Af hverju heit­ir hrað­banki ekki tölvu­banki?

Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
19. desember 2019

Þegar ný tækni lítur dagsins ljós þarf að búa til orðræðu utan um hana. Nýyrðasmíð er ekki auðveld og á sér ekki stað á efstu hæð í einangruðum fílabeinsturni. Virðulegustu nefndir sprenglærðra sérfræðinga geta komið með rökstuddar tillögur eftir langa legu undir feldi, en það er til lítils ef samfélagið tekur nýyrðið ekki í notkun. Handraði og tölvubanki voru tillögur að heiti á því sem við nú köllum hraðbanka, sem augljóslega lutu í lægra haldinu. Í New South Wales fylki í Ástralíu var Íslendingasamfélagið frumlegt og þjóðlegt og kallaði hraðbanka á tímabili Raufarhafnir, en það datt líka upp fyrir. Tíminn líður hraðar sérhvern dag, ekki bara í lagatextum, og nýyrði fæðast, ná fótfestu (eða ekki) og falla svo aftur í gleymskunnar dá.

Hjá Landsbankanum viljum við ekki einungis bjóða viðskiptavinum upp á nýstárlegar stafrænar leiðir til að sinna bankaviðskiptum, heldur einnig orðaforða til að tala um þær. Við leggjum mikla áherslu á að útgefið efni sé vel úr garði gert, yfirlesið og á góðri íslensku. Helstu skýrslur bankans eru gefnar út á hinu ástkæra ylhýra og sérfræðingar bankans taka ekki bara þátt í umræðunni, heldur líka í mótun tungumálsins sem hún fer fram á. Nærtækustu dæmin eru úr fjártækni, þar sem þróunin er hvað hröðust.

Hraðbanki

Fjártækni ekki komið í orðabanka

Hugtakið fjártækni er einmitt vel heppnað nýyrði og gaman væri að vita hver stakk upp á því fyrst. Orðið er þýðing á enska hugtakinu fintech sem líka er ansi nýtt af nálinni. Orðið er samsuða af financial technology og vísar í tækni sem hefur þann tilgang að bæta og sjálfvirknivæða fjármálaþjónustu. Á vef Landsbankans skilar leit að orðinu fleiri niðurstöðum en hægt er að kasta tölu á. Fjártæknihugtakið er notað í fréttum á vef bankans, í skýrslum og upplýsingatextum og er útskýrt sérstaklega í greininni „Hvert stefnir bankaheimurinn?“ hér á Umræðunni. Fjártækni hefur haslað sér völl í tungumálinu en er samt slíkur nýgræðingur að Árnastofnun hefur ekki enn tekið orðið upp á sína stafrænu arma. Hvorki Málið, vefgátt Árnastofnunar, sem sameinar aðgang að öllum gagnasöfnum um íslenskt mál og málnotkun sem stofnunin hefur yfir að ráða, né Snara, með yfir tvær milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka, hefur skrásett það eða skilgreint.

Í þessu felst engin gagnrýni - það er eðlilegt að notkun móti málið og jafnvel æskilegt að nýyrði myndist með neðansækinni nálgun frekar en ofansækinni. Tillaga þriggja alþingismanna um að hafna vinsæla nýyrðinu „bíll“ og kalla fyrirbærið frekar „sjálfrenning“ var samþykkt af þingheimi en er í dag ekkert nema skemmtileg saga, varnaðarorð til þeirra sem ætla að stýra þróun tungumálsins með gerræðislegum gerningum. Bíll er stytting á franska orðinu automobile. Í fjármálaheiminum eru til nokkur orð með svipaðan uppruna, þ.e. nýyrði sem eru aðlögun á erlendu orði eða hugtaki frekar en þýðing. Posi er myndað út frá skammstöfuninni á point-of-sale instrument og vísar í daglegu tali í kortalesara. Pinnið, sem bankar og kortafyrirtæki hvetja þig til að leggja á minnið, er myndað á svipaða hátt út frá skammstöfuninni á personal identification number, PIN. Önnur orð tökum við óbreytt inn í málið, gjarnan vegna þess að þau falla að beygingarreglum íslensks máls. Nærtækasta dæmið er kannski app, sem virðist í dag hafa unnið fullnaðarsigur á öðrum keppendum um fyrsta sætið, svo sem smáforrit, stefja, smælki og verkforrit.

Áhersla á íslensku

Önnur nýyrði krefjast meiri yfirlegu og eru afrakstur meðvitaðrar umræðu. Hér í Landsbankanum erum við sérstaklega stolt af hinum heimaræktuðu hugtökum „fyrirmælafölsun“ og „sæmdarkúgun“. Fyrirmælafölsun vísar í CEO fraud, sem felst í því að netglæpamenn senda starfsmönnum fyrirtækja fölsk fyrirmæli í nafni stjórnenda. Orðið hefur verið í umferð síðan árið 2016 og lögreglan hefur meðal annars notað það til að vara við athæfinu. Sæmdarkúgun er alveg nýtt, þýðing á sextortion, en þar vega óprúttnir aðilar að sæmd og heiðri þolandans með ýmsum hætti, t.d. með hótun um myndbirtingu á netinu. Þó slíkum sæmdarkúgunum hafi verið beitt til að hafa fé af fólki frá árinu 2013 hefur engin íslenskun fest sig í sessi enn.

Hjá Landsbankanum leggjum við okkur fram við að skrifa vandaða íslensku. Tungumálið er í sífelldri þróun. Ert þú með tillögu að skemmtilegri þýðingu á fjármálahugtaki? Nýyrði sem við gætum notað? Sendu línu á þýðanda bankans, agnes.m.vogler@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023
Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023
Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög
Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023
Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt
Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023
Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum
Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur