Sögulegir atburðir komast ekki alltaf í sögubækurnar

Þorvaldur Jónsson (f. 1984) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur síðan verið virkur í sýningarhaldi á Íslandi og erlendis, í Þýskalandi, Kína og Tyrklandi. Síðustu 15 árin hefur hann unnið í naívískum eða bernskum stíl og hafa málverk hans vakið talsverða athygli, m.a. ævintýralegar skógarmyndir sem eru stútfullar af smáatriðum, alveg eins og dagatalsmyndirnar.
Saga í hverri mynd
„Ég reyni að bæta einhverju við og segja einhverja sögu í hverri mynd,“ segir Þorvaldur. Atburðirnir í dagatalinu eru allt frá því skömmu eftir að Landsbankinn var stofnaður árið 1886 og til samtímans. Fyrsti viðburðurinn sem Þorvaldur málaði er bíltúr á fyrsta bílnum sem fluttur var til landsins en það var á því herrans ári 1904. Einvígi Bobby Fischer og Boris Spassky árið 1972 eru líka gerð góð skil. „Það var margt fyndið við einvígið. Bobby var að kvarta yfir ýmsum hlutum og mér fannst mjög gaman að pæla í því og lesa um það. Þeir eru líka bara fyndnir í útliti ... þeir voru karakterar! Svo blandaði ég ýmsum þjóðlegum hlutum inn í myndina og myndirnar sýna ekki bara eitthvað sem gerðist í raun og veru. Á myndinni af einvíginu eru til dæmis starrar að tefla og ég setti inn kókflösku til að tákna Bandaríkin og líka rússneska babúsku. Það var mjög gaman að vinna þetta verkefni og mjög fræðandi ferli. Mér finnst gaman að hugsa til þess að verkin mín í dagatalinu verði á heimilum fólks og á vinnustöðum um allt land. Vonandi hefur fólk jafn gaman af þessu og ég.“
Myndlistarsýning í Reykjastræti 6
Söluýning með verkum Þorvalds verður opnuð í Landsbankanum Reykjastræti 6 þann 15. janúar næstkomandi og mun standa farm á vor.
Dagatalið var sent til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, gátu nálgast eintak í útibúum okkar – mögulega eru enn einhver eintök til.
Hægt er að skoða allar myndirnar í dagtalinu hér fyrir neðan.
Á myndinni efst í greininni má sjá Þorvald ásamt hundinum Benna.

Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember









