Viku­byrj­un 30. maí 2023

Hér á landi hefur kjölfesta verðbólguvæntinga gefið nokkuð eftir, en í öðrum þróuðum ríkjum virðast verðbólguvæntingar ekki hafa versnað að ráði þrátt fyrir mikla verðbólgu.
Paprika
30. maí 2023

Vikan framundan

  • Á miðvikudaginn birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga á 1. ársfjórðungi, Sjóva birtir árshlutauppgjör fyrir 1. ársfjórðung og HMS birtir fasteignamat fyrir næsta ár.
  • Á fimmtudaginn birtir Seðlabanki Íslands tölur um greiðslujöfnuð við útlönd fyrir 1. ársfjórðung þessa árs.
  • Á föstudag lýkur hlutafjárútboði Hampiðjunnar.

Mynd vikunnar

Í ritinu Peningamálum, sem Seðlabankinn birti í síðustu viku, eru verðbólguvæntingar hér á landi settar í alþjóðlegt samhengi. Á Íslandi hefur kjölfesta verðbólguvæntinga gefið nokkuð eftir, en í öðrum þróuðum ríkjum virðast verðbólguvæntingar ekki hafa versnað að ráði þrátt fyrir mikla verðbólgu. Að mati Seðlabankans er aukin hætta á því að „verðbólga reynist þrálátari hér á landi en í öðrum þróuðum ríkjum og að lengri tíma taki að ná henni í markmið“ af þessum völdum.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Peningastefnunefnd hækkaði vexti bankans um 1,25 prósentustig. Við höfðum spáð 1,0 prósentustiga hækkun. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, eru eftir ákvörðunina 8,75%. Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar var ansi harður í þetta sinn og sérstaklega tekið fram að horfur væru á því að hækka þyrfti vexti enn meira „til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið“. Samhliða hækkuninni ákvað peningastefnunefnd að hækka fasta bindiskyldu innlánastofnana úr 1% í 2%. Hækkunin er eins konar stuðningsaðgerð meðfram vaxtahækkuninni og ættu að hafa þau áhrif að vextir innlánastofnana hækki meira en ella.
  • Samhliða vaxtaákvörðuninni gaf Seðlabankinn út Peningamál með nýrri þjóðhags- og verðbólguspá. Bankinn hækkaði hagvaxtarspána fyrir árið í ár í 4,8%, en í febrúarhefti Peningamála spáði bankinn 2,6% hagvexti í ár. „Þar vega horfur á meiri vexti innlendrar eftirspurnar þungt en einnig betri horfur í ferðaþjónustu,“ segir í Peningamálum.  Að mati bankans hafa verðbólguhorfur versnað verulega frá því í febrúar, en bankinn gerir nú ráð fyrir að verðbólga verði yfir 8% út þetta ár, en í febrúar var því spáð að verðbólgan yrði komin niður í 5,8% á fjórða ársfjórðungi þessa árs.
  • Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% milli mánaða í maí og við það lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,5%. Talan var aðeins lægri en við áttum von á, en við höfðum spáð því að ársverðbólgan myndi lækka í 9,6%. Mestu munar um að reiknuð húsaleiga hækkaði minna en við gerðum ráð fyrir, en bæði hækkaði markaðsverð íbúðarhúsnæðis minna en við bjuggumst við og framlag vaxtabreytinga var minna en við höfðum spáð. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni hægt næstu mánuði og verði komin niður í 8,2% í ágúst. Þetta er aðeins minni verðbólga en í síðustu spá okkar, sem skýrist nær eingöngu af því að maímælingin var lægri en við bjuggumst við.
  • Halli mældist á vöru- og þjónustujöfnuði á fyrsta ársfjórðungi. Útflutningsverðmæti jókst á fyrsta fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst og það sama gildir um ferðaþjónustu en útflutningsverðmæti áls dróst örlítið saman. Þetta skýrist af fjölgun ferðamanna, hærra verði sjávarafurða og lækkun á álverði. Þrátt fyrir þetta jókst hallinn milli ára.
  • Síldarvinnslan birti uppgjör fyrir 1. ársfjórðung.
  • Fjögur skuldabréfaútboð voru í síðustu viku. Síminn hélt útboð á víxlum, Reginn hélt útboð á nýjum grænum skuldabréfum, Lánamál ríkisins héldu útboð á ríkisbréfum og Útgerðarfélag Reykjavíkur hélt útboð á víxlum. S&P staðfesti lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Arion banka og Landsbankans. Reykjavíkurborg birt útgáfuáætlun fyrir seinni hluta 2023.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 30. maí 2023 (PDF)

Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.

Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur