Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Regn­bog­inn dofn­ar ekki með ár­un­um

Tíu hópar fengu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn, 9. ágúst. Einn þessara hópa er Öldungadeildin.
Öldungadeildin í gleðigöngunni
5. ágúst 2025 - Landsbankinn

Þau kalla sig Öldungadeildina en eru svo sannarlega ekki sest í helgan stein! Í febrúar 2024 hóf hópur eldra hinsegin fólks að hittast til að rifja upp gömul tengsl og tíma. Þau voru mörg hver virk í upphafi réttingabaráttu hinsegin fólks en höfðu ekki verið jafn áberandi í sviðsljósinu á síðustu árum og jafnvel ekki hist lengi. Mánaðarlegur hittingur 60+ hópsins varð fljótt vinsæll og þau ákváðu því að taka þátt í gleðigöngunni 2024 sem hópur. Atriðið þeirra sló í gegn og gleðin og fagnaðarfundirnir voru miklir þegar um 70 manns mættu og gengu með hópnum.

Í kjölfarið var Öldungadeildin formlega stofnuð. Öll hinsegin sem orðin eru sextug geta gengið í deildina – en „við vísum yngra fólki, mökum og vinum alls ekki frá,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir. Hún er stoltur félagi í Öldungadeildinni og ein þeirra sem skipuleggja atriði deildarinnar fyrir gleðigönguna í ár. Því það á að sjálfsögðu að endurtaka leikinn! Ragnhildur segir mikilvægt að auka sýnileika eldra hinsegin fólks, enda sé það hópur sem fari sístækkandi.

Þátttaka í Gleðigöngunni skýtur enn sterkari stoðum undir starfsemi Öldungadeildarinnar. Við erum stolt af framlagi okkar til réttindabaráttu hinsegin fólks og erum hvergi nærri hætt.

„Það blasir t.d. við okkar hópi að við verðum að skoða aðbúnað eldra hinsegin fólks á Íslandi, því það virðist því miður sammerkt hjúkrunarheimilum og annarri öldrunarþjónustu að gera ekki ráð fyrir okkur. Því ætlum við að breyta.“ Samtökin 78 hafa á síðustu misserum beint sjónum að þessum viðkvæma hópi í auknum mæli og Öldungadeildin vill gera sitt til að auka sýnileika hans enn frekar.

Regnboginn dofnar ekki með árunum

En þó boðskapurinn sé sterkur og baráttan ekki búin verður gleðin við völd í göngunni. Hópurinn stefnir á að vera áberandi í ár líka og þau eru þakklát fyrir styrk úr Gleðigöngupottinum. „Það skiptir okkur afskaplega miklu máli að hafa fengið styrk“, segir Ragnhildur. „Við ætlum að vera skreytt og áberandi og við þurfum að leigja farartæki undir þau okkar sem eiga hugsanlega erfitt með að rölta alla gönguna.“

Það verður engu að síður dansað og aldursfordómum gefið langt nef með dáraskap, rokktónlist og glimmeri.

Atriðið miðar að því að sýna almenningi að eldra fólk er líka hinsegin og að regnboginn dofnar svo sannarlega ekki með aldrinum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
Lady Zadude
3. ágúst 2022
Nú þarf einfaldlega að hleypa sorginni að
Vilhjálmur Ingi Vilhjálms á sér hliðarsjálf sem dragdrottningin Lady Zadude en hún hlaut titilinn dragdrottning Íslands fyrr í sumar. Lady Zadude hlaut þar styrk í verðlaun til að koma fram á Hinsegin dögum en hlaut jafnframt styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans til að þróa og sýna atriði sitt í Gleðigöngunni.
3. ágúst 2021
Listafólk túlkar Hinsegin daga
Í samstarfi við Samtökin´78 og Landsbankann hefur listafólkið Anna Maggý Grímsdóttir, Ásgeir Skúlason og Helga Páley Friðþjófsdóttir, unnið þrjú prentverk tileinkuð Hinsegin dögum.
2. ágúst 2019
„Margir héldu að Gunni og Felix væru pabbar mínir en ekki Baldur og Felix“
„Það er frábært að Hinsegin dagar séu orðnir fjölskylduhátíð“ segir Álfrún Perla Baldursdóttir sem á tvo pabba og er þátttaka í Gleðigöngunni ómissandi fjölskylduhefð hjá þeim. Í ár mun Roald Viðar Eysteinsson leggja drög að nýrri fjölskylduhefð með eiginmanni sínum og ársgamalli dóttur þeirra.
8. ágúst 2018
„Við erum mörg og við erum alls konar“
„Fyrir nokkrum árum flutti ég heim frá landi þar sem samkynhneigð var glæpur þar til mjög nýlega. Að koma heim og taka í fyrsta skipti þátt í gleðigöngunni sem fullorðin manneskja var ómetanlegt,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78.
8. ágúst 2017
„Þetta er búið að vera algjört ævintýri.“
Meðlimir Drag-Súgs dönsuðu og sungu undir glæsilegum blöðruregnboga í Gleðigöngunni. Sjáðu litadýrðina og viðtölin frá Gleðigöngunni.