Nokk­ur ráð til jóla­sveina frá Stekkj­astaur um kaup á gjöf­um

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Barn í jólaglugga
9. desember 2022 - Stekkjastaur

Fáir hafa jafnmikla reynslu og Stekkjastaur - bara 8 eða 12 aðrir - enda byggir hann á aldalangri reynslu sem jólasveinn og ærslabelgur. Hann kemur auk þess alltaf fyrstur og þarf því að byrja fyrr að undirbúa jólin en bræður hans. Jólaráðin fylgja hér á eftir:

Gjafirnar þurfa ekki að vera dýrar

Oft eru það smáir og nytsamir hlutir sem gleðja mest, eitthvað sem nýtist í dagsins önn og sem minnir lengi á þá gleði sem fylgir því að vakna á morgnana, kíkja í skóinn og sjá að jólasveinninn kíkti til manns um nóttina.  

Ekki kaupa gjafir á síðustu stundu

Innkaup í verslunum og á bensínstöðvum sem eru opnar utan venjubundins opnunartíma eru oftar en ekki óhagstæðari en annars staðar. Það gildir um kaup í skóinn sem og önnur innkaup. Þá geta bestu bitarnir verið fljótir að fara og því gott að vera tímanlega á ferðinni. Stekkjastaur hefur alltof oft lent í þessu sjálfur.

Ekki fara svangur út í búð

Þetta gildir einnig um jólasveina.

Matur er mannsins megin

Margir jólasveinanna, líkt og Bjúgnakrækir, Ketkrókur og Askasleikir, eru miklir matgæðingar og finnst fátt betra en að borða og gefa öðrum mat þó þeir viðurkenni það seint að þeir deili með öðrum. Þeim finnst því tilvalið að gefa börnum mandarínur, heimabakstur eða annað góðgæti.

Vantar eitthvað fyrir jólin?

Sokkapör, hárskraut og annað smálegt, sem nýst getur um hátíðirnar, eru tilvaldar gjafir í skóinn.

Verslað fyrir nokkra í einu

Hagstæðara getur verið að kaupa fyrir fleiri en eitt barn í einu enda magnpakkningar oft á betra verði en einstaka hlutir. Þannig geta jólasveinar sem t.d. bindast fjölskyldu- eða vinaböndum, sameinast í innkaupum og skipt pakkningum á milli sín.

Börn bera saman bækur sínar

Að morgni segja börnin hvort öðru frá því sem beið þeirra í glugganum þegar þau vöknuðu og þar sem fjárhagur heimila er misjafn getur verið sárt fyrir sum börn að heyra af mikilli gjafmildi jólasveina á heimilum vina sinna. Því er best að stilla innkaupum í hóf og hafa hugfast að það er hugurinn og gleði barnanna sem skiptir mestu.

Nei, nei, ekki um jólin

Það borgar sig alls ekki að taka skammtímalán (hvað þá smálán) til að eiga fyrir innkaupum í skóinn. Það getur dregið dilk á eftir sér. Hugsaðu stórt en notaðu fjármuni af skynsemi.

Pistillinn birtist fyrst á Umræðunni þann 9. desember 2014.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023
Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023
Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög
Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023
Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt
Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023
Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum
Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022
Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni
Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur