Kröf­ur til upp­lýs­inga um sjálf­bærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. febrúar 2023

Í stað þess að gefa út ársskýrslur gefa nú mörg fyrirtæki út árs- og sjálfbærniskýrslur þar sem ekki er látið duga að fjalla um hvernig reksturinn gekk í fyrra, tekjur og gjöld, arðsemi og eigið fé, heldur er þar að finna upplýsingar um hvaða áhrif reksturinn hefur á umhverfið, ekki síst hvaða áhrif reksturinn hefur á loftslagið.

Samræmdar reglur um sjálfbærniupplýsingar hafa ekki verið innleiddar

Birting sjálfbærniupplýsinga hefur verið algjörlega valkvæð fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Þau fyrirtæki sem flokkast sem stór fyrirtæki í skilningi ársreikningalaga eru á hinn bóginn skuldbundin til að birta sjálfbærniupplýsingar í skýrslu stjórnar í ársreikningi og gilda um þær ákvæði um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Leiðbeiningar um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga eru á þó ekki sérlega ítarlegar og því geta fyrirtæki notað ýmsar og mismunandi aðferðir við að birta sjálfbærniupplýsingar, jafnvel þó þau uppfylli öll sömu reglurnar. Ein af afleiðingum þess er að erfitt er að bera fyrirtæki saman og átta sig á raunverulegum áhrifum þeirra á sjálfbæra þróun.

Mikilvægisgreining sjálfbærniupplýsinga

Eitt það mikilvægasta við sjálfbærniupplýsingagjöf er að fyrirtæki átti sig á því hvað skipti máli fyrir rekstur þeirra, þ.e.a.s. hvaða þættir í þeirra starfsemi eru mikilvægastir með tilliti til sjálfbærrar þróunar. Hvar hafa fyrirtækin mestu áhrifin? Hjá flutningafyrirtæki gætu t.d. mestu áhrifin komið fram í útblæstri bílaflotans. Næsta skref væri síðan að finna leiðir til að draga úr þessum útblæstri.

Til þess að sjálfbærniupplýsingagjöf sé gagnleg þá þarf hún að vera traust, gagnsæ og miðla upplýsingum um þau málefni sem teljast mikilvæg fyrir rekstur viðkomandi fyrirtækis. Ef upplýsingagjöfin uppfyllir ekki þessar kröfur þá þjónar hún ekki hlutverki sínu.

Þar sem regluverk hefur verið eftirbátur fyrirtækjaframtaks hvað varðar miðlun sjálfbærniupplýsinga hafa sprottið upp aðrir og valkvæðir staðlar sem fyrirtæki geta notað. Dæmi um það eru GRI-viðmiðin (e. Global Reporting Initiative) sem hafa verið við lýði frá árinu 2000. Ýmsar uppfærslur hafa komið á GRI-viðmiðunum á þessum tíma og er nýjasta útgáfan með mjög skýrum leiðbeiningum um hvernig skuli standa að því að greina hvaða þættir í starfsemi fyrirtækjanna eru mikilvægastir. Hluti af GRI-viðmiðunum eru GRI-vísarnir sem fela í sér nákvæmar leiðbeiningar um hvernig skuli miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar. Þetta eru upplýsingar sem snerta á umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum fyrirtækja, þ.m.t. loftslagsbókhald þeirra. Kosturinn við þessar nákvæmu leiðbeiningar sem fylgja GRI-viðmiðunum er að þær bjóða upp á að hægt sé að endurskoða sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja af sömu nákvæmni og fjárhagsupplýsingar þeirra með aðferðum endurskoðenda.

Fyrirtæki eru misvel í stakk búin til að fara í vandaða greiningu á mikilvægisþáttum og miðla svo sjálfbærniupplýsingum á svo ítarlegan hátt, sérstaklega á meðan ekki er gerð krafa um það af hálfu opinberra aðila.

Strangari reglur á leiðinni

Kröfurnar eru þó að breytast og það hratt. Evrópusambandið hefur sett reglur sem munu einnig taka gildi í EES-ríkjum sem eru mun strangari hvað varðar miðlun og endurskoðun sjálfbærniupplýsinga. Það yrði of langt mál að telja upp allt sem er á leiðinni en reglugerðin CSRD (e. Corporate Sustainability Reporting Directive) mun ná yfir öll fyrirtæki sem þurfa að skila ófjárhagslegum upplýsingagum í ársreikningum sínum í dag. Það má gera ráð fyrir að þær kröfur smiti svo út frá þeim fyrirtækjum og niður virðiskeðjuna til smærri fyrirtækja. Þess verður því ekki langt að bíða að sjálfbærniupplýsingar verði jafn mikilvægar og fjárhagslegar upplýsingar.

Landsbankinn hefur birt upplýsingar um áhrif sín á sjálfbærni samkvæmt viðmiðum GRI frá árinu 2012. Nýjasta skýrslan var birt samhliða ársuppgjöri bankans 2. febrúar síðastliðinn. Í ár var skýrslan í fyrsta sinn endurskoðuð af óháðum endurskoðendum og þannig fór bankinn fram úr kröfum markaðarins um staðfestingu sjálfbærniupplýsinga.

Höfundur er sjálfbærnistjóri Landsbankans.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 15. febrúar 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur