Mik­ið fram­fara­skref fyr­ir styrkt­ar­sjóði og al­manna­heilla­fé­lög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Fjármagnstekjuskattur álíka hár og styrkir

Með lagabreytingunni komst gamalt baráttumál loks í höfn. Það er rík ástæða til að fagna og vekja athygli á þeim framförum sem það hefur í för með sér. Fyrir lagabreytinguna þurftu styrktarsjóðir, sem voru undanþegnir tekjuskatti, að greiða 22% fjármagnstekjuskatt. Þetta er frábrugðið því sem þekkist víða erlendis þar sem slíkir sjóðir eru allajafna undanþegnir fjármagnstekjuskatti. Þetta varð til þess að einn stærsti styrktarsjóður landsins, Háskólasjóður Eimskipafélagsins, greiddi að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitti í styrki.

Háskólasjóðurinn var stofnaður árið 1964 til minningar um alla þá Vestur-Íslendinga sem áttu hlut að stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1914. Doktorsnemar við Háskóla Íslands, fastráðnir kennarar og sérfræðingar við skólann sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til leiðbeinenda í doktorsnámi geta sótt um styrk í sjóðinn en ákvörðun um styrkþega úr röðum doktorsnema er í höndum Háskólans.

Hærri styrkir vegna góðrar ávöxtunar

Landsbankinn sér um rekstur og eignastýringu fyrir hönd sjóðsins og erum við afar stolt af því að ávöxtun Háskólasjóðs hefur verið með ágætum. Það eykur getu sjóðsins til að veita styrki og efla þannig menntun og þekkingarsköpun í landinu. Á árunum 2013-2017 úthlutaði sjóðurinn á bilinu 35-50 milljónum króna árlega en á árinu 2021 námu styrkirnir 90 milljónum króna. Endurgreiðsla á fjármagnstekjuskatti mun auka getu sjóðsins til að greiða styrki til framtíðar. Samfélagið allt nýtur góðs af þar sem sjóðurinn stuðlar að mikilvægri nýsköpun í formi rannsókna og menntunar.

Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur lýst því að styrkveitingar Háskólasjóðs Eimskipafélagsins hafi stutt verulega við doktorsnám við skólann og í raun gjörbreytt landslagi doktorsnáms á Íslandi. Sjóðurinn sé afar mikilvægur fyrir háskólann og samfélagið allt.

Lagabreytingin mun hafa mikil áhrif á framlög til almannaheillastarfsemi. Með lögunum er einstaklingum heimilað að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Hlutfallið sem rekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga hefur verið tvöfaldað, úr 0,75% í 1,5%, auk fleiri breytinga. Þegar þetta hlutfall var hækkað síðast, úr 0,5% í 0,75%, hækkuðu slík framlög um milljarð króna.

Ómetanlegt fyrir samfélagið

Í nýju lögunum er sérstaklega tekið fram hvaða aðilar falla undir skilgreininguna um almannaheillafélög en það eru óhagnaðardrifin félög sem í megindráttum reka ekki atvinnustarfsemi í skilningi skattalaga, heldur fyrst og fremst starfsemi með samfélagslegan tilgang að leiðarljósi. Til þessa telst meðal annars ýmis mannúðar- og líknarstarfsemi, æskulýðs- og íþróttastarf, björgunarsveitir og neytenda- og forvarnarstarf. Hér á landi er rík hefð fyrir slíkum félögum og styrktarsjóðum og starfsemi þeirra er ómetanleg fyrir okkur sem samfélag.

Ávöxtun og eignadreifing mikilvæg

Það er auðvitað mjög mikilvægt að þeir fjármunir sem lagðir eru í rekstur styrktarsjóða nýtist sem best og að ávöxtun þeirra sé góð. Til að draga úr áhættu þarf að huga að góðri eignadreifingu og að ávöxtunarkostir falli að markmiðum sjóðsins, s.s. um tíðni úthlutana og fleira. Starfsfólk Landsbankans hefur mikla reynslu af eignastýringu og veitingu ráðgjafar fyrir styrktarsjóði. Almennt ráðleggjum við að sjóðirnir fjárfesti í blönduðum verðbréfasjóðum, þar sem hugað er að góðri eignadreifingu og hægt er að velja áhættustýringu í samræmi við markmið og fjárfestingartíma. Gott framboð er af blönduðum sjóðum og eru meðal annars í boði sjóðir sem eru með skuldabréf með ábyrgð ríkisins sem stærstu undirliggjandi eign. Verð og þar með ávöxtun á ríkisskuldabréfum getur þó sveiflast og því er mikilvægt að huga að fleiri eignaflokkum til að dreifa áhættu og auka möguleika á ávöxtun.

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt úrval sjóða til að fjárfesta í. Hérna má sjá yfirlit yfir þá sjóði:

Sjóðir - Landsbankinn

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. febrúar 2022 og var síðast uppfærð 8. mars 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Krani með stiga
21. mars 2023

Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Landslag
8. des. 2022

Mikilvægi mælinga á sjálfbærni og hegðun fyrirtækja

Hugmyndin á bak við einkunnagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) er að mæla hversu vel fyrirtæki standa gagnvart annarri áhættu en fjármálaáhættu þannig að einkunnin gæti haft áhrif á verðlagningu fyrirtækisins. Þannig getur árangur fjárfestinga verið háður því hvernig UFS er mælt.
Landslag
29. nóv. 2022

Fjármálaheimurinn tók hressilega á móti UFS

Fjárfestingar sem byggja á tengslum við umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, e. ESG) hafa aukist ótrúlega mikið á tiltölulega stuttum tíma. Helst sú þróun auðvitað í hendur við aukinn skilning á loftslagsvánni og brýna nauðsyn til þess að ná árangri þar.
Landslag
18. nóv. 2022

Það vantar betri gögn um tengsl sjálfbærni og fjármála

Með því að beina fjármagni í atvinnugreinar og fyrirtæki sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsvandann eða a.m.k. síður neikvæð, getur fjármálageirinn stuðlað að miklum breytingum til hins betra. En er fjármálageirinn að standa sig?
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur