Snjó­hengj­an sem verð­ur von­andi að skafli

Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024

Þegar tímabili fastra vaxta lýkur færast íbúðalán á breytilega vexti, ef ekkert er að gert. Þetta þýðir að greiðslubyrðin hækkar verulega. Sem dæmi má nefna að greiðslubyrði af 30 milljóna íbúðaláni til 20 ára sem var á 4,25% föstum vöxtum og fer í 10,75% vexti, hækkar úr um 186 þúsundum í um 290 þúsund á mánuði. Þessi mikla hækkun greiðslubyrðar hefur verið kölluð snjóhengjan. Umræða um snjóhengjuna komst í hámæli fyrir um ári síðan og varð svo römm að margir lántakar fylltust kvíða og angist yfir því sem koma skyldi.

Það er mikilvægt að halda því til haga að ítarleg greining á lánasafni bankans bendir til þess að allar líkur séu á að langflestir lántakar muni komast í gegnum þennan skafl. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Margir nýttu séreignarsparnað til að greiða inn á íbúðalánin sín og hafa þannig lækkað höfuðstólinn. Þá stóðust flestir lántakar greiðslumat við lántöku með miklum sóma og hafa því gott svigrúm til að takast á við hærri greiðslubyrði. Auk þess ber að nefna að þrátt fyrir viðvarandi verðbólgu hefur kaupmáttur launa aukist um tæplega 2% á síðustu þremur árum.

Hærri greiðslubyrði vegna loka tímabils lágra fastra nafnvaxta mun engu að síður hafa mikil áhrif á marga. Þá er gott að hafa í huga að það eru ýmsar leiðir til að takast á við breyttar aðstæður.

Sumir þurfa sem lægsta greiðslubyrði

Með endurfjármögnun er hægt að lækka greiðslubyrðina, oftast verulega, og breyta umræddri snjóhengju í viðráðanlegan skafl. Þetta eru leiðir sem felast t.d. í því að sameina grunnlán og viðbótarlán og fá þannig lægri vexti og greiðslubyrði. Lenging lánstíma er önnur leið til að lækka greiðslubyrði og síðast en ekki síst má breyta í verðtryggt lán, að hluta eða að fullu.

Umræðan um verðtryggð lán hefur verið neikvæð. Staðreyndin er sú að mörg heimili hafa ekki svigrúm til annars en að leita eftir lægstri mögulegri greiðslubyrði. Hún næst með verðtryggðu láni til langs tíma. Það eru ekki bara greiðslur af lánunum sem eru að hækka í verðbólgunni, heldur hreinlega næstum allt, t.d. opinber gjöld, verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Ef valið stendur á milli þess að eiga öruggt þak yfir höfuðið og lifa sómasamlegu lífi eða þess að vera á tæpasta vaði í heimilisbókhaldinu, er ekki hægt að lá neinum að velja lægstu mögulega greiðslubyrðina með verðtryggðu láni. Þegar hagurinn vænkast á ný er hægt að skipta aftur yfir í óverðtryggt íbúðalán.

Í Landsbankanum hefur verið unnið að því að auðvelda fólki að endurfjármagna íbúðalánin sín og það hefur aldrei verið þægilegra og einfaldara. Í Landsbankaappinu og á www.landsbankinn.is geta allir, alveg sama hvar þeir eru með íbúðalánin sín, skoðað stöðuna, metið ólíka möguleika sem standa til boða og sótt um endurfjármögnun. Hægt er að gera þetta hvenær sem er, hvort sem er heima í stofu eða með því að panta tíma hjá ráðgjöfum í útibúum bankans um allt land sem eru boðnir og búnir að leiðbeina og aðstoða viðskiptavini í ferlinu.

Það væri til enn meiri þæginda og einföldunar ef frumvarp til laga um rafrænar skuldaviðurkenningar, sem myndi gera það að verkum að hægt væri að klára málin alfarið á netinu, næði fram að ganga á Alþingi. Þá yrði jafnræði og þægindi allra landsmanna tryggt óháð búsetu og annríki á sýslumannsembættum. Öll kerfi Landsbankans eru tilbúin.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 12. júní 2024.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur