Vikubyrjun 24. nóvember 2025

Vikan framundan
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs í nóvember, vöru- og þjónustujöfnuð fyrir þriðja ársfjórðung og gistinætur í október. Síldarvinnslan birtir uppgjör.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung. Ísfélagið birtir uppgjör.
Mynd vikunnar
Óhætt er að segja að sýn Seðlabankans á stöðuna í hagkerfinu hafi breyst þó nokkuð á síðustu mánuðum. Ný Peningamál sem bankinn birti í síðustu viku bera þess merki að bankinn sjái fram á mun hraðari kólnun í hagkerfinu en gert var ráð fyrir í ágústútgáfunni. Meðal þess sem fram kom í máli varaseðlabankastjóra peningastefnu á kynningarfundi í Seðlabankanum í síðustu viku var að hann teldi áreiðanlegustu merkin um aukinn slaka í hagkerfinu að finna í vinnumarkaðsgögnum. Spenna á vinnumarkaði hefur gefið hratt eftir síðustu misserin og Seðlabankinn telur horfur á auknum slaka á næstu mánuðum. Nú gerir bankinn ráð fyrir að atvinnuleysi nái hámarki á næsta ári í 4,6%, en í síðustu Peningamálum var því spáð að atvinnuleysi yrði 4,4% á yfirstandandi ári og yrði komið niður í 4,0% á því næsta.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans standa nú í 7,25% og raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa lækkað töluvert að undanförnu og standa nú í 2,95%. Þá gaf Seðlabankinn út Peningamál.
- HMS birti vísitölu íbúðaverðs, sem stóð í stað í október, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
- Kortavelta heimilanna jókst um 8,3% á milli ára, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Eins og oftast áður jókst kortavelta erlendis verulega (23,6% á milli ára) og einnig jókst kortavelta innanlands (4,0% á milli ára). Kortavelta erlendra greiðslukorta hér á landi dróst saman um 13,7% á föstu verðlagi á milli ára í október. Á föstu gengi dróst kortaveltan einnig saman, um 3,7% á milli ára.
- Launavísitalan hækkaði um 0,2 prósentustig á milli mánaða í október. Árshækkun vísitölunnar mælist nú 7,6%.
- Verðbólga í Bretlandi lækkaði um 0,2 prósentustig á milli mánaða í október og mældist 3,6%. Talan var í takt við væntingar. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum stóð óbreytt á milli mánaða í 4,4% í september, en talan var birt mun seinna en venjulega vegna lokana ríkisstofnana vestanhafs.
- Brim, Hampiðjan og Landsvirkjun birtu uppgjör. Kaldalón birti tilkynningu eftir 3. ársfjórðung. Alvotech tilkynnti að hliðstæða félagsins við Simponi hefði hlotið markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu. Sýn fékk samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf.
- Hagar héldu víxlaútboð, Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisvíxla og ríkisbréfa, Reitir stækkaði áður útgefinn skuldabréfaflokk og Reykjavíkurborg hélt skuldabréfaútboð.
- Íslandsbanki gaf út skuldabréf í sænskum og norskum krónum sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 samhliða endurkaupum á slíkum skuldabréfum í sænskum krónum. Moody’sstaðfesti A3 lánshæfismat Íslandsbanka með stöðugum horfum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









