálfvirkni og snjallar tæknilausnir til að bæta gæði og auka rekstrarhagkvæmni. Orden kynnti hugmynd að hugbúnaðarlausn sem sameinar gögn úr mismunandi vélum og skynjurum og býður upp á sjálfvirka skýrslugerð. Lausninni er ætlað að draga verulega úr handvirkri vinnu við gæðaeftirlit og vottanir, sem hingað til hafa verið verulegur þröskuldur fyrir smærri fyrirtæki.

Við óskum Orden til hamingju með sigurinn og það verður spennandi að fylgjast með þeim í lokakeppni Gulleggsins!

Landsbankinn hefur verið stoltur styrktaraðili Gulleggsins frá upphafi. Umsóknafrestur í lokakeppni Gulleggsins er til miðnættis 29. janúar nk. en lokakeppnin mun fara fram 26. febrúar í Grósku.

Skráning og nánari upplýsingar um Gulleggið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Dagatal Landsbankans 2025
14. jan. 2026
Sýning á dagatalsmyndunum opnar 20. janúar
Þorvaldur Jónsson listmálari gerði myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans 2026. Þorvaldur mun opna sýningu á myndunum í Landsbankanum Reykjastræti 6 þriðjudaginn 20. janúar klukkan 15.00. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma bankans og mun standa fram á vor.
14. jan. 2026
TM er komið í samstarf við Aukakrónur!
Það gleður okkur að segja frá því að nú er TM samstarfsaðili Aukakróna. Allir sem eru með tryggingarnar sínar hjá TM fá 1% endurgreiðslu í formi Aukakróna þegar greitt er með korti tengdu við Aukakrónukerfið. Svo er líka hægt að borga fyrir tryggingarnar sínar með Aukakrónum.
7. jan. 2026
Landsbankinn hefur samstarf við Drift EA
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.