Banka­kerf­ið er að opn­ast

Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
Netbanki fyrirtækja
10. nóvember 2023

Þjónustan byggist á hugbúnaðarlausn frá Meniga sem veitir aðgang að reikningum í öllum íslensku bönkunum, Arion banka, Íslandsbanka og Kviku, í gegnum samræmd netskil (API). Þegar sparisjóðirnir verða tilbúnir bætast þeir líka við. Þjónustan er byggð á nýrri löggjöf um greiðsluþjónustu (PSD2) sem öðlaðist gildi hér á landi fyrir tveimur árum. Löggjöfin mælir fyrir um að bankar og sparisjóðir skuli opna fyrir aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina sinna fyrir þjónustuveitendur sem hafa til þess starfsleyfi.

Samkvæmt könnunum eru viðskiptavinir mjög ánægðir með Landsbankaappið. Appið er einfalt í notkun og þar er hægt að framkvæma fleiri aðgerðir en í öðrum bankaöppum. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að appið sé sniðið að þörfum viðskiptavina og fjölskyldan geti haft sameiginlega sýn á fjármálin. Viðskiptavinir Landsbankans geta til dæmis veitt öðrum fjölskyldumeðlimum umboð til að skoða eða millifæra af sínum reikningum og sömuleiðis getur fólk sparað saman í Landsbankaappinu. Nýja lausnin, að geta skoðað reikninga úr öðrum bönkum og millifært af þeim, er einmitt í þessum anda. Nú geta viðskiptavinir annarra banka notað Landsbankaappið, án þess að vera í beinum viðskiptum við bankann, og fjölskyldur horft saman á fjármálin sín óháð því hvar einstakir fjölskyldumeðlimir kjósa að stunda sín bankaviðskipti. Hugmyndafræðin á bak við opið bankakerfi er einmitt að fólk hafi val.

En þessi nýja virkni er aðeins brot af því sem PSD2 og opna bankakerfið hefur í för með sér. Innleiðing PSD2-löggjafarinnar hefur verið gríðarstórt verkefni hjá Landsbankanum eins og öðrum bönkum og felur í sér miklar breytingar á tæknilegum innviðum bankakerfisins. Samhliða innleiðingunni endurnýjaði Landsbankinn og nútímavæddi eldri kerfi og uppfærði þau í samræmi við evrópska samskiptastaðla. Kerfin í dag eru því hraðvirkari, skilvirkari og öruggari.

Með því að opna þessa þjónustu tökum við í Landsbankanum fyrsta skrefið en búumst við að fjártæknifyrirtækin þrói líka lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, t.d. gætu þau boðið upp á lausnir fyrir smásölumarkaðinn þar sem fólk greiðir fyrir vörur og þjónustu beint af greiðslureikningi í stað þess að nota greiðslukort. Innlend, óháð smágreiðslulausn hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri og er þessi nýja þjónusta mikilvægur áfangi í þeirri vegferð.

Til að auðvelda fjártæknifyrirtækjum og öðrum fjármálastofnunum að vinna á móti Landsbankanum í anda opins bankakerfis, í gegnum samræmd netskil (API), hefur Landsbankinn jafnframt opnað markaðstorg. Markaðstorg Landsbankans notast við þjónustu kanadíska fjártæknifyrirtækisins Salt Edge. Samstarfið við Salt Edge gerir bankanum kleift að halda úti þjónustu við þá sem vilja tengjast Landsbankanum allan sólarhringinn, alla daga ársins. Landsbankinn býður þannig upp á fyrsta flokks þjónustu við þau fjármála- og fjártæknifyrirtæki sem kjósa að þróa sínar eigin greiðslulausnir eða aðrar lausnir í samstarfi við bankann.

Landsbankinn fagnar samkeppninni sem nýja PSD2-löggjöfin kann að skapa en hyggst jafnframt taka þátt í henni sjálfur af fullum krafti með því halda áfram að þróa nýjar lausnir og þjónustu fyrir viðskiptavini sína.

Á næstu misserum mun bankinn kynna ýmsa nýja virkni í Landsbankaappinu, sem mun gera fjölskyldum landsins kleift að hafa mun betri yfirsýn yfir öll sín fjármál og skipuleggja þau til skamms og langs tíma. Sömuleiðis erum við að vinna í að einfalda lykilferla bankans þannig að viðskiptavinir geti stundað öll sín bankaviðskipti, bæði einföld og flókin, gegnum appið. Eftir sem áður heldur Landsbankinn úti stærsta útibúaneti banka á Íslandi um allt land og gríðarlega öflugu þjónustuveri.

Birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 8. nóvember 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023
Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur