Mik­ið fram­fara­skref fyr­ir styrkt­ar­sjóði og al­manna­heilla­fé­lög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. febrúar 2022

Fjármagnstekjuskattur álíka hár og styrkir

Með lagabreytingunni komst gamalt baráttumál loks í höfn. Það er rík ástæða til að fagna og vekja athygli á þeim framförum sem það hefur í för með sér. Fyrir lagabreytinguna þurftu styrktarsjóðir, sem voru undanþegnir tekjuskatti, að greiða 22% fjármagnstekjuskatt. Þetta er frábrugðið því sem þekkist víða erlendis þar sem slíkir sjóðir eru allajafna undanþegnir fjármagnstekjuskatti. Þetta varð til þess að einn stærsti styrktarsjóður landsins, Háskólasjóður Eimskipafélagsins, greiddi að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitti í styrki.

Háskólasjóðurinn var stofnaður árið 1964 til minningar um alla þá Vestur-Íslendinga sem áttu hlut að stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1914. Doktorsnemar við Háskóla Íslands, fastráðnir kennarar og sérfræðingar við skólann sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til leiðbeinenda í doktorsnámi geta sótt um styrk í sjóðinn en ákvörðun um styrkþega úr röðum doktorsnema er í höndum Háskólans.

Hærri styrkir vegna góðrar ávöxtunar

Landsbankinn sér um rekstur og eignastýringu fyrir hönd sjóðsins og erum við afar stolt af því að ávöxtun Háskólasjóðs hefur verið með ágætum. Það eykur getu sjóðsins til að veita styrki og efla þannig menntun og þekkingarsköpun í landinu. Á árunum 2013-2017 úthlutaði sjóðurinn á bilinu 35-50 milljónum króna árlega en á árinu 2021 námu styrkirnir 90 milljónum króna. Endurgreiðsla á fjármagnstekjuskatti mun auka getu sjóðsins til að greiða styrki til framtíðar. Samfélagið allt nýtur góðs af þar sem sjóðurinn stuðlar að mikilvægri nýsköpun í formi rannsókna og menntunar.

Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur lýst því að styrkveitingar Háskólasjóðs Eimskipafélagsins hafi stutt verulega við doktorsnám við skólann og í raun gjörbreytt landslagi doktorsnáms á Íslandi. Sjóðurinn sé afar mikilvægur fyrir háskólann og samfélagið allt.

Lagabreytingin mun hafa mikil áhrif á framlög til almannaheillastarfsemi. Með lögunum er einstaklingum heimilað að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Hlutfallið sem rekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga hefur verið tvöfaldað, úr 0,75% í 1,5%, auk fleiri breytinga. Þegar þetta hlutfall var hækkað síðast, úr 0,5% í 0,75%, hækkuðu slík framlög um milljarð króna.

Ómetanlegt fyrir samfélagið

Í nýju lögunum er sérstaklega tekið fram hvaða aðilar falla undir skilgreininguna um almannaheillafélög en það eru óhagnaðardrifin félög sem í megindráttum reka ekki atvinnustarfsemi í skilningi skattalaga, heldur fyrst og fremst starfsemi með samfélagslegan tilgang að leiðarljósi. Til þessa telst meðal annars ýmis mannúðar- og líknarstarfsemi, æskulýðs- og íþróttastarf, björgunarsveitir og neytenda- og forvarnarstarf. Hér á landi er rík hefð fyrir slíkum félögum og styrktarsjóðum og starfsemi þeirra er ómetanleg fyrir okkur sem samfélag.

Það er auðvitað mjög mikilvægt að þeir fjármunir sem lagðir eru í rekstur styrktarsjóða nýtist sem best og að ávöxtun þeirra sé góð. Til að draga úr áhættu þarf að huga að góðri eignadreifingu og að ávöxtunarkostir falli að markmiðum sjóðsins, s.s. um tíðni úthlutana og fleira. Starfsfólk Landsbankans hefur mikla reynslu af eignastýringu og veitingu ráðgjafar fyrir styrktarsjóði. Almennt ráðleggjum við að sjóðirnir fjárfesti í blönduðum verðbréfasjóðum, þar sem hugað er að góðri eignadreifingu og hægt er að velja áhættustýringu í samræmi við markmið og fjárfestingartíma.

Greiða skattinn – en fá hann endurgreiddan

Vert er að hafa í huga að þótt sjóðirnir séu undanþegnir fjármagnstekjuskatti er fyrirkomulagið þannig að þeir staðgreiða skattinn fyrst, en fá hann síðan endurgreiddan við álagningu. Þannig getur liðið allt að eitt og hálft ár frá því sjóður greiðir skattinn þar til endurgreiðsla fer fram. Þetta skapar óhagræði í rekstri, auk þess sem fjármunirnir ávaxtast ekki á meðan.

Einn af kostum þess að geyma fjármuni í blönduðum verðbréfasjóðum er að aðeins þarf að greiða fjármagnstekjuskatt þegar fé er tekið út úr sjóðnum og þá af heildarávöxtun en ekki af ávöxtun einstakra hluta- eða skuldabréfa. Gott framboð er af slíkum blönduðum sjóðum og eru meðal annars í boði sjóðir sem eru með skuldabréf með ábyrgð ríkisins sem stærstu undirliggjandi eign. Verð og þar með ávöxtun á ríkisskuldabréfum getur þó sveiflast og því er mikilvægt að huga að fleiri eignaflokkum til að dreifa áhættu og auka möguleika á ávöxtun.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. febrúar 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sjálfbærnidagur 2022
22. sept. 2022

Sjálfbærnidagur Landsbankans – upptökur

Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 22. september 2022. Aðalfyrirlesari fundarins var Tjeerd Krumpelman frá hollenska bankanum ABN AMRO.
Höfuðstöðvar Landsbankans
18. ágúst 2022

Bankinn í miðborginni: Úr Bakarabrekku í Austurstræti

Landsbankinn hóf starfsemi árið 1886 í Bankastræti, sem þá kallaðist reyndar Bakarabrekka en flutti í fyrsta bankahúsið í Austurstræti 11 árið 1898. Færri vita líklega að bankinn var um tíma með afgreiðslu í Austurstræti 16 sem seinna hýsti Reykjavíkurapótek.
Lady Zadude
3. ágúst 2022

Nú þarf einfaldlega að hleypa sorginni að

Vilhjálmur Ingi Vilhjálms á sér hliðarsjálf sem dragdrottningin Lady Zadude en hún hlaut titilinn dragdrottning Íslands fyrr í sumar. Lady Zadude hlaut þar styrk í verðlaun til að koma fram á Hinsegin dögum en hlaut jafnframt styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans til að þróa og sýna atriði sitt í Gleðigöngunni.
15. júlí 2022

Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu

Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni.
Edda Garðarsdóttir
8. júlí 2022

Einstök liðsheild kvennalandsliðsins

Fyrrverandi landsliðskonan og EM-farinn Edda Garðarsdóttir skrifar hér grein um hvað það er sem skapar góða liðsheild – og hvernig sú liðsheild sem ríkir innan kvennalandsliðsins er höfuðástæða fyrir árangri liðsins í gegnum árin.
6. júlí 2022

Hvernig kvennalandsliðið í fótbolta varð að þjóðargersemi

Sagnfræðingurinn og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Pálsson lítur á sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi, með stöðu knattspyrnu í Evrópu hverju sinni til hliðsjónar.
9. maí 2022

Skattabreytingin er hvatning til að láta gott af sér leiða

Nýlegar lagabreytingar sem heimila skattafrádrátt einstaklinga og fyrirtækja vegna styrkja til almannaheillafélaga fela í sér mikinn ávinning og aukin tækifæri, að sögn talsfólks Rauða krossins, SOS Barnaþorpanna og UNICEF.
15. feb. 2022

Gagnadrifinn Landsbanki

Stefna Landsbankans er að vera gagnadrifinn banki til að geta boðið snjallari og betri þjónustu og stuðla um leið að betri rekstri.
Barn í jólaglugga
7. des. 2021

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Olíutankar í USA
2. des. 2021

Loftslagsbreytingar framtíðar hafa strax áhrif á fjárfesta

Áhætta vegna loftslagsbreytinga er gjarnan metin út frá því hver áhrifin verða eftir nokkra áratugi. Fjárfestar sem eru vanir að skoða fjárfestingartækifæri og breytingar til styttri tíma velta því ekki endilega loftslagsbreytingum mikið fyrir sér. Það geta reynst dýrkeypt mistök.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur