Bygg­inga­mark­að­ur - Mik­il um­svif kom­in til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Krani með stiga
21. mars 2023

Mikill kraftur hefur verið í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á liðnum árum og fjöldi verkefna sem bankinn fjármagnar því sjaldan verið meiri. Um síðustu áramót fjármagnaði bankinn þannig alls 142 smærri sem stærri byggingarverkefni. Verkefnin voru á ýmsum byggingarstigum, alveg frá því að vera óbyggð lóð og upp í fullbúnar íbúðir. Um 4.300 íbúðir töldust til þessara verkefna, þar af rúmlega 400 íbúðir fyrir félagasamtök og leigufélög. Reikna má með að meðalframleiðslutími húsnæðis frá lóð til fullbúinnar íbúðar sé allt að 3 ár og miðað við það jafngildir þetta því a.m.k. 1.400 íbúða framboði á ári sem Landsbankinn fjármagnar.

Uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið mikil á undanförnum árum og umsvif í byggingariðnaði mjög mikil, þar sem stór útboðsverkefni eru í gangi samhliða. Þar má m.a. nefna nýbyggingar Landspítalans, Alþingis, Isavia og Landsbankans. Loks má nefna uppbyggingu nýrra hótela, sem verið hefur mikil undanfarin ár og verður það fyrirsjáanlega áfram. Auknum umsvifum hefur verið mætt með síauknum fjölda erlends starfsfólks í greininni, enda hefur hún vaxið miklu hraðar á undanförnum árum en innlendur vinnumarkaður ræður við.

Mikil fjölgun nýrra íbúða á markað

Myndin hér að ofan sýnir nýjar íbúðir sem fullbúnar hafa verið á landinu öllu á árabilinu 2006–2022. Mjög hröð uppbygging var á árunum 2006-2008, en við hrunið fækkaði mjög íbúðum sem komu á markaðinn og það var ekki fyrr en á árunum 2017-2018 sem markaðurinn jafnaði sig að fullu. Frá árinu 2019 hefur síðan verið mikill kraftur á byggingamarkaði og að meðaltali 3.250 nýjar íbúðir komið á markaðinn árlega frá þeim tíma. Miðað við fjölda íbúða í byggingu nú stefnir í að svo verði áfram. Stjórnvöld hafa engu að síður áhuga á að auka enn við framboðið og stefna að því að 20.000 nýjar íbúðir komi á markað á næstu 5 árum og alls 35.000 íbúðir á næstu 10 árum.

Helstu áskoranir í byggingariðnaði

Aukin afköst

Ljóst er að sameiginlegt átak ríkis og sveitarfélaga um enn aukið framboð íbúðarhúsnæðis á næstu árum mun reyna á byggingariðnaðinn og m.a. auka enn á þörf fyrir erlent starfsfólk.

Sveiflur í eftirspurn

Sveiflur í eftirspurn á íbúðamarkaði hafa verið verulegar og oft skyndilegar, á meðan framboðsbreytingar taka 2-3 ár, frá því að verkefni er sett á blað og þar til því er lokið. Þessar sveiflur eru óheppilegar, bæði fyrir verktaka og ekki síður kaupendur. Frá 2016 hafa a.m.k. 3 slíkar sveiflur gengið yfir markaðinn. Fyrst á árinu 2016, þegar mikil eftirspurnaraukning varð skyndilega í kjölfar þess að spáð var miklum hækkunum fasteignaverðs á komandi misserum. Nýlegra dæmi er gríðarleg eftirspurnaraukning í kjölfar mikillar vaxtalækkunar á árinu 2020 og að lokum núverandi ástand á íbúðamarkaði, þar sem eftirspurn hefur minnkað mjög í kjölfar mikilla vaxtahækkana á liðnu ári og breytingum á greiðslumati íbúðalána.

Sjálfbærni

Við finnum að viðskiptavinir Landsbankans úr hópi verktaka eru í auknum mæli farnir að líta á sjálfbærni sem mikilvægan þátt fyrir farsælan rekstur og hvernig aðlaga megi starfsemina að auknum kröfum. Þar má nefna kröfur um að mæla kolefnisfótspor og í framhaldinu setja sér markmið til að draga úr því. Þá gera kaupendur einnig auknar kröfur um gæði og endingartíma, orkusparnað og vistvæna framleiðslu, en þetta tvennt helst í hendur.

Að framansögðu má ljóst vera að þau auknu umsvif, sem einkennt hafa byggingamarkað á undanförnum árum, eru komin til að vera. Landsbankinn stefnir að því að vera áfram leiðandi í framkvæmdafjármögnun fyrir byggingaraðila og leggja þar lóð sín á vogarskálarnar í framtíðaruppbygginu heimila, stöðugleika á húsnæðismarkaði og baráttunni við verðbólgu. Við hjá Landsbankanum hlökkum til að takast á við komandi verkefni með byggingaraðilum. Við erum betri saman.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. mars 2023.

Höfundur er forstöðumaður mannvirkjafjármögnunar á fyrirtækjasviði Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. maí 2023

Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023

Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku

Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Landslag
8. des. 2022

Mikilvægi mælinga á sjálfbærni og hegðun fyrirtækja

Hugmyndin á bak við einkunnagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) er að mæla hversu vel fyrirtæki standa gagnvart annarri áhættu en fjármálaáhættu þannig að einkunnin gæti haft áhrif á verðlagningu fyrirtækisins. Þannig getur árangur fjárfestinga verið háður því hvernig UFS er mælt.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur