Kröf­ur til upp­lýs­inga um sjálf­bærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. febrúar 2023

Í stað þess að gefa út ársskýrslur gefa nú mörg fyrirtæki út árs- og sjálfbærniskýrslur þar sem ekki er látið duga að fjalla um hvernig reksturinn gekk í fyrra, tekjur og gjöld, arðsemi og eigið fé, heldur er þar að finna upplýsingar um hvaða áhrif reksturinn hefur á umhverfið, ekki síst hvaða áhrif reksturinn hefur á loftslagið.

Samræmdar reglur um sjálfbærniupplýsingar hafa ekki verið innleiddar

Birting sjálfbærniupplýsinga hefur verið algjörlega valkvæð fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Þau fyrirtæki sem flokkast sem stór fyrirtæki í skilningi ársreikningalaga eru á hinn bóginn skuldbundin til að birta sjálfbærniupplýsingar í skýrslu stjórnar í ársreikningi og gilda um þær ákvæði um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Leiðbeiningar um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga eru á þó ekki sérlega ítarlegar og því geta fyrirtæki notað ýmsar og mismunandi aðferðir við að birta sjálfbærniupplýsingar, jafnvel þó þau uppfylli öll sömu reglurnar. Ein af afleiðingum þess er að erfitt er að bera fyrirtæki saman og átta sig á raunverulegum áhrifum þeirra á sjálfbæra þróun.

Mikilvægisgreining sjálfbærniupplýsinga

Eitt það mikilvægasta við sjálfbærniupplýsingagjöf er að fyrirtæki átti sig á því hvað skipti máli fyrir rekstur þeirra, þ.e.a.s. hvaða þættir í þeirra starfsemi eru mikilvægastir með tilliti til sjálfbærrar þróunar. Hvar hafa fyrirtækin mestu áhrifin? Hjá flutningafyrirtæki gætu t.d. mestu áhrifin komið fram í útblæstri bílaflotans. Næsta skref væri síðan að finna leiðir til að draga úr þessum útblæstri.

Til þess að sjálfbærniupplýsingagjöf sé gagnleg þá þarf hún að vera traust, gagnsæ og miðla upplýsingum um þau málefni sem teljast mikilvæg fyrir rekstur viðkomandi fyrirtækis. Ef upplýsingagjöfin uppfyllir ekki þessar kröfur þá þjónar hún ekki hlutverki sínu.

Þar sem regluverk hefur verið eftirbátur fyrirtækjaframtaks hvað varðar miðlun sjálfbærniupplýsinga hafa sprottið upp aðrir og valkvæðir staðlar sem fyrirtæki geta notað. Dæmi um það eru GRI-viðmiðin (e. Global Reporting Initiative) sem hafa verið við lýði frá árinu 2000. Ýmsar uppfærslur hafa komið á GRI-viðmiðunum á þessum tíma og er nýjasta útgáfan með mjög skýrum leiðbeiningum um hvernig skuli standa að því að greina hvaða þættir í starfsemi fyrirtækjanna eru mikilvægastir. Hluti af GRI-viðmiðunum eru GRI-vísarnir sem fela í sér nákvæmar leiðbeiningar um hvernig skuli miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar. Þetta eru upplýsingar sem snerta á umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum fyrirtækja, þ.m.t. loftslagsbókhald þeirra. Kosturinn við þessar nákvæmu leiðbeiningar sem fylgja GRI-viðmiðunum er að þær bjóða upp á að hægt sé að endurskoða sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja af sömu nákvæmni og fjárhagsupplýsingar þeirra með aðferðum endurskoðenda.

Fyrirtæki eru misvel í stakk búin til að fara í vandaða greiningu á mikilvægisþáttum og miðla svo sjálfbærniupplýsingum á svo ítarlegan hátt, sérstaklega á meðan ekki er gerð krafa um það af hálfu opinberra aðila.

Strangari reglur á leiðinni

Kröfurnar eru þó að breytast og það hratt. Evrópusambandið hefur sett reglur sem munu einnig taka gildi í EES-ríkjum sem eru mun strangari hvað varðar miðlun og endurskoðun sjálfbærniupplýsinga. Það yrði of langt mál að telja upp allt sem er á leiðinni en reglugerðin CSRD (e. Corporate Sustainability Reporting Directive) mun ná yfir öll fyrirtæki sem þurfa að skila ófjárhagslegum upplýsingagum í ársreikningum sínum í dag. Það má gera ráð fyrir að þær kröfur smiti svo út frá þeim fyrirtækjum og niður virðiskeðjuna til smærri fyrirtækja. Þess verður því ekki langt að bíða að sjálfbærniupplýsingar verði jafn mikilvægar og fjárhagslegar upplýsingar.

Landsbankinn hefur birt upplýsingar um áhrif sín á sjálfbærni samkvæmt viðmiðum GRI frá árinu 2012. Nýjasta skýrslan var birt samhliða ársuppgjöri bankans 2. febrúar síðastliðinn. Í ár var skýrslan í fyrsta sinn endurskoðuð af óháðum endurskoðendum og þannig fór bankinn fram úr kröfum markaðarins um staðfestingu sjálfbærniupplýsinga.

Höfundur er sjálfbærnistjóri Landsbankans.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 15. febrúar 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Landslag
8. des. 2022

Mikilvægi mælinga á sjálfbærni og hegðun fyrirtækja

Hugmyndin á bak við einkunnagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) er að mæla hversu vel fyrirtæki standa gagnvart annarri áhættu en fjármálaáhættu þannig að einkunnin gæti haft áhrif á verðlagningu fyrirtækisins. Þannig getur árangur fjárfestinga verið háður því hvernig UFS er mælt.
Landslag
29. nóv. 2022

Fjármálaheimurinn tók hressilega á móti UFS

Fjárfestingar sem byggja á tengslum við umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, e. ESG) hafa aukist ótrúlega mikið á tiltölulega stuttum tíma. Helst sú þróun auðvitað í hendur við aukinn skilning á loftslagsvánni og brýna nauðsyn til þess að ná árangri þar.
Landslag
18. nóv. 2022

Það vantar betri gögn um tengsl sjálfbærni og fjármála

Með því að beina fjármagni í atvinnugreinar og fyrirtæki sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsvandann eða a.m.k. síður neikvæð, getur fjármálageirinn stuðlað að miklum breytingum til hins betra. En er fjármálageirinn að standa sig?
Auðkenni
17. nóv. 2022

Leyninúmerin á útleið og sterk auðkenning kemur í staðinn

Fjögurra stafa leyninúmer bankareikninga hafa fylgt okkur áratugum saman en nú í nóvember hefst útleiðing þeirra hjá Landsbankanum þegar hætt verður að biðja um leyninúmer við staðfestingu greiðslna í appinu og netbanka einstaklinga.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur