Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Sögu­leg­ir at­burð­ir kom­ast ekki alltaf í sögu­bæk­urn­ar

Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er tileinkað ýmsum sögulegum atburðum á Íslandi sem skiptu ekki endilega stórmáli í efnahags- og stjórnmálasögu landsins en eru samt sem áður bæði merkilegir og mikilvægir. Við fengum myndlistarmanninn Þorvald Jónsson til að gera nokkrum slíkum atburðum skil.
Þorvaldur Jónsson og Benni
13. janúar 2026

Þorvaldur Jónsson (f. 1984) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur síðan verið virkur í sýningarhaldi á Íslandi og erlendis, í Þýskalandi, Kína og Tyrklandi. Síðustu 15 árin hefur hann unnið í naívískum eða bernskum stíl og hafa málverk hans vakið talsverða athygli, m.a. ævintýralegar skógarmyndir sem eru stútfullar af smáatriðum, alveg eins og dagatalsmyndirnar.

Saga í hverri mynd

„Ég reyni að bæta einhverju við og segja einhverja sögu í hverri mynd,“ segir Þorvaldur. Atburðirnir í dagatalinu eru allt frá því skömmu eftir að Landsbankinn var stofnaður árið 1886 og til samtímans. Fyrsti viðburðurinn sem Þorvaldur málaði er bíltúr á fyrsta bílnum sem fluttur var til landsins en það var á því herrans ári 1904. Einvígi Bobby Fischer og Boris Spassky árið 1972 eru líka gerð góð skil. „Það var margt fyndið við einvígið. Bobby var að kvarta yfir ýmsum hlutum og mér fannst mjög gaman að pæla í því og lesa um það. Þeir eru líka bara fyndnir í útliti ... þeir voru karakterar! Svo blandaði ég ýmsum þjóðlegum hlutum inn í myndina og myndirnar sýna ekki bara eitthvað sem gerðist í raun og veru. Á myndinni af einvíginu eru til dæmis starrar að tefla og ég setti inn kókflösku til að tákna Bandaríkin og líka rússneska babúsku. Það var mjög gaman að vinna þetta verkefni og mjög fræðandi ferli. Mér finnst gaman að hugsa til þess að verkin mín í dagatalinu verði á heimilum fólks og á vinnustöðum um allt land. Vonandi hefur fólk jafn gaman af þessu og ég.“

Myndlistarsýning í Reykjastræti 6

Söluýning með verkum Þorvalds verður opnuð í Landsbankanum Reykjastræti 6 þann 15. janúar næstkomandi og mun standa farm á vor.

Dagatalið var sent til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, gátu nálgast eintak í útibúum okkar – mögulega eru enn einhver eintök til.

Hægt er að skoða allar myndirnar í dagtalinu hér fyrir neðan.

Á myndinni efst í greininni má sjá Þorvald ásamt hundinum Benna.

Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember

Þú gætir einnig haft áhuga á
Kirkjan Vík í Mýrdal
4. des. 2025
Sparnaðarráð Grýlu
Það er svo ótalmargt sem gerir tilkall til okkar um jólin að tíminn er af skornum skammti. Það tekur tíma að skipuleggja, versla, þrífa, baka, mæta á allar jólaskemmtanir og fylgjast nógu vel með jólabókaflóðinu til að vera gjaldgeng á kaffistofunni eða í saumaklúbbnum ... Hvernig eigum við að finna tíma fyrir þetta allt? Við hringdum í vin – Grýlu.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
6. nóv. 2025
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Íbúðahús
28. okt. 2025
Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur
Við í Landsbankanum kynntum föstudaginn 24. október 2025 breytingar á framboði bankans á íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka.
16. okt. 2025
Vel heppnað fjármálamót um hvernig fyrirtæki nýta gögn til að bæta reksturinn
Góð aðsókn var að vel heppnuðu fjármálamóti um hvernig fyrirtæki nýta gögn til að bæta reksturinn sem haldinn var í Landsbankanum í Reykjastræti 15. október. Á fundinum fjölluðu eigendur og stjórnendur hjá fimm fyrirtækjum um hvernig hagnýting gagna gerir betri ákvarðanir mögulegar.
6. okt. 2025
Draumur að móta vinnustaðamenningu
Sirra Guðmundsdóttir er mannauðsstjóri Landsbankans. Sirra tók við starfi mannauðsstjóra fyrir tæpum fjórum árum og Klara Steinarsdóttir hefur farið fyrir fræðslu og þróun síðan 2023. Á þessum tíma hafa miklar breytingar átt sér stað og mörg spennandi verkefni verið í farvatninu.
8. sept. 2025
Sjálfbærnidagur 2025 – upptökur
Loftslagsmál, raforkumál, plastframleiðsla, fatabransinn, timbur og gómsætt grænkerafæði voru til umræðu á fjórða sjálfbærnidegi Landsbankans sem var haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september 2025.
Öldungadeildin í gleðigöngunni
5. ágúst 2025
Regnboginn dofnar ekki með árunum
Tíu hópar fengu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn, 9. ágúst. Einn þessara hópa er Öldungadeildin.
1. júlí 2025
Kvennaknattspyrna í skyndisókn
Kvennaknattspyrnan hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum og tækifæri ungra knattspyrnukvenna til að komast í atvinnumennsku erlendis hafa aldrei verið fleiri. Aukið áhorf, áhugi, atvinnuvæðing, fjárfestingar og faglegri umgjörð hafa leitt til þess að kvennaboltinn er farinn að rúlla hraðar en nokkru sinni fyrr. Boltagreiningardeild Landsbankans rýndi í vöxt kvennaknattspyrnunnar í gegnum árin.
Stelpur úti í náttúru
25. júní 2025
Græn fjármögnun – velferð til framtíðar
Í algjörum grundvallaratriðum snýst græn fjármögnun um að auka flæði fjármagns til verkefna sem stuðla að sjálfbærri þróun. Fjármagnseigendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki og ríki og sjálfbær verkefni geta verið margra milljarða framkvæmdir eða sjálfbær sparnaður á bankabók barns.
Áheyrendasalur
14. mars 2025
Komum hreyfingu á hlutina - fjármögnun og uppbygging innviða
Fundur Landsbankans og Samtaka iðnaðarins um fjármögnun og uppbyggingu innviða var haldinn í Norðurljósasal Hörpu 13. mars 2025. Fjallað var um reynslu Færeyinga af gerð fjögurra neðansjávarganga, reynsluna af Hvalfjarðargöngunum, möguleika á alþjóðlegri fjármögnun og ástand vegakerfisins og annarra innviða. Fundinum lauk síðan með fjörlegum pallborðsumræðum.