Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Draum­ur að móta vinnu­staða­menn­ingu

Sirra Guðmundsdóttir er mannauðsstjóri Landsbankans. Sirra tók við starfi mannauðsstjóra fyrir tæpum fjórum árum og Klara Steinarsdóttir hefur farið fyrir fræðslu og þróun síðan 2023. Á þessum tíma hafa miklar breytingar átt sér stað og mörg spennandi verkefni verið í farvatninu.
6. október 2025

„Ég náttúrulega tek við afar góðu búi,“ segir Sirra. „Ég vissi að Landsbankinn væri frábær vinnustaður og hafði heyrt af mjög öflugu fræðslustarfi hér. Það kom mér aftur á móti á óvart hversu dreifður vinnustaðurinn var á höfuðborgarsvæðinu, margar starfsstöðvar bæði í miðbænum og annars staðar. Húsnæðið studdi ekki nægilega vel við starfsemi og markmið bankans.“ Sirra er að vísa til þess að Landsbankinn flutti starfsemi sína úr Austurstræti og tengdum húsum yfir í nýtt hús bankans við Reykjastræti 6 í miðbæ Reykjavíkur.

„Það var náttúrulega áskorun að koma inn í svona stórt verkefni en að sami skapi er þetta draumurinn fyrir mannauðsfólk - að fá að koma inn í verkefni þar sem þú færð tækifæri til þess að hafa áhrif á vinnustaðamenningu,“ segir Sirra. Mikil áhersla var lögð á stuðning og fræðslu fyrir stjórnendur til að undirbúa þá undir bæði ný tækifæri og áskoranir sem fylgja svona stórum breytingum. Klara bætir við að þó stjórnendur hafi fengið sérstakan stuðning hafi „allt starfsfólk fengið fræðslu og þjálfun til að læra nýja nálgun í vinnu og samskiptum í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi. Þó svo að allflestir hefðu verið farnir að vinna í opnum rýmum og verið komnir út úr sínum einkaskrifstofum í eldra húsnæði Landsbankans vorum við með illa nýtta fermetra og unnum mikið í sílóum.“

Fjölbreytileikinn stærsti kosturinn

Landsbankinn innleiddi að fullu verkefnamiðað vinnurými í nýju húsnæði. Sirra segir að þó vissulega sé rekstrarhagræði og góð nýting á fermetrum af fyrirkomulaginu þá er það fyrst og fremst aukinn sveigjanleiki sem hafi drifið breytinguna áfram í Landsbankanum. „Kosturinn við verkefnamiðað vinnurými er að geta boðið upp á fjölbreytileika og eiga þá meiri möguleika á að koma til móts við starfsfólk, einmitt vegna þess að við vitum að eitt hentar ekki öllum.“ Sirra bætir við að starfsfólk þurfi þannig ekki að velja annað hvort eða, opið eða lokað rými. Í nýju húsi séu starfsstöðvar opnar, en hægt að finna næðisrými, hópvinnurými, opið vinnurými þar sem unnið er í hljóði o.s.frv. Klara segir ljóst að húsið styðji vel við fræðslustarf og leiki stórt hlutverk í stóraukinni þátttöku í fræðslu undanfarið. „Húsið og ólíku rýmin sem það býður upp á og tæknilausnirnar sem því fylgir gera okkur kleift að bjóða öllu starfsfólki að taka þátt í fræðslu með streymi og síðan upptökum þannig að enginn missi af. Við leitum alltaf allra leiða til þess,“ segir Klara.

Sveigjanleiki um allt land, í starfi og í fræðslu

Sveigjanleikinn í vinnuumhverfinu nær til allra vinnustaða Landsbankans en bankinn heldur úti starfsemi á 32 stöðum á landinu. Í dag er verkefnum sem hægt er að vinna miðlægt dreift í gegnum kerfi sem kallast Miðjan. „Þegar þú hringir í Landsbankann eða sendir okkur línu getur starfsfólk um allt land sinnt erindunum. Það opnar á tækifæri til þess að viðhalda opnunartíma þó að heimsóknum hafi mögulega fækkað á einhverjum stöðum og eins getum við haldið fólki á landsbyggðinni í fullu störfum,“ segir Sirra.

Sveigjanleikinn nær einnig til fræðslustarfsins, því sama starfsfólk getur verið bæði nemendur og kennarar, allt eftir aðstæðum. „Starfsfólkið er hjarta fræðslustarfsins,“ segir Klara „og fræðslumenningin er þannig að þau líta á þetta sem hluta af sínu starfi, bæði að kenna og miðla sinni þekkingu, og síðan að sitja fræðslu. Þessi menning birtist ekki einungis í virkri þátttöku heldur einmitt einnig í þeirri staðreynd að meirihluti leiðbeinanda á fræðsluviðburðum hjá okkur er starfsfólk bankans. Sirra og Klara eru sammála um að sterk fræðslumenning Landsbankans sé mikið mótuð af að nýta fólkið sem vinnur þar, sérfræðingana. „Starfsfólkið býr yfir dýpri innsýn í starfsemi bankans en utanaðkomandi sem gerir fræðsluna markvissari og tengdari raunverulegum verkefnum. Það er ekki sjálfgefið að starfsfólk líti á það að miðla þekkingu sem hluta af sínu starfi en þetta viðhorf er sem betur fer til staðar hér,“ segir Klara.

Flutningar tækifæri til að efla fræðslustarf

Klara segir að samhliða flutningunum hafi verið lögð áhersla á að aðlaga fræðslu að síbreytilegu starfsumhverfi og vaxandi þörf fyrir nýja færni. „Símenntun verður sífellt mikilvægari hluti af starfsþróun og við hvetjum starfsfólk stöðugt til að huga að henni og uppfæra þekkingu sína í síbreytilegu umhverfi. Fræðsluáætlanir eru þróaðar með framtíðarfærni að leiðarljósi og við leggjum áherslu á að bjóða upp á fræðslu og þjálfun sem miðar að því að veita starfsfólki tækifæri til að vaxa í takt við kröfur vinnumarkaðarins.“

„Við settum til dæmis verkefnið „Vöxtur og velgengni í starfi“ á laggirnar síðasta haust,“ segir Sirra. Þátttakendur í verkefninu fá markvissa þjálfun sem hefur það að markmiði að efla faglega og persónulega þróun þeirra og stuðla að þróun framtíðarleiðtoga. Þau sátu umfangsmiklar og fjölbreyttar vinnustofur yfir tvær annir og unnu heimaverkefni. Samhliða þjálfuninni fengu þátttakendur mentor innan bankans, sem þau hittu reglulega á meðan á verkefninu stóð, en mentorarnir eru hópur stjórnenda og öflugra sérfræðinga sem veita þátttakendum leiðsögn og stuðning. „Markmiðið með svona mentoraverkefni samhliða þjálfuninni er að viðhalda og miðla þekkingu innan bankans og stuðla að enn meiri árangri þar sem þátttakendur fá bæði praktíska og persónulega leiðsögn frá reyndu samstarfsfólki,“ segir Klara.

Afrakstur áherslubreytinga í fræðslu er sú að þátttaka fjórfaldaðist á milli áranna 2023 og 2024. Ríflega helmingur fræðsluviðburða eru haldnir af starfsfólki, 94% starfsfólks sækir sér valkvæða fræðslu og hlutföll á milli kynja eru nokkurn veginn jöfn.

Klara segist hafa fundinn mikinn meðbyr með að setja aukinn kraft í fræðslumál frá yfirstjórn við þessar breytingar sem flutningarnir voru og að það hafi skilað sér margfalt til baka. „Ég held að flestir sem einhvern tímann hafa unnið í mannauðs- og fræðslumálum viti að ef að það kemur einhvers konar meðbyr þá verður maður að grípa tækifærið og bara hlaupa af stað,“ segir Sirra.

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. sept. 2025
Sjálfbærnidagur 2025 – upptökur
Loftslagsmál, raforkumál, plastframleiðsla, fatabransinn, timbur og gómsætt grænkerafæði voru til umræðu á fjórða sjálfbærnidegi Landsbankans sem var haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september 2025.
Öldungadeildin í gleðigöngunni
5. ágúst 2025
Regnboginn dofnar ekki með árunum
Tíu hópar fengu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn, 9. ágúst. Einn þessara hópa er Öldungadeildin.
1. júlí 2025
Kvennaknattspyrna í skyndisókn
Kvennaknattspyrnan hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum og tækifæri ungra knattspyrnukvenna til að komast í atvinnumennsku erlendis hafa aldrei verið fleiri. Aukið áhorf, áhugi, atvinnuvæðing, fjárfestingar og faglegri umgjörð hafa leitt til þess að kvennaboltinn er farinn að rúlla hraðar en nokkru sinni fyrr. Boltagreiningardeild Landsbankans rýndi í vöxt kvennaknattspyrnunnar í gegnum árin.
Stelpur úti í náttúru
25. júní 2025
Græn fjármögnun – velferð til framtíðar
Í algjörum grundvallaratriðum snýst græn fjármögnun um að auka flæði fjármagns til verkefna sem stuðla að sjálfbærri þróun. Fjármagnseigendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki og ríki og sjálfbær verkefni geta verið margra milljarða framkvæmdir eða sjálfbær sparnaður á bankabók barns.
Áheyrendasalur
14. mars 2025
Komum hreyfingu á hlutina - fjármögnun og uppbygging innviða
Fundur Landsbankans og Samtaka iðnaðarins um fjármögnun og uppbyggingu innviða var haldinn í Norðurljósasal Hörpu 13. mars 2025. Fjallað var um reynslu Færeyinga af gerð fjögurra neðansjávarganga, reynsluna af Hvalfjarðargöngunum, möguleika á alþjóðlegri fjármögnun og ástand vegakerfisins og annarra innviða. Fundinum lauk síðan með fjörlegum pallborðsumræðum.
2. jan. 2025
Listin sem rólegur þátttakandi í lífinu
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er skreytt myndum af vatni og ólíkum birtingarmyndum þess í daglegu lífi okkar. Við settumst niður með myndlistarmanninum á bak við verkin, Stefáni Óla Baldurssyni eða Stebba Mottu, og fengum hans innsýn í ferlið, verkin og vatnið.
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.