Er fyrr­ver­andi að fylgj­ast með fjár­mál­un­um þín­um?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
24. maí 2023

Það er bæði eðlilegt og skiljanlegt að hjón og fólk í sambúð vilji einfalda sér lífið með þessum hætti. Í gegnum tíðina hafa þúsundir umboða af þessu tagi verið veitt. En eins og gengur og gerist eru ekki öll sambönd til lífstíðar. Við sambandsslit er að mörgu að hyggja og fjölmörg dæmi eru um að fólk gleymi eða hugsi ekki einu sinni út í að afturkalla aðgangsheimildir fyrrum maka. Þannig getur sú staða auðveldlega komið upp að fyrrverandi sé að fylgjast með fjármálunum án þess að nokkur átti sig á því – eða hafi að minnsta kosti fulla heimild og tækifæri til þess. 

Einfalt að sjá hver hefur aðgang

Með nýrri þjónustu í Landsbankaappinu geta viðskiptavinir okkar nú séð með einföldum hætti hverjir hafa heimild til skoðunar og til að framkvæma aðgerðir fyrir þeirra hönd hjá bankanum. Við köllum þessa þjónustu aðgangsheimildir og hana er að finna í stillingum appsins. Með þjónustunni getur fólk veitt öðrum aðgang að fjármálum sínum, bæði til skoðunar og millifærslna. Þjónustan nær til allra helstu þátta daglegra fjármála eins og t.d. launareikninga, sparireikninga, verðbréfa, ógreiddra krafna, rafrænna skjala og greiðslukorta. Upplýsingar um þessa nýju þjónustu er hægt að finna á vefnum okkar og hjá ráðgjöfum bankans í næsta útibúi, sem aðstoða viðskiptavini við að stilla og setja þjónustuna upp eins og hverjum og einum hentar. Þjónustan veitir viðskiptavinum einnig möguleika á að afturkalla heimildir sem eru virkar og veittar hafa verið með umboðum í gegnum tíðina.

Við í Landsbankanum teljum að um kærkomna þjónustu sé að ræða fyrir fólk sem vill hafa betri yfirsýn yfir fjármál fjölskyldunnar, spara saman, eiga sameiginlegan útgjaldareikning fyrir heimilið og hreinlega bara til að vera samherjar í fjármálunum. Í þeim, eins og öðru, erum við betri saman.

Fylgst með árum saman

Viðtökurnar við þessari nýju þjónustu hafa verið góðar og margir viðskiptavinir notað appið til að skoða hver er með aðgangsheimildir eða veitt nýjar. Við höfum á undanförnum dögum heyrt mörg dæmi um að viðskiptavinir – og jafnvel starfsfólk – hafi uppgötvað að fyrrverandi gat fylgst með fjármálunum þeirra og það jafnvel árum saman. Ef þú ert í þeim sporum að hafa einhvern tímann veitt öðrum aðgang að fjármálunum þínum er það alveg ómaksins vert að skoða málið í appinu – það er bæði einfalt og fljótlegt.

Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023

Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku

Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023

Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Landslag
8. des. 2022

Mikilvægi mælinga á sjálfbærni og hegðun fyrirtækja

Hugmyndin á bak við einkunnagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) er að mæla hversu vel fyrirtæki standa gagnvart annarri áhættu en fjármálaáhættu þannig að einkunnin gæti haft áhrif á verðlagningu fyrirtækisins. Þannig getur árangur fjárfestinga verið háður því hvernig UFS er mælt.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur